Morgunblaðið - 17.11.1979, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1979
21
Bragi Ásgeirsson ásamt börnum sínum Ásgeiri og Kolbrúnu
við verk sem hann nefnir Bukofsky. Gamla vaskafatið sem
fanginn situr inn í fann Bragi er hann fór í sumar í fjöruferð
ásamt börnum sinum til Akraness. Ljósm. Mbl. ól.K.M.
Bragi Ásgeirsson og Sigurður
Örn Brynjólfsson opna í dag samsýningu
á verkum sínum í Norræna húsinu
„Líkt og fljótandi fjöl“
Listamennirnir Bragi Ásgeirsson og Sigurður Örn Brynólfsson opna í dag samsýningu á verkum
sínum í Norræna húsinu og verður sýningin opin daglega frá kl. 14 — 22 til og með 25. nóvember. Á
sýningunni eru rúmlega eitt hundrað verk, 70 eftir Sigurð og 35 eftir Braga.
„Eiginlega er þetta ekki sam-
sýning á venjulegum grundvelli,
heldur tvær sjálfstæðar sýn-
ingar. Þetta var ekki skipulagt
af okkar hálfu og kom til fyrir
einskæra tilviljun líkt og fljót-
andi á fjöl,“ sagði Bragi Magn-
ússon í spjalli við Mbl. í gær.
„Okkur hefði naumast dottið það
í hug, að við ættum nokkurn
tíma á lífsleiðinni eftir að sýna
saman, eða að slíkt kæmi á
dagskrá. Það eru ýmsar fleiri
tilviljanir sem koma fram svo að
máski er þetta skikkan forlag-
anna, — sú furðulegasta er sú,
að Sigurður Örn Brynjólfsson er
fæddur sama árið og ég hóf nám
í Myndlista- og handíðaskóla
íslands.árið 1947, og ég var
fyrsti kennari Sigurðar er hann
á sínum tíma gerðist nemandi
við sama skóla.
Er sú tillaga var samþykkt á
fundi alþjóðlegu nefndarinnar í
Quedlingburg haustið 1978 í
sambandi við Biennalinn í Ro-
stock 1979 að tileinka hann
barnaári, datt mér í hug, að ég
var þar fulltrúi íslands, að gera
myndaröð er höfðaði til barna og
um leiki barna, enda féll það
mætavel inn í myndstíl minn. Ég
tileinka þannig minn hluta sýn-
ingarinnar börnum og barnaári
og hef lagt áherzlu á að tína
saman myndir sem ég hef gert
um mannlífið, ástina og börnin,
en það eru einkunnarorð sýn-
ingar minnar.
Langflestar myndanna gerði
ég á þessu ári, nokkrar á síðasta
ári, en svo eru nokkur verk er
falla inn í einkunnarorð sýn-
ingarinnar frá ýmsum tímum.
Alls eru hér 23 málverk og
upphleyptar myndir og 12
vatnslita- og krítarmyndir.
Ég hef einkum fengist við
upphleyptar myndir á síðustu
misserum, en nú langar mig að
breyta um og einbeita kröftum
mínum að gerð stórra olíumál-
verka og grafíkmyndum. Það er
nú nokkuð um liðið frá þvi að ég
fór að fara eigin slóðir og gera
það sem mig hefur sjálfan lang-
að til að gera í stað þess að
látast stjórnast af tízku hvers
tíma. í þessu sambandi hef ég
lært af reynslunni.
Segja má að myndir Sigurðar
Arnar sýni mannlífið í hnot-
skurn og séu í senn ádeila og
skop, — kímna ádeilu mætti
nefna það. Hér kemur sam-
tíminn fram á alþjóðlegum sem
þjóðlegum vettvangi. Kerfis-
þrælar, möppudýr, bílaöld
o.s.frv., en annars skýra myndir
hans sig sjálfar," sagði Bragi um
verk Sigurðar, sem var á leið
heim frá Kaupmannahöfn þegar
Mbl. leit við hjá Braga í Nor-
ræna húsinu í gær.
