Morgunblaðið - 16.12.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.12.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1979 69 væri örugglega úr augsýn áður en ég læddist burt. En nú var blíð- viðrið fyrir bí í bili, komin norðan- átt og ískalt og útilokað að liggja á bekk og ég staurblankur. En mér var ekkert að vanbúnaði að ganga mér til hita, ungur maðurinn. Amsterdam var heimsborg á þess- um tíma, einhver mesta siglinga- og verslunarborg Vesturálfu, tengslin við Indónesíu enn við lýði. Og þar kom minni för að ég hitti að máli tvær stulkur í vændis- kvennahverfinu. Það fór vel á með okkur og þær buðu mér inní hlýjuna til sín. Það var lítil íbúð, einkennileg í laginu, lóðrétt í húsinu, herbergi hvort upp af öðru, stigi á milli. Neðst var ágætur hægindastóll með eyrna- klömpum — og brauð, ostur og bjór á borði. Ég var ekki svangur að þessu sinni, en ég þáði ölið og spjallaði heilmikið við stúlkurnar, þess á milli sem þær skruppu upp, önnur eða báðar, til að sinna viðskiptum sínum, héldu svo spjallinu áfram. Þær urðu margar næturnar sem ég svaf þarna í stólnum hjá þessum elskulegu stúlkum. Svo háttvísar voru þær að ég stóð aldrei frammi fyrir þeim vanda að þurfa að hafna blíðu þeirra. Oft eru slíkar stúlkur leiksopp- ar örlaganna, rætur óhamingju þeirra að rekja til brotalama í uppeldi, fjarlægs uppruna, erfiðra heimilisaðstæðna — ellegar að hjónabönd þeirra hafa farið út um þúfur. En hjartahlýja þeirra var fölskvalaus. Mér hlýnar um hjartaræturnar sæti. En þægileg voru þessi sam- skipti ekki. Þannig gekk þetta fyrir sig margar ferðir. Góðan dag, gott kvöld, búið og basta. Svo er það einu sinni að við komum til Malmö til að taka þar einn farþega, gamlan mann. Stoppið í Malmö var jafnan svo stutt að við vikum ekki úr sætum okkar í flugstjórnarklefanum sem var lokuð kabína, aðskilin frá farþegarýminu. Þegar gamli maðurinn var búinn að koma sér fyrir í sæti sínu og allt klárt til flugtaks rís Harald úr sæti sínu, hverfur aftur í farþegarýmið ein- hverra erinda — að ég hélt. Ég beið þolinmóður. Allt í einu er hurðinni á kabínunni svipt upp, Harald er í gættinni og spyr höstugur: Eftir hverjum andskotanum er- uð þér að bíða? Hví farið þér ekki í loftið? Skellti hurðinni að svo mæltu og hvarf mér sjónum. Það kom heilmikið á mig, hélt þó sönsum og brá við hart og hóf vélina til flugs, flaug einn — og ekki bólaði á Harald. Rétt fyrir lendingu í Höfn teygði ég mig með erfiðismunum að kabínuhurðinni, rétt náði að opna hana í hálfa gátt — og sá þá hvar Harald sat í farþegarýminu niðursokkinn í dagblað. Ég skellti hurðinni, lenti — og gekk ágætlega. Eftir þetta lét Harald mig alveg um flugið, sneri dæminu við, sat nú eftir þetta eins og farþegi við hlið mína, aðgerð- arlaus. Hann var frábær flug- maður eins og hinir tveir, blind- hafa ekki liðið nema tvær þrjár sekúndur frá því að við skynjuðum herflugvélina á vinstri hönd uns hún var komin framhjá okkur. En svo nærri fór hún að hringirnir á henni voru bókstaflega uppi í gluggunum hjá okkur, kannski munað tveimur metrum, sem er minna en hársbreidd milli lífs og dauða í flugi. Enn þann dag í dag er mér óskiljanlegt hvernig hún slapp við hægri mótor okkar og væng. Þegar þetta gerðist var ég með Bramsen og Asmundsen véla- manni. Við misstum alveg málið. Ég held að það hafi liðið einar þrjár mínútur þangað til Bramsen rauf þögnina — í tóntegund eins og hann væri að tala við sjálfan sig: Det var Satans!