Morgunblaðið - 27.04.1980, Síða 14

Morgunblaðið - 27.04.1980, Síða 14
 14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRÍL 1980 ANNA BJARNADÓTTIR SKRIFAR FRÁ WASHINGTON: Fólki þykir þessi ferð niðurlægiandi fyrir þjóðina En viðbrögð við henni hafa þó verið Carter í vil WashinKton. 2fi. apríl. Frá önnu Bjarnadóttur íróttaritara Mhl. BANDARÍSKUR almenningur og íréttamenn munu væntanlega reyna næstu vikurnar að fá svör við spurningum varðandi misheppnaða tilraun Bandaríkjaforseta til að bjarga gíslunum 50 í bandaríska sendiráðinu í Teheran á fimmtudag. Tilraunin kom öllum að óvörum og á föstudag var ekki fjallað um annað í bandarískum fréttum. Harold Brown, varnarmálaráðherra, sagði á blaðamannafundi á föstudag, að björgunarferðina hafi orðið að fara nú, áður en daginn færi að lengja verulega í Iran og hlýna færi í veðri, eða af henni hefði ekki getað orðið í sex mánuði. Það þótti of langur tími og því var látið til skarar skríða. Björgunarsveitin, sem var send, hefur verið við æfingar við svipað- ar aðstæður og eru í íran síðan í nóvember. Hún var vel þjálfuð og sagt er, að mesti vandi ferðarinn- ar hafi verið að komast al!a leið til Teheran. Frá Persaflóa, þaðan sem ferðin hófst, til Teheran eru um 700 mílur. Þyrlur eru ekki byggðar fyrir svo langt flug. Þegar 3 af 8 þyrlum leiðangursins biluðu á miðri leið var hætt við björgun- artilraunina. Engin svör hafa fengizt við því, hvernig átti að ná gíslunum úr klóm „stúdentanna" í sendiráðinu. Brown talaði, eins og það hefði orðið minnsti vandinn, og aðrir trúnaðarmenn forsetans slógu á sömu strengi. Þetta hefur leitt til bollalegginga um, að aðstoð hljóti að hafa beðið í Teheran. Stjórn- völd, og jafnvel hluti „stúdent- anna“ sjálfra, hafa verið nefnd í því sambandi. Blaðamaður the Washington Star, sem áður var starfsmaður CIA, sagði í sjón- varpsþættinum the Mcneil Lehrer Report í kvöld, að hann teldi afar ólíklegt, að bandaríska leyniþjón- ustan hafi verið með í ráðum. Hann sagði, að hún hefði aldrei stuðzt við utanaðkomandi þyrlur eða mannafla. Fréttir herma, að björgunar- Simamynd AP. Loftmynd af birgðageymslunum í Fort Bragg í Norður Karólína sem breytt hefur verið í þjálfunarmiðstöð fyrir „Deltaliðið," sveit sjálfboðaliða sem ætlað er að inna af hendi björgunaraðgerðir og kljást við hryðjuverkamenn. Embættismaður í Washington sagði ígær aðDeltaliðiðhefðitekið þátt S í björgunaraðgerðinni í Iran á föstudagsmorgun. sveitin, sem var send til íran, hluti herliðs frá Norður-Karólír sem er sérþjálfað í átökum ge; hryðjuverkamönnum. Dagblað Norður-Karólínu sagði í frétt, st ekki fékkst staðfest í dag, að sai konar sveit hafi verið send miöausturlanda skömmu eftir gíslarnir voru handteknir í nc ember, en þá hafi verið hætt við reyna að bjarga þeim með valdi Jimmy Carter hefur tekið a ábyrgð á björgunartilrauninni sínar hendur. Hún var fyrst ræ í alvöru 11. apríl sl., en ákveðið \ að láta af henni verða 14. api þegar þótti ljóst, að hún g£ tekizt. Carter bannaði fer Bandaríkjamanna til Iran apríl og sagt er, að það hafi ve til að tryggja öryggi einstaklin vegna yfirvofandi björgunarfe: ar. í dag var sagt, að