Morgunblaðið - 25.11.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.11.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1979 59 * * Glefsur úr bók Lindu Goodman „Love Signs“ mikla lífsfyllingu. Tíminn getur slípað af verstu kantana, ef þau eru bæði einlæg og það veitir þeim undur góða tilfinningu að finna að maður hefur sigrað sjálfan sig. Vogin er umburðarlynd og tekur af heilmikilli þolinmæði dyntum krabbans. Hún bíður. En þetta er öldungis ekki nóg. Voginni hættir til að hugsa einum of mikið um rökin með og á móti og leiða hjá sér að skilja að oftar en ekki lætur krabbinn ekki síður stjórnast af tilfinningum. Vogir eru ágætir lögfræðingar og þær eru stærð- fræðingar góðir, en sjaldgæft er að þær séu góðir geðlæknar eða sálfræðingar. Vogin verður að temja sér meiri mann- legra innsæi ef hún á að geta afborið krabbann. Krabbinn verður að brynja sig ólýsanlegri þolinmæði ef hann á að geta sætt sig við vogina. Vogin fer aldrei eins djúpt og krabbi. Vogin er ekki kaldlynd og hún getur skilið að fólk eigi í persónu- legum sálarstríðum, en krabbann sinn skilur hún ekki nema á stundum. Vogin er úthverf, krabbinn innhverfur. Krabbar eru mildir og þeir eru ekki eins veiklundaðir og oft er sagt. Á stórum erfiðleika stundum eru það oftar krabbar en vogin sem komast heilir hildi frá. Krabbi — sporðdreki 21. júní — 22. júlí/ 23. okt. — 22. nóv. Þeir dragast hvor að öðrum og það þykir sannað að þessi merki eigi betri möguleika en flest önnur á að eiga leið saman tiltölulega átakalaust. Auðvitað er þetta ekki einhlítt en þeir hafa innbyggðan skilning á eðli hvor annars og tilfinn- ingalíf hvors um sig hinum skiljanlegt og jafnvel þekkt. Krabbi og sporðdreki gleyma aldrei gerðum greiða. Óg aldrei misgjörð. En þeir bregðast ólíkt við. Krabbinn dregur sig inn í sjálfan sig og stríðir einn um við angur sitt og sjálfsvorkunn. Sporðdrekinn mun sannarlega ekki linna látunum fyrr en viðkomandi hefur fengið makleg mála- gjöld. Þetta hefur sporðdrekinn ekki hvað sízt lært frá merkinu á undan sér, voginni — að jafna metin. Það er lóðið. Bæði merkin eru vatnsmerki, og fljóta ágætlega saman. En geta líka dregið hvort annað niður. Sporðdrekinn er einarður og öfgafullur, krabbinn blíður og ákveðinn. Þeim líkar þetta báðum ágætlega. Þeir segja hvor öðrum leyndarmál sem ekki aðrir fá að vita. Krabbinn virðist að mestu þörf sproðdrekans fyrir að gæta tilfinn- inga sinna og hann er sporðdreka sérdeilis góður á erfiðum stundum. Tvíburi — bogmaður 21. maí — 21. júní/ 22. nóv. — 21. des. Bogmenn eru ekki alltaf að tala hátt og snjallt. Þeir eru ekki alltaf að hamast og stússa. Sumir eru hljóðlátir og kjarklitlir, jafnvel klaufskir. En samt eru bogmenn sjálfum sér samkvæmir, því að þeir eru alltaf að leita að sannleikanum í hverju máli. Tvíburi hefur í sjálfu sér tvo persónuleika og hann getur söðlað svo hratt yfir að með ólíkindum er. Tvíburi er ekki beinlínis óútreiknanlegur, einmitt vegna þess að þeir sem kynnast honum vita að þeir verða að taka hitt og annað með í dæmið. Tvíburar ýta undir fram- kvæmdaþörf bogmannsins — bæði til þess sem kann að vera jákvætt og neikvætt — vekur athafnaþrá hans sem fáum öðrum er lagið, vegna þess að bogmaðurinn er maður orða en ekki gerða. Bogmaðurinn er hrifinn af fágaðri framkomu tvíburans, hæfileikum hans