Morgunblaðið - 27.04.1980, Side 26

Morgunblaðið - 27.04.1980, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRÍL 1980 .. goo ----------:} 1oo—t Teikning af „Romsdalshytta" sem Sumarhús flytja m.a. inn, en fyrirtækið sýndi slík hús á sýningu í Laugardalshöllinni á sl. ári. Ljósm.: Emilía DAGLEGT LlF Stóllinn er úr furu og með handofnu áklæði. Hann kostar 415.950 krónur en með verksmiðju- unnu áklæöi kostar slíkur stóll krónur 212 þúsund. Skápurinn kostar 728.350 þúsund krónur og er úr furu. Báöir hlutirnir eru frá Krogenæs möbler. Húsgögn í sumarbústaðinn Veggklukkan er úr furu og kostar 587 þúsund krónur. Þá fást gólfklukkur úr furu og kosta þær í viöarlitnum kr. 859 þúsund en handmálaðar (antikmálaöar) kr. 1.024.400. Skápurinn undir klukkunni er antikmáluð fura og kostar 530 þúsund krónur, en hann fæst líka í víðarlitnum og kostar þá 439 þúsund krónur. Stóri skápurinn er líka úr furu með handmáluðu mynstri og kostar 479 þúsund krónur og er frá T ronder. Húsgögn í sumarbústaðinn Sumariö er gengiö í garö sam- kvæmt dagatalinu og því er ekki úr vegi aö kynna hér húsgögn sem ætluð eru sérstaklega í sumarbú- staöi þó aö þau geti rétt eins átt viö í venjulegum heimahúsum. Verzlunin Sumarhús viö Háteigs- veg 20 í Reykjavík selur slík húsgögn eingöngu, innflutt frá Noregi og flytur reyndar líka inn sumarhús og smíöajárn. Húsgögn- in eru úr massivri furu í litum viöarins og aftur handmáluö, jafn- framt reyr- og körfuhúsgögn. Hús- gögnin eru flest frá Krogenæs möbler og Tronder í Noregi. Verzl- unin er tiltölulega nýflutt á Há- teigsveginn og aö sögn verzlun- armannsins hefur salan verið tölu- verö upp á síðkastið enda ætti sumarveöráttan aö vera í nánd og sumarbústaöaferöir aö hefjast. Sumarhúsin sem verzlunin flytur inn eru panel- og bjálkahús, sem koma tilsniöin fyrir ofan grunn til landsins. Hús 40 fm aö stærö, fullfrágengin með tvöföldu gleri munu kosta u.þ.b. 8 milljónir í dag. Greiösluskilmálar á húsgögnun- um eru þeir aö viö kauþin er helmingur verösins greiddur út og afgangurinn á 3 mánuöum. Ef um stærri og dýrari húsgögn er að ræöa verður þaö samningsatriöi hvernig greiöslum á V4 verösins er háttaö. Ferðatöskur Orkunotkun heimilis- tækjanna Feröa- töskur Alltaf er einhver farangur nauð- synlegur í ferðum á milli lands- hluta, í viöskiptaferöum eöa feröa- lögum til útlanda. Aöalatriöiö er aö hafa sem minnstan og „réttan" farangur í sem heppilegustum ferða- eða handtöskum. Viö kaup á töskum er þörf á aö yfirvega verð, gæði og ekki sízt þyngd vörunnar, — ef verzlaö er erlendis aö einhverju ráöi getur yfirvigt komið illilega viö fjárhaginn þegar á flugvöll er komiö á leiö heim. Feröatöskur eru e.t.v. ekki beinlín- is ódýr verzlunarvara, en ef viö- komandi feröast mikiö verður hann aö gæta aö endingarmögu- leikum töskunnar. Innviöirnir skipta líka máli, en hólf í hólf ofan eru ekki nauösynleg til þess aö pakka farangrinum á sem hentug- astan máta. Ferðatöskur fá oft misjafna meðferö á leið út í flugvélar eöa önnur flutningstæki, eftir renniböndum o.s.frv. Töluvert öryggi er í því fólgið aö læsa feröatöskum áöur en þær eru látnar af hendi við flutningsaöila og farangurstryggingar sem trygg- ingafélög bjóöa feröamönnum Þessar ferðatöskur fóst í verzluninni Geysi og eru allar úr leðurlíki, — ekta leðurtöskur munu líka kosta töluvert mikla peninga. Ferðataskan lengst til vinstri er af venjulegri stærö og kostar 24 þúsund krónur. Þrjár næstu hafa allar hjól sem getur reynst einkar hentugt í löngum göngum með töskuna t.d. á erlendri grund. Nr. 3 kostar kr. 43.350, nr. 4 sem auk hjólanna hefur axlaband og venjuleg höld kostar 27.350 kr. Ljósa taskan fyrir aftan kostar kr. 61.600 og er „hörð“ á allar hliðar. kosta ekki mikla peninga. Þaö getur veriö hentugt aö merkja eigin ferðatöskur á einhvern hátt þannig aö utan að auöveldara reynist aö þekkja þær um leið og þær koma t.d. á rennibrautirnar á flugvelli á áfangastaö frá öörum eins litum og jafnstórum töskum á brautinni. Þaö er alltaf möguleiki aö taka feil á töskum þrátt fyrir greinilegar nafnmerkingar á þar til gerðum merkimiöum á þeim.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.