Morgunblaðið - 12.01.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1980
31
Jónas Sigurðsson
frá Skuld — Minning
Fæddur 29. marz 1907.
Dáinn 4. janúar 1980.
I dag er til moldar borinn í
Vestmannaeyjum einn af kunn-
ustu borgurum í kaupstaðnum,
Jónas Sigurðsson frá Skuld í
Eyjum. Hann lézt 4. þ.m. á heimili
sínu í Gagnfræðaskólabygging-
unni í kaupstaðnum. Þar var hann
húsvörður og trúnaðarmaður
síðustu tvo áratugi ævinnar. Þar
er nú vissulega skarð fyrir skildi.
Foreldrar Jónasar Sigurðssonar
voru hin kunnu hjón í Eyjum á
sínum tíma, hjónin í Skuld (nr. 40)
við Vestmannabraut, Sigurður
Pétur Oddsson, útgerðarmaður og
skipstjóri, og kona hans frú Ing-
unn Jónasdóttir frá Helluvaði í
Rángárvallahreppi. Sigurður P.
Oddsson var sonur Odds bónda og
formanns að Krossi í Landeyjum.
Þessi mætu Skuldarhjón, eins og
þau voru oft nefnd, fluttust til
Eyja árið 1908 og gerðust þá strax
meðeigendur í vélbát. Þannig áttu
þau sinn þátt í uppbyggingu hins
nýja og mikilvæga útvegs Eyja-
manna, vélbátaútvegsins.
Skuldarhjónin, Sigurður útgerð-
armaður og frú Ingunn, eignuðust
11 börn, sem reynzt hafa mikið
efnisfólk og nýtir þjóðfélagsþegn-
ar. Sumir synir þeirra urðu kunnir
sjómenn í Eyjum, útgerðarmenn
og formenn. Einn af þeim var
Jónas, sem ég minnist hér. Ungur
tók hann að stunda sjóinn. Og
innan við tvítugt var hann, er
honum var trúað fyrir formanns-
starfi á vélbáti. Það ábyrgðar- og
trúnaðarstarf annaðist hann síðan
um árabil.
Reynsla Jónasar Sigurðssonar
og svo þekking á sjósókn og
sjómannslífi í kaupstaðnum olli
því öðrum þræði, að hann var á
sínum tíma valinn vaktmaður
Landssímans í hinni miklu ver-
stöð, ráðinn til þess að annast
næturvörzlu á Landssímastöðinni,
vaka yfir velferð bátanna, svo sem
kostur var, og vera milliliður
sjómannanna annars vegar og
heimilanna, útgerðaraðilanna og
annarra nástæðra hins vegar.
Þetta ábyrgðar- og trúnaðarstarf
hafði Jónas Sigurðsson á hendi í
18 ár við góðan orðstír og mikið
traust sjómannaheimilanna í
kaupstaðnum.
Árið 1960 réðst Jónas Sigurðs-
son í þjónustu Gagnfræðaskólans
í Vestmannaeyjum. Þá gerðist
hann húsvörður skólans og trún-
aðarmaður á ýmsa aðra lund. Um
þá ráðningu ollu mestu nokkurra
ára kynni okkar hjóna af heimili
Jónasar og konu hans, frú Guð-
rúnar Ingvarsdóttur, — þeim anda
dyggðar og trúmennsku, sem þar
var ávallt ríkjandi.
í janúarmánuði 1928 kvæntist
Jónas Sigurðsson eftirlifandi konu
sinni frú Guðrúnu Ingvarsdóttur
frá Reykjavík. Sú kona reyndist
vissulega og hefur ávallt reynzt
manni sínum styrkasta stoðin frá
fyrstu samlífsstundum þeirra, og
þá ekki sízt, er heilsu eiginmanns-
ins tók að hraka og honum
reyndist á stundum erfiðleikum
Jónína Ólafsdóttir
Akri - Minningarorð
Fædd 31. marz 1886
Dáin 3. janúar 1980
Þeim fækkar nú óðum okkar á
meðal, einstaklingum þeirrar
kynslóðar, er komnir voru til
verka um aldamótin síðustu. Ein
úr hópi þeirra var Jónína Ólafs-
dóttir á Ákri.
Með henni er genginn góður
þegn, — yfirlætislaus kona, er
ylur stóð af og ávallt mat það meir
að vera en sýnast.
