Morgunblaðið - 27.04.1980, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRIL 1980
Fyrsta frumvarp
Ragnars Arnalds:
Skattstigar:
20% af fyrstu 3 milljónum
35% af næstu 3 milljónunum
50% af 6 milljónum og yfir
Persónuafsláttur 440.000 krónur
Barnabætur:
130.000 með 1. barni
200.000 meö öðru barni og fleirum
50.000 barnabótaviðauki með börnum undir 7
ára
Barnabætur einstæðra foreldra 250.000
Áhrif: Ætlað var aö skattstiginn gæfi ríkissjóði 45
milljarða, en við nánari útreikninga vantaði 2
milljaröa þar á. Miðaö er við 45% tekjuaukningu milli
áranna 1978 og 1979, eins og þá lágu fyrir spár frá
Þjóðhagsstofnun.
Breytingartillögur
stjórnarliðs á þingi:
Skattstigar:
25% af fyrstu 3 milljónunum
35% af næstu 4 milljónum
50% af 7 milljónum og yfir
Persónuafsláttur: 525.000 krónur
Barnabætur:
150.000 með 1. barni
215.000 með ööru barni og fleirum
65.000 barnabótaviöauki með börnum undir 7
ára
Barnabætur einstæðra foreldra 280.000
Áhrif: 43,8 milljaröar í ríkissjóð miðað viö 45%
tekjuaukningu, en tæpa 46 eða 47 milljarða miðað
við nýjustu áætlun Þjóöhagsstofnunar um 47—48%
tekjuaukningu milli áranna 1978 og 1979.
Fyrstu
breytingartillögur
sjálfstæðismanna:
Skattstigar:
25% af fyrstu 4 milljónunum
35% af næstu 4 milljónum
45% af 8 milljónum og yfir
Persónuafsláttur: 525.000 krónur
Barnabætur:
150.000 með 1. barni
215.000 meö ööru barni og fleirum
65.000 barnabótaviðauki með börnum undir 7
ára
Barnabætur einstæðra foreldra 280.000
Áhrif: 34,1 milijarður í tekjur fyrir ríkissjóð, eða 9,7
milljaröa skattalækkun miðað við breytingartillögur
stjórnarliðsins á þingi.
Útvarpsumræður um skattamál á mánudagskvöld:
Tekjuskattsstiginn
teygður upp og’ niöur
Ragnar Arnalds fjármálaráð-
herra skýrði frá tillögum ríkis-
stjórnarinnar varðandi tekju-
skattstiga í ræðu á Alþingi 19.
marz sl. oir mánudaginn 24. marz
mælti hann í efri deild fyrir
frumvarpi ríkisstjórnarinnar um
tekju- og eignarskatt, (fyrsta
frumvarp Ragnars Arnalds).
Enda þótt menn reiknuðu með
hörðum umræðum um málið á
Alþingi, munu fáir, ef nokkur,
hafa rennt grun í þær sviptingar,
sem framundan voru. og öll þau
hliðarspör, sem þingmenn hafa
orðið að taka vegna ýmiss konar
útreikninga og þeirrar óvissu,
sem fylgir skattkerfisbreytingu
þeirri, sem nú er að ganga yfir.
En lítum á atburðarásina í gróf-
um dráttum:
Fjárhags- og viðskiptanefnd
efri deildar fékk málið til með-
ferðar. Þá kom í ljós, að 2ja
milljarða króna reikningsskekkja
hafði orðið, þannig að skattstig-
inn, eins og fjármálaráðherra
lagði hann fram, gaf í raun ekki
nema 43 milljarða króna í stað 45,
sem ríkisstjórnin reiknaði með. Á
fundi fjárhags- og viskiptanefnd-
ar 27. marz komu fram tillögur
ríkisstjórnarinnar um 4 valkosti
varðandi tekjuskattstiga, per-
sónuafslátt og barnabætur, sem
Halldór Ásgrímsson formaður fjár-
hags- og viðskiptanefndar neðri
deildar.
allar miðuðu að því að leiðrétta
2ja milljarða króna skekkjuna.
Mikið stríð varð í þingflokkum
framsóknarmanna og alþýðu-
bandalagsmanna vegna þessa-
Eftir hörð átök varð ofan á að
enginn af valkostunum 4 skyldi
notaður og 2ja milljarða króna
skekkjan ekki leiðrétt til fulls,
heldur sættust stjórnarliðar á
nýjan skattstiga (breytingartil-
lögur stjórnarliðs á þingi), sem
þeir sögðu að gæfi af sér 43,8
milljarða króna. Þessi skattstigi
leit dagsins ljós 11. apríl en
eftirgjöfin var í raun harla lítil og
ekki nein, því stjórnarliðar mið-
uðu við 45% tekjuaukningu milli
áranna 1978 og 1979, enda þótt
Þjóðhagsstofnun hefði þá gert
könnun á framtölum í Reykjavík
og stærstu stöðum á Reykjanesi,
sem benti til 47 til 48% tekjuaukn-
ingar. Hvert prósentustig er metið
á um einn milljarð króna, þannig
að áhrif skattstiga stjórnarliðsins
voru þá í raun á bilinu rétt innan
við 46 eða 47 milljarða.
