Morgunblaðið - 25.11.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1979
79
Umsjón: Séra Jón Dalbú Hróbjartsson
Séra Karl Siyurbjörnsson
Siyur&ur Pdlsson
A U DROTTINSDEGI
Kirkja og pótttík
í þessum greinum verða hug-
tökin „félagsleg siðfræði" og
„pólitík" notuð hvað eftir annað.
Það þykir því hlýða þegar í
upphafi að gera grein fyrir í
hvaða merkingu orðin eru notuð.
Félagsleg siðfræði verður hér
notað um þá grein hinnar félags-
legu siðfræði sem hefur kristin
grundvallarsjónarmið og kristna
manngildishugsjón að leiðar-
ljósi. Hún er þannig viðurkenn-
ing á og notkun Guðs vilja með
tilliti til mannlegra samskipta
og félagslegrar skipunar samfél-
agins.
Pólitík er hér notað um þau
átök sem eiga sér stað þegar
takmörkuðum gæðum samfé-
lagsins er skipt.
Til nánari skýringar er rétt að
fara um þetta nokkrum orðum. I
fyrsta lagi snýst pólitík um
skiptingu lífsgæða. Það er ekki
eingöngu átt hér við peninga og
fæði heldur önnur „gæði“ sem
þurfa ekki endilega að vera
efnisleg en eru þó eftirsóknar-
verð. — Það er einnig fullyrt að
var boðskapur Jesú ekki tilefni
til að flýja frá daglegri ábyrgð
og skyldum. Hann sagði bæði
„syndir þínar eru fyrirgefnar" og
„tak sæng þína og gakk“ (Matt.
8:1—8). A kirkjan þá að hafa
afskipti af pólitík?
í Biblíunni er fjöldinn allur af
miðlægum orðum og hugtökum,
sem ætlað er að miðla hinum
kristna boðskap. Við getum kall-
að þau grundvallarhugtök eða
meginsjónarmið og þau endur-
spegla ýmsar hliðar kristin-
dómsins. Þau eru grundvölluð á
hjálpræðisverki Guðs í Jesú
Kristi og hafa þess vegna „trúar-
legt“ megininntak. Hér er um að
ræða orð svo sem: Guðs ríki,
kærleikur, miskunnsemi, rétt-
læti, frelsi, friður, staðgengill,
kristniboð, kristin eining, end-
urkoma Krists o.s.frv. Nú er rétt
að gera sér grein fyrir því að
þessi grundvallarhugtök eru
ekki eingöngu tengd hinu „trúar-
lega“ sviði þótt þau séu miðlæg í
hinni kristnu trú. Mörg þeirra
hafa í sér fólgna siðræna
ar. Við endurkomu Jesú mun
guðsríki leysa þennan heim af
hólmi.
Sú spurning, sem áhuga vekur
hér er þessi: Hvert er sambandið
milli ríkis Guðs og ríkja þessa
heims? Við spurningu Pontíusar
Pílatusar gefur Jesús þetta svar:
Mitt ríki er ekki af þessum heimi
(Jóh. 18,36a). Jesús birtist ekki
sem uppreisnarforingi né póli-
tízkur . hugmyndafræðingur.
Hann leggur ekki fram neina
áætlun um, hvernig frelsa má
Gyðinga undan yfirráðum róm-
verja. Guðs ríki er annars konar.
En þar með er ekki sagt að ekki
sé samhengi milli ríkis Guðs og
þessa heims. Benda má á þrjú
atriði:
í fyrsta lagi hefur guðsríkið
komið með nýtt afl inn í þennan
heim — afl sem er þess megnugt
að rétta við hina föllnu sköpun.
Guðsríki gefur manninum ekki
aðeins von um eilíft líf, heldur er
einnig virkt í baráttunni gegn
synd, sjúkdómum, örkumlum,
sulti lífsháska o.s.frv.