* Ég fékk mína stimpla og kvaddi félaga mína. Damm er enn á lífi, en Harald Hansen og Bramsen eru látnir fyrir löngu. Harald fórst í Liverpool á stríðsárunum, flúði yfir um, þegar Þjóðverjar hertóku Danmörku, til að berjast með Bandamönnum. Hann var einn af reyndustu flugmönnum Evrópu. Aldurtila hans bar að með mjög óvenjulegum hætti. Hann fórst í sprengjuflugvél sinni á jörðu niðri. Önnur sprengj uflugvél ók inní hans vél og skrúfa hennar klauf höfuðkúpu hans. Bramsen fórst einnig á stríðsár- unum. Hann flaug Junker 52 frá DDL og fórst í óveðri þegar hann var að reyna lendingu við Vínar- borg. áratugnum. Dugmikill og gaman- samur maður, Þóroddur. Hann flaug frá Þýskalandi til New York með loftfarinu Graf Zeppelin. Heimkominn lét hann gera dagatöl til dreifingar í aug- lýsingaskyni með mynd af loftfar- inu og þessum fleygu orðum: Heimurinn er minn akur! Enda seldi hann skinn í allar áttir. En ég gat sagt á þessa leið: Landið er minn akur, minn heim- ur, og bætt við: — í vöku og draumi. Veturinn 38—39 flaug ég hundr- að og sextíu flug frá 1. okt. til 1. apríl, nálega eitt flug á dag að jafnaði, og sannaði þar með að grundvöllur væri fyrir vetrarflugi. Én uppúr góu kom harðindakafli og samgöngulaust varð við Norð- urland alllengi vegna vetrarríkis, allir vegir ófærir og skipakomur norður brugðust af einhverjum ástæðum. Póstur hlóðst upp — og þar komi að póstyfirvöld spurðu mig hvort ég gæti bjargað málum. Ég svar- aði því til að ég skyldi reyna ef ég fengi ferðina greidda í gullfrönk- um samkvæmt Parísarsamningn- um. Hámarkshleðsla vélarinnar af pósti var jafngildi sex þúsund króna, mikið fé, tíundi hluti þess fjár sem þurfti til hallalauss reksturs félagsins yfir árið. Það kom heldur betur á Guð- mund Hlíðdal póst- og símamála- stjóra, góðan vin minn síðar mejr — og stóð í honum að taka þessu tilboði, enda gerði hann það ekki fyrr en þingmenn kjördæmanna Þegar ég var kominn norður fyrir Höfðakaupstað var Skaginn þar fyrir norðan hulinn hríðar- og þokukófi alveg niður að sjó og uppúr. Ég þurfti að velja — og vera fljótur — milli þess að þræða allar fjörurnar til baka inn á Borðeyri ef ég þá kæmist það — og hins vegar að hækka flugið upp í hríðarsortann í örugga hæð yfir fjöll, fljúga blindflug, þvert yfir Skagann með þeim tækjabúnaði sem ég hef áður lýst, og áætla mínútufjöldann sem það tæki að komast yfir og stinga mér síðan ofan í Skagafjörð í þeirri von að ég hefði sjávarsýn þegar Skaginn væri að baki. Ég valdi síðari kostinn — hugg- aði mig við það að ég væri einn í vélinni; ég dræpi þá ekki nema sjálfan mig. A því að vera einn og með farþega við erfiðar aðstæður var allur munur, hreinn lúxus að vera einsamall á ferð. Ég beindi vélinni upp og inní sortann. Ég hafði vitaskuld engin tök á að reikna nákvæmlega út á blaði stefnuna og hve margar mínútur tæki mig að fljúga yfir. Vissi ekki einu sinni hver vind- hraðinn var. Ég mátti hvorki fljúga of lágt né of hatt. Flygi ég of hátt var vonlaust að ég hefði sjávarsýn í Skagafirði — og flygi ég of lágt átti ég á hættu að fljúga inn í Skagastrandarfjöllin, sem eru 600 metra