Morgunblaðið - 12.01.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1980
25
Háðfugl-
inn Vs
Hitch-
cock
NÝJA BÍÓ:
LOFTHRÆÐSLA
(„High Anxiety")
Leikstjórn: Mel Brooks
Handrit: Mel Brooks, Ron
Clark, Rudy DeLuca.
Barry Levinson.
Hér er á ferðinni makalaus
gamanmynd, sem ekki hvað
síst á eftir að skemmta
Hitchcock-unnendum. Þetta
nýjasta verk háðfuglsins Mel
Brooks, er einmitt gert til
heiðurs hinum aldurhnigna
meistara þrilleranna. LOFT-
HRÆÐSLA er morandi af
velþekktum tilvitnunum úr
Hitchcock myndum, jafnvel
nafnið fengið að láni HIGH
ANXIETY - VERTIGO;
söguhetjan tapar hótelher-
bergi sínu til einhvers
McGuffin, aðdáendur þessara
tveggja, gjörólíku snillinga fá
hér mikið fyrir snúð sinn.
LOFTHRÆÐSLA er að
miklu leyti ein skopstælingin
á eftir annarri á þekktum
atriðum úr mvndum Hitch,
t.d. THE BIRDS, PSYCHO,
REAR WINDOW og VERT-
IGO. Reyndar læðir Brooks, á
sinn makalausa hátt, fingrum
sínum í atriði úr BLOWUP,
Antonionis, gerir grín að
hetjuímynd Cary Grants,
Jimmy Stewart og þeirra
félaga; að Kim Novak og
Grace Kelly; að notkun hljóðs
og oft afkáralegri notkun og
flutningi titiilaga. Svo mætti
lengi telja.
Söguþráðurinn skiftir í
rauninni ákaflega litlu máli
og verður því ekki rakinn hér.
Þess nægir að geta að hann er
í anda Hitchcocks og handrit-
ið er gott og lúnað. Hvað
annað þegar Brooks á í hlut?
Mel Brooks stendur vel
fyrir sínu sem skopstæling
Cary Grants og co., sama
máli gegnir um Madeleine
Kahn í hlutverki hinnar gam-
alkunnu Hitchcock/ Holly-
wood ljósku. Harvey Korman
og Cloris Leachman, sem
löngum hefur fengið harða
útreið hjá Brooks, eru sann-
kallaðir senuþjófar.
Myndir Brooks eru fjarri
því að vera hnökralausar,
frekar en verk annarra leik-
stjóra, en hann kann ótvírætt
lagið á því að fá áhorfendur
til að hlæja, hressilega. Eink-
um og sérílagi ef þeir eru
þeirrar gæfu aðnjótandi að
hafa einnig unun af fárán-
leikanum og fjarstæðu-
kenndu gamni. Þá mun hin
óborganlega sena á San
Fransiskó flugvelli — er
Brooks og Kahn reyna að
komast framhjá vörðum lag-
anna með þvi að látast súper-
eðlileg, (gamalkunnugt frá
Hitch) — verða þeim minnis-
stæð.
Kvikmyndaannáll 1979
Árið 1979 var einstakt
að því leyti að aldrei íyrr í
sögunni hefur þvílík
gróska verið í innlendri
kvikmyndagerð, hún stóð i
miklum blóma. Framboðið
var einnig óvenju gott — í
þessum fyrrihluta kvik-
myndaannálsins, er ég þeg-
ar búinn að tina til 10
myndir sem velflestar ættu
erindi inn á listann yfir 10
bestu myndir ársins, sem
birtist á næstu síðu. í
gegnum árin hefur það
reynst mér mun meiri höf-
uðverkur að fylla þennan
lista en að grisja úr úrval-
inu.
En víkjum að heimaslóð-
um. Velflestum ætti að vera
kunnugt að hvorki fleiri né
færri en þrjár, langar, alís-
lenskar myndir voru teknar á
árinu, auk hinnar venjulegu
sjónvarps- og heimilda-
myndagerðar. Þetta eru ÓÐ-
AL FEÐRANNA, eftir Hrafn
Gunnlaugsson, LAND OG
SYNIR Ágústs Guðmunds-
sonar og barnamyndin
VEIÐIFERÐIN, gerð eftir
handriti og leikstýrð af And-
rési Indriðasyni með aðstoð
Gísla Gestssonar.
Hér eru valinkunnir menn
á ferð og full ástæða til
bjartsýni. Tilburðir okkar
ungu kvikmyndagerðar-
manna við gerð sjónvarps- og
heimildamynda að undan-
förnu, benda til þess að við
getum í alvöru gert okkur
vonir um vandaðar, atvinnu-
mannslegar myndir, sem
ættu ekki að gefa kvikmynd-
um nágrannaþjóðanna neitt
eftir.
Um þetta mun framtíðin
skera úr um í næsta mánuði
— á kvikmyndahátíð —, hvað
varðar myndir þeirra And-
résar og Ágústs, og mynd
Hrafns verður að öllum
líkindum frumsýnd með vor-
Hvað almennar kvik-
myndasýningar varða, þá
byrjaði árið 1979, með ágæt-
um jólamyndum frá síðasta
ári, eins og HEAVEN CAN
WAIT, SILENT MOVIE, og
DEATH ON THE NILE.
Strax í janúar voru svo frum-
sýndar margar úrvalsmyndir.