Fundi fjárhags- og viðskipta-
nefndanna 11. apríl lauk svo, að
þrír minnihlutar í efri deild tóku
til við smíði álita, stjórnarliðar,
sjálfstæðismenn og fulltrúi Al-
þýðuflokksins.
Þingflokkur sjáifstæðismanna
Ólafur Ragnar Grímsson formaður
fjárhags- og viðskiptanefndar efri
deildar.
fjallaði um tekjuskattstigann á
fundi að kvöldi mánudagsins 14.
apríl. Talsverðar breytingar urðu
á fundinum á tillögum þeim, sem
lagðar voru fram í upphafi, en
fundinum lauk svo að fulltrúum
flokksins í fjárhags- og viðskipta-
nefnd efri deildar var falið að
leggja þar fram breytingartillögur
(fyrstu breytingartillögur sjálf-
stæðismanna). Þessar tillögur
sögðu sjálfstæðismenn fela í sér
skattalækkun frá fyrirætlunum
ríkisstjórnarinnar um 9,7 millj-
arða króna, en skattstiginn var
miðaður við 45% tekjuaukningu,
þannig að 47—48% tekjuaukning
gæfi í raun 2—3 milljarða á móti.
Framkvæmdastjórn verkalýðs-
málaráðs Sjálfstæðisflokksins
hafði fyrr um daginn lýst stuðn-
ingi sínum við 20, 30 og 40%
skattstiga og voru þingflokknum
kynnt þau sjónarmið. Eftir niður-
stöður þingflokksins lýsti Halldór
Blöndal alþingismaður því yfir, að
hann myndi, þegar málið kæmi til
neðri deildar, flytja þar breyt-
ingartillögur um skattstigann,
sem framkvæmdastjórn verka-
lýðsmálaráðsins hafði samþykkt.
Til annarrar umræðu málsins í
efri deild þriðjudaginn 15. apríl,
komu svo þrír skattstigar og var
skattstigi stjórnarliðsins sam-
Kjartan Jóhannsson fulltrúi Alþýóu-
flokksíns í fjárhags- og vióskipta-
nefnd efri deildar.
þykktur í lok hennar. Alþýðu-
flokkurinn hafði krafizt útvarps-
umræðu um málið og var sam-
þykkt að þriðju umræðu í efri
deild, sem fram skyldi fara að
kvöldi fimmtudagsins 17. apríl,
yrði útvarpað.
En á miðvikudagskvöld óskaði
Ragnar Arnalds eftir frestun á
útvarpsumræðunni, þar sem út-
reikningar ríkisskattstjóra hefðu
sýnt fram á, að skattahækkanir
einstaklinga og einstæðra foreldra
með lágar tekjur yrðu mun meiri,
en ríkisstjórnin sagði koma fram
af fyrri útreikningum. Fresturinn
var veittur fram yfir næstu helgi,
en á fimmtudaginn hóf Kjartan
Jóhannsson, fulltrúi Alþýðu-
flokksins í fjárhags- og viðskipta-
nefnd efri deildar, umræður utan
dagskrár í Sameinuðu þingi, þar
sem hann sagði útreikninga ríkis-
skattstjóra ekki hafa getað komið
þeim á óvart, sem hefðu í raun
kynnt sér fyrri útreikninga, því
niðurstöður ríkisskattstjóra væru
aðeins staðfesting á upplýsingum,
sem lesa hefði mátt úr fyrri
útreikningum reiknistofu Háskól-
ans. Umræður utan dagskrár
stóðu svo allan daginn með einu
hléi, en síðan frestaðist málið og
voru bæði stjórnarliðar og sjálf-
stæðismenn frestinum fegnir. Þeir
Lárus Jónsson einn fulltrúi sjálf-
stæóismanna í fjárhags- og vió-
skiptanefnd efri deildar og fram-
sögumaður minnihluta sjálfstæöis-
manna í nefndinni um tekjuskatts-
máliö.
Guðmundur G. Þórarinsson hefur
hvað haröast andæft skattaáform-
um ríkisstjórnarinnar í þingflokki
framsóknarmanna.
fyrrnefndu hugðust sníða van-
kantana af sínum tillögum og þeir
síðarnefndu fengu þar með tíma
til að komast niður á skattstiga,
sem allir þingmenn flokksins, þeir
sem í stjórnarandstöðu eru, gætu
fellt sig við og þannig yrði ekki um
klofning þeirra að ræða í neðri
deild. Alþýðuflokksmenn hins veg-
ar sögðust ekkert hafa með slíkan
frest að gera og Kjartan Jó
hannsson skrifaði greinar í Morg-
unblaðið, þar sem hann gerði lítið
úr ástæðum fjármálaráðherra
fyrir frestun umræðunnar og
sagðist sjálfur hafa bent á þessa
útkomu varðandi einhleypinga og
einstæð foreldri við aðra umræðu
málsins í efri deild. Fálæti stjórn-
arliða þá við þeim upplýsingum
hefði verið meginorsök þess, að
Alþýðuflokkurinn krafðist út-
varpsumræðu um málið. í nefnd-
aráliti segir Kjartan skattstiga
Alþýðuflokksins gefa ríkissjóði 35
I
Ragnar Arnalds fjármálaráóherra.