Morgunblaðið - 25.11.1979, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.11.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1979 skuli vera „á þessum miklu jafn- réttistímum“? Eða er e.t.v. ekki enn hægt að tala um „jafnréttis- tírna" sem staðreynd, þrátt fyrir kvennaár, mikla kvennabaráttu og mörg og stór orð um rétt kven- fólksins til að hasla sér völl við hlið karlmannsins á sem flestum sviðum þjóðlífsins? Á D-lista, lista Sjálfstæðis- flokksins, eru nöfn margra fjöl- hæfra og ágætra kvenna, en gall- inn er bara sá, að þær eru of margar i næsta vonlitlum sætum til að ná kjöri til Alþingis. í Vestfjarðakjördæmi skipar Sigur- laug Bjarnadóttir fyrrv. alþm. 3ja sæti listans. Þeir, sem fylgzt hafa með þingmannsferli Sigurlaugar, vita að þar fór heiðarlegur og djarfur þingmaður, sem vakti at- hygli fyrir vandaðan málflutning og góða þekkingu á þjóðmálum og á það ekki sízt við um vandamál hinnar dreifðu landsbyggðar. Eins og svo mörgum er vafalaust kunn- ugt er Sigurlaug fædd og uppalin á Vestfjörðum og þekkir því vel til kjara fólksins í hinum ýmsu byggðum kjördæmisins bæði fyrr og nú, og auðvitað er það hverjum góðum Vestfirðingi kappsmál, að þessi að mörgu leyti sérstæði landshluti dragist ekki aftur úr hvað varðar samgöngur, rafvæð- ingu og aðra aðstöðu til bættra lífskjara og betra mannlífs. Vestfirðingar, eins og aðrir landsmenn, sem vinna hörðum höndum og draga í þjóðarbúið drjúgan hlut, vilja að sjálfsögðu að vel sé á málum þeirra haldið á Alþingi, enda sýndi það sig, að þeir áttu hauk í horni þar sem Sigurlaug var. Því tel ég hana verðugan fulltrúa þeirra og skora á þá, og þá ekki sízt konurnar, að tryggja henni kosningu með því að greiða D-listanum í Vestfjarða- kjördæmi atkvæði sitt. Einn að vestan. • Hver mun berjast fyrir aðstoð við börn öryrkja? Mig langar til að leggja spurningu fyrir alþingismenn Reykjavíkur. Hver þeirra myndi taka það að sér að berjast fyrir því að börn öryrkja fengju að sitja við sama borð og önnur börn landsbyggðarinnar? Það er oft erfitt fyrir öryrkja að sjá fyrir börnum sínum, sérstaklega er þau eru komin yfir 16 ára aldur. Ef maður reynir þá að fá lán hjá félags- málastofnun er manni bent á að börn eldri en 16 ára eigi að sjá um sig sjálf. En getur það ekki eins verið að börn öryrkja langi að fara r framhaldsnám, rétt eins og önnur börn? Hér er því á ferðinni verðugt baráttumál og væri gaman að vita hverjir af þingmönnunum taki það upp eftir kosningar. H.G. Nýkomnir hljóðkútar og rör í Saab, Opel Rekord, Mercedes. Pústviögeröir og ísetning í flestar bifreiðar. H J. SVEINSSON & CO. Hverfisgötu 116 — Reykjavík. D.C. félagar Nú er tækifæri til aö kynnast nýju fólki og endurnýja gömul kynni. Þaö verður opið hús öll mánudagskvöld aö Fríkirkjuvegi 11 í húsi Æskulýðsráös frá kl. 20.30. Fyrsta mánudagskvöldið í hverjum mánuði er rabbfundur, félagar mæta til aö sýna sig og sjá aðra. Annað mánudagskvöldið er með klúbbfundasniði. Það þriðja eins og nr. tvö (skylduræðumennska). Það fjórða verður leiðbeining í fundarstjórn og fundarreglum. Fimmti mánudagur í mánuði er skemmtifundur. • Smábátahöfn í miðbæ Reykjavíkur Gamall Reykvíkingur kom að máli við Velvakanda og ræddi um þá ósk smábátaeigenda að fá góða höfn fyrir báta sína hér í Reykjavík. Benti Reykvíkingur- inn á þá góðu smábátahöfn sem Reykvíkingar áttu í krikanum þar sem Eimskipafélagshúsið og pilsuvagninn standa. Höfn þessi var fyllt upp á stríðsárunum en gamla steinbryggjan sem þar var er enn á sínum stað. Sagði Reykvíkingurinn að ef þessi skemmtilega höfn yrði grafin upp aftur yrði þar ekki aðeins ákjósanleg smábátahöfn, heldur yrðu þar möguleikar á að koma á fót miðstöð fyrir fisksölu í Reykjavík og matsölustað þar sem einungis yrðu seldir sjávar- réttir. Sagði Reykvíkingurinn að í rauninni væri þessi staður sá eini sem til greina kæmi fyrir smábátahöfn í Reykjavík. Vildi hann gjarnan fá að vita hvað það myndi kosta að grafa upp höfn- ina og hvort áætlaðar væru einhverjar aðrar framkvæmdir á þessum stað. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson í sovézku Spartakiad keppn- inni í sumar kom þessi staða upp í skák meistaranna Veingolds, sem hafði hvítt og átti leik, og Ziljbermans. 45. hxc5! (Drottning hvíts er nú vitanlega friðhelg vegna 46. Hxc8+ og mátar) Hd8, 46. Db3 — hed6, 47. Hxe5! og svartur gafst upp, því að svarið við 47. ... Dxe5 yrði 48. Df7. Á þessari mynd frá 1929 sést smábátahöfnin sem gamli Reykvíkingur- inn ræðir um. HÖGNI HREKKVISI „ g&tcru ^’kp/AjA AAM&> B2P SlGeA V/GGA í VLVtmi lcelandReview segir meira frá íslandi en margra ára bréfaskriftir. Sendu vinum þínum og viöskiptamönnum gjafaáskrift 1980. Hvert nýtt eintak af þessu glæsilega riti flytur kveöju þína frá íslandi og treystir tengslin. Sertilboð til nýrra áskrifenda gjafaaskrift argangur 1979 ef oskað er. kostnað. Odýrt og fyrirhafnarlítið Útgáfan lætur viðtakanda vita af nafni gefanda með lólakveöju. gefanda að kostnaðarlausu □ Undirritaöur kaupir . . . g)afaáskrlft(lr) aö lceland Review og greiöir áskrlftargjald kr. 5.900 aö viöbættum sendingarkostnaöi kr. 1.900 pr. áskrift. Samt. 7.800. O Árgangur 1979 veröl sendur ókeypis til viötakanda (-enda) gegn greiðslu sendingarkostnaöar kr. 1.500 pr. áskrift. Nafn áskrifanda: Simi Haimiliaf. Nafn móttakanda Haimiliaf. Nöfn annarra móttakanda fylgja meó á ööru blaói Sendið lceland Review, pósthólf 93, Reykjavík, eóa hringió í síma 27622. M r vo imtzGTGm /A/ÚA weXNA 'dTON'QO' V/\ VBIT É6'Wm\QY\ VEL, Q6 VEJbVEGNA \iEF WLLAQ VKM SAKAN 7 IV TKKOý ^INL/tóN/ WVOZT VKKO Tá l\ÚA & Yt/a ?R/\W >4^ V/A'G'h

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.