Morgunblaðið - 20.04.1980, Side 32
PIERPOAT
QUARTZ — úr
Þessi heimsþekktu úr
fást hjá flestum úr-
smiðum.
jor0u<uMíiMfo
Síminn á
afgreiðslunni er
SUNNUDAGUR 20. APRÍL 1980
Lézt eftir
umferðarslys
í Siglufirði
UNGUR drenKur. Freyr ómars-
son. lézt í Borgarspítalanum í
fyrrakvöld vegna meiðsla er
hann hlaut er hann varð fyrir
bifreið utan til í Siglufirði föstu-
daginn 11. apríl sl.
Freyr, sem var sex ára gar
var fluttur með sjúkraflugvé.
Reyjavíkur strax eftir slysið t
lagður inn á gjörgæzludeild Borg
arspítalans.
Viðurkenndu
að eiga smyglið
YFIRHEYRSLUM yfir skipverj-
unum fimm á Mánafossi lauk í
fyrrinótt. Viðurkenndu þeir að
eiga smyglvarninginn, sem fannst
í skipinu daginn áður. Skipið lét
úr höfn klukkan þrjú í fyrrinótt.
Tveimur mönnum bjargað úr höfninni
Björgunaraðgerðir á hafnarbakkanum í fyrrinótt
Ljósm. Júlíus.
TVEIR menn féllu í Reykja-
víkurhöfn með hálftíma millibili i
fyrrinótt. Lögreglan bjargaði
þeim í land og var annar mann-
anna meðvitundarlaus eftir dvöl-
ina í ísköldum sjónum og mútti
ekki tæpara standa. Báðir voru
mennirnir á batavegi í gærmorg-
un.
Báðir mennirnir féllu í sjóinn á
svipuðum slóðum, af miðbakkan-
um nálægt Tollstöðinni. Sá fyrri,
23 ára gamall maður, féll í sjóinn
um þrjúleytið. Lögreglubíll átti
leið þar um á sama tíma. Höfðu
lögreglumennirnir skjót handtök,
hentu út bjarghring og drógu
manninn upp á bryggjuna.
Hálftíma síðar sá vaktmaður um
borð í skipi er maður féll í sjóinn
milli skips og brygju. Gerði hann
lögreglunni á Miðborgarstöð þegar
aðvart. Þrír lögreglumenn, Bene-
dikt Lund, Guðmundur Baldursson
og Hörður Harðarson stukku út í
sjóinn manninum til bjargar.
Tókst þeim að binda björgunar-
belti utan um manninn, sem orð-
inn var meðvitundarlaus, og var
hann hífður upp. Aðstæður voru
allar hinar erfiðustu því mjög
lágsjávað var og þurfti að hífa
manninn fimm metra upp. Hann
var fluttur í skyndi á slysadeild
Borgarspítalans. Hann er 25 ára.
„MEININGIN er að láta klukk-
una fjármagna verkefni, sem við
höfum tekið að okkur um að bæta
aðstöðu fatlaðra á útivistarsvæð-
um í Reykjavík og nágrenni,“
sagði bröstur Jónsson formaður
Kiwanisklúbbsins Kötlu í samtali
við Mbl. i gær, en á fundi
borgarráðs 11. apríl si. var sam-
þykkt að fjármáladeild borgar-
innar taki upp samninga við
Kötlu um rekstur klukkunnar á
Lækjartorgi.
Sjómannasamningar fyrir vestan:
Samningar undirritaðir
á Flateyri og Suðureyri
Náðu hagstæðari kjörum fyrir sjómenn á línubátum
SAMKOMULAG tókst í fyrrinótt
milli Verkalýðsfélagsins Súg-
anda á Suðureyri og Útvegs-
mannafélags Vestfjarða, en í gær
höfðu félögin þó ekki samþykkt
samkomulagið, sem undirritað
var með fyrirvara. bá var í gær
boðaður samningafundur klukk-
an 16 milli Verkaiýðsfélagsins
Skjaldar á Flateyri og útvegs-
manna og átti þar að ganga frá
samningum á grundvelli Suður-
eyrar-samkomulagsins.
Samkomulagið hefur í för með
sér nokkuð betri kjör fyrir línu-
bátasjómenn, en Bolungaravíkur-
samkomulagið. sem gert var um
siðustu helgi.
Samkomulagið er um breyt-
ingar í 11 liðum á samkomulagi
milli Alþýðusambands Vestfjarða
og Utvegsmannafélags Vestfjarða
og gildir það til áramóta eins og
Bolungarvíkur-samkomulagið.
