Morgunblaðið - 17.11.1979, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1979
Norskir togarar
til gæzlustarfa
NORSK blöð segja, að margt
bendi til þess, að norskir togarar
verði notaðir í stórum stíl til
landhelgisgæzlustarfa á næsta
ári.
Margir togarar verða verk-
efnalausir á næsta ári þar sem
þeim verður ekki öllum leyft að
stunda veiðar og því er notkun
þeirra í þessu skyni talinn heppi-
legur valkostur.
Norðmenn telja, að eina leiðin
til að tryggja eðlilega stærð
þorskstofnsins sé að auka möskva-
stærð. Þeir telja að aðalvandinn
yið að byggja upp stofninn aftur
verði að hafa eftirlit með erlend-
um togurum. Við þetta eftirlit
gætu norskir togarar komið að
góðum notum.
Opel-erfingi
fékk tíu ár
Draguignan, Frakklandi.
16. nóvember AP.
FRANSKUR dómstóll dæmdi í
dag Christina von Opel. erf-
ingja bilaverksmiðjanna, i 10
ára fangelsi og 500,000 franka
sekt fyrir hlutdeild í hass-
smygli.
Dómstóllinn dæmdi einnig vin
hennar, Michael Karg, í 16 ára
fangelsi og einnar milljónar
franka sekt. Rabhi Haidar var
dæmdur í 10 ára fangelsi og
47,000 franka sekt, Hans Silber í
10 ára fangelsi, Wolfgang Sönch
í átta ára fangelsi, Alberto
Steiss í sjö ára fangelsi og
Ronald Lang í sex ára fangelsi.
Ungfrú von Opel var handtek-
in í réttarsalnum en hún hafði
gengið laus fram að þeim tíma.
Tveir aðrir sakborningar, Alex
von; Hubatius-Kottnow og Walt-
er Egger, sem báðir hafa verið
handteknir í Vestur-Þýzkalandi,
voru dæmdir í 15 ára fangelsi að
þeim fjarstöddum.
Sakborningarnir voru ákærðir
fyrir að smygla 1.600 kílóum af
hassi til Frakklands í lysti-
snekkju Ostman von der Leye
baróns, fyrrverandi vestur-þýzks
stjórnmálamanns, sem neitaði
öllum ákærum. Þær voru dregn-
ar til baka vegna skorts á
sönnunum.
Ungfrú von Opel hélt fram
sakleysi sínu og kvaðst ekki hafa
vitað um það mikla magn af
hassi sem eiturlyfjahringur
smyglaði til þriggja skrauthýsa
á Rivierunni. Sækjandi hafði
aðeins farið fram á fimm ára
fangelsi og hinir hörðu dómar
komu á óvart.
Fylki fellur í
Afghanistan
Nýju Delhl. 16. nóvember AP.
UPPREISNARMENN, sem berjast gegn ríkisstjórninni,
sem Rússar styðja í Afghanistan, hafa náð á sitt vald
bænum Faizabad, höfuðstað Badakhshan, afskekkts
fylkis í norðausturhluta landsins, samkvæmt fréttum
sem bárust frá Kabul í dag.
Landstjórinn í fylkinu, Mo-
hammed Saghari, var drepinn
ásamt yfirmönnum herstjórnar-
umdæmisins og nokkrum félögum
úr Khalq-flokk sem fer með völd-
in, samkvæmt fréttinni.
Uppreisnarmenn hófu sókn sína
9. nóvember og hún bar þann
árangur að þeir hafa náð svo að
segja öllu fylkinu á sitt vald.
Badakhshan Iiggur að Sovétríkj-
unum, Kína og Pakistan.
Sigurinn fylgir í kjölfar meiri-
háttar áfalls sem uppreisnarmenn
urðu fyrir í austurfylkjunum
Paktia og Paktika. Það varð til
þess að tugir þúsunda flótta-
manna streymdu til Pakistans. Nú
eru um 255,000 flóttamenn frá
Afghanistan í Pakistan.
Þetta gerðist
1977 — Sadat forseti þiggur boð
um að heimsækja fsrael.
1976 — Kínverjar sprengja
stærstu kjarnorkusprengju sína.
1972 — Juan Perón snýr aftur
til Argentínu.
1971 — Thanon Kittikachorn
tekur völdin í Thailandi.
1968 — Tilræðismaður Papa-
dopoulosar dæmdur til dauða í
Grikklandi.