há og ég taldi mig hafa á stjórnborða. Ég varð að áætla þetta allt í flýti — og að mér M Áhöfn Lufthansavélarinnar i París 1937. F.v.: Vélamaðurinn, Kögel flugstjóri, siðar einkaflugmaður Alberts Speer, Agnar og loftskeytamaðurinn þegar mér verður hugsað til þeirra — og gleymi þeim aldrei. Einu sinni eða tvisvar þegar mér höfðu áskotnast nokkrar krónur fékk ég inni á hótelum fyrir fátæka ferðamenn; herberg- in kostuðu fjögur til fimm gyllini nóttin. Mér hraus hugur við þeim. Lökin voru sæmilega hrein, kannski ekki verið sofið við þau nema eina nótt, en verra var með ábreiðurnar sem voru úr gervi- silki, það var sama hvernig maður sneri þeim, fitublettir hvar sem á var litið. Ég kaus því heldur stólinn góða hjá vinstúlkum mínum. Þrír flugstjórar skiptust á um að fljúga flugvélinni. Það var Damm, Harald Hansen og Bram- sen; hann var fyrrverandi flugliðs- foringi úr sjóhernum og tók mér því strax sem eldri bróðir, félagi og vinur, og hófst þegar handa um að kenna mér, lét mig fljótlega byrja að fljúga vélinni, lenda og hefja hana til flugs. Damm var yngstur, úr flugdeild landhersins, og stýrið þess vegna ekki laust í hendi; mér fannst ég því ekki fá næga þjálfun hjá honum. Harald Hansen var þeirra elstur, kostu- legur maður. Mjög hreinskiptinn. Hreinar línur. Hann virti mig ekki viðlits lengi vel, rétt bauð góðan dag og gott kvöld. Talaði ekki við mig að öðru leyti, sá mig ekki, rétt eins og ég væri ekki til. Ég var bara eins og hver annar farþegi með honum, sat við hlið hans í sæti aðstoðarflugmanns, fór að vísu ekkert illa um mig; ágætt flug ekki undanskilið, en lét mig nú líka um það. Ég spurði undr- andi hvers vegna — og hann svaraði: Hví í fjáranum ætti ég að vera að fljúga blindflug úr því að þú getur gert það miklu betur? Hann var fullfær um það, en hinu er ekki að neita að ég hafði nýlega hlotið geysistranga þjálfun og æfingu í blindflugi. Þegar að því rak að ég hætti hjá DDL gerði Harald sér lítið fyrir, gekk á fund forstjóra félagsins og kom því til leiðar að mér var boðið flugmannsstarf sem fært hefði mér ráðherralaun. Nei, það datt mér ekki í hug að þiggja. Ég var staðráðinn í að hverfa heim og byggja upp íslensk flugmál. Raunar höfðu dr. Alex- ander og fleiri hvatt mig til að fresta heimkomu, fljúga heldur erlendis uns línurnar skýrðust heima; allt sæti það við sama að því er flugmálin áhrærði og ekki tímabært að brydda uppá þeim í náinni framtíð. Ég var á annarri skoðun, ungur og bjartsýnn úr hófi fram. Nei — við komumst ekki nema einu sinni í hann krappann hjá DDL. Við vorum rétt komnir í loftið frá Kastrup þegar flugvel merkt danska flughernum, tveir hringir, annar hvítur, hinn rauð- ur, kom skyndilega út úr góðviðr- isskýi, þvert á leið okkar í ná- kvæmlega sömu hæð. í flugi ger- ast hlutirnir á örskotsstund. Það Frábærir flugmenn og leiðbein- endur, alveg ógleymanlegir menn og vinir. Áður en ég hvarf heim þetta sumar var ég svo heppinn áð mér var boðið sunnudag einn út í Lundby, þar sem svifflug og renni- flug var æft á litlum flugvelli. Ég hafði aldrei nálægt svifflugi kom- ið, en þetta sunnudagssíðdegi tók ég mér til gamans A- og B-próf í þessari íþrótt. Þessi stutta heim- sókn átti eftir að verða afdrifarík fyrir mig og uppbyggingu flug- mála heima. Þarna sá ég hóp