Bragi sagði að í október á
næsta ári ætlaði hann að halda
yfirlitsmynd á verkum sínum á
Kjarvalsstöðum og hefur leigt
allt húsið af þeim sökum. Hann
sagði, að sýning sem sú sem
opnuð er í dag væri alltof stutt
og bæði listamanninum og al-
menningi til ógagns. Húsið hefði
þó ekki verið hægt að fá í lengri
tíma að þessu sinni. „Sýningarn-
ar þurfa að vera færri og standa
lengur yfir, þannig að fólki verði
boðið upp á vandaðri verk og því
gefið meira ráðrúm til að skoða
sýningarnar," sagði Bragi að
lokum.
Fólk ánægt með heim-
sóknir frambjóðenda
„ÞESSAR heimsóknir hafa tekist
mjög vel, og fólk kann þvi greini-
lega mjög vel að frambjóðendur
skuli koma i heimahús til að spjalla
við fólk og svara spurningum
þess,“ sagði Jón Ormur Halldórs-
son á skrifstofu Sjálfstæðisfiokks-
ins i samtali við blaðamann Morg-
unblaðsins i gær. En frambjóðend-
ur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
hafa að undanförnu bankað upp á
hjá fólki viðs vegar um borgina til
að kynna sig og stefnumál sin og
svara spurningum er fólk óskar
svara við.
Sagði Jón, að frambjóðendur
hefðu þegar heimsótt fjölda fólks
með þessum hætti, og yrði reynt að
heimsækja sem flesta á næstunni.
Þá hafa frambjóðendur einnig heim-
sótt marga vinnustaði og kynnt
stefnumál sín, og verður því haldið
áfram.
Þá sagði Jón að geta mætti þess,
að tveir af yngri frambjóðendum
flokksins, þeir Ellert B. Schram og
Friðrik Sophusson, myndu í kvöld
fara á skemmtistaði höfuðborgar-
innar og ræða þar við fólk. Verður
Ellert gestur kvöldsins í Hollywood
og Friðrik í Óðali. Munu þeir koma
þangað eftir að hafa heimsótt fólk í
Breiðholtshverfi, ræða við fólk,
reyna sig við stjórnun diskótekanna
og fleira.
Saltaði í 2500 tunn-
ur á Reyðarfirði
Reyðarfirði, 15. nóvember.
LOKIÐ er við að bræða hjá síldar-
verksmiðjum ríkisins, en verk-
smiðjan tók á móti 17.000 tonnum
og lauk bræðslu á þriðjudaginn.
Búið er að salta í 2500 tunnur af
síld hjá GSR. Lítil von er til þess að
hingað berist meiri síld á þessari
vertíð. Báturinn Gunnar fór á neta-
veiðar í gærkvöldi og ef vel gengur á
að fara í sölutúr til Þýzkalands.
A morgun verður byrjað að pakka
sumarfiskinum, afskipun á honum
verður um mánaðamótin.
Á miðvikudaginn kom hingað fær-
eyskt skip Star River með 10.000
tunnur frá Noregi til síldarútvegs-
nefndar. Níundi bekkur grunnskóla
fékk frí einn dag til að börnin gætu
unnið við skipið. Leggja krakkarnir
vinnulaun sín óskert í ferðasjóð
sinn. Gréta.
HLUTAVELTA
í lönaðarmannahúsinu við Hallveigarstíg
sunnudaginn 18. nóv. kl. 13.00.
Margt eigulegra i luna. Engin núll.
M.a. vinninga. T ilvuúr — Vikudvöl í Þórsmörk — Málverk — Appelsínukassi —
Tveir 50 þús. kr. vinningar.
Ármann frjálsíþróttadeild, sunddeild.
i
H
f IJH«ZEi OG I___1=1 U»3RRDiRG
KVNNIST RET TöLVUNUM!
tíyninain uerdur haldin i uerslun vorri ad flrmula 11..
i da-3 föstuda-Ej o«j a mor-sjun.. lauíiardaa.. kl 13 -18.
PÖRH
SÍIVll 81500■ÁRIVlLILA'n