Morgunblaðið - 20.04.1980, Side 24

Morgunblaðið - 20.04.1980, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRÍL 1980 Rœtt vid Hrafnhildi Siguröardóttur, sem fór til Nýju-Gíneu meö Ðrakeleiðangrinum Innfæddir drengir með körfur á höfði niðri við ströndina. 1 fjarska má sjá skip Drakeleiðangursins, Auga vindsins. sem nú hefur verið á ferð um heimsins höf síðan 1978. en í köríum piltanna eru ávextir og fleira sem þeir vildu selja skipverjum. Á slóðum leiðangurs Sir Francis Drake, 400 árum eftir hnatt- siglingu hans Skip leiðangursins. Eye of the Wind. (Auga vindsins), sem nú siglir sömu leið og skip Sir Francis Drake, Gullhindin. fyrir 100 árum síðan. \ú er þó hægt að fara um Súez- og Panamaskurð, sem Drake gat ekki af eðlilegum ástæðum á sínum tíma. Hópur innfæddra í þorpi einu sem Hrafnhildur kom til I Nýju-Gíneu. Hún sagði þetta vera eitt frumstæðasta þorpið sem hún kom til. og til marks um það var að konurnar gengu i strápilsum, og einnig sumir karlanna. Nokkrir leiðangursmanna taka lífinu með ró á strönd Nýju-Gineu, þar sem hópurinn dvaldi i tæpa þrjá mánuði. Flesta dreymir um aö komast einhvern tíma í ferðalög til fjarlægra staða, og að fá tækifæri til að sjá framandi lönd og menningu ólíkra þjóða. Ekki hvað síst er það ungt fólk sem leyfir sér að dreyma slíka drauma, þó sjaldan verði þeir að veruleika. Margir fara að vísu til útlanda nú á dögum, en mjög fáum gefst kostur á að fara til landa í fjarlægum heimsálfum hvað þá hinum megin á hnettinum. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti þó unga stúlku nú fyrir helgi, sem nýlega er komin heim úr mikilli ævintýraferð með Drake- leiðangrinum, sem verið hefur á ferðinni síðan á árinu 1978. Þessi stúlka er Hrafnhildur Sigurðar- dóttir, sem nú stundar nám við Flensborgarskólann í Hafnarfirði. Áður hefur einn íslendingur tekið þátt í leiðangrinum, Guðjón Arngrímsson blaðamaður á Helg- arpóstinum. Fékk áhugann við lestur greinar í Mbl. „Þetta byrjaði nú eiginlega á því að ég sá grein um þennan leiðang- | ur í Morgunblaðinu, líklega í ágúst 1978,“ sagði Hrafnhildur. „Það I————.................... varð til þess að ég sótti um að fá að gerast þátttakandi í leiðangrin- um. Nú fyrst fékk ég engin svör við bréfi mínu, og var eiginlega búin að gleyma þessu, þegar skyndilega kom svar, þar sem mér var sagt að ég yrði að gangast undir próf, sem skæri úr um það hvort ég gæti komist með. Prófið þreyttum við síðan í ágúst 1979. Allt höfðu um 60 menns sent inn umsóknir, en þar af voru 13 valin til próftökunnar. Við vorum síðan tvö sem valin vorum úr þeim hópi, ég og Börkur Arnviðarson, sem einmitt heldur til móts við leiðangurinn núna á fimmtudaginn. Raunar voru einn- ig valdir tveir aðrir, sem áttu að fá að fara ef tækist að afla nægilega mikils fjár til fararinnar. En kostnaðurinn hefur verið greiddur með frjálsum framlögum hér heima, þar sem bæði einstaklingar og fyrirtæki hafa látið fé af hendi rakna, en mikið skortir á að endar nái saman og að þau þrjú sem eftir eiga að fara komist. Haldið áleiðis til Nýju-Gíneu Sá dagur rann síðan upp, að Hrafnhildur færi af stað til móts við Drakeleiðangurinn, sem þá var staddur í Nýju-Gíneu. Nýja-Gínea er fyrir norðan Ástralíu, nú sjálfstætt ríki, en var áður ein af nýlendum Breta. „Ég flaug héðan fyrst, til Lond- on, þar sem ég sameinaðist hópi Breta sem halda átti til móts við leiðangurinn eins og ég,“ sagði Hrafnhildur. „Frá London flugum við síðan til Hong Kong, þar sem við stönsuðum í nokkrar klukku- stundir, áður en haldið var áfram til Gíneu. Þótt tíminn væri ekki mikill ákváðum við að ganga aðeins inn í borgina, til að skoða okkur um. Við gengum bara beint af augum, og án nokkurrar leiðsagnar. Leið ekki á löngu áður en við vorum komin inn í eitt af skuggahverfum milljónaborgarinnar, og þvílíkan sóðaskap, ólykt og þvílíka fátækt og eymd hef ég aldrei séð, hvorki fyrr né síðar. Auðvitað er margt annað og betra að sjá í Hong Kong, en þannig var þetta borgar- hverfi sem við sáum að þessu sinni. Mest verið í landi Frá Hong Kong flugum við síðan til Nýju-Gíneu. Þar var ég síðan þann tíma sem ég var meðal leiðangursmanna, en skipið var sáralítið á siglingu þennan tíma. Það er fyrst og fremst þegar siglt er yfir úthöfin, svo sem Atlants- hafið. Annars vinna leiðangurs- menn að ýmsum verkefnum í landi, á þeim stöðum sem dvalið er hverju^inni. Alls vorum við 42 krakkar sem þarna vorum þennan tíma, víðs vegar að úr heiminum. Eg frá íslandi, og síðan voru þarna krakkar frá Bretlandi, Kanada, Bandaríkjunum, Ástralíu, Nýja Sjálandi, Nepal og Suður-Kóreu. Byrjað á frumskógarferð Það fyrsta sem fyrir okkur var lagt eftir að við höfðum komið okkur fyrir í Gíneu, var að farið var í fimm daga ferð um frum- skóginn. Var það gert til að kynna okkur aðstæður í frumskóginum, og að kenna okkur að ferðast þar um. Það sem við höfum með okkur var lítilsháttar af matvælum, hengirúm, flugnanet og fleira þess háttar. Skógurinn þarna er mjög erfið- ur yfirferðar, einkum vegna þess hve hann er gisinn að ofan. Það veldur því að undirgróður er mjög mikill, og erfiðara að fara um skóginn heldur en þar sem þétt laufþykkni er yfir. Urðum við meðal annars að höggva okkur leið um hluta hans. Þá vorum við látin fara yfir straumþunga á, og yfir- leitt kennt á hvern hátt best er að bera sig að á landsvæði sem þessu. Okkur ar skipt niður í hópa, og voru fimmtán í þeim hópi sem ég var í. Okkur til aðstóðar voru breskir hermenn, fallhlífarher- menn úr SAS-sveitunum, sem víða hafa komið við sögu, svo sem í Uganda á valdatíma Idi Amins." Heitt og rakt Hrafnhildur sagði loftslagið á þessum slóðum vera heitt og rakt. Þarna er regnskógur, og tiltölu- lega lítill munur á vetri og sumri. Hitastigið sagði hún vera um það bil 30 gráður á Celcius. Það færi niður í 28 stig að nóttu til, en varla

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.