Morgunblaðið - 16.12.1979, Blaðsíða 4
68
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1979
I
Flugleiðin
Kaupmannahöfn
Hamborg
— Amsterdam
Það var óbifanlegur ásetningur
minn allt frá upphafi flugnámsins
að endurvekja farþegaflug á
íslandi, en flugliðsforingjapróf
veitti ekki nema takmörkuð rétt-
indi til flugs með farþega, þ.é.
eingöngu atvinnuflugsskírteini,
ekki alþjóðleg flugstjóraréttindi í
reglubundnu farþegaflugi — en að
því stefndi ég auðvitað. Þessara
réttinda varð ég að afla mér hjá
flugfélagi eða félögum, og því var
það að nokkru áður en ég lauk
náminu hjá sjóhernum skrifaði ég
forsætisráðherra, Hermanni Jón-
assyni, greindi honum frá fyrir-
ætlan minni og bað hann að koma
því í kring að ég kæmist að hjá
DDL, Det Danske Luftfartselskab,
í hálft ár, og fengi jöfnum höndum
að fljúga og starfa í flugrekstrar-
deildinni til að kynna mér hvernig
flugfélag væri uppbyggt og rekið.
Tækifæri sem þetta var gulls
ígildi og herflugmenn reiðubúnir
að borga aleiguna fyrir slíkt, því
að flugmannsstarfið var ekki síður
eftirsóknarvert þá en nú, jafnvel
enn eftirsóknarverðara vegna
nýjabrumsins, launin enda geysi-
há að réttindum og starfi fengnu.
Hermann brást nú óvænt hart
við málaleitan minni, tók rösklega
til hendinni og hafði sitt fram.
Það þurfti hvorki meira né minna
en breyta einni vélinni til að koma
þjálfun minni í kring, þetta var
þriggja hreyfla Fokkerflugvél af
gerðinni F. Xll, skrásett OY-DIG.
Ahöfn hennar hjá DDL var ekki
nema tveir menn, flugmaður og
flugvirki sem jafnframt var
loftskeytamaður og sat í sæti
aðstoðarflugmanns, sætin því ekki
nema tvö. Það þurfti því að bæta
við einu sæti fyrir aftan flug-
fyrir sjónir, en það var aðeins
yfirborðið, hún var í rauninni
feimin, einstaklega raungóð,
tryggðatröll. Þau leystu vanda
minn með húsaskjól og fæði í
hvorki meira né minna en hálft ár,
alveg ómetanlegt framlag eins og
fjármálum mínum var háttað.
Veisluiratur var á borðum flesta
daga og margar víntegundir með
matnum, enda hafði faðir Paul
verið einn helsti vínkaupmaður
Danmerkur. Þrjár þjónustustúlk-
ur voru á ferð og flugi um húsið.
Ég lifði því eins og kóngur dagana
í Danmörku að öðru leyti en því að
ég var langtímum saman staur-
blankur, átti ekki svo mikið sem
krónu. En það var bót í máli að ég
komst allra ferða minna vand-
ræðalaust, því að Poul skenkti
mér af ógleymanlegri háttvísi um
hver mánaðamót svonefndum
S-brautarkortum sem giltu í mán-
uð í járnbrautinni, sem gekk milli
úthverfanna og miðborgarinnar,
og þaðan gekk bifreið DDL út á
flugvöll. En því er ekki að neita að
stundum kom krónuleysið manni í
klípu
Félag liðsforingja landhers og
flughers, Offisersforeningen, var
til húsa sunnan við veitinga-
staðinn Frascati við Ráðhústorg.
Eitt sinn lá leið mín þangað til að
hlusta á dr. Ekener, hinn mikla
þýska loftskipafrömuð, halda
fyrirlestur um loftförin, Zeppelin-
anna. Ég fór með S-brautinni,
mætti á réttum tíma, blankur
auðvitað, en hugsaði með mér:
mér er einskis vant, ég er kominn
hingað til að hlusta á fyrirlestur
en ekki til að setjast að veislu-
borði. En sem ég afhendi ryk-
frakkann minn er ég krafinn um
MorKunblaöið heíur Íenífið leyfi til að birta
eítirfarandi kafla úr bókinni Á brattann eftir
Jóhannes Ileljía, œvisöKU Agnars Kofoed-
Ilansen. Sögusvið bókarinnar spannar sjö
lönd, Danmörku, Norej?, Holland Frakkland,
Bretland. Þýskaland Ilitlers — og ísland —
sem er fyrirferðarmest eins ojf vænta má.