Hún er Vestfirðingur að ætt og
uppruna. Faðir hennar, Ólafur
Jóhannesson var af Hanhólsgrein
Hólsættar, en móðir hennar,
Margrét Ólafsdóttir var frá Dýra-
firði, — ættuð þaðan og úr Árn-
arfirði.
Jónína var þriðja barn foreldra
sinna, en 6 þeirra komust til
fullorðins aldurs.
Fyrstu 12 árin sín átti hún á
Hanhóli, þar sem foreldrar henn-
ar bjuggu framan af. Þar var þá
tví- og þríbýlt, svo var og á Miðdal
og Geirastöðum, á Gili ólust upp
börn á svipuðu reki og hún, þannig
að félagsskap skorti ekki.
Bernskustöðvar Jónínu buðu
upp á marga möguleika afhafna-
sömum ungmennum og máttu
heita óskaland til leika, sem oftast
var nú að vísu takmarkaður tími
til á þeim dögum. Umhyerfið er
fjölbreytilegt. Berjalautir ná heim
undir bæ, — allt í kring ár og
lækir með spriklandi silungi og við
blasir vatnið, er auðgar dalinn að
margbreytilegri fegurð, oft reynd-
ist fiskisælt og ákjósanlegur leik-
vangur á vetrum.
Héðan átti Jónína sínar fyrstu
minningar. En yfir Minnihlíðarár-
unum var eigi síður bjart í hugum
þeirra systkina. Þangað fluttist
fjölskyldan árið 1898 og þar
bjuggu foreldrar hennar til 1911,
er þau færðu sig um set niður í
Bolungarvíkurkauptún. Nýr bær
var byggður í byrjun búskaparins
í Minnihlíð og veröldin blasti við
þeim systkinum ungum. Á morgni
þessarar aldar lá eftirvænting í
lofti og bjartsýni ríkti, líka þar
með Traðarhyrna, Tunguhorn og
Ernir standa vörð.
Eftir að foreldrar Jónínu
brugðu búi mun hafa farið að
losna um hana í Bolungavík. Hún
var á ísafirði og lærði saumaskap
og síðan lá leið hennar norður
Iand. Sunnlendingar og Vestfirð-
ingar fóru á þessu skeiði margir á
þær slóðir í kaupavinnu og hjá
Jónínu var hér eigi tjaldað til
einnar nætur. Hún giftist 1816
Jóni Pálmasyni, bónda og síðar
alþingismanni á Akri og í Húna-
þingi átti hún heima allar götur
síðan að kalla.
Saga þeirra verður hér eigi
rakin, en ég hygg, að til þeirra
hjóna megi með miklum rétti
heimfæra orð helgrar bókar, er
þannig hljóðar: „Væna konu, hver
hlýtur hana? Hún er mikils meira
virði en perlur. Maður hennar er
mikils metinn í borgarhliðunum,
þá er hann situr með öldungum
landsins. Hún vakir yfir því, sem
fram fer á heimili hennar og etur
ekki letinnar brauð."
Já, það er víst, að Jónína
Ólafsdóttir var starfsöm kona,
eins og margt af hennar fólki. Eg
leyfi mér í því sambandi að vitna í
orð Ásgeirs Jakobssonar, úr Ein-
bundið að gegna skyldustörfum
sínum sökum lasleika.
Vissulega má fullyrða, að Gagn-
fræðaskólinn í Vestmannaeyjum á
þeirri mætu konu mikið upp að
inna við hlið manns síns síðustu
tvo áratugina.
Frá unglingsaldri var Jónas
Sigurðsson frá Skuld einn af
kunnustu fuglaveiðimönnum
Vestmannaeyja fyrr.og síðar. Þá
veiði, lundaveiðina, stundaði hann
í Álsey á sumri hverju um tugi
ára. Þar þótti hann jafnan hrókur
alls fagnaðar, eins og annars
staðar, glaður og hress í máli og
góður og drenglyndur félagi.
Þannig reyndist hann okkur öll-
um, sem kynntumst honum og
þekktum hann bezt.
Þá var Jónas Sigurðsson frábær
bjargsigsmaður. Á yngri árum
seig hann árlega í björg Vest-
mannaeyja við eggjatöku. —
Þessa „þjóðlegu" íþrótt Eyja-
manna sýndi hann einnig þjóð-
hátíðargestum á sumri hverju um
langt skeið. — Þegar útlenda
ferðamenn bar að garði Eyja-
manna, var það ekki óalgengt, að
þeim væri sýnd þessi „þjóðlega"
íþrótt. Þá var það oft, sem Jónas
var fenginn til þess að sýna
listina. Myndir af honum og list
hans á því sviði munu hafa verið
birtar í erlendum blöðum eða
tímaritum og þótti frábær, já,
Sérlegt fyrirbrigði útlendingum.