1964 — Bretar ákveða að banna
vopnasölu til Suður-Afríku
1963 — Heruppreisn í írak og
Arif myndar byltingarstjórn.
1954 — Nasser verður þjóðhöfð-
ingi í Egyptalandi.
1937 — Halifax heimsækir Hitl-
er og friðkaupastefnan hefst.
1929 — Bukharin og aðrir hægri
andstæðingar reknir í Rússlandi.
1917 — Bretar taka Jaffa.
1913 — Fyrstu skipin sigla um
Panama-skurð.
1893 — Dahomey frankst vernd-
arsvæði — Dr. Jameson bælir
niður Matabele-uppreisnina og
tekur Bulawayo.
1869 — Fyrstu skipin sigla um
Súez-skurð.
1857 — Colin Campbell bjargar
Lucknow, Indlandi, úr umsátri.
1831 — Venezúela, Equador og
Nýja Granada leysa upp sam-
bandsríkið Kólombíu — Nýja
Granada verður sjálfstætt ríki.
1604 - Sir Walter Raleigh
leiddur fyrir rétt fyrir landráð
og fangelsaður.
1558 — Eiísabet I. verður Eng-
landsdrottning við lát Maríu I.
1511 — England og Spánn
mynda árásarbandalag gegn
Frökkum.
Afmæli. Loðvík XVIII Frakka-
konungur (1755—1824) — Joost
van den Vondel, hollenzkt skáld
(1587-1679).
Andlát. María I. Englands-
drottning 1558 — Robert Owen,
umbótafrömuður, 1858 — Aug-
uste Rodin, myndhöggvari, 1917
— Heitor Villa-Lobos, tónskáld.
1959.
•í
1* - ^ 1 *
Jólaundirbúningur er hafinn í ýmsum borgum á Vesturlöndum. Þessi
mynd er frá Essen í V-Þýskalandi og sýnir jólaskreytingar, sem búið
er að koma þar fyrir.
Karpov
sigraði í
Tilburg
Tilburg, 16. nóv. — AP. Reuter.
ANATOLY Karpov heimsmeistari
sigraði i Interpolisskákmótinu i
Tilburg. Hann vann landa sinn,
Vassili Smyslov, í síðustu umferð-
inni og tryggði sér sigur á mótinu.
Landi hans. Oleg Romanishin,
sigraði fyrrum heimsmeistarann,
Boris Spassky, og hafnaði í öðru
sæti. Karpov vann fjórar skákir og
gerði sjö jafntefli — tapaði ekki
skák.
Ungverjinn Lajos Portisch hafn-
aði í þriðja sæti eftir sigur á
Lubosh Kavalek í síðustu umferð-
inni. Gyuala Sax gerði jafntefli við
Hort og hafnaði í fjórða sæti.
Genna Sosonko, Hollandi tapaði í
síðustu umferðinni gegn landa
sínum, Jan Timman, Húbner og
Larsen gerðu jafntefli.
Lokastaðan í Tilburg varð: Ana-
toly Karpov 7.5 vinninga, 2. Roman-
ishin 7, 3. Portisch 6,5, 4. Sax 6,
5.-8. Spassky, Timman, Sosonko og
Larsen 5,5, 9.—10. Húbner og Hort,
5, 11. Kavalek 4,5 og 12. Smyslov
2,5.
Marcos dularfulli
kemur til Belgrad
BelKrad, 16. nóvember. AP.
MARCOS Vafiadis hershöfðingi, dularfullur skæruliðaleiðtogi kommúnista í borgarastyrjöldinni í
Grikklandi, hefur gert hlé á 30 ára útlegð sinni i Sovétríkjunum og leitað sér lækninga i Belgrad
samkvæmt áreiðanlegum heimildum i dag.
Marcos þjáist af astma og hann
kemur til Belgrad í sama mund og
þar er gefin út bókin „Marcos
hershöfðingi" um afrek hans. Höf-
undurinn, Dragon Kljakic, talaði
við Vafiadis í einangruðum bæ í
Síberíu þar sem hann hefur búið
síðan hann beið ósigur í borgara-
stríðinu fyrir hersveitum kon-
ungssinna 1949.
I bókinni kennir Vafiadis for-
ystu gríska kommúnistaflokksins
að nokkru leyti um ósigurinn sem
hann segir að hafi næstum því
leitt til útrýmingar hermanna
kommúnista.
