Morgunblaðið - 04.05.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.05.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ 1980 17 Birgir ísl. Gunnarsson: Samráðin sem gleymdust í þeim miklu umræðum, sem fram hafa farið á Alþingi und- anfarnar vikur um fjármál og efnahagsmál, hafa svokölluð ól- afslög æði oft komið til umræðu. Það eru lögin um stjórn efna- hagsmála, sem sett voru á Al- þingi í apríl 1979 og eru kennd við Ólaf Jóhannesson, þáverandi forsætisráðherra, sem átti stærstan þátt í þessum lögum. Lögin þverbrotin Margir þingmenn umgangast þessi lög eins og Biblíuna. Þeir bera þau alltaf í tösku sinni, fara aldrei í ræðustól án þess að taka þessi lög með sér í stólinn og halda enga ræðu án þess að vitna í þau. Þetta er ekki vegna þess að menn sæki í þessi lög þá sömu vizku, sem menn sækja í Biblíuna, heldur vegna þess að eftir rúmlega ár stendur ekki steinn yfir steini í þessum lög- um. Nánast hvert ákvæði þeirra hefur verið þverbrotið og það athyglisverðasta er, að þeir sem stóðu að setningu laganna og hrósuðu sér af þeim á sínum tíma, hafa gengið lengst í að brjóta þau niður. Um samráðin í þessari grein verður aðeins eitt atriði gert að umtalsefni, en e.t.v. kemur meira síðar. 2. kafli laganna ber heitið: »Um samráð stjórnvalda við samtök launa- fólks, sjómanna, bænda og at- vinnurekenda". í þessum kafla eru þrjár lagagreinar. Þar segir í upphafi, að efla skuli reglubund- in samráð og samstarf stjórn- valda og ofangreindra aðila í efnahags- og kjaramálum. Síðan er nánar skilgreint, hverjir skuli vera þátttakendur í þessu samráði og verkefnin eru nokkuð ítarlega skilgreind. Þau skulu m.a. vera að ræða megin- þætti í efnahagsmálum og helztu efnahagsmarkmið ríkisstjórnar- innar frá ári til árs og til lengri tíma. Ennfremur að fjalla um þjóðhags-, fjárfestingar- og lánsfjáráætlanir, tekjustefnu og 1 forsendur þeirra. Engin samráð um tekju- stefnuna Núverandi ríkisstjórn hefur á þessu þingi lagt fram mörg frumvörp um ofangreind mál. Rxkisstjórnin hefur t.d. markað mjög ákveðna stefnu í tekjumál- um ríkissjóðs. Hvert skatta- frumvarpið á fætur öðru hefur verið lagt fram á Alþingi án þess að ríkisstjórnin hafi haft nokkur samráð við ofangreind samtök. Ráðherrarnir í ríkisstjórninni hafa þannig vísvitandi hundsað hvað eftir annað samtök launa- fólks, bænda, sjómanna og at- vinnurekenda og gert það án þess að blikna. Hafa þeir þó æði oft verið minntir á þessa laga- skyldu sína á Alþingi í vetur. Alþýðubandalag- ið vekur undrun Mesta undrunarefnið hlýtur að vera afstaða og framkoma Alþýðubandalagsins í þessu máli. Rifja má upp, að þegar Ólafur Jóhannesson lagði frum- varpið um stjórn efnahagsmála fyrst fram á Alþingi, var gert ráð fyrir að samráði við samtök launafólks yrði hagað nokkuð á annan veg en síðar varð. Gert var ráð fyrir einhverskonar kjararáði, sem yrði föst stofnun. Þessu snerust Alþýðubanda- lagsmenn mjög á móti. Töldu þeir að tryggja yrði að samráðið yrði sem virkast og að ríkis- stjórnin yrði að hafa lifandi samband einkum við samtök launafólks. Rós í hnappagatið Um frumvarpið var þrefað alllengi innan þáverandi vinstri stjórnar og þegar það loksins sá dagsins ljós í endanlegri mynd, hafði kaflanum um samráðin verið breytt og hældu Alþýðu- bandalagsmenn sér mjög yfir því, að hafa fengið því fram- gengt, að nú yrði tryggt gott og virkt samstarf við verkalýðs- hreyfinguna. Þetta var sérstök rós í hnappagat þeirra Svavars Gestssonar og Ragnars Arnalds. Nú hefur