Morgunblaðið - 17.11.1979, Side 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1979
t)resnð er fyrir með sérstöku ádráttarneti, laxinn buslar við netið.
Ljósm Mbl.: Slg. Slgm.
Syðra-£ángholti
ÁRLEGUR laxveiðitími hér á landi er frá 20. maí
til 20. september, en þó eigi lengur en í þrjá
mánuði á ári í hverri á. Enn eitt sumarið er liðið í
safn minninganna. Laxveiðimennirnir segja hverj-
ir öðrum veiðisögur frá sumrinu þegar þeir
hittast. Margir segja sögur af þeim „stóra" sem
þeir misstu. Þeir segja hana aftur og aftur. Undir
vorið hefur „sá stóri“ bæði lengst og þyngst.
Félögunum eru sýndar myndir af góðri veiði og
minningarnar orna. Gerðar eru ráðstafanir til að
tryggja sér veiðileyfi fyrir næsta sumar, því að
ætlunin er að vitja veiðiánna fögru þegar vorar á
ný og nóttin aftur orðin björt. Megi veiðidísin
verða þeim hliðholl. Enda þótt laxveiðitíminn sé
löngu liðinn á þessu ári, eru til menn sem stunda
laxveiðar, þótt komið sé fram um veturnætur. Það
er bændur sem veiða klaklax. Árlega veiða
fiskiræktarmenn nokkurt magn af laxi, sem
notaður er til framræktunar stofninum í fiskeld-
isstöðvum. Auk þess náttúrulega klaks sem fer
fram í ánum sjálfum. Það fer fram á þann hátt,
sem kunnugt er, að hrygnan grefur holur með
sporðinum í mölina á fremur grunnu vatni. Síðan
gýtur hún hrognum sínum í holuna. Hængurinn
frjóvgar um leið hrognin með svili sínu. Síðan
rótar hrygnan möl yfir hrognin. Hvert par grefur
nokkrar holur og tekur hrygningin um tvær vikur.
Seiðin koma svo úr hrognunum þegar líða tekur á
vorið, misjafnlega snemma einkum eftir hitastigi
ánna. Hrognunum er vissulega hætta búin af
umhleypingum vetrarins, jakaburði og fleiru.
Enda eru afdrif þeirra misjöfn eftir árferði. Þegar
mannshöndin kemur þarna nærri eru hrygnurnar
kreistar, þegar þær eru tilbúnar il hrygningar.
Hrognin eru síðan frjóvguð með svili hængsins.
Þau eru síðan sótthreinsuð og sett í sérstakar
skúffur í klakhúsunum. Þar klekjast þau út,
mismunandi snemma eftir hitastigi vatnsins, sem
látið er renna á þau, en það er venjulega fjögurra
gráða heitt.
Ræktun íslenska laxastofnsins síðustu áratugi
hefur tvímælalaust skilað árangri, þótt misjafn sé
eftir einstökum ám. Vísindaleg þekking hefur
aukist á þessu ræktunarsviði sem öðrum og talið
er að miklir möguleikar séu hér á landi á aukinni
fiskirækt. Ýmsir telja ekki síður arðvænlegt að
rækta vatnið en moldina. Nú er í athugun hvort
mögulegt er að gera laxarækt að einskonar
stóriðju hér á landi í samvinnu við erlenda aðilja.
En uppskeran getur orðið misjöfn eftir árferði,
eins og með aðra ræktun. Þar á ég enn við veiðina
í ánum.
Hér í Árnessýslu var í sumar lakleg laxveiði; á
vatnasvæði Ölfusár og Hvítár gilti það bæði um
neta- og stangaveiði. Netaveiði var að vísu misjöfn
og náðu sumir bæir meðalveiði. Meðfylgjandi
myndir eru teknar seint i október við Stóru-Laxá í
Hreppum af meðhöndlun klakfisks á vegum
veiðifélags Árnesinga.
Sig. Sigm.
Hrognin renna í þúsundatali i
fatiA.
Loftur Þorsteinsson, bóndi i
Haukhoitum, kippir laglegri
hrygnu upp úr kistunni, sem
laxinn er geymdur í þar tii
hann er kreistur.
Hrognin komin í klakhús Veiðifélags Árnesinga. Gunnar Gunn-
arsson á Selfossi mælir hrognin og setur einn lítra í hverja skúffu.
Athugasemd menntamálaráðuneytisins
vegna ummæla Geirs Hallgrímssonar
Á forsiðu Þjóðviljans 9. nóv. sl.
er eftirfarandi haft eftir for-
manni Sjálfstæðisflokksins, Geir
Hallgrimssyni:
„Mér varð nýlega kunnugt um
að á skömmum tíma hefur Skóla-
rannsóknadeild Menntamálaráðu-
neytisins vaxið í 89 starfsmenn.