Þá sá dagsins ljós hin eftir-
minnilega mvnd Linu Wert-
mullers, SEVEN BEAUTIES,
þar sem Giancarlo Gianinni
sannaði að hann er einn
fremstu leikara ítala um
þessar mundir. DERSU UZ-
ALA var einnig á tjald brugð-
ið, öllum kvikmyndaunnend-
um til óblandinnar ánægju,
þó tæpast væri um að ræða
eina af merkari myndum
Kurosawa. En Síberíumaður-
inn sem lék einfarann og
veiðimanninn Dersu Uzala
rennur seint úr minni.
ALICE DOESN’T LIVE
HERE ANYMORE, er einnig
minnisstæð sökum kröftugs
leiks aðalleikara í titilhlut-
verki, hér Ellen Burstvn.
THE 7% SOLUTION, hvar-
vetna lofuð mynd, skaut um
svipað leyti upp kollinum, en
gekk of stutt og undirr. varð
af henni.
í janúarlok, eða febrúar-
byrjun hófust svo sýningar á
vinsælustu mynd sem sýnd
hefur verið hérlendis,
GREASE. Þar kom rétt mynd
á réttum tíma, hún hafði
geysileg áhrif á útlit og gjörð-
ir unglinga á vissu þroska-
skeiði, og disco varð orðið.
Að venju var boðið upp á
margar úrvalsmyndir um
páska og einnig hvítasunnu,
og stóðu þar myndirnar
Annie Hall, eftir Woody All-
en, og THREE WOMEN, e.
Robert Altman, uppúr. Þess-
ar myndir áttu það sameigin-
legt að fjalla fyrst og fremst
um kvenfólk og báðar buðu
þær upp á eftirminnilegan
leik framúrskarandi kven-
leikara; Diane Keaton, Sissy
Spaceck, Janice Rule og
Shelley Duvall.
Myndin DOG DAY AFT-
ERNOON bauð aftur á móti
upp á stórleik karlleikara,
eða þeirra A1 Pacino og hins
nýlátna John Cazale, að
ógleymdum Charles Durning.
Diskóið hélt vinsældum, og í
Stjörnubíói gekk myndin
THANK GOD IT’S FRIDAY,
um langa hríð.
í sumarbyrjun hófust sýn-
ingar á óvenjufagurri mynd
fyrir augað, THE DUELL-
ISTS, (sem einhver ágætur,
erlendur gagnrýnandi líkti
við fallegan, tóman konfekt-
kassa). Leikstjórinn, Ridley
Scott, vann einnig það afrek á
árinu að gera einhverja ægi-
legustu og vinsælustu hryll-
ingsmynd sem um getur, AL-
IEN, (ósýnd hér, er þessar
línur eru skrifaðar).
TEFLT A TÆPASTA VAÐIÐ
TÓNABÍÓ:
ÞÁ ER ÖLLU LOKIÐ
(„THE END“)
Leikstjóri: Burt Reynolds
Handrit: Jerry Belson
Hinum geýsivinsæla Burt
Reynolds, er ekki fisjað sam-
an, virðist gera það eitt sem
honum líkar. Hér tekur hann
sér fyrir hendur að leikstýra,
auk þess að fara með*aðal-
hlutverkið, glórulitlu og
endasleppu, en oft mein-
fyndnu handriti. Megingalli
þess er að höfundur þess,
Jerry Belson, tekur verk sitt
til að byrja með einum of
alvarlega, gefur sig ekki fars-
anum á yald. Það gerir Reyn-
olds aftur á móti, bæði sem
leikari og leikstjóri.
THE END fjallar í stuttu
máli um lífsglaðan fasteigna-
sala, (Reynolds), sem dag
nokkurn er tjáð að stutt eigi
eftir ólifað. Hann er skelfing
hræddur við þær kvalir og
þjáningar sem framtíðin
hlýtur óumflýjanlega að bera
honum og hyggst þó stytta
sér aldur á þægilegan hátt.
Þá kemur nýtt babb í bátinn,
þar sem í ljós kemur að
Reynolds er jafnvel enn
hræddari við dauðann. Uppúr
þessum ískyggilegu tilraun-
um er Reynolds síðan fluttur
á geðdeild, þar sem hann
kynnist meðal annars geð-
klofanum Dom DeLuise.
Restin er farsi.
í þetta skiptið hefur senni-
lega vakað fyrir Reynolds, að
fara í buxur Brooks eða
Allens kannski öllu frekar, en
hann heldur þeim ekki al-
mennilega uppum sig einkum
vegna fyrrgreinds klofa í
söguþræðinum. Eins er karl-
mennskuímynd Reynolds á
móti honum að þessu sinni.
En þrátt fyrir það er THE
END að mörgu leyti hnyttin
gaq>anmynd og mörg atriðin
gráthlægileg, einkum viðtal
Reynolds við hjúkrunarkon-
una í upphafi myndarinnar,
undir titlum og þá er Reyn-
olds lofar guði sínum öllu
fögru, hálfdauður, undan sól-
gylltum ströndum Kaliforníu.
Oft jaðrar svartagaman
myndarinnar við smekkleysu,
líkt og símaatriðið á gjör-
gæsludeildinni, en Reynolds
kemst upp með margt á
kostnað síns óumdeilanlega
sjarma. En fleiri myndir í
þessum dúr yrðu honum tæp
ast til ábata.
Woody Allen og Diane Keaton sem Olivia Newton-John og John Travolta settu allt
Annie Hall, í samnefndri mynd. á annan endann í myndinni GREASE.
í myndinni FUGLARNIR flúöi söguhetjan í upphafi undan
krákum sem beittu óspart gogginum. í mynd Brooks er
aö sjálfsögöu á annan veg fariö — hér á hetjan fótum
sínum fjör aö launa undan dúfum — sem drita á hann.