það verið hlutverk þessara tveggja ráðherra að leggja fram ýmis frumvörp, sem þeim bar skylda til að hafa um samráð við samtök launafólks. Lögin eru ótvíræð að þessu leyti. Þeir hafa þó ekkert um það hirt. Það hefur verið hlutverk Sjálf- stæðismanna í ýmsum þing- nefndum að knýja það fram að leitað yrði álits þessara al- mannasamtaka, áður en frum- vörpin hafa verið keyrð í gegn sem lög. Launþegasamtök á tyllidögum Rósirnar þeirra Ragnars og Svavars hafa því vissulega föln- að. Það hefur sýnt sig að áhugi þeirra á samtökum launafólks takmarkast við hátíðarræður 1. maí og kosningaræður. Þegar út í lífið sjálft er komið og menn farnir að vinna í dagsins önn, þá finnst þeim þessi samtök mest til trafala og að það hafi enga þýðingu að hafa nokkurt samráð við þau. Þannig hefur nú farið með þennan kafla Ólafslaga. framgöngu í verkfallsbaráttu fyrr og síðar. Eldri menn muna hreystilega framkomu hans í frægu verkfalli 1955 og enn er í fersku minni djarfleg framganga hans veturinn og vorið 1978, þegar hann barðist heilagri baráttu gegn ríkisstjórn Geirs Hall- grímssonar, stóð fyrir ólöglegum verkföllum, útflutningsbanni og öðru þvílíku til þess að tryggja að ekki yrði hreyft við kjarasamning- unum, sem hann og aðrir gerðu sumarið 1977. Manndómur Guðmundar J. Guðmundssonar hefur komið einkar vel í ljós í vetur er hann hefur setið á þingi. Guðmundur J. gaf yfirlýsingar hvað eftir annað um það, að hann væri ekki búinn að greiða atkvæði með nokkurri tekjuskattshækkun á Alþingi. Með því átti hann við, að hann hefði ekki enn rétt upp hendina með skattstigafrumvarpi Ragnars Arnalds. Út af fyrir sig er það furðulegt, að hann skuli hafa séð eitthvað athugavert við það. Fjár- málaráðherra hefur hvað eftir annað lýst því yfir, að með skattstigafrumvarpi sínu væri verið að afhenda láglaunafólki 5,5 milljarða króna. Þetta hefur ráð- herrann lagt sérstaka áherzlu á í málflutningi sínum og blað hans, Þjóðviljinn, hefur gengið til liðs við hann um að sannfæra lág- launafólk um að fjármálaráðherra Alþýðubandalagsins væri að af- henda því 5500 milljónir króna. Úr því að svo er, hvað veldur því þá að Guðmundur J. hefur ekki viljað greiða atkvæði á Alþingi með þessu frumvarpi? Getur það verið, að formaður Verkamannasam- bands íslands trúi ekki þeim orðum fjármálaráðherra Alþýðu- bandalagsins, að þetta skattstiga- frumvarp þýði 5500 milljóna skattalækkun fyrir láglaunafólk? Getur það verið, að þingmaður Alþýðubandalagsins trúi ekki þeim orðum Þjóðviljans, að með þessu frumvarpi sé verið að færa stórfé til láglaunafólks í landinu? Blaðaummæli Guðmundar nú um helgina benda til þess, að hann taki ekkert mark á orðum Ragn- ars Arnalds eða Þjóðviljans. Hann segir það ósannindi að skatta- lækkun á láglaunafólki nemi 5 milljörðum króna. Sem sagt: þing- maður Alþýðubandalags lýsir fjármálaráðherra Alþýðubanda- lags ósannindamann. Ef Guð- mundur J. trúir ekki Ragnari Arnalds, hver á þá að trúa hon- um? En svo að aftur sé vikið að manndómi Guðmundar J. Fyrir afgreiðslu skattstigafrumvarpsins hafði hann hvað eftir annað gefið í skyn, að hann væri ekki ánægður með þetta skattstigafrumvarp fjármálaráðherra. Hann var spurður um það, hvernig hann gæti samþykkt ályktun í stjórn Verkamannasambandsins um skattalækkun, en farið út í Al- þingi til þess að greiða atkvæði með skattstigafrumvarpi, sem all- ir aðrir en fjármálaráðherra og skoðanabræður hans vita að er skattahækkunarfrumvarp. Og hann svaraði: ég hef ekki enn greitt atkvæði