Þetta vekur spurningar um það í
fyrsta lagi hvað allt þetta fólk
hefur fyrir stafni og í öðru lagi
hvort slík miðstýring sé af hinu
góða.“
Af þessu tilefni og eins vegna
annarra ummæla sem birst hafa í
fjölmiðlum að undanförnu um
starfsemi skólarannsóknadeildar
menntamálaráðuneytisins vill
ráðuneytið taka fram eftirfarandi:
Helstu verkefni skólarann-
sóknadeildar eru námskrárgerð og
endurskoðun námsefnis og
kennsluhátta á grunnskóla- og
framhaldsstigi, að undanteknum
faggreinum iðnfræðsluskóla, en
Iðnfræðsluráð annast námskrár-
gerð í þeim greinum, og auk þess
leiðbeiningastörf hverskonar fyrir
kennara á grunnskólastigi. Til
þessara verkefna hafa verið ráðnir
námstjórar, en skv. 63. gr.
grunnskólalaga er heimilt að ráða
þá til allt að fjögra ára í senn.
Námstjórar hafa umsjón með
framkvæmd áætlunar um end-
urskoðun námsefnis og gerð
námskrár, hver í sinni grein. Þeir
hafa með höndum leiðbeininga-
störf fyrir kennara í hlutaðeigandi
grein t.d. með heimsóknum í
skóla, með því að halda fræðslu-
fundi fyrir kennara, og foreldra
þegar þess er óskað. Þá taka þeir
verulegan þátt í að undirbúa og
skipuleggja endurmenntunarnám-
skeið fyrir kennara á vegum
Kennaraháskóla íslands.
Námsgreinar, sem kenndar eru
reglulega í grunnskóla og hafa
fasta tíma á stundaskrá, eru 12 að
tölu og hefur verið leitast við að
ráða námstjóra í þeim öllum.
Þegar það er haft í huga að sumar
þessara greina eru kenndar öll 9
ár grunnskólans og aðrar eitthvað
skemur er augljóst að endurskoð-
unin í heild er mjög umfangsmik-
il.
Að því er varðar fjölda starfs-
manna hjá skólarannsóknadeild
má benda á að öll fjárveitingin til
endurskoðunar námsefnis á
grunnskólastigi á yfirstandandi
ári nægir ekki fyrir nema u.þ.b. 29
stöðum, hvað þá 89. Ef dregin er
frá kostnaður vegna námstjóra-
ferða, kostnaður vegna fjölritunar
og útgáfu leiðbeininga- og fræð-
slubæklinga og kostnaður vegna
gagnakaupa þá er svigrúmið til
mannaráðninga minna en þessi
tala gefur til kynna.,
Sem stendur er fast starfslið
skólarannsóknadeildar, deildar-
stjóri, fulltrúi, sérfræðingur og
skrifstofumaður. Auk þess laus-
ráðinn starfsmaður sem annast
símavörslu og afgreiðslustörf. Þá
eru starfandi 16 námstjórar og
námsefnishöfundar þar af 10 í|
fullu starfi. Þetta fólk er ráðið til
eins árs nema 8 námstjórar sem
voru ráðnir til 4ra ára haustið
1978, sbr. áðurnefnt ákvæði í 63.
gr. grunnskólalaga. Samtals er
hér um að ræða 4 fastar stöður og
14,4 stöður sem ráðið er í frá einu
ári til fjögurra.
Eins og áður er vikið að er
endurskoðun námsefnis, samning
námsbóka og handbóka fyrir
kennara stór þáttur í starfi skóla-
rannsóknadeildar. Á þessu sviði er
um að ræða verkaskiptingu milli
skólarannsóknadeildar og Ríkisút-
gáfu námsbóka á þann veg að
skólarannsóknadeild sér um sam-
ningu bókanna og kostar hana en
Ríkisútgáfa námsbóka sér um
útgáfu þeirra og stendur straum
af útgáfukostnaðinum. Einstök
verkefni eru algjörlega í höndum
Ríkisútgáfunnar.
Til þess að semja einstakar
námsbækur eða námseiningar eru
í flestum tilvikum ráðnir starf-
andi kennarar sem hafa þetta sem
aukastarf, oft á tíðum með fullu
starfi, og er gert endanlega upp
við þá þegar handrit er tilbúið.
Reynslan hefur sýnt að æskilegast
er að ráða höfunda í fullt starf
þann tíma sem verkið tekur en
aðstæður hafa ekki leyft það. Þó
eru nú starfandi samkvæmt sér-
stökum samningi tveir námsefn-
ishöfundar og eru þeir taldir með í
þeim tölum sem áður eru nefndar.
