Morgunblaðið - 12.01.1980, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.01.1980, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1980 Skíðamaðurinn til vinstri á myndinni sr í skíðsgöngubúningi, ssm kostsr 29—31 þúsund krónur. Skiösgönguskórnir kosts 17.120 kr., stsf- irnir 7.950 kr., skfðin 53.660 kr., húfsn 3.950 kr., hsnsksrnir 7.065 kr. Gsllinn ssm skfðsmsðurinn til hssgri klssðist kostar 51.550 kr., stafirnir 6.970 kr., skfðin (msð málmplðtum) kr. 65.520, hanskarnir 7.065 kr., húfan kr. 14.710, og skórnir kr. 37.645. Skórnir oru nýir á markaön- um, gerðir sftir nýj- um leiöum til þsss sð drsifa átakinu á hná og ökkla, þannig að átakið jafnist á fótinn. Göngutkíðatkór. Árshátíð skíðamanna Skiðaiþróttin verður vinsælli með hverju árinu, — í skiðalöndun- um í nágrenni Reykjavikur ok annars staðar er það ekki óalgeng sjón að sjá 4—6 ára hnokka, stelpur og stráka þjóta niður brekkurnar, og aftur alla aldursflokka þar fyrir ofan. Hvað kostar það mann, sem ætlar að fá sér skiðaútbúnað eða endurnýja útbúnað sinn, fyrir skiðagöngur eða svig? Blm. kom við í Sportval til þess að kanna hvaða kostir væru þar á boðstólunum. Gönguskíði í lengdunum frá 1,80 m til 2,15 m kosta frá tæpum 40 þúsund krónum í tæpar 62 þúsund krónur, og eru þau dýrustu með stálköntum. Svigskíði eru líka á mismunandi verði. Barnaskíði með öryggisbindingum og skíðastöfum (plastskíði) eru seld í pökkum á u.þ.b. 20 þúsund krónur. Talað er um fyrsta flokks skíði í verzluninni, þegar um er að ræða skíði sem eru með málmplötum eftir endilöngum skíðunum, bæði að ofan og neðan, viöarkjarna með fiberplötum. Kosta þau frá 53 þúsund krónum í barnastærðum og upp í keppn- isskíði á 152 þúsund krónur. Ann- ars flokks skíði, svokölluð fiberskíði, með innlögðum stálkönt- um í lengdunum 110—170 cm kosta frá 35 þúsundum upp í tæp 40 þúsund. Öryggisbindingar á hæl og tá kosta frá tæpum 17 þúsundum upp í dýrustu keppnisbindingar á kr. 67 þúsund. Skíðastafir kosta frá tæpum 4 þúsundum upp í 14 þúsund krónur, meðalverðið er um 6.900 krónur. Skíðagleraugu kosta frá krónum 1690 til 6000 krónur. Þau dýrustu eru þá gleraugu sem skipta lit eftir birtu. Skíðahanskar úr leðri kosta frá krónum 7 þúsund, — aðrir skíðahanskar eru frá krónum 2—3 þúsund. Skíðhjáimar kosta 6—8 þúsund krónur. Þá fást skípapokar frá krónum 4600, tösk- ur utan um skíðaskó, sem eru innlend framleiðsla á tæpar 9000 krónur og skíðaskóburðargrindur. Skíðagönguskór í stærðunum 36—47 kosta 14—18 þúsund krónur. Svigskíðaskór kosta frá liðlega 20 þúsund krónum til 60 þúsund króna, þegar um keppnisskó er að ræða. Stærðirnar eru 28—47. Skíðagallar. Eitt sett í barnastærð kostar 18—23 þúsund krónur og fullorðinsstærðir 36—50 þúsund krónur. Gallarnir eru vatnsvarðir, og þá má þvo. I þeim er mismun- andi einangrunarefni. Stretzskíða- buxur kosta 27—49 þúsúnd krónur. Allur sá skíðafatnaður sem þarna er á boðstólum er keyptur á tízkusýningum, beint frá verk- smiðjunum. Skíðaáburður kostar 700—2000 krónur. í nokkrum verzlunum í bænum eru seld snið af skíðagöllum, sniðin kosta 1350 í Vogue og þar er meðalverð á metra efnis í skíða- fatnað 5136 krónur. Efnisþörfin í meðalbarnastærð í buxur að öxl og jakka mundi vera u.