Börn þeirra hjóna, Jónasar og
frú Guðrúnar, eru þessi:
Frú Ingunn, gift Óla Kristins-
syni kaupmanni. Þau hjón eru
búsett á Húsavík; — Sigurgeir
ljósmyndari í Vestmannaeyjum,
kvæntur frú Jakóbínu Guðlaugs-
dóttur fyrrv. alþingismanns
Gíslasonar; — frú Guðrún, gift
Steinari Júlíussyni feldskera í
Reykjavík; — frú Sjöfn, gift Hall-
ars sögu Guðfinnssonar, um þrjú
af systkinum hennar, er hann
víkur að í leiðinni: „Það hlýtur að
vera efamál, hvort nokkur bóndi á
íslandi hafi átt fleiri stundir í
túnbleðlinum sínum en Kristján
Ólafsson. Árum saman mátti sjá
Kristján Ólafsson við jarðabætur
fram á nætur. Því verður nú að
skjóta hér inn, að svo vinnusamur
sem Kristján var, þá var Pétur
bróðir hans jafnoki hans að elju-
semi og dugnaði, og kannski hefur
ekki verið hægt að taka þeim fram
í þessu efni, er mörgum þótti þó
sem af þeim báðum bæri systir
þeirra, Guðrún Ólafsdóttir á Mið-
dal. Það var mlkið þrek, sem þeirri
konu var gefið."
Þessarar gerðar voru þau
Minnihlíðarsystkinin öll. Jóhann
bróðir Jónínu drukknaði ungur, en
yngstur var Ólafur, húsgagna-
smiður, mikill hagleiksmaður og
mátti heita fagurkeri, hrókur
fagnaðar á góðra vina fundi. Hann
var minnsta barnið á bænum og
mun það hafa mætt allmjög á
Jónínu að annast hann í æsku
þeirra. Mundi Ólafur það vel og
var jafnan góð frændsemi þeirra,
þótt vík væri löngum milli vina
eftir að þau uxu úr grasi.
Tengsl Jónínu við æskustöðvar
og frændlið þar urðu auðvitað
takmörkuð lengst af. Ég minnist
þess þó, að ég heyrði talað um
komu þeirra hjóna vestur nokkr-
um árum eftir að þau Jón hófu
búskap á Akri, — og vel man ég
komu Jónínu til Bolungavíkur
vorið 1957. Hún var þá liðlega
sjötug, en létt í spori enn, er hún
kannaði fornar slóður, hljóðlát og
hlý, er hún rifjaði upp atvik löngu
liðinna daga, er hún mundi vel.
Minnistæð verður mér guðsþjón-
usta í Hólskirkju, þar sem hún
kraup fyrir altari ásamt bræðrum
sínum tveim.
Á langri leið verður oftast
misviðrasamt og það hlaut Jónína
Ólafsdóttir líka að reyna. Um
hennar hlut verður hér þó eigi
frekar fjölyrt, enda áttu þetta
aðeins að vera fáein minningar-
og kveðjuorð frá vestfirskum
frændum og venslafólki.
Við biðjum Guð að blessa börn-
um og niðjum minningu hennar.
Við biðjum um Guðs frið yfir
hvílubeðinn hennar hinsta og góða
heimkomu í föðurhúsið himneska.
Þorbergur Kristjánsson.
dóri GunnarSsyni stórkaupmanni
í Reykjavík; — Sigurjón Ingvars
málari, kvæntur frú Jóhönnu
Ragnarsdóttur. Þau búa í
Reykjavík.
Hjónin Jónas og frú Guðrún ólu
upp dótturson sinn, Jónas Þór
Steinarsson viðskiptafræðing, sem
kvæntur er frú Þóreyju Mortens.
Þau hjón búa í Reykjavík.
Við fráfall Jónasar Sigurðsson-
ar vottum við hjónin og börn
okkar frú Guðrúnu Ingvarsdóttur
konu hans, börnum þeirra hjóna
og systkinum hans innilegustu
samúð okkar allra og biðjum þeim
allra heilla og blessunar.
Þorsteinn Þ. Viglundsson.
Jónas í Skuld sagði eitt sinn við
mig, að ef hann gæti tekið eitt-
hvað af veraldlegum hlutum með
sér yfir móðuna miklu þá myndi
hann taka lundaveiðiháfinn. Og
nú er þessi ljúfa kempa horfin á
vit feðra sinna.
