Morgunblaðið - 25.11.1979, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.11.1979, Blaðsíða 32
80 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1979 EG KAUPL. EN MAUÐ ER EKKISVO EINFALT! r A viðkvæmu skeiði vaxtar og þroska skiptir gott andlegt fóður megin máli. Það þarf að vera vel framreitt en jafnframt kjamgott og spennandi. Þessa kosti sameina unglingabækumar frá IÐUNNI. Því miður er árlega gefinn út fjöldi bóka ærið misjafn að gæðum. Kynnið ykkur því vel efni bóka áður en þið kaupið þær. Munið að hver er sínum gjöfum líkur. Ragnheiður Jónsdóttir: DORA Ragnheiður Jónsdóttir var einn fremsti unglingasagnahöfundur á sinni tíð. Hér kemur fyrsta sagan um Dóru á ný, prýdd teikningum efitir Ragnheiði Gestsdóttur. Þetta er lifandi og skemmtileg saga frá Reykjavík á stríðs- árunum sem allir hafa ánægju af. „Hollur lestur (og)... rétt þjóðlífslýsing frá horfnum tíma.“ (H.Kr./Tíminn'i Sven Wemström: ÞRÆLARNIR Fyrsti hluti sagnabálks fyrir unglinga sem fjallar um líf fátækra ungmenna í stétt hinna undirokuðu. Þessi bók spannar 11.-15. öld. Sven Wemström þarf ekki að kynna. I fyrra gaf IÐUNN út LEIKHÚSMORÐIÐ eftir hann sem Þórarinn Eldjám þýddi eins og Þrælana. Þýðingin fékk verðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur. E.W. Hildick: KÖTTURINN SEM HVARF Síamskötturinn Manhattan hverfúr úr vörslu enskrar fjölskyldu sem dvelst um stundarsakir í New York. Spennandi og bráðskemmtileg saga jaJftit fyrir stráka sem stelpur. „Fjörug katta-leynilögreglusaga. Kattavinir og þeir sem hafa gaman af dularfullum atburðum verða ekki fyrir vonbrigð- um.“ (Library Joumal) - Andrés Kristjánsson þýddi. Bræðraborgarstíg 16 Sími 12923og 19156 Saga frá Afríku um hugrakka drenginn Tíbesó sem leggur af stað til að vinna bug á Hlébarðanum skelfilega sem rænir bændur kálfum sínum. A leiðinni lendir hann í ótrúlegum mannraunum. „. . . með skemmtilegri unglinga- bókum. .. Vel gert verk sem sannarlega á crindi til ungs, hugsandi fólks.“ (S.H.G./Mbl.) - Margrét Jónsdóttir þýddi. DÓRÁ RAGSWJVi X JúSStX/lUH Gunnel Beckman: VORID ÞEGAR MEST GEKK Á Sjálfstætt framhald bókarinnar ÞRJÁR VIKUR FRAM YFIR. Segir frá vorinu þegar Maja varð átján ára og henni skildist svo margt sem hún hafði ekki áður gert sér ljóst. . . Þetta stórfenglega vor þegar mest gekk á... þetta skemmti- lega sorglega annríkisvor. Geðþekk vekjandi bók. Jóhanna Sveinsdóttir þýddi. ÆVESTÝRABÆKUR Ævintýrabækur ENID BLYTON nutu einstæðra vinsælda á sjötta áratugnum. Hver man ekki eftir Onnu, Jonna, Dísu og Finni, að ógleymdum páfagauknum KDd? Nú er hafm endurútgáfa þessara bóka og ÆVINTÝRAEYJAN og ÆVINTÝRAHÖLLIN komnar út aftur, prýddar myndum. Sigríður Thorlacius þýddi. *>!X\ (í,>Ss*sm Evi Begenæs: KITTA Þetta er sjálfstætt framhald sögunnar DRAUMAHEIMUR KITTU. Kitta og Sveinn koma til borgarinnar ný- trúlofúð og hamingjusöm. En skyndi- lega skýtur Ida upp kollinum og fer að gefa Sveini undir fótinn. Samband Kittu og Sveins er stefnt í hættu.. . Evi Bogenæs er meðal virtustu unglinga- sagnahöfunda í Noregi. - Andrés Kristjánsson þýddi þessa sögu. j :^f J.R.R. Tolkien: GVENDUR BÓNDI Á SVÍNA- FELLI Gamansamt ævintýri sem segir frá viðureign Gvendar bónda við drekann Chrystophylax. Sagan er bráðskemmú- leg fyrir lesendur á öllum aldri. Hún er prýdd ágætum teikningum eftir Pauline Baynes. Ingibjörg Jónsdóttir þýddi. Jan Terlouw: I FÖÐURLEIT Hörkuspennandi saga sem gerist í Rússlandi. Pétur, fjórtán ára drengur, fer af stað til að leita föður síns sem færður hafði verið fangi til Síberíu. Margt ber fyrir á þeirri leið. j;Meistara- leg saga sem heldur athygli þinni löngu eftir að lestri er lokið. . . Höfúndur er afburða sögumaður.“ (S.H.G./Mbl.) - Ami Blandon og Guðbjörg Þórisdóttir þýddu. Cecil Bödker: HI.ÉBARÐINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.