Morgunblaðið - 04.05.1980, Side 2

Morgunblaðið - 04.05.1980, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ1980 Dómur í Borgardómi Reykjavíkur: Veð Sementsverk- smiðjunnar vegna skulda Breiðholts í húsi Rafha staðfest Eftir 1. maí er ekki leyfilegt að aka um götur Reykjavíkur á negldum hjólbörðum og er um þessar mundir mikii örtröð á hjólbarðaverkstæðum þegar menn keppast við að koma sumarhjólbörðum undir. Lögreglan minnir ökumenn um þessar mundir á að láta skipta, en vegna anna á verkstæðunum hefur hún enn ekki gengið mjög hart fram. Eftir fáa daga má hins vegar búast við að hún fari að beita menn sektum fari þeir ekki að reglugerðinni. Ljósm. Emiiía. „Engin ný hús verða tengd verði tillagan samþykkt46 — segir Jóhannes Zoéga um tillögu gjaldskrárnefndar um 10% hækkun KVEÐINN hefur verið upp í borgardómi Reykjavíkur dómur í máli Sementsverksmiðju ríkis- ins gegn Breiðholi hf. og Rafha vegna 30,5 m.kr. veðskulda Breiðholts við Sementsverk- smiðjuna. Hvíla veðin á húsi er Breiðholt reisti við Háaleitis- braut 68 og seldi Rafha hlut í 7. júlí 1977. Hafði Breiðholt Seldu afl- ann ytra FJÖGUR islenzk fiskiskip seldu afla i Bretlandi og Þýzkalandi i vikunni. Ýmir frá Hafnarfirði seldi rúm 124 tonn í Grimsby á mánudag og fékk að meðaltali 362 krónur fyrir kílóið, sem er fremur lélegt verð. Uppistaðan í aflanum var þorskur. Þá seldi Otur frá Patreksfirði 176 tonn í Cuxhaven á þriðjudag og fékk 405 krónur að meðaltali fyrir aflann. Uppistaðan í afla Oturs var karfi. Sæbjörg VE seldi í Grimsby á miðvikudag 67 tonn og fékk að meðaltali 532 krónur fyrir kílóið. Uppistaðan í aflanum var þorskur. Loks seldi ísleifur VE 78 tonn, aðallega þorsk í Hull á fimmtudag- inn og var meðalverðið 480 krónur fyrir hvert kíló. ÝMSAR breytingar hafa orðið á rekstri fasteignasölunnar Eigna- miðlunarinnar. Undanfarin 11 ár hefur hún haft aðsetur að Von- arstræti 12, en hefur nú verið flutt í ný húsakynni að Þinghoitsstræti 3. skuldbundið sig til að leysa eignina úr veðböndum fyrir 20. sept. sama ár, en það ekki verið gert. Veð Sementsverksmiðjunnar í húsnæðinu er Rafha keypti tóku til almennra viðskiptaskulda Breiðholts á þessum tíma. Til að forða eigninni frá uppboði í nóv- ember 1977 greiddi Rafha kröfu Sementsverksmiðjunnar sem þá var rúmar 20 m.kr. og kom hún til lækkunar kaupverðinu við Breið- holt. Hafði þá Breiðholt fullvissað Rafha um að Sementsverksmiðjan myndi aflétta allsherjarveði sínu af eigninni. Viðskipti Breiðholts við Sementsverksmiðjuna héldu áfram og var nú stefnt vegna víxla vegna viðskiptaskulda sem til eru orðnar eftir að Breiðholt seldi Rafha sinn hlut, alls um 30,5 m.kr. Hafði Rafha bent Sementsverk- smiðjunni á að henni væri óheim- ilt að nota húseignina sem trygg- ingu fyrir viðskiptum Breiðholts eftir að hún var seld Rafha. í dómsorðum segir að stefnandi, Sementsverksmiðjan, eigi 2. verð- rétt í húsnæði Rafha til trygginar ofangreindri fjárhæð áSamt vöxt- um og telur dómurinn ekki skipta máli þótt víxlarnir séu útgefnir eftir að afsal fyrir eigninni var gefið út og því beri að taka til greina kröfu Sementsverksmiðj- unnar um staðfestingu verðréttar- ins í húsnæði Rafha. lögmaður hefur látið af störfum hjá fyrirtækinu, en hann var meðstofn- andi þess 1957 og hefur gegnt störfum fyrir það undanfarin ár. Unnsteinn Beck hrl., fyrrverandi borgarfógeti er nú lögfræðingur fyrirtækisins. „ÞAÐ er alveg ljóst að við getum ekki ráðist i neinar nýjar fram- kvæmdir á árinu, þ.e. engin ný hús á svæðinu verða tengd hita- veitu ef tillaga gjaldskrárnefnd- ar verður samþykkt í rikisstjórn- inni,“ sagði Jóhannes Zoéga, hita- veitustjóri, er Mbl. innti hann álits á þeirri tillögu gjaldskrár- nefndar að heimila Hitaveitu Reykjavikur 10% gjaldskrár- hækkun, en hitaveitan fór fram á 58% hækkun. „Þá er stórhætta á því að ekki verði hægt að ljúka þeim verkefn- um, sem við erum komnir nokkuð áleiðis með,“ sagði Jóhannes. „Ég trúi því hins vegar ekki fyrr en ég tek á, að