Morgunblaðið - 16.12.1979, Qupperneq 8
72 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1979
| atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna |
Garðabær
Blaðberi óskast til að bera út Morgunblaðið,
á Hreinsholt (Ásar) sem fyrst. Upplýsingar
gefur umboðsmaður Morgunblaðsins í
Garðabæ, sími 44146.
ftfargmiÞIafrft
Sendill
óskast á skrifstofu blaðsins.
Upplýsingar í síma 10100.
flfaKgtntlrlftfeife
Atvinna — Keflavík
Hraðfrystihús óskar eftir að ráða starfskraft
á skrifstofu. Upplýsingar um aldur, menntun
og fyrri störf sendist augld. Mbl. merkt:
„Keflavík — 4578“.
Óskum að ráða
starfskraft til almennra skrifstofustarfa.
Vinsamlega sendið umsóknir með uppl. um
aldur, menntun og fyrri störf, til augl.deildar
Mbl. fyrir 21. des. n.k. merkt: „P — 4958“.
Laus staða
Staða deildarverkfræðings viö Heilbrigðiseft-
irlit ríkisins er laus til umsóknar frá og meö
15. janúar 1980.
Laun skv. launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir með upplýsingum um menntun og
fyrri störf sendist ráðuneytinu fyrir 13. janúar
1980.
Heilbrigðis- og tryggingamáiaráöuneytið
13. desember 1979
Skrifstofustarf
Rafveita Hafnarfjarðar óskar að ráða starfs-
kraft til almennra skrifstofustarfa. í starfinu
felst m.a. launaundirbúningur fyrir tölvu-
vinnslu, merking reikninga og færsla á
bókhaldsvél, vélritun og almenn skrifstofu-
störf.
Laun samkv. 8. launfl.
Æskilegt að umsækjandi geti hafiö starf
fljótlega. Umsóknum skal skilað á sérstökum
umsóknareyðublöðum til rafveitustjóra.
Rafveita Hafnarfjaröar.
Sölumaður
Röskur sölumaður óskast í janúarbyrjun
1980 hjá vaxandi fyrirtæki í Reykjavík sem
verslar með allskonar skrifstofuvörur.
Aldur 18—25 ára. Þarf að hafa bíl til umráða.
Stúdentspróf eöa hliöstæð menntun.
Reynsla í sölustörfum æskileg.
Eiginhandarumsóknir ásamt upplýsingum
um fyrri störf og menntun sendist auglýs-
ingadeild Morgunblaðsins fyrir 20. þessa
mánaðar merkt: „Sölumaöur — 4794“.
Fiskvinnsla-útgerd
Fisktæknir með haldgóða reynslu og þekk-
ingu óskar eftir starfi eftir áramót. Hefur
undirbúningsmenntun í tölvuforritun.
Þeir, sem áhuga hafa, leggi inn fyrirspurnir á
augldeild Mbl. merkt: „Aukin framlegð —
4797“.
Ráðningarþjonusta
Hagvangs h/f
leitar nú að
skrifstofumanni meö reynslu af viðskiptalíf-
inu, sem getur unnið sjálfstætt, til starfa hjá
innflutningsfyrirtæki með all mikil umsvif.
Yfirverkstjóra meö mikla skipulagshæfni,
þekkingu á vélum og laginn í samskiptum við
fólk, til starfa í vélsmiðju.
Innheimtustjóra, sem hefur með höndum
innheimtuaðgerðir, umsjón með fjármálum og
viðskiptamannabókhaldi.
Starfsreynsla nauðsynleg. Hér er um aö
ræða heilsdagstarf eöa hálfan daginn e.h.
Vinsamlegast sendið umsóknir á þar til
geröum eyðublöðum sem liggja frammi á
skrifstofu okkar. Einnig er sjálfsagt að senda
umsóknareyðublöð sé þess óskað.
Algjör trúnaður.
Ath. það er umsækjendum að kostnaðar-
lausu aö leita til okkar.
Hagvangur hf.
Ráðningarþjónustan
Haukur Haraldsson, forstöðumaður.
Maríanna Traustadóttir.
Gransásvegi 13, Reykjavík,
símar 83483 — 83666.
Skóladagheimilið
Langholt
óskar aö ráða 2 starfskrafta með fóstru-
menntun eða aðra uppeldisfræðilega mennt-
un, frá ca. miðjum janúar 1980. Annað starfiö
er afleysingastarf í 3 mán, til aö byrja með.