Til að tryggja sem bestan árangur
starfsins hafa námsefnishöfundar
samráð við hóp kennara en sumir
þeirra prófa oft hið nýja efni í
kennslu áður en til útgáfu kemur.
Af þessum vinnubrögðum leiðir
að það eru mjög margir sem
tengjast starfi deildarinnar með
einum eða öðrum hætti án þess að
þeir verði taldir starfsmenn henn-
ar. Sumir þessara aðila fá enga
þóknun fyrir sitt framlag, aðrir
minniháttar, nánast táknræna
þóknun og nokkrir meira. Er
vandséð hvernig unnt er að telja
starfsmenn skólarannsóknadeild-
ar 89 eins og fram kemur í
ummælum Geirs Hallgrímssonar
eða hvernig víðtækt samráð og
dreifing verkefna getur flokkast
undir miðstýringu.
Á fjárlögum árs 1979 eru veittar
kr. 166.507 þús. til starfsemi
skólarannsóknadeildar þar af kr.
129.000 þús. til endurskoðunar
námsefnis á grunnskólastigi. Af
þessari upphæð fara u.þ.b. 40%
eða kr. 54.000 þús. til námstjórn-
arstarfa, til greiðslu á ferðakostn-
aði, til greiðslu á kostnaði vegna
fjölritunar og útgáfu margskonar
leiðbeininga- og fræðslubæklinga
o.fl. Hinn hluti fjárveitingarinnar
fer til námsefnisgerðar skv. því
sem áður er lýst. Það kunna að
vera skiptar skoðanir um það
hvort fé til námsefnisgerðar eigi
að veita til Menntamálaráðuneyt-
isins, skólarannsóknadeildar eða
til Ríkisútgáfu námsbóka. Hitt er
staðreynd að kostnaður vegna
þessara verkefna svo og vinnu-
aflsþörf breytist ekki við það.
Að lokum er rétt að benda á
eftirfarandi: Skv. fjárlögum fyrir
árið 1979 er stofn- og rekstrar-
kostnaður grunnskóla kr.
12.792.611 þús., þar af stofnkost-
naður kr. 1.979.500 þús. Er hér um
að ræða 6,3% af útgjöldum ríkis-
ins á yfirstandandi ári. Það hlýtur
að vera kappsmál að þessir fjár-
munir nýtist eins vel og kostur er,
en til þess að svo megi verða er
óhjákvæmilegt að halda uppi
starfsemi sem lýtur að því að
kanna og gera úttekt á hinum
ýmsu þáttum skólastarfsins og
finna þannig nauðsynlegar for-
sendur fyrir margvíslegum
ákvörðunum sem oft þarf að taka,
halda uppi starfsemi til að kynna
nýjungar í kennslumálum og
starfsháttum skóla og síðast en
ekki síst þarf að sjá skólum fyrir
viðunandi kennslugögnum sem
eru í samræmi við kröfur hvers
tíma. Miðað við þær tölur sem
áður eru nefndar er á þessu ári
varið
a) 0,42% af stofn- og rekstrar-
kostnaði grunnskóla til leiðbein-
ingastarfa, rannsókna og kann-
ana. Þegar grunnskólaiögin voru í
undirbúningi var þessi þörf metin
1%.
b) 2,91% af stofn- og rekstar-
kostnaði grunnskóla til námsefn-
isgerðar og er þá reiknað með því
sem skólarannsóknadeild fær til
þessarar starfsemi, Ríkisútgáfa
námsbóka, en hún fær á þessu ári
kr. 268.122 þús., svo og Fræðslu-
myndasafn ríkisins sem fær kr.
30.297 þús.
Reynslan sýnir að þessi framlög
eru í algjöru lágmarki og saman-
borið við önnur lönd er hér ekki
um hátt hlutfall að ræða. Ekki
hefur enn verið unnt að sinna
námskrárgerð eða námsefnisgerð
fyrir forskóla eða sérkennslu.
Á s.l. ári var í fyrsta sinn veitt
nokkurt fé til námskrárgerðar og
endurskoðunar framhaldsskóla-
stigsins og aftur á þessu ári er
íjárveiting til þessara verkefna.
Ekki hefur verið ráðið starfsfólk
til að sinna þessum verkefnum
sérstaklega. Eðlilega hefur náms-
efnisgerð fyrir framhaldsskóla
verið sáralítil og af gefnu tilefni
er rétt að taka fram að margum-
töluð kennslubók í félagsfræði,
samfélagið eftir Joakim Israel,
þýð. Auður Styrkársdóttir, er
skólarannsóknadeild
menntamálaráðuneytisins algjör-
lega óviðkomandi.