Gripið er hér niður á tvéimur stöðum í
bókinni, fyrri kaflinn er frá námsárunum
erlendis, sá síðari af heimaslóðum.
Tveir kaflar úr ævisögu
Agnars Kofoed-Hansen
eftir Jóhannes Helga
Staðráðinn í
uðum í háloftunum, óþjálir en
heitir, spenntir með tveim bönd-
um um úlnliðina, urðu honum að
fjörtjóni. Hann gat kastað sér út
úr vélinni, en þurfti að ná af sér
öðrum vettlingnum til að ná taki á
handfanginu sem opnaði fall-
hlífina. Honum tókst það ekki fyrr
en um seinan. Fallhraðinn var það
mikill að hann beið samstundis
bana þegar hann skall á freðna
jörðina.
Sem betur fer sá ég ekki verks-
fyrr en ég hefði náð 21 árs aldri,
sem fól í sér að ég kæmist ekki í
loftið fyrr en í ágúst. Ég gat ekki
með nokkru móti beðið þangað til
eins og gefur að skilja, verið að
breyta flugvél fyrir mig o.s.frv. og
forsendur flugnáms míns hjá DDL
þar með brostnar. Það var ekki
fyrr en eftir langt og harðvítugt
stríð að Topesö gaf sig. Ég fékk
undanþáguna — og í marsbyrjun
fór ég í loftið með skírteinið, nesti
frá Agnete, lúxusbrauð, og kakó í
hitabrúsa og 35 gyllini sem ætt-
ingjar og vinir á íslandi höfðu
skrapað saman og sent mér.
Við millilentum alltaf í Malmö,
einnig í bakaleiðinni, ýmist til að
skila af okkur farþegum ellegar
taka farþega til meginlandsins.
Endastöð: Amsterdam. Þar höfð-
um við viðdvöl næturlangt. Þar
bar mér að hýsa mig og fæða á
eigin reikning, kauplaus maðurinn
eins og áður er getið.
Áhöfnin gisti jafnan á Carlton,
lúxushóteli í Amsterdam, menn á
ráðherralaunum, forríkir — en í
fyrstu ferðinni, sem bar uppá
helgi, tveggja daga viðdvöl, var ég
svo heillaður af að vera í för með
frægum flugstjóra og vélamanni
hans að ég kom mér ekki að því að
skilja við þá á tröppum hótelsins,
enda tóku þeir ekki annað í mál en
að ég byggi á hótelinu með þeim,
höfðu enda ekki hugboð um fjár-
hag minn. Ég lét tilleiðast — eins
og álfur — í stað þess að fá inni á
ódýru hóteli. Þjónarnir gerþekktu
auðvitað flugstjórann og buktuðu
sig niður í gólf fyrir honum, færðu
okkur í snatri Bols-sjeniver og í
framhaldi af honum dýra máltíð.
Og þegar mér var vísað til her-
bergis míns fannst mér ég vera
kominn inní Þúsund og eina nótt;
slíkur var íburðurinn, gullin bar-
okkhúsgögn, blátt teppi á gólfi og
fagurblátt baðherbergi. Kóngalíf.
Þetta bílífi kostaði mig öll
gyllinin mín á mánudagsmorgni.
Dýrt spaug það.
í öðru fluginu skildi ég við
félaga mína á tröppunum á Carl-
ton, kvaðst eiga í borginni vin sem
hýsti mig og hvarf við svo búið
með skrínukost minn inní almenn-
að hverfa heim og
hyggja upp íslensk flugmál
66
mannasætin handa vélamannin-
um, færa til leiðslur o.s.frv: og
koma að nýju fyrir stýrisbúnaðin-
um fyrir aðstoðarflugmanninn.