ungmenna sem höfðu úr litlu að spila, en voru haldnir brennandi áhuga á flugi og unnu baki brotnu að því að afla sér þekkingar á frumatriðum fluglistar. Ég vissi að við ramman reip yrði að.draga þegar heim kæmi og hugsaði með mér: Æskan er framtíðin. Það ríður lífið á að koma einhverju svipuðu á heima, kópíera þetta, komast með þessum hætti í samband við íslenska æsku. Að því búnu steig ég á skipsfjöl. II Gullfrankaflugið Ég flaug allt flug sem bauðst hvert á land sem var, þótt því færi fjarri, svo ég geri nú að gamni mínu, að ég gæti tekið undir með Þóroddi Jónssyni, ágætum stuðn- ingsmanni flugsins og ævifélaga Flugmálafélagsins, skinnakaup- manni í Hafnarstræti á þriðja * (Djöfullinn sjálfur). fyrir norðan lögðu hart að honum; þá fyrst gaf hann sig. I flugvélina var troöið póstpok- um eins og í hana komst og ég fór einn í birtingu næsta morgun. Ég braust í fyrsta áfanga norður í Hrútafjörð til Magnúsar á Borð- eyri, lenti þar. Hann gaf mér kaffisopa og latti mig fararinnar áfram. Handan Borðeyrar gnæfði norð- lenski hríðarveggurinn. Frá Borðeyri hafði ég síma- samband við Siglufjörð, Sauðár- krók og Akureyri. Niðurstaðan var sú að þokkalegt veður væri á þessum stöðum, gekk þar á með éljum. Hríðarveggurinn náði sam- kvæmt þessu frá Ströndum og yfir Skagann, en milli élja grillti í Drangey frá Sauðárkróki. Ég ákvað að reyna að brjótast, þetta var dýr og brýnn farmur, og fór í loftið við svo búið, en svartabylur neyddi mig til að snúa við einhversstaðar við Hegg- staðanesið. Ég lenti öðru sinni á Borðeyri og beið þar í þeirri von að rofaði til — en þegar birtu tók að bregða héldu mér engin bönd; ekki svo litlir fjármunir í húfi og veður- spáin versnandi. Ég þræddi nú fjöruna frá Borð- eyri fyrir Heggstaðanesið — og alla leið út að Skagaströnd, flaug alveg í flæðarmálinu, sá á víxl sjóinn á aðra hönd og svartan fjörusandinn og sjávarhamra, landið alhvítt. Ekkert skemmti- flug það. settist brátt alvarlegur beygur um að þessar lauslegu áætlanir stæð- ust ekki, mátti ekki miklu muna. Það eitt að halda stefnunni var enginn leikur; veður var órólegt, hvasst og vont, hríðarkóf — og kompásinn á stöðugu flökti, stefn- an skeikaði tíu tuttugu gráður til og frá, og hraðinn sveiflukenndur. Ég flaug á Faðirvorinu rétt einu sinni — en lofaði Guði því að ég skyldi aldrei gera svona lagað aftur, ef ég bara slyppi í þetta sinn. Eftir nokkurn veginn áætlaðan flugtíma yfir Skagann sá ég ekki niður og dró við mig að snarlækka flugið, flaug áfram, það var eins gott. Ég var ekki kominn yfir Skaga. Ég var vestan við Drangey þegar ég sá loks niður á blágræn- an sjóinn; þar voru veðraskilin, á miðjum Skagafirðinum. Ég flaug út fyrir Siglufjörð og inn Eyja- fjörð, flaug gengum snörp él — en fyrir mig var það ágætis veður miðað við það sem á undan var gengið. Ég lenti, uppfullur af gleði og hamingju yfir því að vera bara lifandi. Gullfrankarnir áttu drjúgan þátt í að reksturinn bar sig þetta ár. En innra með mér var ætíð mikil togstreita sem vonlegt var; ég varð að tefla djarft til að tryggja hag félagsins, gernýta vélina, en vera mér þess þó alltaf meðvitandi að ef illa færi yrðu afleiðingarnar þær að flug kynni að vera úr sögunni á íslandi næsta áratuginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.