Morgunblaðið - 04.05.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.05.1980, Blaðsíða 5
MORGÚNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ 1980 5 þáttur: Sovézk tónlist; — síðari þáttur. Guðmundur Gilsson kynnir. 21.30 „Það var vor“ Hjalti Rögnvaldsson leikari les ljóð eftir Guðbjart ólafs- son. 21.40 Hljómsveitarsvíta op. 19 eftir Ernst von Dohnányi. Sinfóníuhljómsveitin í Lund- únum leikur; Sir Malcolm Sargent stj. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 Kvöldsagan: „Oddur frá Rósuhúsi“ eftir Gunnar Benediktsson. Baldvin Hall- dórsson les (12). 23.00 Nýjar plötur og gamlar Þórarinn Guðnason læknir spjallar um tónlist og tón- listarmenn. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. MMUD4GUR 5. maí 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Leikfimi. Valdimar örn- ólfsson leikfimikennari leið- beinir og Magnús Pétursson píanóleikari aðstoðar. 7.20 Bæn. Séra Karl Sigur- björnsson flytur. 7.25 Morgunpósturinn Umsjónarmenn: Páll Heiðar Jónsson og Sigmar B. Hauksson. (8.00 Fréttir). 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. landsmálabl. (útdr.). Dagskrá. Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Gunnvör Braga heldur áfram að lesa söguna „Ögn og Anton“ eftir Erich Kástn- er í þýðingu ólafíu Einars- dóttur (10.) 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Landbúnaðarmál. Um- sjónarmaður Jónas Jónson. Talað við Erlend Jóhannsson um leiðbeiningar i naut- griparækt með tilliti til kvótakerfis. 10.25 Morguntónleikar St Martin-in-the-Fields- hljómsveitin leikur „II Past- orali“ og „Lucio Silla“, for- leiki eftir Mozart; Neville Marriner stj. / Alan Hacker. Buncan Druce, Simon Rowland-Jones og Jennifer Ward-Clarke leika Klari- nettukvart nr. 2 i c-moll op. 4 eftir Crusell. 11.00 Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tónleikasyrpa Leikin léttklassísk lög, svo og dans- og dægurlög. 14.30 Miðdegissagan: „Kristur nam staðar i Eboli“ eftir Carlo Levi Jón Óskar les þýðingu sína (7)' 15.00 Popp. Þorgeir Astvalds- son kynnir. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar Strengjasveit Sinfóníu- hljómsveitarinnar í Boston leikur Serenöðu op. 48 eftir Pjotr Tsjaíkovský; Charles Munch stj. / Fílharmoníu- sveitin í Vin leikur Sinfóníu nr. 4 í a-moll op. 65 eftir Jean Sibelius; Lorin Maazel stj. 17.20 Sagan: „Vinur minn Tal- ejtin“ eftir Ólle Mattson Guðni Kolbeinsson les þýð- ingu sina (3). 17.50 Barnalög, sungin og leik- in 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Mælt mál Bjarni Einarsson flytur þátt- inn. 19.40 Um daginn og veginn Þorsteinn Matthiasson fyrrverandi skólastjóri tal- ar. 20.00 Við, — þáttur fyrir ungt fólk Umsjónarmenn: Jorunn Sig- urðardóttir og Árni Guð- mundsson. 20.40 Lög unga fólksins Ásta R. Jóhannesdóttir kynnir. 21.40 Útvarpssagan: „Guðs- gjafaþula“ eftir Halldór Laxness Höfundur les (12). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 Hugleiðingar bónda á ári trésins Stefán Jasonarson hrepp- stjóri i Vorsabæ flytur er- indi. 23.00 Verkin sýna merkin Dr. Ketill Ingólfsson kynnir sígilda tónlist. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. MÁNUDAGUR 5. mai 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dag- skrá. 20.35 Tommi og Jenni. 20.40 íþróttir. Umsjónar- maður Bjarni Felixson. 