Þessar breytingar voru gerðar á
vélinni um leið og skoðun fór fram
á henni og var ekki lokið fyrr en í
byrjun mars. Á meðan starfaði ég
í flugrekstrardeildinni, hóf þar
störf strax í byrjun janúar. Ég var
auðvitað kauplaus allan tímann
hjá DDL, bæði í flugrekstrardeild-
inni og fluginu, það var ekki þörf
fyrir mig. Starfið var nám.
Ég var því ekki fjáður fremur
en fyrri daginn. Mér var uppálagt
að stunda vinnu mína í dökkbláum
fötum, samlitum rykfrakka — og
húfu í stíl þegar ég fór að fljúga.
Ég varð mér úti um þessar flíkur
hjá 3. flokks klæðskera, var svo
heppinn að komast þar yfir föt
sem einhver hafði látið sauma á
sig og ekki sótt.
— — —?
Já — þau pössuðu svona nokk-
urn veginn, allavega voru þau
hátíð borið saman við pokafötin
gömlu.
— — —?
Nei, ég hvorki svalt nú né
hírðist í Helgolandsgötu. Agnete
sonardóttir Wilhelm og Paul Hey
maður hennar, tryggingaforstjór-
inn, hýstu mig í Sophiesminde í
Charlottenlund, og ekki í kot
vísað: Hjónin lifðu í samræmi við
stöðu og efni húsbóndans, sem var
mikill heiðursmaður og dagfars-
prúður með afbrigðum, en Agnete
kvenskörungur sem sópaði heldur
betur að, hún kom fólki kaldgeðja
einnar krónu fatagjald, krónu sem
ég ekki átti og komst í afar slæma
klípu. En ég var svo heppinn að
Lassen skólafélagi minn var
staddur þarna; hann var þá orðinn
orustuflugmaður og því ekki fjár
vant lengur.
Lassen, segi ég, þú getur víst
ekki lánað mér krónu?
Jújú, sjálfsagt, svarar hann, —
en bætir við í gamni: Sé ég þana
nokkurntíma aftur?
Það kemur á daginn, svaraði ég.
Nú — þessi fundur er sögulegur
að því leyti að þegar ég minnist
hans rifjast upp fyrir mér fátækt
mín og landa minna í Kaup-
mannahöfn á þessum árum. Áð
leystum vandanum með krónuna
hófst fundurinn — og fyrirlestur-
inn var svo langur að á honum var
gert hlé til að menn gætu notið
veitinga, öls og brauðs. Ég lenti
við borð milli tveggja manna,
Crone-Levin, sem ennþá er góður
kunningi minn og fulltúi í flug-
málastjórn Dana og veðurfræð-
ingur á Kastrupflugvelli, hinn var
Mossdal, yfirmaður fjarskipta-
rnála flugmálastjórnarinnar. Þeir
pöntuðu sér öl og smurt brauð og
ég hugsaði með mér: ekki getur þú
setið hér yfir engu, ekki að vita
nema borðfélagar þínir missi þá
lystina, þú ert skyldugur að taka
einn öl og eina brauðsneið þeim til
samneytis og láta skeika á sköp-
uðu með greiðsluna, freista þess
að fá gjaldfrest hjá ritara klúbbs-
ins. En þegar til kom var ritarann
hvergi að sjá, þjónninn sá um
innheimtuna — og þarna stóð
hann allt í einu yfir mér með
reikninginn reiddan.
Ég greip um brjóstvasann,
svona sjáðu, og sagði:
Hver skollinn. Ég hef gleymt
veskinu heima; ég skipti nefnilega
um föt. Mér þykir þetta leitt.
Ég lék þetta mjög vel, hélt ég —
en þjónninn var sýnilga á annarri
skoðun; einblíndi bara á mig alveg
miskunnarlaus, enda var hér um
að ræða hvorki meira né minna en
heilar fimm krónur; fínn staður.
En það sannaðist þarna sem oftar
að þegar neyðin er stærst er
hjálpin næst. Mossdal sagði gall-
ant og elskulegur:
Má ég ekki leggja út fyrir þessu
fyrir þig?
Ég þáði það með þökkum og
harmaði klaufaskap minn, þennan
með veskið.
