Morgunblaðið - 12.01.1980, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1980
. HLAÐVARPINN .
Akureyr-
ingar dansa
á íslenzku
lerki
ÞEIR félagar Hallgrímur Arason
og Stefán Gunnlaugsson í Baut-
anum á Akureyri hafa fitjað upp
á mörgum nýjungum í starfi sínu
sem veitingamenn og veitinga-
staður þeirra þykir í fremstu röð.
Fyrir nokkru innréttuðu þeir sal
á neðstu hæð hússins og kalla
hann Smiðjuna. Salurinn er leigð-
ur út fyrir minni samkvæmi,
árshátíðir, þorrablót, brúðkaups-
veizlur og fleira þess háttar og
tekur hann 50—60 manns. Þarna
hafa þeir Hallgrímur og Stefán
látið útbúa dansgólf úr lerki úr
Vaglaskógi og er enginn vafi á því
að danslistin mun blómstra á
þessu óvenjulega dansgólfi. Unnið
var kappsamlega að því að full-
gera dansgólfið nú í vikunni og í
gærkvöldi, föstudag, átti að reyna
það í fyrsta sinn, en þá var
einkasamkvæmi í Smiðjunni. Á
myndinni sjást þeir félagar
Hallgrímur (t.v.) og Stefán á fína
gólfinu.
Ljósm. Emilia.
Hildur Einarsdóttir — verður með sjónvarpsþætti.
„VEGIR LIGGJA TIL ALLRA ÁTTA“*Í
Hildur með
sjónvarpsþætti
HILDUR Einarsdóttir, ritstjóri ræða og verður fyrsti þátturinn
Lífs er nú að láta af störfum við sýndur í sjónvarpinu á laugar-
blaðið eins og kunnugt er. Hún dagskvöldið. Þættirnir, sem
vinnur nú að gerð sjónvarps- Hildur vinnur nú að, nefnast
þátta fyrir sjónvarpið. „Vegir liggja til allra átta“.
Hér er um skemmtiþætti að
I LAGADEILDINNI:
Þær sneru aftur til
náms eftir fjarveru
ÞAÐ hefur sífellt færst í vöxt að
fólk snúi aftur að námi eftir
fjarveru. Segja má að hugarfars-
breyting hafi orðið hér á landi
hvað fullorðinsfræðslu snertir
með tilkomu öldungadeildarinn-
ar.
Fólk settist aftur á skólabekk
og lét drauminn rætast — að
læra meira. í lagadeild Háskóla
íslands stunda nú nám, meðal
fleiri, fimm konur, sem allar
sneru aftur að námi eftir að hafa
horfið frá því um lengri eða
skemmri tíma. Þær eru Margrét
R. Bjarnason, Sigriður Jóseps-
dóttir, Guðný Björnsdóttir, Sól-
veig Ólafsdóttir og Ragnhildur
Benediktsdóttir.
Tvær þeirra hófu á sínum tíma
nám í öldungadeildinni, þær Sig-
ríður Jósepsdóttir og Guðný
Björnsdóttir. Ragnhildur Bene-
diktsdóttir stundaði á sínum tíma
nám í MR en hætti og fluttist út
með manni sínum, sem nam lækn-
isfræði. Hún hóf nám á nýjan leik
í Ohio í Bandaríkjunum og þegar
heim kom skellti hún sér í laga-
deildina. Þær Margrét R. Bjarna-
son og Sólveig Ólafsdóttir höfðu
stúdentspróf, Margrét frá MR en
Sólveig frá Verzlunarskóla
íslands.
Stund milli striða — frá vinstri, Guðrún Björnsdóttir, Sigríður Jósepsdóttir, Ragnhildur Benediktsdóttir,
Margrét R. Bjarnason og Sólveig Ólafsdóttir. Ljósmynd Emilía.
Hann f ær ekki að
sjá dóttur sína
„Nú eru hálft þriðja ár síðan
ég sá dóttur mína síðast — ég hef
ekki fengið leyfi til þess. Og svo
virðist sem ég fái ekki að sjá
hana um ófyrirsjáanlegan tíma
þar sem i nóvember síðastliðnum
féll dómur í Hæstarétti þar sem
úrskurðað var að ég fengi ekki
umgengnisrétt við barn mitt,“
sagði Hilmar Pétursson líffræð-
ingur i viðtali við blaðamann
Mbl. Hann hefur nú i fjögur ár
staðið í baráttu fyrir því að fá að
umgangast dóttur sina en beðið
lægri hlut. Lögin gera nefnilega
ekki ráð fyrir neins konar rétti
feðra, sem eiga óskilgetin börn.
Hefur þú einhvern tíma um-
gengist dóttur þína?
Já, hún er nú á áttunda ári og
þrjú fyrstu ár ævi hennar bjó ég
með móður hennar. Síðan þegar
slitnaði upp úr samvistum okkar
var dóttir mín hjá mér næstu sjö
mánuðina. Síðan gerðist það að
hún var tekin frá mér með lög-
regluvaldi í Bandaríkjunum en
þar bjuggum við er ég var við
nám. Það var í Bandaríkjunum í
desember 1975. Þar er mér sagt að
brotin hafi verið á mér lög, fyrir
tilstuðlan íslenskra yfirvalda.
Móðirin hafði í höndum vottorð
íslenskra yfirvalda um forráðarétt
yfir barninu. Hún hafði haft
samband við ræðismann í USA, sá
hafði samband við sendiráðið í
Washington. Þeir komu henni í
samband við lögreglu, sem tók
barnið. Það fór aldrei fyrir neina
dómstóla þar úti og þar sem
íslenzk lög gilda ekki þar skilst
mér að lögbrotið hafi verið í því
fólgið að málið fór aldrei fyrir
dómstóla ytra.
Barnaverndarnefnd Reykja-
víkur hafði lýst yfir stuðningi við
Hiimar Pétursson — hefur ekki
séð dóttur sina i hálft þriðja ár.
LjAsm. Mbl. Kristinn
hana þegar hún fór að sækja
barnið á sínum tíma. Mér hefur
verið sagt af löglærðum mönnum
að framkoma nefndarinnar í því
máli hafi verið ámælisverð þó að
skiptar skoðanir hafi verið um
hvort hafi verið farið að lögum.
Það var nefnilega aldrei gerð
minnsta tilraun til að kanna
aðstæður hjá mér, hvað þá tala við
mig. Málið fór til barnaverndar-
ráðs — þar sagði að ekki hefði
tekist að koma á umgengnisrétti.
Það var mælt gegn umgengnis-
rétti fyrst um sinn, svo að móðir
og barn mættu jafna sig, eins og
það var kallað. Það var í febrúar
’77, en málið fór siðan til dómstóla
og var þar í hálft þriðja ár að
velkjast. Dómur féll síðan — mér
var neitað um að umgangast barn
mitt, mér er neitað að sjá barn
mitt — þó að ég sé faðir þess.
Spurningin sem lögð var fyrir
dóminn í raun var einföld — hef
ég rétt til að umfangast mitt eigið
barn. Lögin segjá að ég megi ekki
slíkt.
En nú hefur frumvarp legið