Morgunblaðið - 04.05.1980, Side 4

Morgunblaðið - 04.05.1980, Side 4
i 4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ1980 Sími 2 22 60: Bein lina um skógræktarmál Bein lína er á dagskrá útvarps i kvöld klukkan 19.25 og að þessu sinni eru þeir Vilhelm G. Kristinsson og Helgi H. Jónsson umsjónarmenn þáttarins. Vilhelm sagði í samtali við Morgunblaðið fyrir helgi, að í þættinum að þessu sinni yrði fjallað um ár trésins og annað það sem viðkemur skógrækt og gagn- semi hennar hér á landi. Pyrir svörum sitja þeir Sigurður Blönd- al skógræktarstjóri og Vilhjálmur Sigtryggsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Auk þess sem fólk getur spurt um skógrækt og fleira henni viðvíkjandi í landinu almennt, þá mun verða heimilt að koma með persónulegar spurningar um eigin skógrækt heima undir húsvegg, og munu þeir félagar reyna að svara því sem að þeim verður beint af því taginu einnig. Hlustendur geta hringt í síma útvarpsins á meðan á þættinum stendur, síma (91) 22260, og borið fram spurningar sínar. Pabbaþáttur um sjóinn Pabbaþátturinn og barna- tíminn hennar Bryndísar Schram er á dagskrá sjón- varps í dag klukkan 18.10 eins og venjulega á sunnudög- um. Meðal efnis að þessu sinni er að dregin verður upp mynd af lífi barna við sjóinn. Árni Blandon les sögu og nemendur úr Hólabrekkuskóla flytja frumsaminn leikþátt. Rætt er við börn á förnum vegi um vorprófin og fyrsta maí og kynnt sýning Leikbrúðulands á Sálinni hans Jóns míns eftir Davíð Stefánsson. Blámann og Binni eru svo á sínum stað. Bryndis ræðir við ungan mann um sjóinn og sjómennsku. Hlutverk gamla, góða „búðarkassans" hefur breyst meira en lítið með árunum. Nú er til dæmis talið sjálfsagt, að kassinn geti gefið til kynna hve mikið eigi að gefa til baka hverju sinni, haldi birgðabókhald, hafi eftirlit með vörubirgðum, sé með innbyggða verð- skrá, sýni sundurgreinda sölu eftir hvern söludag, o.fl. Vegna mismunandi þarfa hinna ýmsu fyrir- tækja, sem nota kassa, - hvort sem um er að Við bjóðum þér að njóta góðs af reynslu okkar. HVERFISGATA ræða heildsölu, smásölu, veitingarekstur, afgreiðslur eða birgðageymslur - hafa Skrif- stofuvélar h.f. lagt áherslu á fjölbreytni í tegundum og gerðum „búðarkassa" frá viðurkenndum framleiðendum. Skrifstofuvélar h.f., tæknideild og söludeild, búa að áratuga reynslu og þjónustu í sam- bandi við „búðarkassa" þess vegna bjóðum við þér að njóta góðs af reynslu okkar. Allar ráðleggingar viðvíkjandi notkun reiknikassa, afgreiðslukassa og búðarkassa eru því fús- lega veittar. SKRIFSTOFUVELAR h.f. + rr. + iy’ Hverfisgötu 33 Cími ont;í;n + ~ ^ Hverfisgötu Sími 20560 KASSITIL SOLU! Er mei góða bókhaldsþákingu, undirstööu í vörutalningu, og gáir rétttil baka! Útvarp Reyklavík SUNNUD4GUR 4. maí 8.00 Morgunandakt Herra Sigurbjörn Einarsson biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forystugr. dagbl. (útdr.). 8.35 Létt morgunlög Hljómsveit Erics Robinsons leikur. 9.00 Morguntónleikar a. Concerto grosso í B-dúr op. 3 nr. 2 eftir Georg Friedrich Hándel. St. Martin-in-the-Fields-hljóm- sveitin leikur; Neville Marr- iner stj. b. Konsert í a-moll fyrir flautu, fiðlu, sembal og hljómsveit eftir Johan Seb- astian Bach. Richard Aden- ey, Granville Jones og Thurston Dart leika með Philomusica-hljómsveitinni í Lundúnum; Thurston Dart stj. c. Klarinettukonsert í G-dúr eftir Johann Melchior Molt- er. Georgina Dobrée leikur með Carlos Vilia-kammer- sveitinni. d. Sinfónía í D-dúr eftir Johann Stamitz. Kammer- sveitin í Miinchen leikur; Carl Gorvin stj. 10.00 Fréttir. Tónleikar. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Ljósaskipti Tónlistarþáttur í umsjá Guð- mundar Jónssonar píanó- leikara. 