þessi gæði séu takmörkuð, og
það skiptir máli. Það eru ekki
fyrir hendi allsnægtir handa
öllum. Þess vegna er nauðsyn-
legt að skipta og ræða í for-
gangsröð eftir ákveðnum leiðum.
Ennfremur er lögð áherzla á að
um þessi gæði er tekist á, barist.
Þau átök orsakast af því að
gæðin eru takmörkuð, en einnig
af því að sumir hafa mikið af
þeim, en aðrir lítið. Á heims-
mælikvarða má segja að fáir séu
ríkir en % allra manna búi við
örbirgð. Það gefur því auga leið,
að pólitíkin er barátta milli
hagsmunahópa, valdahópa og
þjóða. Eitt er ljóst: Það á sér
stað barátta um gæðin og þessi
barátta á sér stað á nær öllum
sviðum samfélagsins. Pólitík er
því hugtak sem snertir nær öll
mannleg samskipti og félagslega
skipan.
Hlutverk kirkjunnar
Félagsleg siðfræði er ekki
mikilvægasta hlutverk kirkjunn-
ar. Hið miðlæga í boðun Jesú
Krists var fagnaðarerindið um
Guðs ríki, og að því er tekur til
okkar tíma merkir það að kall
kirkjunnar sé umfram allt að
predika boðskapinn um Ríkið —
það er fagnaðarerindið um fyrir-
gefningu syndanna og samfélag
við Guð. Fyrir lærisveinunum
merkingu og leið til ákveðinnar
breytni og siðrænnar ábyrgðar.
Þau hafa félagslega hlið, sem
kom skýrt fram í lífi og starfi
frumsafnaðarins. Það sem skipt-
ir máli hér er spurningin um það
hvort þau séu enn gild sem slík
og hvaða afleiðingar það hefur í
samfélaginu ef svo er. Tilgang-
urinn með þessari umfjöllun er
ekki sá að tæma þau að trúar-
legu innihaldi og gera þau ein-
göngu að siðrænum einkunnar-
orðum. Þau eiga enn sem fyrr að
miðla boðskapnum um hjálp-
ræðið. En hvaða afleiðingar hef-
ur það fyrir hina siðrænu
breytni í samfélaginu ef hjálp-
ræðisboðskapurinn hefur verið
meðtekinn?
Guðríkishugmyndin
Megininntakið í boðskap Jesú
Krists var boðskapurinn um
Guðsríkið. Með orðum hans
sjálfs: Tíminn er fullnaður og
guðsríki er nálægt. Gjörið iðrun
og trúið fagnaðarboðskapnum.
(Mt. 1:15). Það að guðsríkið er
nálægt felur í sér að hjálpræð-
istíminn er hafinn. Jesús býður
mönnum frelsi og samfélag við
Guð. Kraftaverkin sem Jesús
gerir er ávöxtur þess að guðsríki
er komið (sbr. Mt. 12:28). En
guðsríkið er ekki aðeins nálægt,
það er einnig ríki framtíðarinn-
í öðru lagi gerir guðsríkið
okkur frjáls til að lifa og starfa í
heiminum. Jesús ráðleggur ekki
lærisveinum sínum að draga sig
út úr heiminum. Þvert á móti.
Hann sendir þá út í heiminn.
Kristinn maður er sendur til að
vitna um guðsríki bæði í orði og
verki. Þannig verður guðsríkið
súrdeig í samfélaginu.
í þriðja lagi er guðsríkið eilíft
ríki og þannig annars eðlis en
ríki þessa heims sem munu líða
undir lok. Þessi heimur sem við
lifum í er ekki og verður ekki
paradís. Biblían talar ekki um
heimsbetrun eða breytingu sem
leiði til þess að að lífið í þessum
heimi verði líkt lífinu í guðsríki.