21.15 Blóðrautt sólarlag s/h. Kvikmynd tekin á vegum Sjónvarpsins sumarið 1976. Tvo góðkunningja hefur lengi dreymt um að fara saman í sumarfri og kom- ast burt frá hávaða og streitu borgarinnar. Þeir láta loks verða af þessu og halda til afskekkts eyði- þorps, sem var eitt sinn mikil sildarverstöð. Þorpið er algerlega einangrað nema frá sjó, og þvi er lítil hætta á að þeir verði ónáð- aðir í friinu, en skömmu eftir lendingu taka óvænt atvik að gerast, og áður en varir standa þeir frammi fyrir atburðum, sem þá gat ekki órað fyrir. Handrit og leikstjórn Hrafn Gunnlaugsson. Aðalhlutverk Róbert Arn- finnsson, Helgi Skúlason og Rúrik Haraldsson. Tónlist Gunnar Þórðarson. Stjórn upptöku Egill Eð- varðsson. Frumsýnt 30. maí 1977. 22.25 Mörg er búmanns raun- in. (Eurofrauds) Heldur er róstusamt í Efnahagsbandalagi Evr- ópu um þessar mundir, og eitt af því sem veldur stöð- ugum ágreiningi, er land- búnaðurinn. Niðurgreiðsl- ur með búvörum innan bandalagsins eru með hin- um hæstu í heimi, eða 37 þús, kr. á nef, og það opnar hugvitssömum milliliðum gullin tækifæri til að auðg- ast á auðveldan hátt. Alls er talið, að þannig hverfi árlega þúsund milljarðar króna úr vösum skattgreið- enda, eins og kemur fram í þessari nýju, bresku heim- ildamynd. Þýðandi Kristmann Eiðs- son. 22.50 Dagskrárlok. Umdeild mynd í sjónvarpi í sjónvarpi annað kvöld klukkan 21.15 verður endursýnd hin umdeilda mynd Hrafns Gunnlaugssonar, Blóðrautt sól- arlag, sem tekin var sumarið 1976. Myndin segir frá því, að tvo góðkunn- ingja hefur lengi dreymt um að fara saman í sumarfrí og komast burt frá hávaða og streitu borgarinnar. Þeir láta loks verða af þessu og halda til afskekkts eyðiþorps, sem var eitt sinn mikil síldar- verstöð. Þorpið er algerlega einangrað nema frá sjó, og því er lítil hætta á að þeir verði ónáðaðir í fríinu, en skömmu eftir lendingu taka óvænt atvik að gerast, og áður en varir standa þeir frammi fyrir atburðum, sem þá gat ekki órað fyrir. . Myndin vakti á sínum tíma talsverðar deilur, og þótti sitt hverjum um ágæti efnis hennar, en það er raunar ekki ný bóla þegar Hrafn Gunnlaugsson er annars vegar; hann er kunnur fyrir að fara lítt troðnar slóðir í list sinni. ein af þeim allra bestu! Það er engin tilviljun að Rímíni er talin ein af allra bestu baðströndum í Evrópu. Spegiltær sjór og sandur, íbúðir og hótelí sérflokki, íþrótta- og útivistaraðstaða hin fullkomnasta og tækifæri fyrir börnin óvenju fjölbreytt. Rimíni iðar af lífi og fjöri aIIan sólarhring- inn. Maturinn ódýr og afbragðsgóður, skemmtistaðir og diskótek á hverju strái og al/s staðar krökkt afkátu fó/ki, jafnt að degi sem nóttu. Skoðunarferðir til Rómar, Feneyja, Flórens, Júgóslavíu, San Marínó, Frassini dropasteinshellanna og víðar. Gisting i íbúðum á Giardino Riccione og í Porto Verde. Hótelherbergi á Miiton hóteli. Spyrjið um Rímíni bæklinginn - þar eru allar upplýsingar og I verðtöflunni má finna tilboð sem eiga sér fáar h/iðstæður. Kynnið ykkur hinn verulega barnaafslátt. * BEINT DAGFLUG auðvelt og áhyggjulaust Alltaf eitthvað nýtt Samvinnuferóir - Landsýn AUSTURSTRÆT112 - SfMAR 27077 & 28899 mgt'm m m . iii_ ^ m Við bætum við fleiri ferðum og nýjum gististöðum SER SOLE MAR og fyrsta flokks ibuðir... að sjálfsögðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.