Morgunblaðið - 27.04.1980, Síða 24

Morgunblaðið - 27.04.1980, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRIL 1980 Haddad fyrirliöi kristnu hægri mannanna í S-Líbanon: Hefur búið íbúum þessa svæðis griðastað — og létt hryöjuverkum PLO gegn Israel Saad Haddad majór hefur verið mjög í fréttum upp á síðkastið, eftir að liðs- menn hans, sem jafnan eru nefndir „sveitir líbanskra kristinna hægri manna“ í Suður-Líbanon myrtu tvo írska gæzluliða Sameinuðu þjóðanna, tóku tvo fréttamenn höndum og létu sig ekki muna um að grípa í leiðinni tvo eftirlitsmenn S.Þ. og halda þessum fjórum mönnum í gíslingu um hríð. Það svæði sem um er að ræða er tíu kílómetra breitt bleti syðst í Líbanon. Þegar hersveitir ísraela voru á sínum tíma dregnar til baka eftir innrásina í Líbanon, þverneitaði Haddad majór að víkja með sína menn og gekk meira að segja svo langt að hann kvaðst lýsa yfir stofnun sjálfstæðs ríkis. Hann hefur krafizt þess að Kurt Waldheim, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu Þjóðanna segði af sér fyrir afglöp og fáfræði og hann hefur verið UNIFIL, eftirlitssveit- um S.Þ. óþægur ljár í þúfu alla tíð og torveldað mjög störf þeirra, en morðin á írunum kóróna þó allt. Vert er að hafa í huga, að majórinn og sveitir hans höfðu hafið baráttu sína þarna löngu fyrir innrás ísraela og má rekja málið til borgarastyrjaldarinnar í Líbanon. Þá lyktaði málum svo að þetta svæði króaðist nánast af frá öðrum hlutum landsins. Auk þess er sjálfsagt að þeir sem eru hvað áfjáðastir í að fordæma Haddad og aðgerðir manna hans fyrr og síðar hafi í huga að á þessu belti þar sem hann ræður nú lögum og lofum höfðu skæruliðar PLO hreiðrað um sig og gerðu tíðar atlögur að líbönsku hersveitunum, og sprengjuárásir á þorp og fjöldi óbreyttra borgara lét lífið. Að svo búnu gerðu PLO-menn síðan árás- ir yfir landamærin til ísraels. Mörg og voðaleg verk voru unnin — vitanlega í nafni hugsjóna og hagsmuna eins og jafnan — frá þessum svæðum, inn í Israel. Nokkurn veginn óhætt er að fullyrða að Líbanir almennt séu andsnúnir PLO-samtökunum og því er ekki vafi á að íbúarnir á þessu svæði — en þeir munu vera um 60 þúsund, hafi fylkt sér þéttar en ella um Saad Haddad, þótt ekki sé þar með sagt að hann njóti einhliða hylli né óbrigðuls stuðnings. En PLO-menn og hinar grimmilegu árásir þeirra, einkum á óbreytta borgara, urðu til að snúa dæminu Haddad í vil. Þetta er nú nánast liðin saga og það verður að færast majórnum til tekna, þótt sérstæður sé og morð manna hans á Irunum séu bæði Að ofan: Hér leggur majórinn sveig til minningar um börn sem myrt voru í landamæraþorpi íísrael fyrir þremur árum frá stöövum PLO-manna í Suður-Líbanon. Viö athöfnina var Begin forsætisráðherra og Ben Elissar, sem nú er sendiherra ísraels í Egyptalandi. Að neöan: Þannig var útlits í bænum Bint Jebel í S-Líbanon eftir atlögu PLO á þorpið fyrir rúmum tveimur árum. Beate Hamizrachi tók þessa mynd. óskiljanleg og viðurstyggileg. Það hefur alltaf veikt stöðu Haddads hve ósveigjanlegur hann er að viðurkenna lögsögu S.Þ. á þessum slóðum og honum finnst hann sjálfskipaður leiðtogi og frelsari íbúanna. Hann taldi sig vera á góðri leið með að uppræta skæru- liða PLO þegar S.