11.00 Messa í Hvanneyrar- kirkju. (Hljóðr. fyrra sunnud.) Prestur: Séra OLaf- ur Jens Sigurðsson. Organ- leikari: ólafur Guðmunds- son. 12.10 Dagskráin. Tónleikar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- 13.20 Um skáldskap Jóhanns Sigurjónssonar. Atli Rafn Kristinsson cand. mag. flytur fyrsta hádegiser- indi sitt. 14.00 Miðdegistónleikar a. „Þríhyrndi hatturinn“, ballettónlist eftir Manuel de Falla. Hljómsveitin Fílharm- onía i Lundúnum leikur; Igor Markevitsj stj. b. Gítarkonsert í a-moll op. 72 eftir Salvador Bacarisse. Narciso Yepes leikur með Sinfóniuhljómsveit útvarps- ins i Madrid: Odón Alonso stj. c. Sellókonsert í D-dúr op. 34 eftir Luigi Boccherini. Aug- ust Wenzinger leikur með hljómsveit Tónlistarskólans i Basel; Joseph Bopp stj. 15.00 Fórnarlömb frægðarinn- ar Popptónlistarmenn, sem dóu ungir af eiturlyfjanotkun, Jimi Hendrix, Janis Joplin og Brian Jones. Umsjón Arni Blandon. Lesari með honum: Guðbjörg Þórisdóttir. 15.45 Kórsöngur: Tónkórinn á Fljótsdalshéraði syngur fimm sjómannasöngva. Söngstjóri: Magnús Magn- ússon. Einsöngvari: John Speight. Píanóleikari: Árni ísleifsson. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Endurtekið efni a. Hvað er vitsmunaþorski? Guðný Guðbjörnsdóttir flyt- ur erindi. (Áður útv. 7. jan í vetur). b. Að Bergstaðastræti 8, fyrstu, annarri og þriðju hæð. Árni Johnsen blaðamaður lítur inn og rabbar við þrjá ibúa hússins: Pétur Hoff- mann Salómonsson, Guð- rúnu Gísladóttur og Stefán Jónsson frá Möðrudal. (Áður útv. í ágústlok í fyrrasum- ar). 17.20 Lagið mitt Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög barna. 18.00 Harmonikulög Charles Magnante og hljóm- sveit hans leika suðræn lög. Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Bein lína á ári trésins Sigurður Blöndal skógrækt- arstjóri og Vilhjálmur Sig- tryggsson framkvæmda- stjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur svara spurning- um hlustenda um skógrækt og leiðbeina í þeim efnum. Umræðum stjórna: Vilhelm G. Kristinsson og Helgi H. Jónsson. 20.30 Frá hernámi íslands og styrjaldarárunum síðari Guðrún I. Jónsdóttir frá Asparvík les eigin frásögn. 21.00 Þýzkir píanóleikarar leika samtímatónlist. Sjötti SUNNUDAGUR 4. mai 18.00 Sunnudagshugvekja Séra Gunnþór Ingason, sóknarprestur í Ilafnar- firði, flytur hugvekju. 18.10 Stundin okkar Meðal efnis: Dregin verður upp mynd af lífi barna við sjóinn. Árni Blandon les sögu og nem- endur úr Hólabrekkuskóla flytja frumsaminn leik- þátt. Rœtt er við börn á förnum vegi um vorprófin og fyrsta mai og kynnt sýning Leikbrúðulands á Sálinni hans Jóns mins eftir Davíð Stefánsson. Blámann og Binni eru á sinum stað. Umsjónarmaður Bryndis Schram. Stjórn upptöku Tage Amm- endrup. 19.00 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Augiýsingar og Huirclf ríá 20.35 tslenskt mál Þetta er siðasti þáttur að sinni um islenskt mál. Nú fer að vora og ýmsir fara að gera hosur sínar grænar og stíga í vænginn við elskurnar sínar, sem óspart gefa þeim undir fótinn og flýta sér á stefnu- mótin. Textahöfundur og þulur Heigi J. Ilalldórsson. Myndstjórnandi Guðhjart- ur Gunnarsson. 20.45 í dagsins önn Lýst er vorverkum i sveit- um fyrr á timum. 21.00 t Hertogastræti Þrettándi þáttur. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. 21.50 Gömlu bióorgelin Þöglu myndirnar voru ekki alltaf þöglar, því að á sýningum var iðulega leik- ið undir á svonefnd bíóorg- el. Myndin fjallar um þessi sérkennilegu hljóðfæri og örlög þeirra. Þýðandi Sigmundur Böðv- arsson. 22.20 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.