Morgunblaðið - 27.04.1980, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRÍL 1980
25
„Bandaríkin hafa selt okkur fyrir
olíuhagsmuni — Eina þjóðin sem
hiálpar okkur eru ísraelsmenn”
— segir libanskur herforingi við
blaðamann Morgunblaðsins
Fráblaðamanni Morgunbladsins, Jóhönnu Kristjónsdóllur.
Tel Aviv. 10. nóvember.
SPRENGJl'DRl'NUR kváðu við á landamærum Israels og l.fban-
on er ég kom þangað sfðdegis í gær. Llbanska þorpið sem ég kom
til heilir Good Fence eða Góðagerði og þar hafði verið kvrrl lengi
vel en síðuslu dægur hafa Paleslfnumenn gert árásir á þorp sem
eru afskekkl og einangruð frá öðrum þorpum. Einni sllkri var að
Ijúka. er ég kom á staðinn. en um manntjón var ekki vitað.
um ekkert farið. Okkar eini
kostur er að verjast og reyna að
vernda þessi þorp, land okkar.
konur og börn. Stjórnin i Beir-
ut er gjörsamlega undir hæl
Sýrlendinga og getur enga
björg okkur veitt. og vill það
kannski ekki. Svona hefur
þetta verið i marga mánuði og
ef Israelsmenn hjálpuðu okkur
ekki væri löngu búið að murka
Framhald á bls 18.
Litlu síðar hofu Palestmu-
menn aðra árás og var sú nokk-
uð þyngri. Libanskar og isra-
elskar sveitir svöruðu um hæl
og litlu siðar sást til israelskra
flugvéla i árásarferð á stöðvar
frelsishreyflngar Palestinu-
manna. A milli hrina náði ég
tali af yfirmanni líbönsku sveit-
anna, Sad Haddad. og sagði
hann:
„Við erum umkringdir og get-
Möðir með tveimur börnum er særðust í loftarasum
Israelsmanna i sjúkrahúsi [ Suður-Lfbanon.
Saad Haddad majór ó blaðamannafundi sem hann hélt nú & dögunum
eftir moröin á írunum. Þar þvoði hann hendur sínar og manna sinna af
ódædinu, en klykkti út meó því aö hóta írskum gæzluliðum öllu illu ef
þeir héldu sig ekki á mottunni.
ar. Bandaríkin hafa selt okkur
fyrir olíuhagsmuni og hirða lítt
hvað um okkur verður. Það er
tómt mál að tala um vopnahlé hér,
því að enginn er til að gæta
þess...“
Að lokum sagði Saad Haddad að
sér virtist sem umheimurinn hefði
dæmt fólk í þessum hluta Líban-
ons til hægs dauða.
Það lá við borð við sætum með
tárin í augunum eftir ræðuna og
okkur fannst við fyllast skilningi,
á því sem væri að gerast. Nokkr-
um mánuðum seinna, ekki löngu
eftir innrás ísraela í Suður-
Líbanon, hringdi ég til Beate til að
fá sjónarvottalýsingu á því sem
væri að gerast. Hún sagði að
líbönsku hersveitirnar berðust
eins og ljón við hlið ísraela og
framsókninni miðaði vel og upp-
rætt hefðu verið mörg skæruliða-
hreiður. Kannski gætu nú Líbanir
þarna — sem má taka fram að eru
flestir Múhammeðstrúar, þótt
Haddad-sveitirnar teljist kristnar
— og Israelar í landamæraþorp-
unum farið að anda rólegar. Svo
spurði hún hvort ég vildi ekki bara
spjalla við Haddad sjálfan, hann
hefði sem sagt rekið inn nefið i
kaffi. Það lá við að ég dytti niður
af stólnum af undrun; sízt hefði ég
haldið að Haddad gæfi sér tíma
frá stríðinu til að skreppa í kaffi
til vinkonu sinnar. En hann kom í
símann baráttuglaður og hress og
það var einmitt í þvi símtali sem
hann sagði að Waldheim ætti að
segja af sér, vegna yfirvofandi
afskipta S.Þ.