Þ. gripu fram fyrir hendurnar á honum og það er honum ógerningur að sætta sig við. Saad Haddad majór stendur ekki eins einn og hann vill vera láta. Hann og menn hans fá greidd laun frá Beirut í viku hverri og að einhverju leyti taka þeir þaðan fyrirmæli. Hann nýtur dyggilegs stuðnings Israela eins og kunnugt er, þótt mikill ágreiningur sé meðal Israela um aðferðir majórs- ins. Haddad gerir sér tíðförult inn í ísrael og í þorpinu Metúlla, skammt frá landamærum Líban- ons og ísraels hitti ég hann fyrir tveimur og hálfu ári. Ég hafði farið í blaðamann- aferð til Gæðagerðis í boði Press Office. Við Gæðagerði hafa ísrael- ar sett upp merkilega hjálpar- og hjúkrunarstöð fyrir Líbani hand- an landamæranna og var ekki vanþörf á. Þeir útveguðu þeim einnig matvæli, þar sem akurlendi hafði spillzt og vopn hafa án efa farið inn um hliðið í Gæðagerði frá ísrael. Iðja skæruliða var veruleg. Eg skrifaði grein um þessa heimsókn og þá afstöðu- breytingu sem þessi hjálp hefði haft hjá íbúum þessa svæðis. Ég minnist konunnar Söru, sem var reyndar hálf-ísraelsk og kom á hverjum degi frá þorpi handan landamæranna til vinnu í epla- verksmiðju í Metúlla. Hún hafði ekki séð mánninn sinn í marga mánuði, hann komst ekki heim, því að skæruliðar lokuðu leiðinni suður á bóginn, vitanlega með aðstoð Sýrlendinga. Hún sagðist ekki geta imyndað sér að Líbanir gætu nokkurn tíma lyft hendi gegn ísraelum, eftir þá marg- þættu hjálp sem þeir hefðu veitt íbúunum í þrengingum þeirra. Reyndar má benda á, að Líbanir hafa löngum reynt eftir megni að halda sér utan við átök við ísraela. Og Gyðingar hafa náttúrulega sínar kenningar um það, þeir telja sem sé að Líbanir séu afkomendur Esaú. En þá má náttúrulega minna á að ættfaðir Araba var Ismail Abrahamsson, hálfbróðir ísaks, enda skyldleiki ekki ein- hlítur til friðsemdar manna og þjóða í millum. í Metúlla leiddi Sam Becker bílstjóri frá Press Office okkur á fund ísraelskrar blaðakonu, Beate Hamizrachi, sem vann fyrir Jeru- salem Post. Við skröfuðum saman og það kváðu við drunur, spreng- ingar og skothríð í grenndinni. ísraelskar orrustuþotur flugu lág- flug yfir svæðið og stefndu til stöðva skæruliða, hart og títt var barizt í návígi í nokkurra kíló- metra fjarlægð. Beate spurði mig hvort ég hefði ekki áhuga á að hitta yfirmann líbönsku sveit- anna, majór Saad Haddad, sem litið væri á sem eins konar frelsishetju. Mig langaði vitanlega til þess, ég kvaðst búast við að hann væri kannski upptekinn fyrst svona stæði á; auðvitað gæti ég sem hægast komið aftur seinna. Ég hef aldrei síðan skilið hvernig á því stóð að Haddad var ekki að stríða með mönnum sínum þessa stundina, en von bráðar birtist hann, albúinn til að ræða við mig. Við settumst í skuggann í garðin- um hjá Beate, ég og fréttamaður frá Voice of America og Kristín ferðafélagi minn og hann tjáði sig um ástandið. Hann kom ákaflega vel fyrir, var alvörugefinn og traustvekjandi í hvívetna og tók töluvert upp í sig. Hann sagði þá m.a.: „Við erum umkringdir og getum ekkert farið. Okkar eini kostur er að verjast og reyna að vernda þessi þorp, land okkar, konur og börn. Stjórnin i Beirut er gjörsamlega undir hæl Sýrlend- inga og getur enga björg okkur veitt og vill það kannski ekki. Svona hefur þetta verið í marga mánuði og ef ísraelar hjálpuðu okkur ekki væri löngu búið að murka úr okkur líftóruna. Það er kaldhæðnislegt að eina þjóðin sem hjálpar okkur eru Israelar. Frá Israel fáum við vatn og vistir og þurfi fólk á læknisaðstoð að halda fer það yfir landamærin. Við erum ekki aðeins að berjast fyrir land okkar, heldur og sjálfs- virðingu, en ísrael viðist vera eina landið sem skilur tilfinningar okk-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.