Morgunblaðið - 12.01.1980, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1980
Halldór Þorsteinsson
frá Vörum — Minning
Fæddur 22. febrúar 1887.
Dáinn 3. janúar 1980.
í dag er til moldar borinn frá
Útskálakirkju einn af elstu borg-
urum þessa byggðarlags, Halldór
Þorsteinsson frá Vörum í Garði.
Því er haldið fram, að dauði
gamals manns sem lokið hefur
hlutverki sínu hér á jörðinni, sé
aðeins staðfesting á þeim lögmál-
um sem gilda um líf og dauða. Öll
verðum við að beygja okkur fyrir
þeirri staðreynd. En dauðanum
fylgir söknuður og eftirsjá, sér-
staklega þegar um kæran vin og
góðan félaga er að ræða.
Halldór var sterkur tengiliður
fjölskyldu sinnar. Hann var
kvæntur Kristjönu Pálínu Krist-
jánsdóttur, sem látin er fyrir
fáum árum. Eignuðust þau þrett-
án börn, tólf. lifa foreldra sína.
Stór ættstofn er kominn frá þess-
um heiðurshjónum. Allt fram á
síðustu ár kom fjölskyldan saman
í Vörum við hátíðleg tækifæri. Þá
var gamli maðurinn hrókur alls
fagnaðar, og var þá tekið lagið og
sungið af lífi og sál. Nú þegar
nýafstaðin áramót eru liðin, þá
koma í huga minn allar samveru-
stundirnar, þegar staðið var við
orgelið í Vörum og sungið, „Nú
árið er liðið í aldanna skaut, og
aldrei það kemur til baka“ og,
„Hvað boðar nýárs blessuð sól...“
Nú eigum við öll sameiginlega
bjartar minningar og sáran sökn-
uð.
Þegar ég kveð tengdaföður minn
Halldór Þorsteinsson í hinsta
sinn, er mér efst í huga sár
söknuður og jafnframt þakklæti
fyrir það veganesti sem hann gaf
okkur öllum með breytni sinni. í
trú, von og kærleika mótaði hann
umhverfi sitt. Halldór var sannur
maður, sá persónuleiki sem við öll
myndum vilja vera. Hann vann öll
sín störf af mikilli trúmennsku.
Það þurfti ekki undirskrift Hall-
dórs til að standa við gefin loforð.
Munnlegt loforð var í huga hans
sama og vottfast. Þetta brýndi
hann fyrir börnum sínum og
fylgdi því eftir, sama gilti fyrir
barnabörnin og fjölskylduna alla.
Þetta get ég borið um þar sem ég
var aðeins sautján ára er ég
tengdist fjölskyldu hans.
Ég á Halldóri mikið að þakka.
Margs er að minnast. Ég man.
allar samverustundirnar í stúk-
unni okkar, sönginn á kirkjuloft-
inu á hverjum sjómannadegi, þeg-
ar sungið var „Ég er á langferð um
lífsins haf, og löngum breytingar
kenni, Mér stefnu Frelsarinn góð-
ur gaf, ég glaður fer eftir henni.“
Allar samverustundirnar í Karla-
kórnum Víkingum, allar há-
tíðarstundir fjölskyldunnar, þegar
allir sameinuðust í söng og gleði.
Trúmaður var Halldór. Trúin á
handleiðslu Guðs var honum heil-
agt mál. Allt fram á síðustu
stundu sem hann mátti mæla, var
honum efst í huga þakklæti til
Guðs fyrir líf og heilsu, og að fá
tækifæri til að fylgjst með sínum
stóra afkomendahóp sem hann
bar mikið traust til. Það traust
var vissulega endurgoldið, því
allur þessi stóri hópur virti og
elskaði þennan gamla mann, og
reyndi á allan hátt að gleðja hann.
Allt fram á efri ár starfaði
Halldór sem forystumaður í stúk-
unni Framför nr. 6. Allt fram á
síðasta fylgdist hann með störfum
stúkunnar sinnar og gladdist með
hverjum unnum áfanga. Eru hon-
um nú að leiðarlokum þökkuð öll
hans störf í þágu bindindismála,
sem aldrei verður hægt að meta að
verðleikum. Er það trú mín, að
hverju því byggðarlagi sem hefur
átt og mun eiga slíkan hugsjóna-
mann og Halldór í Vörum var, sé
vel borgið í öllu menningarlegu
tilliti séð.
Við hlið Halldórs stóð eiginkona
hans, traust og umfram allt góð,
sem með breytni sinni gaf afkom-
endum sínum það veganesti sem
sönn móðir ein getur gefið. Því eru
minningarnar um þessi mætu
hjón okkur sem eftir lifum svo
kærar. Hafi þau þökk fyrir allt og
allt. Ég bið þeim Guðs blessunar
um alla eilífð.
