Morgunblaðið - 20.04.1980, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRÍL 1980
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 4.800.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 240
kr. eintakiö.
Það er stefna
Alþýðubandalags
að hækka skatta
Það er stefna Alþýðubandalagsins að hækka skatta á
landslýð. í fjármálaráðuneytinu situr Ragnar Arn-
alds, fjármálaráðherra, og hamast við að hækka skatta.
Síðasta afrek þeirra fóstbræðra, hans og Ólafs Ragnars
Grímssonar, er að hækka skatta aðallega á láglauna-
•fólki, einstaklingum og einstæðum foreldrum. í borgar-
stjórn Reykjavíkur situr Sigurjón Pétursson og aðrir
fulltrúar Alþýðubandalagsins og hækka skatta á
Reykvíkingum svo að þeir veröa á þessu ári að borga
hærri útsvör en íbúar nágrannasveitarfélaga. Eftir
tveggja ára vinstri stjórn í Reykjavík er svo komið, að
fólki er refsað fyrir að búa í höfuðborginni.
Þessi skattheimtustefna Alþýöubandalagsins var út-
skýrð af mikilli hreinskilni í málgagni Alþýðubanda-
lagsins í Austurlandskjördæmi fyrir skömmu. í forystu-
grein þessa málgagns þeirra Lúðvíks Jósepssonar,
formanns Alþýðubandalagsins, og Hjörleifs Guttorms-
sonar, iðnaðarráðherra Alþýðubandalagsins, sagði m.a.:
„Launþegasamtökin og allur almenningur eiga að
krefjast aukinnar samneyzlu og þar með aukinna
skatta.“ I forystugrein þessari segir, að háir skattar séu
í samræmi við hagsmuni almennings, þar sem aukin
samneyzla sé í þágu hagsmuna almennings. í forystu-
grein málgagns Alþýðubandalagsins á Austurlandi eru
verkalýðssamtökin skömmuð fyrir það að krefjast
skattalækkana!
Það fer ekki á milli mála, að fulltrúar Alþýðubanda-
lagsins í borgarstjorn Reykjavíkur og í núverandi
ríkisstjórn eru að framfylgja þessari stefnu markvisst.
Allt frá því, að vinstri stjórnin tók við haustið 1978 hafa
nýjar og nýjar skattahækkanir dembzt yfir almenning í
landinu. Fólkið í landinu er skattpínt meir og meir. Því
lengur sem Ragnar Arnalds situr í stól fjármálaráð-
herra, Sigurjón Pétursson í forsetastól borgarstjórnar
Reykjavíkur og Ólafur Ragnar erindreki þeirra á
Alþingi, þeim mun meiri verður skattpíningin. Þessir
herrar fara í raun ránshendi um vasa almennings í þessu
landi. Peningana nota þeir til þess að auka á óráðsíu og
sukk í opinberum rekstri og upphefja sjálfa sig.
Þetta eru skattheimtumenn. Alþýðubandalagið er
skattheimtuflokkur. Sá flokkur kann enga aðra lausn á
vandamálum þjóðarinnar en þá að leggja á hærri og
hærri skatta. Stefna Alþýðubandalagsins er: hærri
skattar, eins og málgagn þess á Austurlandi segir. Þessi
skattheimtustefna kommúnista gefur Sjálfstæðisflokkn-
um einstakt tækifæri til að skerpa línurnar í íslenzkum
stjórnmálum, bjóða kjósendum upp á þann valkost, sem
mörgun, þeirra hefur ekki þótt vera fyrir hendi. Það
heyrist oft, að allir stjórnmálaflokkar séu eins og allar
ríkisstjórnir eins, þess vegna skipti engu máli, hvaða
flokkar eigi aðild að ríkisstjórn og hver myndi
ríkisstjórn.
Nú er tækifæri Sjálfstæðisflokksins. Nú er hans
tækifæri til að hefja einarða baráttu fyrir því, að
ríkisvaldið hætti að fara ránshendi um vasa almennings.
Nú er tækifæri Sjálfstæðisflokksins til þess að leggja
fyrir kjósendur hugmyndir flokksins um lækkun skatta
og niðurskurð á ríkisútgjöldum. Nú eiga sjálfstæðis-
menn að fara um landið og kynna kjósendum þá stefnu
flokksins að þjóðin verði að hverfa frá skattheimtu-
stefnu Alþýðubandalagsins og tryggja að launamaður-
inn í landinu og atvinnufyrirtækin, sem hann byggir
afkomu sína á, haldi eðlilegum skerf af eigin aflafé.
Þetta fé er betur komið í höndum þeirra, sem afla þess,
en stjórnmálamanna. Þeir, sem afla fjárins, kunna betur
meðjiað að fara en stjórnmálamenn, sem hafa sýnt það
í verki, að þeim er ekki treystandi fyrir fjármunum
almennings. Þessar línur eiga Sjálfstæðismenn nú að
draga. Þennan boðskap eiga þeir nú að flytja fólkinu í
landinu.