Þegar ég var í ísrael í nóvemb-
er sl. lágu leiðir okkar majórsins
enn saman. Ég var í Khan-
klúbbnum í Jerúsalem að hlýða á
Yöffu Yarkoni syngja ísraelsk
þjóðlög. Þá var tilkynnt að nú
myndi ganga í salinn kærkominn
gestur, einn fárra arabiskra vina
Israels. Mér flaug í hug hvort
Anwar Sadat hefði brugðið sér
óforvarendis bæjarleið. En það
var Haddad majór sem gekk í
Frásögn Mbl. a( viötalinu
við Saad Haddad í nóvember
1977.
salinn. Og fékk mikið klapp og
vissu þó túristarnir sem þarna
voru í meiri hluta sjálfsagt fæstir
hver maðurinn var. Við spjölluð-
um saman stund þegar Yaffa var
búin að syngja. Það var sama
þjáningin í rödd hans og fyrr, hún
verkaði bara ekki jafn sannfær-
andi á mig. Honum stökk náttúru-
lega ekki bros, maður sem er að
stríða fyrir hugsjónum verður að
vera mjög alvarlegur. En hann
sagði að ég myndi varla þekkja
mig á þessum slóðum ef ég kæmi
norður. Nú gæti ég farið óhult
allra minna ferða um svæðið og
séð með eigin augum að þar lifði
fólk við frið og öryggi. Það eina
sem angraði hann, sagði hann,
voru þessir apakettir frá UNIFIL,
sem vissu ekkert í sinn haus,
hlýddu ekki fyrirmælum hans og
væru að vaða út og suður án þess
að hafa vit á nokkrum sköpuðum
hlut. Hann ítrekaði að Waldheim
ætti að segja af sér og við
kvöddumst með það.
Það má deila um Haddad og
stefnu hans — að ekki sé nú
minnzt á aðferðir hans. En það
verður ekki af honum skafið, að
hann hefur alla tíð verið sjálfum
sér samkvæmur i baráttu sinni,
slíkt er virðingarvert þótt ekki sé
það einhlítt né endilega rétt.
Hann hefur átt drýgstan þátt í
því að lífið í þessum hrjáðu
héruðum Suður-Líbanons er aftur
farið að gang sinn gang. Börn
skokka í skóla, tiltölulega óhrædd,
karlar og konur ganga til vinnu út
á akra án þess að eiga að ráði á
hættu að stíga á sprengjur eða fá
skot í bakið. Hann hefur notað
ísraela ótæpilega þegar það hefur
að hans dómi verið markmiðum
hans til framdráttar eins og hann
notfærði sér framan af fjölmiðla
til að afla sér samúðar, þótt úr
henni hafi vissulega dregið. Hann
komst væntanlega að þeirri niður-
stöðu að hann ætti þennan eina
kost og hann hefur gert svæði að
griðastað sem áður var undirlagt
af stríðsbrjáli og hryðjuverkum.
Fyrir það verðskuldar Saad Hadd-
ad virðingu, þó að aðferðirnar sem
hann beitir séu á stundum afar
ógeðfelldar og maðurinn sjálfur
virðist á stundum á mörkum þess
að teljast með fullu viti.
texti: Jóhanna Kristjónsdóttir
Þórður Jónsson skrifar
Nýtt lyf
gegn vírusum
Nýlega var skýrt frá því á
blaðamannafundi í Boston, að
tekizt hefði að búa til interferón
með erfðaverkfræðilegum að-
ferðum. Interferón er prótein,
sem frumur manna og dýra
mynda sem svar við sýkingu af
völdum vírusa og kemur í veg
fyrir fjölgun þeirra. Hin nýja
tækni, sem væntanlega mun
leiða til magnframleiðslu infer-
feróns, er líkleg til að valda
byltingu í meðferð hvers kyns
vírussjúkdóma eins og t.d.
venjulegs kvefs. Walter Gilbert,
einn af hélztu frumkvöðlum
erfðaverkfræði, gekk svo langt
að líkja þessari uppgötvun við
þá, sem gerði magnframleiðslu
penisillíns og annarra fúkalyfja
mögulega og olli straumhvörfum
i meðferð bakteríusjúkdóma.
Rannsóknirnar, er leiddu til
framleiðslu interferóns, fóru
einkum fram í Sviss og Finn-
landi á vegum alþjóðlegs fyrir-
tækis, er vinnur að hagnýtingu
erfðaverkfræði. Gilbert er einn
af forvígsmönnum þessa fyrir-
tækis og jafnframt prófessor við
Harvardháskóla. Hann þykir
ekki ólíklegur til Nóbelsverð-
launa i náinni framtíð.
Astæða þess, að menn deyja
yfirleitt ekki úr virussjúkdómum
er m.a. sú, að líkaminn framleið-
is mótefni s.s. interferón gegn
vírusum. Oft tekur hins vegar
nokkurn tíma fyrir líkamann að
gera sér ljóst, að vírus er
vágestur, og menn veikjast því
þar til interferónframleiðslan
hefst og ónæmiskerfið tekur við
sér. Komið getur fyrir, að svörun
líkamans við vírussýkingu sé of
sein og þá deyja menn. Nytsemi
interferóns er því augljós. Ekki
er unnt að bólusetja gegn öllum
vírussjúkdómum, því að vírusar
hafa þá náttúru að stökkbreyt-
ast mjög auðveldlega og yfirleitt
er líkaminn lengi að taka við sér,
er hann á í höggi við vírusa, sem
hann hefur ekki kynnzt áður.