Um áratuga skeið hefur Jónas í
Skuld sett svip á mannlíf og
þjóðlíf Vestmannaeyja en ég ætla
aðeins að fjalla um þátt hans í
úteyjalífi og bjargmennsku.
I úteyjum er maður frjáls, sagði
hann oft, fullkomlega frjáls, þar
er ekkert sem truflar mann nema
það, sem maður vill taka þátt í,
þar lifir maður með líðandi stund
og rímar við takt náttúrunnar í
fögru umhverfi og góðum félags-
skap.
Jónas í Skuld tók þátt í árvissri
veizlu bjargveiðimanna í haust að
vanda og var hann elzti bjarg-
veiðimaðurinn í þeirri veizlu. Það
er mikill sjónarsviptir að Jónasi
úr röðum bjargveiðimanna, en
minningin um traustan og
skemmtilegan félaga vekur vilja
yngri manna til þess að feta í
fótspor þess sem Jónas byggði á
fornum hefðum og góðum.
Jónas var hrókur alls fagnaðar
þar sem menn komu saman, enda
ræðinn mjög og var ekkert að
tvínóna við hlutina, en hvergi var
hann eins í essinu sínu eins og á
lundaúthaldinu í Álsey. Þegar
lundinn fór að nálgast land seinni
hluta vetrar urðu æ tíðari ferðir
lundaveiðimannsins suður á
Breiðabakka og kíkkið var tekið á
Álsey. Hvert ár gat maður með
vissu spurt Jónas hvenær lundinn
hefði komið. Það var allt á kláru.
Jónas stundaði um árin eggja-
töku og lundaveiði á mörgum
úteyjanna, og í eggjaferðum var
hann löngum sá sem seig og mest
reyndi á því hann var frábær
sigmaður, léttur, öruggur og kunni
til hlítar að stíga dansinn í
bjarginu, nota líkamann í taug-
inni til þess að fljúga hratt um
bjargveggina.
Þá var Jónas um langt árabil
sigmaður á þjóðhátíð í Eyjum, en
til lengdar eru það flestir þjóð-
hátíðargestir sem eiga minning-
una um bjargsigið sterkasta í
brjósti sér.
I vina hópi og á síðkvöldum í
úteyjum þegar veiði var lokið eða
ill veður römmuðu veiðifélagana
inni í veiðibólinu tók Jónas gjarn-
an upp munnhörpu og lék gömlu
lögin af mikilli kúnst því hann var
listagóður munnhörpuleikari. En
beztur var hann þó sem félagi,
athugull, skemmtilegur, en þó
fastur fyrir ef því var að skipta, en
um fram allt léttlyndur.
Jónas í Skuld er af traustum
stofnum og greinar hans eru í
samræmi við það. Hann fór um
með hæversku og reisn og megi
það fas hans og frjáls hugur vera
eftirkomandi hvatning til þess að
fylgja eftir því sígilda, hávaða-
laust en með tilþrifum þó.
Bjargveiðimenn sakna góðs fé-
laga sem varðaði veginn. Megi
góður Guð gefa honum góða veiði í
eilífðinni, en styrkja eftirlifandi
aðstandendur og vini í sárum
söknuði.
Árni Johnsen
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig
verður grein, sem birtast á í
miðvikudagsblaði, að berast i
siðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera í sendibréfs-
formi. Þess skal einnig getið
af marggefnu tilefni að frum-
ort ljóð um hinn látna eru
ekki birt á minningarorðasíð-
um Morgunblaðsins. Handrit
þurfa að vera vélrituð og með
góðu linubili.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför
JONASARJÓNSSONAR
frá Hellissandi.
Guömunda Jónasdóttir,
Lárus Kr. Jónsson,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Þökkum innilega auösýnda vináttu og samúö vegna fráfalls systur
okkar
HALLDÓRU FRIDRIKSDÓTTUR
Guðbjörg Frióriksdóttir,
Jón Friöriksson,
Ögmundur Friöriksson.
t
Eiginkona mín og móöir okkar
CORNELIA MARIA JÓHANNESSON
Þjórsárgötu 3, Reykjavík
veröur jarösungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 14. janúar kl.
13.30.
Blóm vinsamlegast afþökkuö. Þeir sem vilja minnast hennar láti
líknarstofnanir eöa AMNESTY INTERNATIONAL njóta þess.
F.h. aðstandenda,
Ingi Karl Jóhannesson og börn.