Nú — það er svo önnur saga að
fyrirlesturinn var svo Iangur að
þegar honum lauk voru S-lestarn-
ar hættar að ganga og ég mátti
þramma í úrhelli tveggja klukku-
stunda vegalengd útí Charlotten-
lund. Ég var á gömlu skónum hans
pabba og komið að kveðjustund,
þessi næturganga í ausandi rign-
ingu reið þeim að fullu.
Lassen sá krónuna sína aldrei;
hann fórst tveim dögum síðar. Við
undruðumst oft í „villtu listflugi",
eíns og táningar myndu kalla það
í dag, að vélarnar skyidu þola
álagið þótt sterkbyggðar væru, og
þar kom að ein brast, flugvél
Lassen. Annar vængurinn brotn-
aði.
Gæruvettlingarnir sem við not-
ummerki slyssins þegar Lassen
fórst. En ég komst ekki hjá að sjá
ummerki slyssins þegar vinsælasti
flugliðsforinginn okkar, Hojlund,
fórst í Ringsted. Vél hans stakkst
í jörðina í blindþokulendingu.
Brakið var flutt í eitt flugskýlið
okkar. í því var hryggilegt um að
litast, það var atað blóði flug-
mannsins og hluti af heilanum
flaut í vökvanum í brotnum komp-
ásnum.
Þetta ár varð mikið slysaár í
flugdeild danska flotans. Þrír að-
rir fórust þetta ár.
— — —?
Hinir félagar mínir? Fimm af
okkur átta sem útskrifuðumst í
árslok 35 fórust síðar í flugslysum.
Nú eru aðeins tveir á lífi auk mín,
Arne Berndstrup bæjarverkfræð-
ingur í Álaborg og Paul Stokholm
Sörensen óðalsbóndi á Jótlandi.
Fimm krónurnar? Svo kreppti
að íslenskum vinum mínum í
Höfn, námsmönnum, að daginn
eftir þurfti þrjá til að skjóta
saman í fimm krónu skuldina við
Mossdal, öllum vösum snúið við.
Einkennilegt þegar maður hugsar
til þess núna.
I marsbyrjun var flugvélin OY
DIG tilbúin — en þá kom enn eitt
babb í bátinn. Ég var langyngstur
á flugliðsforingjaskólanum, ekki
nema tvítugur þegar hér var
komið sögu og Topesö-Jensen,
yfirmaður danska loftferðaeftir-
litsins, þverneitaði mér um at-
vinnuskírteini til farþegaflugs
ingsgarð, nærði mig þar og svaf af
nóttina á garðbekk undir kápunni
minni, svaf raunar margar nætur
þarna í görðunum.
Jájá, það fór ágætlega um mig,
enda hlýtt í veðri, nóg ferskt loft;
sumir sem þarna lágu bjuggu ekki
svo vel að eiga kápu, heldur sváfu
undir dagblöðum.
Van der Boer hét konsúll Dana
og íslendinga í Amsterdam.
Sveinn Björnsson skrifaði honum
af gæsku sinni og sagði honum frá
þessum íslendingi sem flygi milli
Hafnar og Amsterdam og kvað
það velgerning að bjóða honum í
kvöldverð. Áhöfninni væri jafnan
ekið að Carlton eftir lendingu og
þar gæti hann klófest mig á
tilteknum tíma. Og í þriðju eða
fjórðu ferðinni þegar ég var að
skilja við félaga mína á tröppun-
um á Carlton kom konsúllinn á
vettvang ásamt elskulegri konu
sinni og bauð mér heim. Það var
indælt kvöld, ljómandi góður
kvöldverður, og að honum loknum
notalegt spjall. Þegar ég sýndi á
mér fararsnið tók konsúllinn ekki
annað í mál en að hann æki mér
til náttstaðar míns, spurði mig
hvert aka skyldi. Ég gat ekki nefnt
garðbekk sem heimilisfang mitt
og svaraði því: Kærar þakkir, akið
mér þá á Carlton.
Hann ók mér að hótelinu, þar
sem ég kvaddi hann með virktum
og veifaði honum í kveðjuskyni á
tröppunum, lá svo á gægjum til að
ganga úr skugga um að bíllinn