Morgunblaðið - 17.11.1979, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 17.11.1979, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1979 vlw MOR<£dfv-vN^ KAFr/NO M 0 -fc-a, > / - 'i \ \ /•=—//' Hugsaðu þér ef því væri nu þannig farið með kvenfólkið að það yrði eins og portvínið betra með árunum? t0!5 Pabbi - Pabbi - Pabbi. Hugvekja fyrir stjórnmálamenn Nýlega barst mér í hendur nýjasta Kirkjuritið. Þar er örstutt grein með ofanskráðri fyrirsögn eftir Sævar Berg Guðbergsson félagsráðgjafa. Ég varð undrandi hvað hann gat komið miklu og hugvekjandi frá sér í svona stuttri grein. Mér kom í hug að þessa grein þyrftu allir fyrirliðar stjórn- málaflokkanna að lesa þar eð þá skortir tíma til lesturs alls þess er fylla mun blöðin nú fyrir kosn- ingar. Ungur stjórnmálamaður sagði nýlega: „Hvers virði er stjórn- málaflokkur sem ekki þorir?" Ég get ekki stillt mig um að láta endi greinarinnar fylgja hér með. „.. .því að allir eru þeir skapaðir í Guðs mynd en ekki til að neyta og njóta á kostnað eins náunga síns og til framdráttar fyrir ann- an. Ef ekki er tekist á við vanda í mannlegu samfélagi út frá þessum grundvallaratriðum mannlegs lífs tortímir maðurinn sjálfum sér. Því hann getur þá ekki virt sjálfan sig og aðra út frá því hver hann er heldur hvað hann gerir og hver sé staða hans í þjóðfélaginu. Maður- inn er þá orðinn ein af náttúru- auðlindum sem aðeins hafa til- gang eftir gildi sínu fyrir framlag sitt til aukningar þjóðartekna. Þá gleymir maðurinn skapara sínum BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Cavendish-keppnin, sem haldin er árlega i samnefndum spila- klúbb í New York þykir hverju sinni ein sterkasta keppni, sem haldin er. Enda safnast stór- stjörnur bridsins þar saman og reyna að ná hinum háu peninga- verðlaunum, sem i boði eru. Spilið að neðan var eitt mesta sveifluspilið í keppni þessa árs. Suður gaf allir utan. COSPER Norður S. S. KD1086 H. DG74 T. D L. D93 Vestur S. G9542 H. K T. G53 L. G764 Austur S. Á73 H. 3 T. Á10976 L. ÁK102 COSPER. 8/74 Suður S. - H. Á1098652 T. K842 L. 85 Suður Vestur Norður Austur pasH pawi 1 npaðt 2 tiglar 2 hiArtn 3 tiglar 4 hjörtu 5 lanf panh 2 hjörtu 6 hjörtu ailir paHH 5 lauf dobl Þessar urðu sagnirnar þegar tveir Kanadamenn voru með spil n—s gegn þekktum bardaga- mönnum frá New York. Þegar suður stökk í sex hjörtu duttu honum í hug vissir vinningsmögu- leikar þrátt fyrir hraustlega sögð 5 lauf austurs. Hann bjóst ekki við tígli í norður og ekki var útilokað, að andstæðingarnir myndu fórna. En þegar austur doblaði var sú von úti. En vestur þekkti líka spilið. Hann bjóst ekki við, að dobl austurs væri til að auka sektina. Nei, nei, doblið hlaut að vera Lightner, sérstök beiðni um óeðli- legt útspil. Og fullur sjálfstrausts spilaði vestur út spaðafjarka. Um fáa möguleika var að ræða. Austur hlaut að eiga spaðaásinn svo að suður bað um tíuna frá blindum og trompaði ásinn. Trompásinn hirti kónginn og lauf- in tvö fóru í spaðahjónin. Suður gaf aðeins einn slag. Tígulásinn, og fékk 1210 fyrir . En á vestur ekki samúð okkar þrátt fyrir óheppilegt útspil? Lausnargjald í Persíu 116 James. — Ef þú vilt ekki hafa dauða hennar á samvizkunni skaltu nú senda honum skeyti hið snarasta og scgðu honum að stíga samstundis upp i næstu flugvél og koma