Morgunblaðið - 16.12.1979, Page 29

Morgunblaðið - 16.12.1979, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1979 93 VELVAKANDI SVARAR Í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI cjr r\y ujjuntosaa'ii if ræða saman sín á milli hvað gera skuli, hvernig þær geti komið til hjálpar, fá börnin með og að allir ættu að leggjast á eitt um að taka þátt í söfnuninni. Hafa bréfritar- ar sumir lagt til að fjölskyldur ákveði t.d. að sleppa einhverju fjölskylduboði um jólin, matar— eða kaffiboði þar muni án efa geta sparast talsverðar upphæðir ef um stórar fjölskyldur er að ræða. Aðrir hafa lagt til að sleppa einni dýrri máltíð, fækka gjöfum eða sleppa eins og „18 ára“ hér að ofan og svo mætti lengi telja. Þá hefur þeirrar spurningar verið spurt hvort einhver vilji raunverulega fórna einhverju. I raun sé það ekki svo erfitt að sleppa einni og einni máltíð, sleppa því að borða á veitingahúsi eða fella niður eitt fjölskylduboð- ið, en það sé ekki erfitt fyrr en við gerum það svo róttækt að kalla megi fórn. T.d. að sleppa alveg jólagjöfum. Hversu mikil upphæð ætli myndi þá verða til ráðstöfun- ar? „Við getum tekið smá dæmi. Meðalfjölskylda, hjón og 2—3 börn, gefur kannski 20 gjafir, þ.e. innbyrðis og til afa og ömmu. Jólabókin í ár kostar 8 til 10 þúsund krónur. Leikföng kosta kannski minna, kannski meira, en varlega áætlað mætti segja að 20 jólagjafir kosti 160—200 þúsund krónur. Áreiðanlega er sú upphæð ekkert mjög fjarri lagi, en þótt hún væri lægri munar um hana. Ef þúsund fjölskyldur gefa þessa upphæð eru komnar 160 til 200 milljónir króna. Þær krónur mætti nota til að bjarga ótöldum mannslífum bæta kjör og lina þjáningar barna sem fullorðinna. Og í stað þess að opna jólapakka á aðfangadagskvöld mætti hugsa sér að fjölskyldurnar kæmu sam- an til að fjalla um kjör þeirra er lifa fyrir einn dag í einu og reyna að setja sig inn í þau.“ Þetta var sýnishorn af hug- myndum er fram hafa verið settar við Velvakanda og greinilegt er að margir hugsa til þeirra er búa við hörmungar og þjáningar og minna mætti einnig á hvað við myndum hugsa til annarra þjóða ef við af einhverjum ástæðum ættum ekki fyrir matnum og værum undir velvild annarra komin. Þessir hringdu . . • Hvers konar sögur Markús Jónsson, Borgareyr- um hringdi: „Ég hef tvisvar hlustað á leikrit fyrir börn sem flutt er í útvarpinu og er eftir Guðmund L. Frið- finnsson. Var ég mjög hneyksl- aður á því sem ég heyrði. Fyrir nokkrum árum var lesin löng saga eftir hann í útvarpið. Mér og fleirum fannst hún vera slíkur viðbjóður að ég hélt að þessi maður léti aldrei neitt í sér heyra aftur. En nú er farið að flytja leikrit eftir þennan mann. Ég er ekki að ásaka hann fyrir að vera ekki betri hæfileikum búinn, en mér þætti mjög gott að útvarpið at- hugaði hvað það er að flytja." SKÁK Umsjón: Margeir Pótursson A skákþingi Sovétríkjanna 1979, sem nú er nýhafið í Minsk, kom þessi staða upp í skák þeirra Jusupovs, fyrrv. heimsmeistara unglinga, sem hafði hvítt og átti leik, og stórmeistarans Vaganj- ans. Hvítur gat hér gert samstundis út um taflið með því að leika 37. Hh8----Bxh8 38. Hxh8------Hg8, 39. Dh6---Ke7, 40. g5!!, því að 40. ... Hxh8 yrði svarað með 41. gxf6 mát. Jusupov tók hins vegar ekki eftir þessari skemmtilegu fléttu og eftir 37. Kg2 var Vaganjan fljótur að leika Ke7. Jusupov vann þó skákina um síðir enda hefur hann enn peði meira og miklu rýmri stöðu. HÖGNI HREKKVÍSI „■hah» tm *rsv& vfPetitn: 83? S\GGA V/öGA í á/LVE&AU Franska sendiráðið mun sýna þriðjudaginn 18. desember í Franska bókasafninu, Laufásvegi 12, kl. 20.30 — kvikmynd- ina: „Classes tous risques" — Leikstjóri Claude Sautet. Aöalleikendur: Lino Ventura — Jean-Paul Belmondo. Ókeyþis aögangur. Enskir skýringartextar. Á undan myndinni veröur sýnd fréttamynd. Góð hönnun Skrifborö er allsfaöar vekja athygli fyrir góöa hönnun. Helstu kostir: Hæö og halli breytllegur. Handhæg aö leggja saman og fyrirferöalítil í geymslu. Henta fólki á öllum aldri, læröum sem leiknum. Mismunandi furustólar fáanlegir Finnsk form og gæöi í tré. Tilvalin gjöf. H #Nýborg Ármúla 23 Sími 86755 BahusAlfa Einingunum má raöa upp á ótal vegu, upp í loft (239 sm), sérstakar einingar og einnig má tengja samstæöuna yfir kringum glugga. Húsgagnasýning ídag Opiö frá kl. 2—5. Sófaborö, hornborð og lampa- borö í miklu úrvali. VERIÐ VELKOMIN alveg í hornin dyr og SMIÐJUVEGI6 SÍMIU5U

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.