Morgunblaðið - 27.04.1980, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 27.04.1980, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRÍL 1980 7 Umsjón: Gísli Jónsson 46. þáttur í síðasta þætti lét ég svo sem ósamsetta karlmanns- nafnið Garður hefði að fullu týnst úr málinu. Þetta reyndist ekki rétt. Einar Már Valdimarsson frá Akureyri og Ingibjörg Björnsdóttir úr Reykjavík eiga son sem skírður var þessu nafni. Sveinninn Garður fæddist 1967. Hvað merkið að gera eitt- hvað í blóra við einhvern? Svo spurði mig Páll Helga- son á Akureyri. Hann hafði heyrt í útvarpsviðtali látið að því liggja, að þeir í Bolungarvík hefðu samið um kaup og kjör í blóra við Isfirðinga, og eitthvað kom þetta hornskakkt á mál- smekk hans. Fyrir mér merkir þetta orðasamband að gera eitthvað svo að hægt sé að skella skuldinni á annan, ef með þarf. Ungur lærði ég þennan talshátt: Gott er að hafa barn til blóra og kenna því alla klækina. Heyrt hef ég líka orðið blóra- böggull í þessu sambandi. Aðrir þekkja þetta í merk- ingunni að gera eitthvað þannig að öðrum sé á móti skapi, og virðist sú hafa verið merkingin í útvarpsvið- talinu sem Páll Helgason hlýddi á. En skyldi þá ekki vera þar á ferð samruna- mynd, sbr. að gera eitthvað í trássi við einhvern? í orða- bók Menningarsjóðs segir að þetta merki að gera eitthvað án vitundar annars eða gera eitthvað af sér þannig að grunur falli á einhvern ann- an. Blöndals orðabók greinir merkinguna á sama veg. Hvernig beygist orðið f jöð- ur? Svo spurði Ólafur Krist- jánsson á Akureyri eftir að hafa heyrt menn deila um það. Við Ólafur vorum sam- mála um að orðið beygðist: fjöður, um fjöður, frá fjöður, til fjaðrar. í því sambandi vitnum við til annarra kven- kynsorða, svo sem vigúr, gimbur. lifur og næfur. Að vísu er þess gætandi, að fleirtölumyndin gamla, fjaðrar, hefur breyst í fjaðr- ir, þótt við segjum enn á hinn bóginn gimbrar og lifr- ar. Vigrar og næfrar koma nú sjaldan fyrir í daglegu máli. I Bjarkamálum hinum fornu stendur: Dagr er upp kominn, dynja hana FJAÐRAR. Mál er vílmögum að vinna erfiði. Og í Völundarkviðu: Önnur var Svanhvít, SVANFJAÐRAR dró. Vig(u)r merkti spjót, en orðið varð fágætt þegar menn hættu að nota þvílík amboð. Aftur á móti varð- veitist það sem eyjarnafn. Alltítt var að nota orðið vigur í kenningum. Egill Skallagrímsson á að hafa nefnt orustu vigra seið = spjóta söng, og Páll Vídalín kvað 1715: Man eg það enn skal una oss og baugahnossu guð, sá er gæfu ræður, gefur sigr í dyn VIGRA. Fátt er nú talað um næfr- ar = barkarflögur. Helst kemur orðið fyrir í stofnsam- setningunni næfurþunnur. En beyging orðsins fjöður lifir, held ég, góðu lífi í orðunum gimbur og lifur, og eðlilegt þykir það tal, að segja um mann að hann sé í eða frá Vigur. Með því að menn eru nú farnir að ná áröngrum í keppnum eftir æfingadvalir erlendis, læt ég fljóta hér með í lokin vísu eftir góð- kunningja minn í Reykjavík. Þar er árangur þó enn í eintölu: Árangurinn sýnist sá af sálar minnar þófi, að enginn drekka meira má en mátulega í hófi. Styrkið og f egr ið líkamann DÖMUR OG HERRAR Ný 4ra vikna námskeiö hefjast 29. apríl Leikfimi fyrir konur á öllum aldri. Hinir vinsælu HERRATÍMAR í hádeginu. Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt yoga og megrandi æfingum. Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira. Sértímar fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar í baki, eða þjást af vöðvabólgu. Vigtun — mæling — sturtur — Ijós — gufuböð — kaffi — nudd Innritun og upplýsingar alla virka daga frá kl. 13—22 í síma 83295. Júdódeild Ármanns Ármúla 32. Verzlunarskólanemar útskrifaðir með verzlunarpróf 1975. Komiö verður saman aö Hótel Heklu v/ Rauðarárstíg miövikudaginn 30. apríl kl. 18.00 stundvíslega. Klæönaöur: Jólafötin. Nefndin. Fjallgöngumenn Miövikudaginn 30. apríl kl. 8.30 í húsi Slysavarnar- félags íslands, Gróubúö, heldur Sam Crymble frá Glenmore Lodge í Skotlandi fyrirlestur um klifurferö frá Perú, Baffinslandi-og fl. Einnig kynning á framleiðsluvöru frá Blacks of Greenock, Skotlandi, auk sérbúnaöar. Öllum heimill ókeypis aögangur. Lsiðbainsndur Stjórnunarfélagiö heldur námskeiö í Sölu- mennsku í fyrirlestrasal félagsins aö Síöu- múla 23 dagana 2., 5. og 6. maí nk. frá kl. 13—17 alla dagana. Rædd veröa helstu vandamál sem sölumenn mæta og hvaöa tækni má beita viö lausn þeirra. Gerö verður grein fyrir vinnubrögðum sem sölumenn geta tamiö sér í því skyni aö auka eigin afköst. Námskeiöiö er einkum ætlað sölumönnum í heildsölu og iönfyrirtækjum. Skráning þátttakenda og nánari upplýs- ingar hjá Stjórnunarfélagi íslands, sími 82930. Arni Gunnsrsson, viAskiplafraðingw. Öm Johnaon, Irwnkvamdnljóri. Síöumúla 23 — Sími 82930 I I BÉI ffl WFWkiBT 22“ Kr. 699.000.- (664.000 staðgr.) 26“ Kr. 773.000.- (734.000 staðgr.) anœstunm Úrvalsferdir 1980 Vikuferðir til London alla laugardaga. Verð frá kr. 216.000.- Aukaferð til London 24. apríl. 5 nætur London verð frá kr. 168.300.- 9. maí 2 og 3 vikur Mallorca. Verð frá kr. 12. maí 3 vikur Ibiza. Verð frá kr. 346.000,- 30. maí 2 og 3 vikur Mallorca. Verð frá kr. 250.000.- FERDASKRIFSTOFAN ”f J— URVAL^r STURVÖLL SÍMI 26900 SJÓNVARPSBÚDIN BORGARTÚNI 10 REYKJAVÍK SlMI 27099 VIÐ AUSTURVOLL EF ÞAÐ ER FRETT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.