Rey kj aví kurbréf
Laugardagur 19. apríl »♦♦♦♦♦♦♦♦♦<
Ingólfur Gud-
brandsson og
Pólýfón-
kórinn
Hljómleikar Pólýfónkórsins nú
um páskana og raunar oft áður
hafa orðið til þess, að hugur
höfundar þessa Reykjavíkurbréfs
hefur leitað þrjá áratugi aftur í
tímann til æskuára í Laugar-
nesskólanum. I þann tíma var ein
af námsgreinum í barna- og gagn-
fræðaskólum og jafnvel mennta-
skólum svokallaður „söngur".
Hann var yfirleitt kenndur með
þeim hætti, að nemendur röðuðu
sér í kringum píanó og sungu. Um
þær mundir var ungur kennari að
hefja störf við Laugarnesskólann,
Ingólfur Guðbrandsson að nafni.
„Söng“-kennsla hans var með
nokkuð öðrum hætti en þá tíðkað-
ist almennt. Hann kom með plötu-
spilara í kennslustundir og lét
nemendur hlusta á klassíska tón-
list af plötum. Hann talaði um
verkin sjálf og höfunda þeirra og
fól nemendum að skrifa ritgerðir
um tónskáldin og ævi þeirra. Slík
ritgerðarsmíð kallaði á töluverða
heimildasöfnun með lestri bóka
um tónskáldin og öðrum hætti
enda var Ingólfur Guðbrandsson
kröfuharður kennari og lét sér
ekki nægja yfirborðslega meðferð
slíks efnis.
Síðast en ekki sízt talaði hann
við nemendur um tónlistina, um
tónmennt á Islandi og varð sér-
staklega tíðrætt um einn þátt
hennar, þ.e. skort á kórmenningu.
Umhugsun um kórmenningu á
Islandi kom fram aftur og aftur í
spjalli þessa unga kennara við
nemendur.
Kennsla Ingólfs Guðbrandsson-
ar hefur áreiðanlega orðið mörg-
um nemendum hans frá þessum
árum minnisstæð. Raunar er
óhætt að fullyrða, að hún hefur
orðið mörgum þeirra ógleymanleg.
Hann varð til þess að leiða marga
þeirra í fyrsta sinn inn í fagra
veröld sígildrar tónlistar og hafði
varanleg áhrif á tónlistaráhuga
þeirra. A þessum kennaraárum
Ingólfs Guðbrandssonar kom
fram rík hæfni hans til þess að
laða nemendur til jákvæðra starfa
og uppbyggilegs náms. Persónuleg
framkoma hans var með þeim
hætti að óhætt er að fullyrða, að
nemendur hans hafa jafnan síðan
borið til hans mikinn hlýhug.
Það er alltof sjaldgæft, að menn
hafi dugnað og þrek til þess að
, hrinda hugsjónum sínum í fram-
kvæmd. En það hefur Ingólfur
Guðbrandsson gert. Spjall hans
við unglinga í Laugarnesskóla um
kórmenningu reyndist ekki orðin
tóm. Hann fylgdi því eftir í verki.
Nokkrum árum síðar stofnaði
hann Pólýfónkórinn, sem síðan
hefur vaxið og dafnað. Það hefur
ekki gerzt af sjálfu sér. Pólýfón-
kórinn er ekki eins manns verk,
heldur allra þeirra, sem þátt taka
í störfum hans. En kórinn hefði
ekki orðið til og starf hans hefði
ekki orðið svo langvinnt, sem raun
ber vitni, ef forysta Ingólfs Guð-
brandssonar, viljastyrkur, ein-
beitni og þrek hefði ekki komið til,
svo og hæfni hans til að laða fólk
til jákvæðra starfa. Kórinn hefði
heldur ekki náð þeim listræna
árangri, sem hann hefur náð, án
kröfuhörku Ingólfs Guðbrands-
sonar við sjálfan sig og aðra.
Starf pólýfónkórsins hefur
orðið til þess, að Islendingar hafa
komizt í kynni við mörg stórvirki
kirkjulegrar tónlistar. Áreiðan-
lega hafa hljómleikar kórsins orð-
ið til þess að efla áhuga áheyrenda
á þessari tónlist og löngun þeirra
til þess að kynnast henni frekar.
Kennslustarf Ingólfs Guðbrands-
sonar hefur því orðið víðtækara en
nokkurn nemenda hans óraði
fyrir.
Þetta er merkileg saga um
einstakling, sem gerði hugsjón að
veruleika og hefur lagt fram ríkan
skerf til menningarsögu sam-
tímans. Svo vill til, að á þeim
sama aldarfjórðungi, sem Ingólfur
Guðbrandsson hefur byggt upp
starf Pólýfónkórsins ásamt sam-
starfsfólki sínu á þeim vettvangi,
hefur hann einnig byggt upp
öflugt einkafyrirtæki, Ferða-
skrifstofuna Útsýn, stærsta fyrir-
tæki 1 sinni grein á íslandi, og
rekið það með sérstökum sóma.