Aðstandendum votta ég mína
dýpstu samúð, Guð blessi þau öll.
Kjartan Ásgeirsson.
í dag verður til moldar borinii
Halldór Þorsteinsson, útgerðar-
maður, í Vörum.
Með Halldóri er genginn einn af
traustustu og fremstu mönnum
byggðarlagsins okkar.
Hann hóf ungur sjóróðra hér
heima á opnum árabátum. Þegar
aflabrestur varð og lengra þurfti
að sækja, lét hann smíða vélbát
ásamt fleirum, sem sótt var á frá
Sandgerði vegna hafnleysis hér.
Um tíma stundaði hann sjóróðra
austur á Fjörðum að sumarlagi.
Meðan Halldór stundaði róðra frá
Sandgerði flutti hann allan afla
heim og verkaði hér. Hann var
harður sjósóknari og ágætur afla-
maður.
Síðar er Halldór hætti skip-
stjórn, annaðist hann rekstur út-
gerðar sinnar og var jafnframt
um langt skeið fiskmatsmaður.
Halldór var alla tíð mikill fé-
lagsmálamaður. Hann átti sæti í
hreppsnefnd Gerðahrepps og í
skólanefnd Gerðaskóla. Þá, og
ekki síst, var Halldór mikill bind-
indismaður og tel ég það ómetan-
legt íbúum hreppsins hve mikil
störf hans voru á því sviði. Með
karlakórnum Víking söng hann
alla tíð.
Svo sem áður kemur fram má
hiklaust telja Halldór einn af
héraðshöfðingjum Garðsins.
Áreiðanleiki og drengskapur ein-
kenndi hans samskipti við aðra.
Dugnaður hans var ótakmark-
aður. Hallaðist þar ekki á með
Halldóri og konu hans Kristjönu
Kristjánsdóttur, né þeirra börnum
öllum.
Störf Varafjölskyldunnar voru
og eru metin mikils, m.a. var
Halldór Þorsteinsson sæmdur
riddarakrossi hinnar íslensku
fálkaorðu og undrar engan sem til
þekkir.
Lífsmynstur Halldórs féll vel að
skoðunum Sjálfstæðisflokksins og
var hann einarður fylgismaður
hans alla tíð.
Við hjónin söknum nú vinar í
stað er við kveðjum Halldór í
Vörum. Við þökkum vinskap og
samverustundir og biðjum honum
blessunar Guðs. Ættingjum öllum
vottum við innilega samúð.
Björn Finnbogason
Að vaka, vinna og stríða
er v. rkahringur sá.
er oft um veröld víða
er veittur guði frá,
og sérhvcr er sá tryggur
og sínu starfi dyggur.
er oft að ððrum hyggur,
sem aðstoð þarf að fá.
(sáim. J.J.)
Halldór Þorsteinsson var fædd-
ur 22./2. 1887 og dáinn 3./1. 1980.
Þegar leiðir skilja er ljúft og skylt
að þakka góða samfylgd, og sér-
staklega ánægjulegt ef maður er
svo lánsamur að hitta góða og
hrífandi persónuleika, sem eru hin
besta fyrirmynd í öllu því sem
mannlífið má prýða.
Að koma ung í þennan stóra og
myndarlega hóp var sérstök
reynsla sem mér lærðist að meta
betur og betur með aldrinum. Það
var góð byrjun að vera í silfur-
brúðkaupi Halldórs og Kristjönu
árið 1935. Þar var hinn stóri hópur
systkina Halldórs og allflestir
nábúar og verðandi samferða-
menn okkar hér í Garðinum.
Einnig átti þessi mannfagnaður
eftir að verða mér upphaf allra
þeirra dásamlegu hátíðarstunda í
fjölskyldunni, sem eru ógleyman-
legar, og Halldór átti stærstan
þátt í að gera svo ánægjulegar
með hinum mikla söng af lífi og
sál við orgelið í Vörum.
Fyrir þetta vil ég þakka og allt
hið góða sem hann og þau bæði
voru fyrirmynd í, reglusemi, orð-
heldni og drenglyndi í þess orðs
bestu merkingu.
Að síðustu þakka ég samveruna
í stúkunni Framför og allt hans
mikla starf fyrir stúkuna okkar,
ég veit að það var honum ánægja
og mikið hjartansmál að geta og
gera sem mest fyrir hana. En fyrir
stúkunnar hönd þakka ég innilega
þann dugnað að koma á 90 ára
afmæli st. Framfarar, þá sjálfur
nær 92 ára, okkur fannst það mjög
ánægjulegt að hafa Halldór með
okkur þennan stóra dag í starfinu,
hjartans þökk.