þ.b. 2,30 m og í meðalfullorðinsstærð 3—3‘/2 metri. I Bláfjöll og á aðra skíðastaði auglýsa skíðafélögin sérstakar áætlunar ferðir alla virka daga þegar skíðafæri er fyrir hendi og um helgar og helgidaga. Bláfjalla- nefnd stendur fyrir sölu á kortum í skíðalyfturnar í Bláfjöllum. Árs- kort kostar fyrir fullorðna 40 þúsund krónur og fyrir börn krónur 20 þúsund. Virka daga eru þar seld dagkort á krónur 1400 fyrir börn og 2800 fyrir fullorðna. Þegar opið er á kvöldin (þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 18.00—22.00) eru seld kvöldkort á krónur 1000 fyrir börn og 2000 fyrir fullorðna. Þá eru ferðamiðar seldir, 8 í korti á krónur 1000 fyrir fullorðna og 500 fyrir börn. 2 ferðamiðar gilda fyrir stólalyftuferð og 1 fyrir aðrar lyftur. í þeim skíðalöndum öðrum sem eru hér á landi þar sem skíðalyftur eru fyrir mun fyrir- komulagið vera svipað með kort og jafnframt mun verðið vera svipað, þó að það sé ekki alls staðar það sama. Alla virka daga eru starfs- menn Bláfjallanefndar til staðar uppi í Bláfjallaskíðalandinu og um helgar og aðra frídaga er hjálpar- sveit skáta þar til staðar. í Kerlingafjöllum er eins og flestir vita rekinn skíðaskóli á sumrin í júlí og ágústmánuði. Annars auglýsa íþróttafélögin á hverjum stað skíðakennslu af og til yfir veturinn. Ferðaskrifstofurnar og Flugleið- ir hafa þegar auglýst hópferðir til Austurríkis í vetur og eru þar á boðstólum viku- og hálfsmánaðar- ferðir í janúar, febrúar og mars- mánuði. Verðið á þessum ferðum er að sjálfsögðu misjafnt en til þess að gefa einhverja mynd af því, má nefna að tveggja manna herbergi án baðs kostar í viku með morgun- verði krónur 213.000 og fyrir hálfan mánuð með morgunverði krónur 254.000. Hópferðirnar eru ódýrasta lausnin og bjóðast þær til Kitzbúhl, Zellamsee og St. Ánton í Austur- ríki. En það er'einnig kostur á því að fólk láti þessa ferðaaðila skipu- leggja ferðir fyrir sig sérstaklega, t.d. til Frakklands, Sviss, Ítalíu og jafnvel Spánar. íslendingar eru þess ekkert sér- staklega þurfi að sækja í skíðalönd erlendis, skíðaaðstaðan er orðin það góð víðs vegar um landið og fer batnandi með hverju árinu. Og hér í lokin er ekki úr vegi að hvetja skíðaunnendur til þess að fara vel búna til fjalla þar sem veður eru hér breytileg, — og jafnframt til þess að sýna öðrum tillitssemi í brekkunum. Góð vísa er aldrei of oft kveðin. Djúpsteiktur Camembertostur MEÐAL rétta sem veit- ingahúsið Hornið í Hafn- arstræti hefur á matseðli sinum daglega er djúp- steiktur Camembertsost- ur. Þarna er nýnæmi á ferðinni fyrir íslendinga og forvitnilegur réttur, og var veitingamaðurinn á Horninu tilleiðanlegur til þess að gefa leiðbeiningar um það hvernig að mat- reiðslunni skuli staðið. Osturinn er skorinn í sex jafnstóra bita, — en að sjálf- sögðu er það hvers og eins að ákveða hversu marga bita hann vill hafa af ostinum. Ostastykkj- unum er síðan velt upp úr hrærðum eggjum og síðan upp úr raspi, — tvívegis. Stykkin verða að vera mjög vel hjúpuð af raspinu, það skiptir öllu þegar að djúpsteikingunni er komið. Síðan eru bitarnir settir í vel heita matarolíu í potti. Steik- ingartíminn er u.þ.b. ein mínúta, — viðmiðunin er sú að þegar bitarnir eru settir í pottin falla þeir á botninn, — þegar þeir fljóta upp er osturinn tilbúinn. Með ostinum er framborið ristað brauð með smjöri og jarðaberjasulta eða hindberja- sulta. Þessi réttur getur verið aðalréttur en hann á mjög vel við sem eftirréttur og er ekki úr vegi að mæla með því að rauðvín sé haft með. Þetta er geysilega góður matur, — en ekki eru hér fyrir upplýsingar um kalóríu- magnið í einni slíkri máltíð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.