Traust almennings á því fyrirtæki
segir sína sögu um stjórnandann
og starfsfólkið, sem hefur gengið
til liðs við hann.
Það er löngu orðið tímabært, að
listamaðurinn Ingólfur Guð-
brandsson, hljóti þá viðurkenn-
ingu samfélagsins, sem honum ber
og Pólýfónkórinn þann stuðning,
sem hann þarf til þess að takast á
við ný og vaxandi verkefni í
framtíðinni.
Vöxtur
Morgun-
blaösins
Á síðustu misserum hefur vöxt-
ur Morgunblaðsins verið óvenju
ör. Yfirleitt eykst útbreiðsla
blaðsins jafnt og þétt án þess að
taka stór stökk en síðustu misseri
hefur söluaukning verið mjög
veruleg. Nú er svo komið, að dag
hvern er prentað upplag nokkuð á
43. þúsund eintaka. Nýting á þessu
upplagi er mjög góð, þannig að
greidd eintök eru nokkuð yfir 40
þúsund. Jafnhliða óvenju mikilli
aukningu í sölu blaðsins, hafa
auglýsingar vaxið að magni til.
Hefur þetta ekki sízt verið áber-
andi frá áramótum. Sem dæmi má
nefna, að í marzmánuði sl. var
auglýsingamagn í blaðinu 12—
14% meira en í marz á sl. ári.
Jafnhliða þessari aukningu í
sölu blaðsins og auglýsingamagni,
hefur aðstreymi hvers kyns efnis,
sem óskað er eftir birtingu á
stóraukizt og hefur blaðið lent í
verulegum vandræðum með að
verða við þeim með viðunandi
hætti þ.e., að efnið birtist sem
fyrst eftir að það berst til blaðs-
ins. Þess vegna hafa margir orðið
að sæta því á þessu tímabili, að
það hefur dregizt úr hófi að birta
greinar og annað efni, enda þótt
stærð blaðsins hafi verið aukin
svo sem kostur er og aukablöð
gefin út af þessum sökum. Það er
Morgunblaðinu að sjálfsögðu mik-
ið ánægjuefni, að svo margir
aðilar velja blaðið sem sinn vett-
vang til þess að koma skoðunum
og upplýsingum á framfæri. Það
er markmið ritsljórnar blaðsins
að birta þetta efni fljótt og vel,
þótt stundum verði óhjákvæmi-
lega vanhöld á því og vonar blaðið,
að þeir, sem hlut eiga að máli
skilji þau vandamál, sem stundum
er við að etja í þeim efnum. Af
þessu tilefni er rétt að undirstrika
mikilvægi þess, að greinar séu
stuttar og hnitmiðaðar. Því styttri
sem greinin er þeim mun meiri
möguleika hefur blaðið á að birta
hana strax. Að auki er almennt
Frá flutningi Póiýfónkórsins og hljó
talið að stuttar greinar séu mun
meira lesnar en langar greinar. Af
tæknilegum ástæðum er það tak-
mörkunum háð hversu margar
síður hægt er að prenta í einu. Af
þessum ástæðum öllum er æski-
legt að aðsendar greinar og annað
efni sé sem stytzt.
Enn er það svo, að margir telja,
að dráttur á birtingu greina eða
annars efnis stafi af því, að þær
skoðanir, sem settar kunna að
vera fram, séu ritstjórn blaðsins
ekki þóknanlegar. Þess vegna er
ástæða til að undirstrika, að við
ákvörðun um það, hvort grein er
birt í Morgunblaðinu er ekki fyrst
og fremst tekið mið af þeim
sjónarmiðum, sem greinarhöfund-
ur setur fram, heldur hvernig
meðferð hans á efninu er. Morgun-
blaðinu er ljúft að birta greinar,
þótt skoðanir, sem þær lýsa, séu í
andstöðu við stefnu og afstöðu
blaðsins. Enda er það eitt í
samræmi við grundvallarafstöðu
Morgunblaðsins til skoðanafrelsis
og tjáningafrelsis. Hins vegar er
lögð áherzla á, að í greinum, sem
blaðið birtir sé ekki að finna
meiðandi ummæli um einstakl-
inga, atvinnuróg eða þess háttar.
Stundum birtast greinar hér í
blaðinu, sem telja verður mikið
álitamál, hvort fari yfir þau mörk.
Birting slíkra greina er til marks
um, að ritstjórar blaðsins teygja
sig eins langt í þessum efnum og
þeir telja framast unnt.
Það grundvallarskilyrði er sett
fyrir birtingu greina í Morgun-
blaðinu, að þær séu undir fullu
nafni höfundar. Velvakandi er eini
þáttur Morgunblaðsins, sem tekur
til birtingar stuttar greinar eða
bréf undir dulnefni. Bréf er þó
ekki birt í Velvakanda undir
dulnefni, nema blaðinu sé kunnugt
um, hver höfundurinn er. Stund-