Carter h alltaf verið hikandi við ferðina, hann hafi hætt við hana við fyrí tækifæri, þegar eitthvað bjátaði Fólki þykir að vissu marki þe misheppnaða ferð vera niðurlæ andi fyrir þjóðina. En viðbrögð ■ henni hafa þó mestmegnis ve Carter í vil. Bandamenn í Evró hafa verið fremur jákvæðir viðbrögðum sínum og flestir þii menn styðja aðgerðir forseta Leiðtogum þingsins þykir sárt hafa ekki verið hafðir með í ráði eða notið trúnaðartrausts. Ut; ríkisnefnd þingsins mun væntí lega krefjast fullrar skýringar ) forseta á ferðinni. Allir keppendur Carters i forsetaembættið, nema John Ar erson, Henry Kissinger, fv. ut£ ríkisráðherra, og Richard Nixi fv. forseti, lögðu blessun sína y aðgerðir Carters í dag. Á morg kemur í ljós, hvort aðgerðir ha hafa áhrif á kjósendur, en den kratar halda þá prófkosningai Michigan. Aðeins Reuss, fulltri deildarþingmaður demókrata I Wisconsin, hefur skorað á Cari að draga sig nú út úr forsetakoí ingabaráttunni og helga sig alv forsetastörfum út kjörtímabilið a.b. SINDRA STALHF Fyrirliggjandi í birgðastöð plötujárn Þykktir frá 2—50 mm ýmsar stæröir. m.a. 1000x2000 mm 1500x3000 mm 1500x5000 mm 1500x6000 mm 1800x6000 mm Borgartúni31 sími 27222 Póstmenn álykta um ófremdarástand í húsnæðis- málum póstþjónustunnar MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatiikynning frá Póstmannafélagi íslands: Eins og margsinnis hefur komið fram í fréttum ríkir hið mesta ófremdarástand í húsnæðismálum póstþjónustunnar í landinu. Á aðal- fundi PFÍ sem haldinn var 17. apríl 1980 var því samþykkt eftirfarandi „Aðalfundur Póstmannafélags íslands haldinn 17. apríl 1980, beinir nú þeirri spurningu til sam- gönguráðherra, með tilliti til álykt- ana sinna á undanförnum árum, hvort ríkisvaldið sé ekki orðið mörgum áratugum á eftir áætlun með framkvæmdir í húsabygginga- málum póstþjónustunnar í land- inu? Liggja ekki einmitt þar hinar raunverulegu orsakir sívaxandi seinagangs í virkri póstþjónustu innanlands og einnig til og frá útlöndum, eins og kvartanir fólks- ins í landinu að undanförnu bera með sér? Ennfremur vill PFÍ benda á, að síðan hluti póstgangnadeildar var fluttur beint undir samgönguráðu- neytið, hefur sá hluti hennar sem enn heyrir undir Póst- og síma- málastofnunina ekki haft örugga forustu og starfsaðstöðu. PFÍ beinir því nú til samgönguráðherra, að staða deildarstjóra póstgangna- deildar verði auglýst til umsóknar nú þegar, enda hefur hún verið laus frá 1. ágúst 1979. í ljósi þessara ábendinga, skorar PFÍ enn einu sinni á samgönguráð- herra að stuðla að því, að raunhæf- ar framkvæmdir og umbætur verði gerðar í þessum málum hið allra fyrsta." Ný stjórn var kosin hjá félaginu á fyrsta fundi nýkjörirs félagsráðs sem haldinn var daginn eftir aðal- fund, 18. apríl. Formaður var end- urkjörinn í þriðja sinn Björn Björnsson, útibússtjóri. í hinni nýkjörnu stjórn félagsins eiga nú sæti: Björn Björnsson, formaður, Kristín Jenný Jakobsdóttir, Sigurð- ur Samúelsson, Sævar Einarsson, Þorgeir Ingvarson auk varamann- anna Leu Þórarinsdóttur og Gunn- laugs Guðmundssonar, sem sitja alla stjórnarfundi félagsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.