Uppl. gefur forstöðukona í síma 31105.
Vélaumboð —
vélstjóri
Díselvélaumboð óskar eftir aö ráöa ungan
vélstjóra eða vélamenntaðan mann til þjón-
ustu og sölustarfa. Málakunnátta nauðsyn-
leg. Þyrfti að geta byrjað fljótlega. Umsóknir
ásamt upplýsingum um fyrri störf sendist til
afgreiöslu Morgunblaðsins sem allra fyrst,
merkt: „Framtíðarvinna — 4796“.
Safnvarsla
Byggðasafn Akraness og nærsveita vill ráöa
mann til safnvörzlu frá og með febrúar n.
komandi.
Æskilegt er að umsækjandi hafi menntun í
þjóöminja- og safnfræðum. Upplýsingar um
starfið gefur Þórarinn Ólafsson formaður
Safnstjórnar, sími 1527 Akranesi.
Umsóknum um starfiö skal skilað til for-
manns stjórnarinnar fyrir 15. jan. n. komandi.
Stjórnin
adidas ^
Okkur vantar duglegan og reglusaman
starfskraft til að vinna viö sölu og dreifingu á
Adidas íþróttavörum.
Þarf aö geta byrjaö sem fyrst. Umsóknir
óskast lagðar inn á augl. deild Mbl. merktar:
„Adidas — 5555“.
Heildverzlun Björgvins Schram.
Óskum eftir að ráða fyrir einn viðskiptavina
okkar:
Forstjóra
Fyrirtækiö er stórt innflutningsfyrirtæki í
Reykjavík og skiptist í margar deildir.
í boöi er staöa forstjóra sem sér um
daglegan rekstur á áætlanagerð, viöskipta-
sambönd og heildarstjórn og skipulagningu
alls fyrirtækisins.
Viö leitum aö manni með viðskipta-, tækni-,
eða verkfræðimenntun og reynslu á sviði
viðskipta. Nauðsynlegt að viðkomandi hafi
frumkvæði til aö bera, sé fylginn sér og geti
starfað sjálfstætt.
Eins og gefur að skilja er hér um að ræða
algjört trúnaöarmál á báða bóga.
Við biöjum þá sem hugsanlega hefðu áhuga á
þessu máli að hafa samband við okkur
persónulega.
Hagvangur hf.
Ráðningarþjónustan.
Haukur Haraldsson, forstöðumaður.
Maríanna Traustadóttir.
Grensásvegi 13, Reykjavík,
símar 83483 — 83666.
fLausar stöður
Staða
aðstoðarlæknis
Staða reynds aöstoöarlæknis við Lyflækn-
ingadeild Borgarspítalans er laus til umsókn-
ar, m.a. meö vinnuskyldu á sjúkra- og
slysavakt.
Staöan veitist frá 1. janúar 1980 til 12
mánaöa.
Umsóknir skulu sendar yfirlækni deildarinn-
ar, sem jafnframt gefur frekari upplýsingar.
Hjúkrunarfræðingur
Hjúkrunarfræöingur óskast til afleysinga á
Geödeild Borgarspítalans frá 1. janúar 1980.
Geðhjúkrunarmenntun æskileg.
Sjúkraliðar
Sjúkraliöar óskast til starfa á Hjúkrunar- og
endurhæfingadeild Borgarspítalans við
Barónstíg.
Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu hjúkr-
unarforstjóra í síma 81200 (207).
Reykjavík, 14. desember 1979.
Borgarspítalinn
Bankastörf
Óskum eftir að ráöa vana starfskrafta sem
fyrst til gjaldkera- og afgreiðslustarfa.
Uppl. um aldur og fyrri störf sendist augl.
deild Mbl. merkt: „Peningastofnun — 4673“.
Ráðskona óskast
í Sviss
Ábyggileg eldri kona óskast á gott heimili í
Sviss. Um langtíma starf er aö ræða.
Upplýsingar í síma 36588.
28 ára gömul stúlka
óskar eftir vinnu. Hefur reynslu í almennum
skrifstofustörfum, telex og enskukunnátta.
Svar óskast sent augl. deild Mbl. fyrir 22.
des. merkt: „A — 4795“.