til að sjá kjarna málsins og láta tilfinningarnar ekki hlaupa með sig langa vegu. Þegar tvíburi og bogmaður veljast saman eiga þau svo sem um tvennt að velja: dást að eiginleikum hins og reynt að tileinka sér það sem þau meta svo mikils. Eða láta ótta og öfund ná taki á sér, og ræna hvort öðru sjálfsvirðingu og stolti. Þetta gerist því miður æði oft. Tvíburi og bogmaður eru bæði gustmikil og hugdjörf, gáfað fólk oft, en þær gáfur rista ekki mjög djúpt og nýtast sjaldan til raunhæfra framkvæmda. Til þess eru bæði of mikið við yfirborðið. Bogmaður er tilfinningaveran — og er stoltur af því, — úthverfur og öfgafullur. Tvíburinn er yfirvegaður, en ekki alltaf, stilltur og getur misst vald á öllu. Hann er orðhepp- inn og leikinn með orð. Því geta stundir hans og bogmanns orðið ljómandi skemmtilegar báðum. Listhneigð tvíbura vekur og aðdáun bogmanns og yfirleitt er svo margt í fari hins sem þau telja sig geta virt og hrifist af að mörgu góðu má spá samskiptum þeirra. Tvíburi — Steingeit 21. maí — 21. júní/ 21. des — 21. jan Steingeitin botnar ekki alltaf í tvíburan- um, enda er hún ákaflega heill persón- uleiki, andstætt við tvíburann. Tvíburi er loftmerki, og dregur dám af því, ósýni- legur en sterkur. Hvort sem(hann er vinur eða óvinur. Steingeitin er ekki uppnæm fyrir orðgnótt og mælsku tvíburans. Þó að steingeitur njóti þess að hlusta á fólk tala, helzt um eitthvað sem henni finnst máli skipta, finnst dálítið gaman af slúðri. Hann segir að hann hafi gaman af að heyra um fólk. Steingeitin mun alltaf finna einhvern nytsaman tilgang fyrir tvíburann og það gæti endað með því að tvíburinn yrði að leggja meira á sig til að þóknast henni en öfugt. En þó væri æskilegt að báðir aðilar legðu að sér, annað er til lítils, þar sem persónuleikar þessir eru ólíkir og báðir eiga örðugt með víkja. Þessir eiginleikar æsast upp þegar þær eru saman. Tvíburar eru nýjungagjarnir og oft skrautgjarnir. Steingeitin hefur sérstaklega vandaðan smekk á öllu og blöskrar stundum hve tvíburinn er veikur fyrir plastgulli. Tvíburinn er eirðarlaus og á erfitt með að festa sig við afmarkað svið. Steingeitin getur gefið honum tilfinningarlegt öryggi og haft hemjandi áhrif á hann. Með steingeit gæti ókyrri tvíburasál lærzt ða handsama dálítið af friði. Steingeitin getur líka numið af tvíbur- anum. Hann er upptekinn á barnslegan hátt, hressandi og hispurslaus, sjálfstæður og forvitinn og hefur lag á að vera þar sem gusturinn er. Þótt steingeitin sé fyrir kyrrðina finnst henni samt á stundum mjög frískandi að vera samvistum við tvíburann ekki hvað sízt vegna þessa. Jómfrú — jómfrú 23. ágúst — 23. sept. Einhverra hluta vegna hefur jómfrúin fengið á sig dálítið hvimleitt orð. Hún þykir nöldurgjörn smámunasöm og dálítið fýlugjörn. Hún er þetta sjálfsagt allt, en fæstir einstaklingar geta neitað því — í hvaða merki sem þeir eru — að þeir hafi ekki eitthvað af upptöldu í sér. Nema nautið — það neitar því auðvitað sem öðru. Skýringin á því af hverju þetta hefur festst svona við jómfrú er að hún hefur ekki almennilega lag á að dylja geðslag sitt. Jómfrúin mætti vissulega reyna að ná meiri stjórn á sjálfri sér, ekki endilega í stórmálum — þá bregst hún reyndar yfirleitt við af viti og stillingu — heldur í þessari hvunndagsönn sem er meiripartur- inn af tilverunni. Hvort