Guðsríkishugmyndin felur því
ekki í sér hugmynd um fullkomið
jarðneskt ríki. En þrátt fyrir
þetta felur vonin um hið eilífa
ríki Guðs sterkan hvata til þess
að starfa meðan dagur er.
Það sem hér hefur verið sagt,
ætti að nægja til þess að undir-
strika að guðsríki er frabrugðið
þessum heimi, en samt sem áður
virkt í honum. Sé tekið á móti
boðskapnum um guðsríki í trú,
leiðir það til kristinnar ábyrgðar
og athafna í mannlegu samfé-
lagi. Um þá virkni og pólitísk
áhrif krikjunnar verður því
fjallað í næstu greinum.
Jesús gefur
eilíft líf
Pistillinn (2. röö)
2. Kor. 5,1—9: Því aö vér vitum,
aö þótt vor jaröneska tjaldbúö
veröi rifin niöur, þá höfum vér
hús frá Guöi, inni, sem eigi er
meö höndum gjört, eilíft á himn-
um.
Guöspjalliö
Jóh. 5,17—26: Jesús sagöi: Sann-
lega, sannlega segi ég yöur: sá
sem heyrir mitt orö og trúir
þeim, sem sendi mig, hefur eilift
líf og kemur ekki til dóms heldur
hefur stigiö yfir frá dauöanum
til lífsins.
Jestís talarum
lífið eilífa
En hann talar ekki um það, sem eitt sinn
verður handan við dauðans huliðstjald. Hann
talar um það líf, sem hann gefur hér og nú,
það líf, sem veitist þeim, sem veitir viðtöku
orði hans um þann Guð, sem vitjar mannanna
í Jesú Kristi til að hjálpa og frelsa, veita
fyrirgefningu, líf og frið. Lífsgöngu manns er
til moldar stefnt, lífsvegur manna er grafar-
vegur. En Jesús gengur í veg fyrir þig með orð
eilífs lífs, og vill fá að breyta þínum
grafarvegi í „götu lífsins heim“ til sín, eins og
við syngjum á páskunum. Kristin trú er
enginn víxill upp á framtíðina, enginn að-
göngumiði, sem við getum dregið upp úr pússi
við „Gullna hliðið" í þeirri von að hann sé enn
í gildi. Kristin trú er líf með Jesú Kristi hér
og nú á lífdaga för og um eilífð alla. í DAG
gengur Drottinn Kristur í veg fyrir þig, mætir
þér í sínu til að vera þér hjá, lifa með þér,
leiða þig.
í hvert sinn sem þetta orð mætir þér, þá
verður dómur. Þú sjálfur kveður upp þann
dóm. Axlarypptingar, humm og ha er líka
dómsúrskurður þinn: „Þetta kemur mér ekki
við.“ „Guð kemur mér ekki við.“ „Mig varðar
ekkert um eilífa lífið.“ Ef til vill er hinn efsti
dómur, þegar ljós eilífðarinnar fellur yfir
lífsveg þinn, aðeins bergmál dóma þinna nú.
„Sá sem heyrir mitt orð og trúir þeim sem
sendi mig, hefur eilíft líf og kemur eigi til
dóms, heldur hefur stigið yfir frá dauðanum
til lífsins."
2U. sunnudagur eftir trinitatis
Guös lambiö meö sigurfánann
minnir á, aö meö krossdauöa
sínum og upprisu hefur Drottinn
endurleyst oss frá dauöanum til
lífsins eilífa.
Biblíulestur
vikuna 25. nóv.—1. des.
Sunnudagur 25. nóv. Jóh. 17-26
Mánudagur 26. nóv. Lúk. 19: 20—26
Þriðjudagur 27. nóv. Lúk. 19: 28—35
Miðvikudagur 27. nóv. Lúk. 19: 36—40
Fimmtudagur 29. nóv. Lúk. 19: 45—48
Föstudagur 30. nóv. Lúk. 19: 20: 9—13
Laugardagur 1. des. Lúk. 20:14—18