með hækkun tekju- skatts á Alþingi. Sú atkvæðagreiðsla fór fram aðfaranótt 1. maí. Hvar var hetjan Guðmundur J.? Hann sást ekki. Hann mætti ekki á fundi í fjár- hags- og viðskiptanefnd neðri deildar til þess að fjalla um málið. Hann gaf ekki út nefndarálit, þar sem hann lýsti skoðun sinni á frumvarpinu. Og hann mætti ekki í þinginu við atkvæðagreiðsluna. Skattstigafrumvarpið var sam- þykkt með eins atkvæðis mun í neðri deild. Ef Guðmundur J. hefði mætt og greitt atkvæði samkvæmt samvizku sinni og ályktun stjórnar Verkamanna- sambands íslands hefði frumvarp- ið verið fellt á jöfnum atkvæðum í neðri deild Alþingis og þar með verið úr sögunni. En Guðmundur J. hafði ekki manndóm til þess að mæta á Alþingi og fylgja fram sannfæringu sinni. Hann hafði heldur ekki kjark til þess að mæta og skila auðu. Hann hljóp í felur. Hvað heitir framkoma af þessu tagi á íslenzku máli? Aumingja- skapur. Samningamir ígUdi? Meðal annarra orða: hvað er orðið um kröfuna um samningana í gildi sem Guðmundur J. barðist svo harkalega fyrir? Á hátíðisdegi verkalýðsins 1. maí sl. upplýsti Morgunblaðið, að nú vantaði um 20% upp á að samningarnir, sem gerðir voru sumarið 1977 væru í gildi. Þetta þýðir, að verkamaður ætti að hafa 50 þúsund króna hærri tekjur á mánuði en hann hefur, ef samningarnir væru í gildi. Hvernig í ósköpunum skyldi nú standa á þessu? Ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar, sem skerti kjara- samningana 1977 lítillega með aðgerðum í febrúar 1978 er fyrir löngu farin frá völdum. Alþýðu- bandalagsmenn, sem gengu til kosninga undir kjörorðinu: samn- ingana í gildi, hafa verið í stjórn- arráðinu nær samfleytt frá því í byrjun september 1978. Síðustu þrjá mánuði hafa þeir meira að segja verið í fjármálaráðuneytinu, þannig, að hæg eru heimatökin að tryggja samningana í gildi fyrir opinbera starfsmenn. Hvað veldur því þá, að samning- arnir frá 1977 eru ekki enn komnir í gildi og eru meira að segja lengra frá því marki en nokkru sinni fyrr? Það er kominn tími til að þeir Guðmundur J. Guðmundsson, Snorri Jónsson og Kristján Thor- lacíus upplýsi sitt fólk um það, hvernig á því stendur, að þeim hefur gersamlega mistekizt að fylgja fram kröfunni um samning- ana í gildi, þrátt fyrir það að „vinveittir" flokkar hafa setið í ríkisstjórn í eitt og hálft ár. Það er líka orðið tímabært að forystu- menn Alþýðubandalags og Al- þýðuflokks sem gengu til kosn- inganna 1978 undir kjörorðinu samningana í gildi geri kjósendum grein fyrir því, hvers vegna þeir hafa ekki staðið við stóru orðin frá 1978. Eftir að Alþýðubandalagsmenn komust til valda í stjórnarráðinu hafa þeir hætt að tala um nauðsyn kauphækkana. Nú segir fjármála- ráðherra Alþýðubandalagsins þvert á móti, að grunnkaupshækk- anir komi ekki til greina. í því skyni að friða launþega er töfra- orð kommúnista „félagsmála- pakki". Um þá pakka sagði Karvel Pálmason í viðtali við Alþýðublað- ið 1. maí: „Mér vitandi hefur ekki hingað til verið handfesti á loforð- um ríkisstjórna um félagslegar aðgerðir sem kjarabætur. Ég er mjög tortrygginn á lausnir á kjaradeilum með „félagsmála- pökkum", nema þar sé allt nagl- fest. Það hefur sýnt sig síðan ’77, að þar eru ekkert nema svik ríkisvaldsins." Þessi orð Karvels Pálmasonar sýna, að „félagsmála- pakkar" eru að syngja sitt síðasta, sem lausn í kjaradeilum. Það verður fróðlegt að sjá hvað komm- únistar grípa þá til bragðs til þess að blekkja alþýðu manna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.