ríkisstjórnin staðfesti þessa tillögu gjaldskrárnefndar, ég geri mér vonir um að veruleg lagfæring fáist þar á, enda er þetta alveg út í hött þar sem fyrir liggur að við þurfum að fá um 58% hækkun til þess að hlutirnir gangi eðlilega fyrir sig,“ sagði Jóhannes ennfremur. Georg Ólafsson, verðlagsstjóri, formaður gjaldskrárnefndar, sagði í samtali við Mbl., að sér kæmu þessi ummæli hitaveitu- stjóra á óvart. Að mati gjald- skrárnefndar hefur hann ekki ástæðu til að taka svo djúpt í árinni. En á meðan ríkisstjórnin hefur ekki afgreitt málið vil ég ekki ræða það frekar," sagði Georg ennfremur. Þá sagðist Georg ekki neita því að gjaldskrárnefnd hefði lagt til lækkun á gjaldskrárbeiðnum fleiri fyrirtækja, en vildi ekki tjá sig frekar um málið á þessu stigi. Hér mun vera um að ræða beiðnir Landsvirkjunar um 30% hækkun, Áburðarverksmiðjunnar um 53% og beiðnir frá hitaveitum úti á landi. Uppsagnir hjá Þörunga- vinnslunni Miðhúsum á Barðaströnd. 2. mai 1980. ÞÖRUNGAVINNSLAN hf. á Reykhólum hefur starfað að því að undanförnu að þurrka þorsk- hausa og bein, en nú hefur tíu manns verið sagt upp störfum og hættu þeir vinnu hinn fyrsta maí. Væntanlega verður þetta fólk þó endurráðið þegar fram kemur á vorið. Þetta er mjög varhugaverð þróun í litlu byggðarlagi, því í þessum hópi er fjölskyldufólk sem þarf á öllu sínu að halda á þessum óðaverðbólgutímum. — Sveinn. Hlutafé Eim- skips tvöfaldað SAMÞYKKT var á aðalfundi Eimskipafélagsins á föstudag að útgefið hlutafé verði tvöfaldað og jafnframt verði heimiluð sala á viðbótarhlutafé, þannig að heim ilað hlutafé verði samtals 1.950 millj. króna. Heimilað hlutafé samkvæmt samþykktum félagsins er nú 960 millj. kr. Útgefið hlutafé er rúm- lega 930 millj. Skráðir hluthafar voru í árslok 13.236 talsins. Einnig var samþykkt á fundin- um að hluthöfum yrði greiddur 10% arður af hlutabréfum fyrir árið 1979. Eigriamiðlunin opn- ar á nýjum stað Sigurður Ólason hæstaréttar- Nýja Ránin hét áður C.S. Forester: Frægur landhelgisbrjót- ur í íslenzka flotann HLUTAFÉLAGIÐ Gnoð h.f. í Hafnarfirði hefur keypt til landsins enska skuttogarann C.S. Forester og skírt hann Rán HF 342. Kemur togarinn til heimahafnar í dag í fyrsta skipti. C.S. Forester er gamall kunningi okkar íslendinga úr þorskastríðunum og enn má sjá merki eftir tvær fallbyssu- kúlur varðskipsins Þórs í skrokki skipsins. Það var að morgni 19. júlí 1974 að Þór kom að Forester að veiðum innan fiskveiðimarkanna við Hvalbak. Skipverjar hjuggu á vörpuna og sigldu á brott en Þór elti skipið 120 sjómílur á haf út. Skotið var 8 skotum að skipinu og hittu þrjú, þar af hitti eitt skotið rafmagnstöflu svo að togarinn stöðvaðist. Þetta var meistaraskot hjá Guðjóni Arngrímssyni stýri- manni, eins og Höskuldur Skarp- héðinsson skipherra orðaði það við Mbl. í gær. Skipstjóri á Forester var margfrægur landhelgisbrjót- ur, Dick Taylor. Skipið var smíðað 1969 í Eng- landi, eftir kröfum Lloyds-flokk- unarfélagsins. Skipið er 56,5 metra langt og 11 metra breitt. Ennþá má sjá merki eftir kúl- urnar frá Þór T í ' A J » iWtffi W .11 |s*. JM H Aðalvél er af gerðinni Werkspoor 1950 hp. (Stork-Werkspoor). Hjálparvélar af gerðinni Stork frá Hollandi. Rafkerfi er riðstraumur, nema fyrir togvindu, þar er rakstraumur. Togvinda er 4 tromlna vinda af gerðinni Holmes Lectron, hver tromla tekur 1200 faðma af togvír. Skipið er einnig búið flotvörpuvindu og tveimur kapalvindum fyrir höfuðlínumæli. Rafeindatæki eru 2 ratsjár af gerðinni Decca, gíróáttaviti af gerðinni Sperry, 2 dýptarmælar af Kelvin Huge-gerð, auk asdic- mælis og fleira siglingatækja. Fiskilest er einangruð og kæld með kæli-spírölum. Ganghraði í reynslusiglingu var 14 sjómílur. Skipið hefur reynst mjög vel og 4 sinnum fengið verðlaun fyrir afla og sölur. Skipstjóri á heimsiglingu var Sverrir Erlendsson. Skipið kemur í stað síðutogarans Ránar GK 42, sem nú hefir verið selt ísstöðinni h.f. í Garði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.