Morgunblaðið - 27.04.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.04.1980, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRÍL 1980 STÁLHR Elsa Guðjónsson: íslenskir búning- ar á 16. öld í Morgunhlaðinu 24.4. 1980. bl.s. 20. er sagt að „ekki væru til neinar heimildir hérlendar um klæðnað fólks á 16. öldinni". Af þessu tilefni skal bent á aö marKar myndir sem sýna bún- in>?a bæði karla og kvenna má sjá í tveimur Jónsbíikarhandrit- um frá 16. öld. Er annað þeirra svonefnd Heynesbók, Arnasafn AM 147, 4to, talin vera frá 2. fjórðungi aldarinnar, hitt Arnasafn AM 345, fol., talið frá lokum aldarinnar. Ennfremur má nefna myndir í Jónsbókar- handritinu Ny kgl. sml. 1923. 4to í Konungsbókhlöðu i Kaup- mannahöfn. frá seinni hluta aldarinnar og i bænabókar- handriti, R:719 i háskólabóka- safninu i Uppsölum, frá sama tima og Heynesbók. Fleiri myndskreytt handrit frá 16. öld mætti nefna. svo sem Jónsbók- arhandritin Ledreborg MS. 318 4to, nú i Konungsbókhlöðu i Kaupmannahöfn, og Árnasafn AM 140, 4to. Tvö fyrsttöldu handritin munu þó vera hin helstu hvað búningamyndir varðar. Talsvert af myndum úr of- angreindum handritum hefur birst á prenti í ýmsum ritum og af ýmsu tilefni. Sjá t.d. Sigfús Blöndal og Sigurð Sigtryggsson, Myndir úr menningarsögu ís- lands á liðnum öldum (Reykja- vík, 1929), myndir 42, 43 og 123; Halldór Hermannsson, Iceland- ic Illuminated Manuscripts of the Middle Ages (Copenhagen, 1935), myndasíður 75 a, 76 a—e og 77 a og b; sami höfundur, Illuminated Manuscripts of the Jónsbók. Islandica, XXVII (Ith- aca, 1940), myndasíður III— VIII; Jónas Kristjánsson, Hand- ritin og fornsögurnar (Reykja- vík, 1970), myndir bls, 10—11,14, 30 (9), 56-57, 58-59, 60-61, 64, 66—67 og 70—71; Svavar Sig- mundsson „Handritið Uppsala R:719“, Opuscula septentrional- ia. Festskrift til Ole Widding 10.10.1977 (Hafniæ, 1977), eink- um 1. mynd (eða sami höfundur, „Ermolaus og Erasmus i et islandsk hándskrift", Icono- graphisk post, 4. hefti 1979, bls. 16, 1. mynd); Daniel Bruun, „íslenskir kvenbúningar", Eim- reiðin, 10. árgangur, 1904, bls. 4, 1. mynd; Elsa E. Guðjónsson, íslenzkir þjóðbúningar kvenna frá 16. öld til vorra daga (Reykjavík, 1969), myndir 2 og 3. Margar þessara mynda eru í lit í handritunum. Auk ofangreindra mynda er lýsing á klæðaburði íslendinga að finna í Islandslýsingu sem talin er samin, aðallega 1588— 1589, af Oddi biskupi Einarssyni (f. 1559, d. 1630). Rit þetta var skrifað á latínu, en gefið út í vandaðri þýðingu af Menningar- sjóði árið 1971, og er frásögnin af klæðnaði landsmanna á bls. 98—101 í þeirri bók. Elsa E. Guðjónsson. Flugvélakostur Flugfélagsins Arna á ísafirði. Hörður fyrir miðið á myndinni ásamt farþegum. Mynd Mbl. Kristján Hann er allt í senn, sópari, rekstrarstjóri og forstjóri „ÉG er allt í senn, sópari, rekstr- arstjóri flugdeildar og forstjóri," sagði Hörður Guðmundsson, flug- maður og stofnandi flugfélagsins Arna á ísafirði, í samtali við blaðamann Mbl. „Það hefur verið stöðug aukning á starfsemi félags- ins í gegnum árin — engin stór- stökk, heldur jafnt og þétt aukn- ing,“ sagði Hörður en nú eru 11 ár síðan Flugfélagið Ernir var stofn- að. „Á síðasta ári settum við á laggirnar bílaleigu og höfum 10 bíla til leigu í sumar.