Ennfremur má nefna, að hugs-
anlegt er, að vírusar valdi sum-
um tegundum krabbameins. Tii-
raunir með interferón gegn
krabbameini hafa sumar verið
jákvæðar.
Interferón myndast í öllum
frumum er sýkjast af vírusum,
en er þó mismunandi eftir dýra-
tegundum. Interferón berst frá
sýktum frumum til fruma- í
næsta nágrenni, og kemur þar í
gang framleiðslu á tveimur efn-
um, er koma í veg fyrir myndun
víruspróteina í frumunum.
Virusar geta ekki fjölgað sér af
eigin rammleik, heldur nýta þeir
þær frumur, er þeir sýkja, til
framleiðslu nýrra vírusa. Inter-
ferón stöðvar því alla nýmyndun
vírusa.
Hingað til hefur interferón til
tilraun^ verið unnið úr hvítum
blóðkornum á gífurlega kostnað-
arsaman hátt. Nægilegt inter-
ferón til meðferðar á einum
sjúklingi kostar tugi þúsunda
bandaríkjadala. Verði unnt að
framleiða það með aðferð Gil-
berts ætti það ekki að þurfa að
vera dýrara en hvert annað
algengt lyf.
I grundvallaratriðum er að-
ferð Gilberts og félaga við int-
erferónframleiðslu sú hin sama
og beitt var fyrir tæpum tveimur
árum til að búa til insúlín.
Erfðaefni bakteríu er breytt á
þann hátt, að bætt er við því
geni úr mannsfrumu, er hefur að
geyma uppskrift að interferóni.
Um leið og bakterían býr til þau
prótein, sem lífnauðsynleg eru
fyrir hana sjálfa, framleiðir hún
interférón, sem síðan er unnt að
einangra með efnafræðilegum
aðferðum.
Erfðaverkfræðingar hafa nú
sannað og sýnt enn á ný, hvers
þeir eru megnugir. Þó mega
menn ekki vera of óþolinmóðir
og sýna verður biðlund, því að
oftast er margur þrándur í götu
hagnýtingar vísindauppgötvana.
Enginn skyldi ætla, að virkt lyf
gegn kvefi fáist í apótekum með
haustinu, þótt svo kunni að geta
orðið eftir tíu ár.
Hafliða Hallgrímssym
vel tekið i Edinborg
— Sellótónleikar lenda oft á
troðnum slóðum, en hljómleika-
skrá Hafliða Ilallgrímssonar var
lífleg og skemmtileg tilbreyting
segir Conrad Wilson brezkur tón-
listargagnrýnandi, er skrifar um
nýlega tónleika Hafliða Hall-
grímssonar í Queens Hall í Edin-
borg í Skotlandi.
Segir hann að eftir að hafa leikið
Bach og Beethoven, eins og venja
sé, hafi hann leikið myndrænar
útsetningar á íslenzkum þjóðlög-
Leiðrétting
TVÆR villur slæddust inn í grein
Asgeirs Sigurgestssonar sálfræð-
ings, sem birtist á blaðsíðu átta í
Morgunblaðinu í gær. Orð féllu
niður úr setningu í öðrum dálki,
en rétt á hún að vera þannig: „Þar
skulu menn rótast um stund í
flaginu, hafa allt á hornum sér,“
og svo framvegis.
Þá misritaðist orð í fjórða dálki
greinarinnar, en rétt á setningin
að vera svona: „Má í því sambandi
benda á mann að nafni Jean
Piaget, sem hefur í hálfa öld
skrifað merkar greinar um vits-
munalíf mannfólksins þó enn
virðist þær,“ o.s.frv.
Leiðréttist þetta hér með, og eru
lesendur og greinarhöfundur
beðnir velvirðingar á mistökun-
um.
Hafliði Hallgrímsson
sellóleikari.
um. Síðar lék hann Vivaldi og
Schumann og endaði á eigin verki,
sem skrifað hafi verið á tíu ára
tímabili og mjög yfirgripsmikið.
„Solitaire", eins og verkið heitir,
hafi hljómað eins og dagbók sellist-
ans, rannsókn á heimi hljóðfæra-
leikarans og hafi verkið verið mjög
ljóðrænt. Síðar í gagnrýninni segir
að þótt Hafliði Hallgrímsson sé
bezt þekktur sem fyrsti sellisti
skozku kammerhljómsveitarinnar,
sé hann áhugaveVt tónskáld og
góður einleikari. „Solitaire" hafi
verið áhrifamikið verk og flutning-
ur þess einnig og sama mætti segja
um þjóðlögin og verk Sehumanns.