Morgunblaðið - 25.11.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.11.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1979 63 ÚR IIRAFN \(.II,S\\\\L —kom upp jardeidur í ijalli við Mývatn, er Krafla nefnist. í Majo kom upp jarðeldur í fjalli við Mývatn, er Krafla nefnist. Þessi eldur gjörði svo mikil umbrot í jörðinni, að frá 14. til 18. Maii gengu sífelldir jarðskjálftar, og þar af orsakaðist hrun húsa og veggja í nokkrum stöðum við vatnið, en sandurinn, sem eldurinn spúði, tók af öll sellönd og haga þriggja bæja, Reykjahlíðar, Voga og Geiteyjarstrandar, svo þar er nú engin hagbeit nema heima um sig. Af þessum eldgangi komu gjár bæjarleiðarlangar, sem tóku af almenningsvegu, þar sem áður voru sléttir sandar. Item komu hverir með vellandi vatn, sem enginn var áður, og fjallið Krafla svo brunnið og niðurhrunið, að gjáin er að mestu komin ofan að jafnsléttu. Hér af hefur og vatnsbotninn umturnazt og veiðarskortur orðið til mikils meins. Allt fram í Aug. sást eldurinn. Brennisteinn svo heitur í öllum námum, að ei má hann með berum höndum taka né skó á fótum hafa. ,JFarðu á stað og firmdu mig“ Maður einn gekk yfir fjallveg og ætlaði til næstu sveitar. Á fjallinu gerði á hann kafald svo hann varð úti og vissi þetta enginn. Litlu eftir dreymdi einn kunningja hans, að maður þessi kæmi á gluggann hjá honum og kvað þessa vísu: Farðu á stað og finndu mig, farið er líf og kraftur; þeirrar bónar bið ég þig, biddu mig einhvers aftur. Fór Fór þá kunninginn að leita og fann manninn dauðan og kom honum til byggða og greftrunar. Ekki er getið um hann hefði beðið þann látna neins aftur. „Bölvuð farðu nú hrífa“ Drengur einn ætlaði erlendis eina ferð til frama og frægðar. Sigldi hann með skipi einu úr Faxaflóa. Komust þeir fyrir Reykjanes og brutu skip sitt. Drengurinn var þegar orðinn danskur í orði og anda. Sá hann þar hrífu á vellinum, spurði dreng einn er hjá stóð um leið og hann steig fætinum á tindana: „Sig mig du en lille knægt, hvilket váben er dette?" Um leið þrýsti hann fætinum á tindana svo að hrífan hófst á loft og sló hann rokna högg á nasirnar. Þá vissi hann hvað var, og segir: „Bölvuð farðu nú hrífa!" Stundum heyrist marra í skipum þó logn sé og þau standi í naustum. Það er mál skipanna sem fáum er gefið að skilja. Einu sinni var maður sem skildi skipamál. Hann kom að sjó þar sem tvö skip stóðu og heyrir hann, að annað skipið segir: „Lengi höfum við nú saman verið, en á morgun verðum við að skilja,“ „Það skal aldrei verða, að við skiljum," sagði hitt skipið, „höfum við nú ver- Björn Halldórsson (1823-1882), prestur i Laufási. Sumar- nótt Dags lít ég deyjandi roða drekkja sér norður í sæ. Grátandi skýin það skoða skuggaleg upp yfir bæ. Þögulust nótt allra nótta, nákyrrð þín ofbýður mér. Stendurðu á öndinni af ótta, eða hvað gengur að þér? Jörð yfir sofandi síga svartýrðar lætur þú brýr. Tár þín á hendur mér hníga hljótt, en ég finn þau samt skýr. Verður þér myrkum á vegi vesturför óyndisleg? Kvíðir þú komandi degi, kolbrýnda nótt, eins og ég? ið saman þrjátíu ár og erum við orðin gömul, en ef annað ferst þá skulum við farast bæði.“ „Það mun þó ekki verða. Gott veður er í kvöld, en annað veður mun verða á morg- un og mun enginn róa nema formaður þinn, en ég mun eftir verða og öll skip önnur. En þú munt fara og aldrei aftur koma; munum við eigi standa hér saman oftar.“ „Það skal ekki verða og mun ég ekki fram ganga.“ „Þú munt þó verða að ganga fram og er þessi nótt hin síðasta, sem við verðum saman." „Aldrei skal ég fram ganga ef þú fer ekki.“ „Það mun þó verða.“ „Ekki nema and- skotinn sjálfur komi til.“ Eftir þetta töluðu skipin svo hljótt að heyrandinn í holtinu nær heyrði ekki hljóðskraf þeirra. Morguninn eftir var verður ískyggilegt mjög og sýndist engum ráð að } róa nema einum formanni og skipshöfn hans. Gengu þeir til sjóar og margir fleiri, sem ekki varð úr að reru. „Skinnklæðið ykkur í Jesú nafni,“ segir form- aður eins og vant var. Þeir taka til, en skipið gekk ekki fram. Heitir þá form- aður á sjómenn aðra, sem þar voru staddir, að duga þeim, en það kom fyrir ekki. Þá heitir hann á alla, sem við voru, að setja fram skipið og gekk þá maður undir manns hönd, og kallar nú formaður: „Setjum fram skipið“ með sama formála sem áður. En skipið gekk ekki að heldur. Þá kallar formað- ur hátt: „Setjið fram skip- ið í andskotans nafni. „Hljóp þá skipið fram og svo hart, að ekki varð við ráðið og á sjó út. Höfðu skiphaldsmenn nóg að vinna; síðan var róið, en ekki hefur sézt til þess skips síðan og ekki spurzt til nokkurs sem á því var. Álúti biskupinn Einu sinni voru tvær kerlingar á ferð þar nálægt sem lestamenn áðu hestum sínum. Svo stóð á, að þeir höfðu í lestinni meri álægja og graðhest. En þegar kerlingarnar fóru fram hjá hestunum og tjaldinu stóðu lestamennirnir úti og graðfolinn var einmitt að fylja merina. Heyra mennirnir þá að önnur kerlingin segir: „Álútur ríður hann núna í söðlinum, blessaður." Þá svarar hin: „Ég held það sé ekki tiltökumál um jafn háaldraðan mann sem blessaður biskupinn okkar er orðinn,“ því þær ímynduðu sér að biskupinn væri þar á ferð, en vissu að hann var orðinn gamall maður. íslenzkir málshættir Fáir halda sig minni menn en þeir eru Oft dregur lofið háðið í halanum 111 er spillandi tunga Það sjá augun sízt, sem nefinu er næst Hann er oft ragastur, sem mest raupar Góður dagur byrjar að morgni Móðir dylur barnsins bresti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.