Morgunblaðið - 17.11.1979, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1979
I
I j
Þrír af stjórnarmönnum fyrlrtækisins, f.v. Björn H. Jóhannsson, sem
jafnframt er forstöðumadurheimilistækjadeildarinnar, ólafur
Haraldsson, forstjóri fyrirtækisins. og Páll Bragason, sem er
stjórnarformaður Fálkans. Á myndina vantar Harald V. Ólafsson.
fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins.
Fyrstu fjögur árin, þ.e. frá 1904—
1908, voru reiðhjólaviðgerðirnar til
húsa á Skólavörðustíg 4, en þar bjó
Ólafur. Næstu tvö árin þar á eftir var
verkstæðið til húsa neðst við Lauga-
veginn þar sem síðar var verzlunar-
hús Andrésar Andréssonar. Árið
1910 flutti verkstæðið svo í útbygg-
ingu við Laugaveg 24B, en flutti
bráðlega í smíðaskúr sem stóð við
austurenda lóðarinnar, stendur þar
reyndar ennþá og er almennt kal-
laður „Gamla verkstæðið". Þarna
fyrir, um að senda hingað tækni-
menn til að taka upp dagskrána á
Alþingishátíðinni á Þingvöllum árið
eftir. Ekki reyndist þó unnt að
hrinda þessari hugmynd í fram-
kvæmd, en í staðinn var samkomu-
húsið Báran tekið á leigu og þar
teknar upp 60— 70 hljómplötur með
ýmsum ágætum listamönnum.
Tveimur árum síðar var þetta end-
urtekið og voru þá teknar upp um 100
hljómplötur. Seldust sumar þeirra
vel og sumar í allt að 1—2 þúsund
„Fyrirta ikið er í örum ve ixti Og 1 mvi-
einingar á lager eru um á itjánþú sund“
— segir Ólafur Haraldsson forstjóri fyrirtækisins i samtali við Mbl.
HIÐ gamalgróna fyrir-
tæki Fálkinn h.f. er 75 ára
um þessar mundir, en upp-
haf starfseminnar má rekja
allt aftur til ársins 1904
þegar ungur trésmiður,
ólafur Magnússon, setti upp
verkstæði og hóf reiðhjóla-
viðgerðir. „Þetta var í
fyrstu aðeins aukastarf hjá
ólafi afa mínum þar sem
smíðarnar sátu enn í fyrir-
rúmi, en á næstu misser-
um ákyað hann að hætta
með öllu trésmíðastörfunum
og snúa sér eingöngu að
reiðhjólaviðgerðum, enda
höfðu nýbyggingar dregist
nokkuð saman á þessum ár-
um,“ sagði ólafur Har-
aldsson, sonarsonur ólafs
Magnússonar, núverandi
forstjóra fyrirtækisins, er
Morgunblaðið ræddi við
hann í tilefni afmælisins.
ólafur Haraldsson, núverandi forstjóri Fálkans, í hljómtækjadeild
fyrirtækisins. Ljónmynd Mbi. rax.
■ »•
1
■MMMMMlMMMM'*fe'
‘ | ■ ■
starfaði Ólafur við reiðhjólasmíðar,
reiðhjólaviðgerðir og reiðhjólasölu
til ársins 1924. Á þessum árum jókst
starfsemin mjög og aflaði Ólafur sér
margvíslegra tækja, þar á meðal
gljábrennsluofns, því lakkið á hjól-
unum var í þá daga brennt við hita.
Árið 1924 keypti Ólafur Hjólhesta-
verksmiðjuna Fálkann, sem var til
húsa í austurenda hússins á Lauga-
vegi 24 og 24A. Þetta var Iítið
verkstæði þar sem einnig höfðu verið
seld reiðhjól og hafði þá starfað í
nokkur ár. Nafni starfsemi Ólafs var
þá breytt í „Reiðhjólaverksmiðjan
Fálkinn" og var fyrirtækið skrásett
undir því nafni. Upp frá því rak
Ólafur Magnússon alla starfsemi
sína undir nafni Fálkans. Skömmu
eftir þetta keypti Ólafur allt húsið á
Laugavegi 24, hækkaði það og breytti
og var það allt notað eftirleiðis undir
starfsemina. í þessu húsnæði rak svo
Ólafur alla starfsemi sína fram til
ársins 1948.
Innflutningur hljómplatna, sem þá
var byrjaður að ryðja sér til rúms,
hófst árið 1925. Árið 1929 gerði
Fálkinn samning við Columbía-
hljómplötufyrirtækið, síðar EMI,
sem hann hafði þá fengið umboð
Þetta var
aðeins auka-
, starf hjá
Ólafi Magn-
ússyni þar
sem smíðarn-
ar sátu í
fyrirrúmi
i upphafi
Verzlun Fálkans 1935. Vlð afgreiðsluborðlð standa Harlandur V. ólafsson og Sigríður
Ólafsdóttir.
Reyðhjóladeildin i dag.