Morgunblaðið - 16.12.1979, Síða 28

Morgunblaðið - 16.12.1979, Síða 28
92 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1979 Mffinu \ \ S & GRANI GÖSLARI OHÍ5- 1103 Þvi velur þú þennan banka. pabbi? Honum virðist um mei;n að siappa af i kaffitímanum! Ég kem á vegum starfsíólksins til að láta í ljós mikla óánæKjui yfir vinnuaðstöðunni hér! Því ekki sleppa jólagjöfum alveg? „Mér líst mjög vel á þessa söfnun, sem hafin er til bág- staddra í Kampútseu, en ekki finnst mér nóg að hún standi aðeins fram að jólum. Myndin, sem sýnd var um Kampútseu, hefur óefað haft mikil áhrif á þjóðina. Því ættum við að spara jóla- gjafapeningana og láta þá í sam- skotabaukana. ísland er menning- arþjóð, sárafáir eru allslausir, (ef þá nokkur) a.m.k. tvisvar á ári fáum við hrúgu af gjöfum. Því þá ekki að sleppa jólagjöf- unum einu sinni nú á ári barnsins ? Því ekki sleppa þessum hégóma og þess í stað bjarga mannslífum ? Erum við of eigingjörn til að láta okkur ekki nægja eina litla gjöf? Jólin eru nú í minningu Jesú Krists. 18 ára.“ Nokkrir fleiri hafa haft sam- band við Velvakanda vegna þessa máls og mætti minna hér á nokkur atriði er fram hafa komið í bréfum og menn nefnt í samtölum. Viljum við fórna ? Margir tala um að við ættum að taka einhverja ákveðna stefnu í þessum efnum og eiga þá við heimilin. Fjölskyldur ættu að BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Staðsetning háspila á höndum andstæðinga er atriði, sem oft er rabbað um i þessum pistli. Enda ekkert skrítið, þar sem þetta er einn af flóknustu þáttum spilsins og erfitt að búa til ákveðnar reglur eða formúiur til að fara eftir. En i þessu efni má þó segja með sanni, að eitt leiði af öðru. Vestur gefur, allir á hættu. Norður S. K9 H. G82 T. ÁG864 L. 974 Vestur Austur S. 5 S. ÁDG8764 H. KD1076 H. 3 T. K1032 T. D7 L. K103 L. DG5 Suður S. 1032 H. Á954 T. 95 L. Á863 Austur var sagnhafi í fjórum spöðum og suður spilaði út tígulníu. Eðlilega bjóst spilarinn við tígulásnum á hendi norðurs og umhugsunarlítið lét hann lágt frá blindum og þegar norður gerði það einnig fékk hann slaginn á drottn- inguna. Ef einhver vinningsvon átti að vera fyrir hendi varð norður að eiga trompkónginn og nákvæm- lega eitt spil mátti vera með honum. Útspilið benti til, að tígul- ásinn væri j norður og af þessu tvennu leiddi, að heldur líklegra var, að ásarnir í laufi og hjarta væru í suður. í von um að geta stolið slag spilaði austur hjarta en suður hoppaði upp með ásinn og spilaði aftur tígli. Norður tók tíuna með gosa og tryggði vörninni fjóra slagi með því að spila þriðja tígli. Tromptían varð þá öruggur slagur og austur tapaði spilinu. Já, vissulega var vörnin góð. Fann einu leiðina til að ná fjórum slögum. En austur gat gert betur eftir, að hann hafði gert sér ljósa sennilega og um leið nauðsynlega skiptingu háspilanna og tígullitar- ins. Tígulkóngurinn frá blindum í fyrsta slag hefði leyst málið. Gæfi norður gerði trompsvíning út um spilið þegar kóngurinn kæmi síðan í ásinn og tæki hann á tígulásinn færi um leið hans eina innkoma. COSPER COSPER 8199 Eru þetta ekki örugglega kertin á afmælistertuna þína? ^Lausnargjald í Persíu Eftir