Við kveðjum hér hinn sanna og
góða dreng sem trúði á og túlkaði
fyrir okkur kærleiksorðið sem hið
besta og fegursta að lifa eftir,
þökk fyrir allt.
Megum við hittast á landi ljóss
og friðar. í trú, von og kærleika.
Steinunn Sigurðardóttir.
Halldór var fæddur að Melbæ í
Leiru þann 22. febrúar 1887. Faðir
hans var Þorsteinn Gíslason, sem
var fjórði ættliður í beinan karl-
legg frá Snorra Björnssyni presti
að Húsafelli. Móðir hans var
Kristín Þorláksdóttir, ættuð úr
Kjósarsýslu.
Þau fluttust að Meiðastöðum í
Garði og eyddi Halldór þar ungl-
ingsárunum.
Þann 10. nóvember 1910 gekk
hann að eiga Kristjönu Pálínu
Kristjánsdóttur frá Hellukoti á
Vatnsleysuströnd, en hún átti þá
heima í ívarshúsum í Garði.
Foreldrar hennar voru Kristján
Jónsson og Vilborg Halldórsdótt-
ir.
Þau bjuggu fyrsta veturinn í
Kothúsum hjá Þorvaldi og Guð-
rúnu. Vorið eftir hófu þau búskap
að Vörum í Garði, sem þau síðar
keyptu. Bjuggu þau þar síðan
allan sinn búskap.
Halldór og Kristjana eignuðust
þrettán börn. Komust þau öll upp
nema eitt, Helga, sem dó stuttu
eftir fæðingu.
Fyrsta barnið, Þorsteinn Krist-
inn, fæddist 22. febrúar 1912.
Síðan komu börnin Vilhjálmur
Kristján, Gísli Jóhann, Halldóra,
Steinunn, Guðrún, Elísabet Vil-
borg, Þorvaldur, Kristín, Marta
Guðrún, Helga, Þorsteinn Nikulás
og Karitas Hallbera.
Afkomendur Halldórs og Krist-
jönu, sem nú eru á lífi, munu hafa
náð tölunni 107. Vissulega hefur
þeim hjónum fylgt mikil barna-
gæfa.
Halldór og Kristjana áttu
myndarlegt heimili alla tíð. Hall-
dór stundaði sjómennsku í fjölda
ára og hvíldi þungi heimilishalds-
ins því á konu hans. Hún stóðst þá
raun með mestu prýði. Síðustu tólf
Móöir okkar t
JOHANNA INGIBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR
Reynimel 68,
lést 11. janúar. Björn Ásgeirsson, Jón Snorri Ásgeirsson, Sigurður Ásgeirsson.
t
Móðir okkar og tengdamóðir,
GUÐMUNDA GUDNADÓTTIR,
fró Skólholti í Grindavík,
lézt í Landspítalanum 11. janúar.
Börn og tengdabörn.
t
Þökkum af alhug auðsýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför
eiginmanns míns, föður okkar, tengdafööur og afa,
SIGURÐAR KR. ÞORVALDSSONAR
vélstjóra,
Heiðarbraut 5, Akranesi.
Sérstakar þakkir viljum viö færa Oddfellowreglunum á Akranesi.
Svava Símonardóttir,
Þórir Sigurösson,
Tómas Sigurösson,
Andri Sigurösson,
Viktor Sigurösson,
Sigrföur Siguröardóttir,
Sigrún Siguröardóttir,
Bryndís Siguröardóttir,
og barnabörn.
Ingibjörg Þóroddsdóttir,
Kristjana Ragnarsdóttir,
Sesselja Magnúsdóttir,
Anna Björnsdóttir,
Ágúst Símonarson,
Hinrik Hallgrfmsson,
Tómas Friöjónsson
t
Útför mannsins míns, fööur og tengdaföður,
GUDJÓNS GUDMUNDSSONAR
fró Saurhóli,
Furugerói 1,
fer fram frá Fossvogskirkju, mánudaginn 14. janúar kl. 10.30.
Sigríöur Halldórsdóttir,
Anna Margrét Guöjónsdóttir,
Elínborg Guöjónsdóttir, Jón Ólafsson,
Guömundur Guójónsson, Selma Guömundsdóttir,
Anna Guöjónsdóttir, Guölaugur L. Guömundsson,
Halldór Guöjónsson, Oddný Aöalsteinsdóttir.