hingað. Ég hitti Ilomsi í fyrramálið og hugsanlegt cr að mér takist að tefja eiiítið tímann eða þar til Logan kemur. — Allt í lagi. Hann heyrði að Janet hikað og hann bölvaði henni í hljóði — Ég skal senda það. — Hann hefur vaidið. er það ekki, sagði James — Þú vissir það líka. Þú vissir að þegar hann undirritaði samninginn við Japanina var hann staðráð- inn i að sættast á þeirra býti. Ilann er morðingi — and- styggðar morðingi. Og þú skalt sjá um að hann komi. Hann skellti tólinu á. Klukkan sjö fimmtán morg- uninn eftir tók Said Homsi bíl frá sýrlenzka sendiráðinu og lét hann aka sér langleiðina til heimilis Kellys. Það var mistur og mjög heitt og útlit fyrir storm. Hann gekk hægt eftir gang- stéttinni. Hann heyrði að bíll kom akandi á eftir sér. Áður en hann stöðvaði algerlcga voru dyrnar opnaðar og þrír menn stukku út. Homsi hafði ekki einu sinni ráðrúm að snúa sér við þegar þeir höfðu gripið í hann. Hann var rotaður og dreginn inn i bíiinn og siðan óku þcir viðstöðulaust áfram. Á minútunni klukkan hálf átta kom James Kelly út úr húsi sinu og ók af stað. Hann beið til klukkan átta en ekkert bólaði á Sýrlendinginum og í örvænt- ingu sinni hélt hann þvi til skrifstofu Impcrail-oiiufélags- ins við Shah Reza-götu. Ilann hringdi til sýrlenzka sendiráðsins en i ljós kom að Homsi hafði ekki komið. Hann skildi eítir skilaboð um að hann hefði stamstundis samband við sig, en timinn leið og ckkert gerðist og ekkert heyrðist frá Homsi. Hann hringdi aftur til sýrlenzka sendiráðsins. Skellt var á eftir að hann hafði kynnt sig án þess að nokkuð væri sagt. En þegar liða tók fram á daginn var sýnt að sendiráðið hafi sjálft farið að spyrjast fyrir. Lögregla Teheranborgar gat enga hjálp veitt. Hún tók niður lýsingu á verzlunarfull- trúanum og sýrlenzkir öryggis- verðir rannsökuðu híbýli hans hátt og lágt. Ökumaðurinn sem hafði keyrt hann til Shemiran um morguninn var spurður i þaula en hann vissi ckkcrt það sem gat varpað ljósi á málið. En þegar klukkan nálgaóist átta næsta morgun hafði Saiid Homsi hins vegar sagt Ardalan hershöfðingja hitt og annað sem gerði honum kleift að Ijúka gerð púslumyndarinnar sinnar. Hershöfðinginn fór hcim til að snæða morgunverð, hann var þreyttur vegn þess að þetta hafði verið erfiður sólarhring- ur. Hann hafði ekki leyft að Kftir Evelyn Anthony Jóhanna Kristjónsdóttir sneri á íslenzku fanganum væru gefnar neinar hvildarstundir. Læknir SAVAKs var á næstu grösum og hann fylgdist með hjartslætti og bíóðþrýstingi Sýrlendingsins öðru hverju mcðan á þessu stóð. Hershöfð- inginn vildi ekki að hann dæi i höndunum á þeim, að minnsta kosti ekki meðan hann taldi að ekki hefði öllum spurningunum verið svarað. Homsi reyndist hafa geysilegt mótstöðuafl. Hann þoldi pyndingar af þviliku þolgæði að Ardalan gat ekki annað en dáðst að. Ardal- an fylgdist með hvernig pynd- ingarnar breyttu honum þenn- an sólarhring, svo að þegar öllu var lokið var ekkert orðið eítir aí manneskju í honum og stund- um voru öskur mannsins slík að hann setti eyrnatappa i eyrun til að draga úr þessum skerandi hljóðum í hlustum sér. Þegar hann kom heim til sin og snæddi morgunverð var hann að hugleiða að læknirinn hafði sagt að Ilomsi myndi ekki lifa af nema hlé yrði gert á um

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.