samband tveggja jómfrúa lánast fer mikið eftir því hvort þær hafa getu til að viðurkenna eigin galla sem í skuggsjá — reyna síðan að bæta úr þeim og að sjá síðan ekki síður kosti hvor annarrar og reyna að leiða hugann ekki síður að því sem er jákvætt og skemmtilegt. Jómfrúr hafa ekki of mikið af sjálfstrausti — og þær mættu því hjálpa hvor annarri að því leyti. Jómfrú — vog 23. ágúst — 23. sept./ 23. sept. — 23. okt. Vogin er gáfuð, skemmtileg og viðfelld- in. Oftast að upplagi bjartsýn. Hún er athugul og örvar ímyndunarafl þeirra sem henni kynnast. Jómfrúr eru vissulega kurteisar og notalegar, en þær hafa sérstakt lag á að koma með óþægilegar athugasemdir og vera neikvæðar. Vogin ýtir ómeðvitað undir þessa hvöt hjá jómfrúnni og því er hætt við að það verði endalaust stríð millum þeirra. Vogin vill fá að njóta í friði. Einhverra hluta vegna getur jómfrúin ekki unnt henni þessarar barnslegu kæti. Þetta er því furðalegra þegar það er haft í huga að um margt laðast jómfrú og vog og vill eiga með henni stund. Hin dæmigerða jómfrú er friðsöm og getur stundum blómstrað ljúflega í sam- skiptum við vogina. Um hríð er allt í ró og spekt og sælu. En vogin á erfitt með að svara og verða við kröfum jómfrúr — og jómfrúin getur stundum orðið svo yfir sig þreytt á voginni, sem vill hjala og tala og njóta. Jómfrúin vill að allt sé pottþétt og hugnanlegt er ekkert endalaust mal. Vogin þarf af mörgum ástæðum á jómfrú að halda. En þar getur komið málum þegar vogin tekur næstu sveiflu að jómfrúin hreinlega þeytist af. Jómfrú — sporðdreki 23. ágúst — 23. sept./ 23. okt. — 22. nóv. Jómfrú stendur í þeirri sælu trú að hún hafi allt til að bera til að leysa úr málum, breyta mannfólkinu og drífa í öllu. Svo verður hún á vegi sporðdrekans og þá snýst þetta heldur betur á hvolf. Sporð- drekinn lætur hvorki sálgreina sig, skil- greina sig né breyta sér. Hann kærir sig ekki um að sæta gagnrýni jómfrúr, hversu skynsamleg sem hún kann að vera. Sporðdrekar eru heilsteypt fólk og að eigin dómi engin ástæða fyrir jómfrú að fara að ragast í þeim. Sporðdrekar eru ekki lítillátir og fái þeir viðurkenningu klökkna þeir ekki af fögn- uði, heldur er nær að þeir muldri í barm sér að tími hafi verið kominn. Jómfrú er ekki eins framsýn og sporðdreki, ekki eins örugg, þrátt fyrir að hún láti eins og flest sé henni léttur leikur. Jómfrúin hefur einn ágætan kost sem sporðdrekann skortir, hún er ekki eins tortryggin og hún sóar ekki tíma og orku í að ala með sér innri ótta. En jómfrú hefur heldur ekki eins afgerandi sjálfstraust. Jómfrú er hagsýn, útsjónarsöm, oft bráðsnjöll og raungóð, en hún á stundum erfitt með að þola hvatvísi og á stundum harðgirni sporðdrekans. Sporðdreki getur dáðst að ýmsu hjá jómfrú, fyrir reglusemi í öllum lifnaðar- háttum sem honum fellur mætavel, fyrir dugnað og úthald og seiglu. Það verður sjaldan ást milli þessara aðila við fyrstu sýn. Bæði eru feimin og dylja tilfinningar sínar. Myndist samband milli þeirra hefur það ágæta möguleika á að verða varanlegt. I næstu grein verður fjallað um sam- skipti: tvíbura — vatnsbera, tvíbura — fiska nauts — sporðdreka, nauts — vatnsbera, nauts — fiska, hrúts — jómfrúr, hrúts — vogar og hrúts — sporðdreka (h.k. tók saman) mh -pf® m mmm li Wmm ■1 ; 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.