árin hélt Halldóra, dóttir þeirra,
heimili fyrir þau. Henni ber mikil
þökk fyrir að hafa gert gömlu
hjónunum kleift að vera á sínu
eigin heimili síðustu ár þeirra.
Fórnfýsi Halldóru mætti vera
öðrum gott fordæmi.
Kristjana lézt 1. ágúst 1975.
Halldór lifði konu sína og var á 93.
aldursári þegar hann lézt 3. jan-
úar síðastliðinn. í maí 1979 fékk
hann áfall, sem olli því að hann
var lagður inn á Borgarspítalann í
Reykjavík. Síðar var hann fluttur
á spítalann í Keflavík. Honum var
ofarlega í huga að geta þakkað
fyrir sig. Ég vil því koma á
framfæri kæru þakklæti til starfs-
fólks þessara spítala, en það
reyndist honum í alla staði vel.
Hann var mikill trúmaður og
taldi barnatrúna hafa enzt sér vel.
Hann var frjálslyndur í trú sinni
og trúði sterkt á annað líf.
Halldór hafði mikið yndi af
söng. Hann tók virkan þátt í starfi
karlakórs og kirkjukórs í Garðin-
um. Börnin erfðu þetta og má
finna gott söngfólk og músikelskt
innan hópsins. Minnisstæð verða
okkur jólin þegar komið var sam-
an í Vörum og sungnir jólasöngv-
arnir. Það var gert í mörg ár.
Halldór hafði einnig mikinn
áhuga á stúkustarfi. Hann var
umboðsmaður stúkunnar Fram-
farar númer sex og tók þátt í
starfi hennar um langa hríð.
Einnig var Halldór mikill dýra-
vinur. Húsdýr voru alltaf einhver
á heimilinu, honum og öðrum til
ánægju.
Árið 1904 gerðist Halldór for-
maður á áttæringi föður síns.
Fóru síðan í hönd mörg ár, sem
hann var formaður á opnum
skipum. Þegar Halldór leit yfir
farinn veg, taldi hann það ævi-
skeið hafa verið sitt ánægju-
legasta. Hann var með farsælustu
formönnum og hafði mikla
ánægju af að sigla. Um eins árs
skeið var Halldór formaður á
varðbátnum Ágúst, einum fyrstu
varðbáta í Faxaflóa.
Árið 1916 lét hann byggja fyrsta
vélskipið ásamt Þorsteini föður
sínum, Jóhannesi Jónssyni á
Gauksstöðum og Halldóri Daní-
elssyni lækni. Það var byggt í
Reykjavík og hlaut nafnið Gunnar
Hámundarson. Fyrsta opna skipið
sem Halldór eignaðist hafði einnig
borið það nafn. Skip þau sem eftir
komu báru einnig sama nafn, en
því hefur fylgt gæfa alla tíð.
Næsta skip var byggt 1942 á
Akranesi. Halldór átti það skip
með tveim sonum sínum, Gísla og
Þorvaldi. Það skip var siglt niður
af enskum togara á Faxaflóa árið
1950. Mannbjörg varð, þótt hurð
skylli nærri hælum. Margir skip-
verjar voru úr fjölskyldunni og má
nærri geta um kvíðann sem setti
að við fyrstu fregnir um slysið.
Þriðja vélskipið var byggt í
Ytri-Njarðvíkum árið 1954. Hall-
dór átti það skip á móti tveim
sonum sínum, Þorvaldi og Þor-
steini. Þetta skip er gert út enn.
Ekki verður annað sagt en að
Halldóri hafi farnast vel sitt
ævistarf, sinni fjölskyldu og þjóð
til heilla.
Halldór hélt allgóðri heilsu
fram á síðastliðið vor. Allt fram
að þeim tóma tók hann þátt í
útgerðinni. Hann fylgdist alltaf
vel með aflafréttum og var með
allan hugann við gang útgerðar-
innar. Sú þátttaka hefur eflaust
létt honum síðustu árin.
Ég átti þess kost að eyða
æskuárunum í næsta nágrenni við
Varir. Því leita margar minningar
á hugann, sem tengdar eru afa
mínum og ömmu, þegar þessar
línur eru skrifaðar. Ég vil þakka
þeim báðum fyrir gott veganesti
sem ég hlaut frá þeim og þá miklu
hlýju, sem þau áttu allaf í minn
garð.
Að endingu bið ég góðan Guð að
blessa afa minn og taka vel á móti
honum. Hann vsi honum veginn
eins vel á næsta tilverustigi, eins
og Hann hefur gert á því sem nú
er nýlokið. Vissulega er líf að
loknu þessu.
ILÞ.