“ Hvað eruð þið með margar vélar? „Við erum nú með tvær vélar, Islander og Piper Aztec, báðar tveggja hreyfla. Á síðasta ári flugum við 115 sjúkraflug en auk þess höfum við reglulegar áætlunarferðir til Suðureyrar við Súgandafjörð, og þrisvar í viku til Þingeyrar, Bíldudals og Patreksfjarðar. Þá fljúgum við leiguflug allt að því daglega og einnig er póstflug snar þáttur í starfsemi okkar. Lend- ingar véla okkar voru 2080 á síðasta ári, sem þykir talsvert mikið en einnig bcr að hafa í huga, að flug hér á Vestfjörðum er fremur stutt,“ sagði Hörður. Norskir leiðtogar Snúast öndverðir gegn árásum sovéskra blaða LEIÐTOGAR Verkamanna- flokksins í Noregi hafa snúist öndverðir gegn árásum sov- éskra blaða á varnarmála- stefnu Norðmanna. Odvar Nordli, forsætisráðherra, sagði að árásir sovéskra blaða einkenndust af, van- trausti, grunsemdum og röngum upplýsingum og stuðluðu ekki að góðum sam- skiptum þessara tveggja nágrannaríkja. Odvar Nordli sagði fyrir skömmu á fundi meðal flokks- manna Verkamannaflokksins, að herbirgðastöðvar í Noregi yrðu ekki það miklar að öðrum þjóðum stafaði hætta af. Hann lagði á það áherzlu að birgðastöðvarnar yrðu undir stjórn Norðmanna. Þá lagði forsætisráðherrann áherzlu á, að kjarnorkuvopn yrðu ekki höfð á norskri grund. Reiulf Steen, formaður Verkamanna- flokksins, sagði, að árásir sov- éskra fjölmiðla á Norðmenn skelfdu ekki Norðmenn. Ef það er tilgangur Sovétmanna þá hefur það þveröfug áhrif, sagði Steen. Thorvald Stolten- berg, varnarmálaráðherra, lagði áherzlu á það meðal u**sf flokksmanna, að það hefði aldrei komið til greina að koma upp kjarnorkuvopnum í Noregi. Þá sagði hann, að herbirgðastöðvar í Noregi væru ekki nýjar af nálinni í norskri landvarnarstefnu. Hynd úr Jónsbókarhandriti, rá 2. ársfjórðungi 16. aldar. „Heynesbók“, Árnasafn AM 147, 4to, Fyrirligqjandi í birgðastöð PRÓFÍLPÍPUR □ 1 1 O 1 I I II 1 □ CZD □ ŒZJCHZD 1 I O I O Fjölmargir sverleikar. Borgartúni31 sími27222 Ýkjur til að auka sölu — segir Dean um bók Agnews WashinRton, 23. april. AP. I NÝÚTKOMINNI bók sinni, sem hefst á orðunum „Ég er saklaus,“ heldur Spiro Agnew, sem var varaforseti Bandarikjanna i tið Nixons, því fram, að hefði hann gert sér ljóst hversu alvarleg áhrif Watergate-hneykslið ætti eftir að hafa á stöðu forsetans, hefði hann sennilega ekki sagt af sér embætti árið 1973. Agnew segist hafa staðið gegn þrýstingi þeirra, sem kröfðust afsagnar hans vegna skattsvika- máls er hann var flæktur í, þar til honum hafi borizt hótun frá Alexander Haig sem á þessum tima var starfsmannastjóri Hvíta hússins, en orðsendinguna frá Haig segist Agnew hafa skilið sem morðhótun. Haig hefur vísað þessum áburði á bug sem hlægilegri firru, en John Dean, sem á frumstigi Wat- ergate-málsins lék eitt af aðal- hlutverkunum og varð meðal ann- ars uppvís að röngum framburði, fullyrðir nú að staðhæfingar Agn- ews um morðhótun þessa séu ýkjur einar, til þess ætlaðar að vekja athygli á bókinni svo hún seljist betur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.