Evelyn Anthony Jóhanna Kristjónsdóttir sneri á íslenzku I 141 skenkti te i bollana. — Ég er mjög ánægð hér. Og Lucy er himinlifandi. — Hvað um Logan? — Hann hefur ábyggilega fullt að gera í olíunni. Þú veizt væntanlega meira um hann en ég. James leit á hana. — Þú ætlar ekki að fara til hans aftur. Hún brosti til hans og hristi höfuðið. — Nei. Því er lokið. Ég vona hann giftist Janet Armstrong. Ég sagði honum að mér fyndist hann hefði komið afar iila fram við hana. — Þótt skrítið sé held ég að hún vilji ekki giftast honum. Hún er lika hætt hjá fyrirtæk- inu. — Honum er sjálfsagt alveg sama. sagði Eileen. — Logan finnur einhver ráð til að bæta sér þetta upp. Hann lagði höndina á öxl henni. — Þú lítur mjög vel út, sagði hann. — Bridget sagði að þú hefði breytzt. Og ég hafði áhyggjur. En hún hefur á réttu að standa. Þú ert önnur. — Mér líður eins og ég sé önnur kona, sagði Eileen. — Það gerðist svo ólýsanlega margt á þessum þremur vikum. Það skilur Logan ckki. Hann heldur að við getum bara tekið upp þráðinn, rétt eins og ekkert væri eðlilegra. Að við Lucy kæmum aftur til að lifa hans lífi. — Og nú lifirðu þínu lifi, sagði James hljóðlega. — I fyrsta skipti. — Ekki alls kostar, sagði hún og það var eins og hún drægi sig á ný ínn i sjálfa sig. — Ég býst við að þú viljir ekki segja mér hvað gerðist undir lokin? Hún sagði honum það sem hún hafði sagt iögreglunni og Interpol. — Ég man það ekki laveg. Við vorum í bilskúrnum. Svo var sprenging og ég vaknaði upp á sjúkrahúsinu. — Þú sagðir að þetta hefðu verið Arabar, sagði James. — En maðurinn sem flutti þig á sjúkrahúsið var Bandarikja- maður. — Svo var mér sagt. Meira te? — Ég vildi óska þú gætir treyst mér, sagði James hlýrri röddu. — Ég vildi óska að þú vildir segja mér sannleikann. Þeir finna hann ekki héðan af. Hann hefur komizt undan. Hún svaraði ekki. Hún sat graíkyrr og lét það ótalið að hann tæki á ný hönd hennar. — Ég eiska þig ákaflega mikið, sagði James. — Ég kom hingað til þess að ganga úr skugga um að þig Logan hefðu gert upp ykkar mál. Og til að minna þig á hvað ég sagði i Teheran. Segðu mér frá honum vina min. Það gæti hjálpað okkur báðum. — Ég get það ekki, sagði Eil- een. — Ég veit þú barðist — barðist fyrir þvi að ég yrði leyst úr haldi meðan Logan var að makka og bjarga sínum hags- munum. Ég veit hvað þú hefur gert mikið fyrir mig. Og af þvi að ég treysti þér skal ég segja þér þetta: Það var maður — en ég get ekki talað um það. Það eina sem ég get gert er að sitja og bíða. James sat kyrr. Það var þögn í herberginu. Fölt írskt sólskin lék um garðinn. — Þú gerir þér grein fyrir þvi, sagði James — að kannski kemur hann aldrei. Hann sá blika á tár i augum hennar. — Ég veit það. En ég verð að vona. Ég verð að gefa honum tíma. — Gott og vel ástin min. Hann rétti henni vasaklútinn. — Þú bíður eins lengi og þú þarft. Ég skal bíða með þér. Ef hann kemur ekki aftur, geturðu kannski sætt þig við næst besta kostinn. Hann hallaði sér að henni og kyssti hana létt á vangann. — Við skulum koma. Mig langar að hitta föður þinn. Og mig langar lika að sjá Lucy. SOGULOK

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.