Aðilar urðu ásáttir um að senda
aflatryggingarsjóði erindi um
hækkun á fæðispeningum á svip-
aðan hátt og samþykkt var í
Bolungarvík, að vinna skipverja á
frívöktum á skuttogurum skuli
greidd af óskiptum afla, 50 krónur
á unna klukkustund og skal sú
upphæð öll renna til björgunar-
sveitar Slysavarnarfélagsins á
Suðureyri. Þá var samþykkt, að á
Slæmt ástand hjá byggingafyrirtækjum í Reykjavík:
Nánast engum fjölbýlishúsa
lóðum úthlutað sl. tvö ár
ÁRMANN ÖRN Ármannsson, framkvæmdastjóri bygginga- og
verktakafyrirtækisins Ármannsfells, sagði í samtali við MorgunblaA
ið í gærdag, að allt frá því að núverandi borgarstjórnarmeirihluti tók
við völdum í Reykjavík fyrir tæpum tveimur árum, hefði aðeins einu
sinni verið úthlutað lóðum undir fjölhýlishús til byggingafyrirtækja,
sú úthlutun var í Syðri-Mjóumýri fyrir rúmu ári.
Sú úthlutun var til Bygginga-
samvinnufélagsins Vinnunnar,
Byggingasamvinnufélags starfs-
manra Sambandsins og Einham-
ars og að sögn Ármanns er ekkert
útlit fyrir að neinar úthlutanir
fari fram á næstunni, ekki hefði
verið séð fyrir lóðum með nægi-
legri fyrirhyggju.
„Útlitið er því mjög slæmt fyrir
þau liðlega 20 byggingafyrirtæki
sem staðið hafa í þessum bygging-
um undanfarin ár og áratugi,
sérstaklega þegar það er haft í
huga að engar fjölbýlishúsalóðir
eru til,“ sagði Ármann Örn.
Ármann Örn sagði að fyrirtæk-
in hefðu lítillega leitað til ná-
grannasveitarfélaganna, en það
dygði skammt, því ástandið væri
litlu skárra þar.
„Þetta ástand er mjög slæmt sé
það haft íhuga að gífurleg eftir-
spurn er eftir fjölbýlishúsnæði,
sem engan veginn er hægt að
mæta með öðrum ráðum. Hlutirn-
ir eru alltaf settir í nefnd hjá
borginnni. T.d. höfum við á undan-
förnum tólf mánuðum sótt um á
einum sex stöðum í borginni, þar
af látið teikna á tveimur og
skipuleggja, en það hefur dagað
uppi í nefndum," sagði Ármann
Örn.
Hann benti á að ástandið væri
þó ekki alls staðar svona slæmt og
t.d. á Akureyri hefðu bæjaryfir-
völd staðið sig með prýði og
eftirspurn og framboð alveg hald-
ist í hendur.
tímabilinu 1. maí til 1. október
skuli landróðrarbátar eigi róa á
laugardögum og að ekki verði
farið á sjó á laugardögum eftir
klukkan niu.
Þá er í samkomulaginu ákvæði
um að hlífðarfatapeningar verði
greiddir 2. vélstjóra eftir sömu
reglum og hásetum, að kauptrygg-
ing 1. vélstjóra hækki til samræm-
is við kauptryggingu 1. stýri-
manns, enda vinni 1. vélstjóri á
línubátum á þilfari við drátt á 10
böllum. Þá hækkar beiting í
ákvæðisvinnu um 5%, á útilegu-
bátum, sem veiða með línu, skulu
skipverjar hafa 48 stunda frí
minnst að lokinni hverri veiðiferð,
enda taki hún eigi skemmri tima
en 5 sólarhringa. Þá skal eitt frí í
mánuði falla á helgi. Þá er það nú
skilyrði að skipstjóra beri fyrir-
fram að tilkynna áhöfn um töku
hafnarfría. Þá segir einnig að eitt
helgarfrí í júnímánuði skuli tekið
á sjómannadaginn, að öðru leyti
skuli þau vera eitt í mánuði á
tímabilinu frá 1. maí til 30.
september. Tveggja sólarhringa
frí sé um páska og að gert skuli
upp á útilegubátum að hverri
veiðiferð lokinni innan 9 daga frá
löndunardegi. Undanþegnir þessu
síðasta ákvæði eru netabátar, sem
landa annan hvern dag.
Samningurinn gildir frá 1. apríl
1980 til 31. desember 1980 og er
uppsegjanlegur með 2ja mánaða
fyrirvara. Þá eru fylgiskjöl með
samningnum að aðilar vinni sam-
an að því við stjórn aflatrygg-
ingasjóðs að fæðispeningar hækki
og yfirlýsing um að breyta fyrir-
komulagi á línubeitingu í haust,
þó svo að það hafi ekki íþyngjandi
áhrif fyrir útgerðina.
I dag, sunnudag, verða fundir í
verkalýðsfélögunum, þar sem
samkomulagið verður borið undir
atkvæði, bæði á Suðureyri og
Flateyri.
Jarðstöðin:
Ákvörðun tek-
in á morgun
ÁKVÖRÐUN verður tekin um
það á morgun hvort ráðist verður
í það verk að skipta um hitamott-
ur í skermi nýju jarðstöðvarinn-
ar Skyggnis við Úlfarsfell, en
sem kunnugt er reyndist einangr-
un þeirra ekki nægilega góð.
Ef ákveðið verður að skipta um
motturnar mun það valda nokk-
urra mánaða töf á því að stöðin
komist í gagnið. Samkvæmt samn-
ingi átti verktakinn að skila stöð-
inni í lok þessa mánaðar en nú
liggur fyrir að svo getur ekki
orðið.