I bókinni er líka reynt að
útskýra hlutverk Júgóslava í borg-
arastríðinu 1946—1949 í Grikk-
landi. Júgóslövum hefur oft verið
kennt um ósigurinn, en stjórn
landsins hefur vísað slíkum ásök-
unum eindregið á bug.
Margir sagnfræðingar telja að
örlög uppreisnar kommúnista hafi
verið innsigluð með samkomulagi
Winston Churchills, forsætisráð-
herra Breta, og sovézka einræð-
isherrans Jósefs Stalíns með
skiptingu Austur-Evrópu í „hags-
munasvæði" en samkvæmt því
lenti Grikkland á engilsaxnesku
hagsmunasvæði.
Eldar loga enn í
rúmenska skipinu
Lstanbúl, 16. nóvember. — AP, Reuter.
SLÖKKVILIÐSMENN börðust í
dag við elda um borð i rúmenska
olíuskipinu „Independenta“ eft-
ir árekstur við gríska skipið
„Everia“. í kjölfar árekstursins
Innlent. Matthíasarkirkjan á
Akureyri vígð 1940 — Laungu-
hlíðarskriða, d. Rafn lögm. Bót-
ólfsson 1390 — Tilskipun kon-
ungs um kaupstaði 1786 —
Landakotsspítali vígður 1902 —
Alberti dæmdur í átta ára fang-
elsi 1910 — Ólafur Friðriksson
kemur frá Rússlandi með rúss-
neska drenginn 1921 — „Vikan"
hefur göngu sína 1938 — Eldur í
átta húsum í Rvík 1946 —
Mikoyan á íslandi 1959 — Samn-
ingar við Breta út um þúfur 1975
— Sjö farast í þyrluslysi í
Hvalfirði 1975 - d. Benedikt
Sveinsson 1954 — f. Kristján
Thorlacius 1917.
Orð dagsins. Læknir hefur enga
ánægju af heilsu vina sinna —
Montaigne, franskur heimspek-
ingur (1533-1592).
urðu miklar sprengingar um
borð í rúmenska skipinu og hús
við strönd Bosporussunds
skemmdust sum hver. Víðtæk
leit fer nú fram á Bosporussundi
af 44 rúmenskum sjómönnum.
Aðeins hefur tekist að bjarga 3
af 53 manna áhöfn rúmenska
skipsins, sem er 150 þúsund
lestir að stærð en gríska skipið,
sem sigldi á það, er aðeins rétt
um 7500 lestir.
Þar sem áreksturinn varð er
Bosporussund aðeins hálfur ann-
ar kílómetri á breidd og eldurinn
og sprengingar hafa valdið mikl-
um truflunum í landi. Rúður
brotnuðu í sögufrægum bygging-
um á ströndinni. öll umferð um
sundið hefur legið niðri frá því
áreksturinn átti sér stað. Þriggja
manna rannsóknarnefnd hefur
verið skipuð til að rannsaka
orsakir slyssins. Nefndin yfir-
heyrir skipstjóra gríska skipsins
en hann hefur verið ásakaður um
kæruleysi í starfi. Rúmenska
skipið lá við akkeri þar sem
gríska skipið sigldi á það. Það var
á leið frá Líbýu til Rúmeníu með
olíu.
■ ■■
ERLENT
Veður
víða um heim
Akureyri -5 léttskýjað
Amsterdam 8 skýjað
Aþena 23 léttskýjað
Barcelona 11 lóttskýjað
Berlín 5 rigning
BrUsael 6 skýjað
Chicago 9 skýjað
Feneyjar 7 þoka
Frankfurt 6 rigning
Qenf 5 heiöskírt
Helsinki 5 skýjað
Jerúsalem 18 léttskýjað
Jóhannesarborg 25 skýjað
Kaupmannahðfn 6 rigning
Las Palmas 21 léttskýjað
Lisaabon 14 rigning
London 7 rigning
Los Angeles 14 léttskýjaö
Madríd 13 léttskýjaö
Malaga 15 skýjað
Mallorca 10 skýjaö
Miami 24 skýjaö
Moskva 3 skýjað
New York 9 léttakýjað
Ósló -2 skýjaö
París 7 léttskýjað
Reykjavík 0 snjókoma
Rio de Janeiro 32 skýjað
Rómaborg 17 skýjaö
Stokkhólmur 5 skýjað
Tel Aviv 24 léttskýjað
Tókýó 17 skýjað
Vancouver 11 skýjaö
Vínarborg 8 skýjað