Morgunblaðið - 04.05.1980, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ 1980
Castró og flóttamennirnir:
„Daunninn var ólýsanlegur. Flóttafólkið hefur fyllst vonleysi eftir
þriggja vikna dvöl í herbergjum, stigagöngum, eldhúsi sendiráðsins
og á lóð þess, þar sem farið hefur um það eins og síldar í tunnu, slík
var þröngin. Ástandið var afleitt." Þannig lýsti blaöamaður heimsókn
sinni í sendiráö Perú í Havana fyrir skömmu, en á föstudaginn langa
tóku rúmlega tíu þúsund Kúbanir aö streyma inn á lóö sendiráösins
í þeirri von aö fá að fara úr landi, „á vit frelsisins", eins og þeir hafa
komizt aö orði. Þeir lögöu á sig miklar þjáningar, ákveðnir í aö láta
langþráöan draum rætast. Og þaö var mikill fögnuöur þegar þeir
fyrstu stigu niöur landganginn á flugvellinum í San Jose á Costa
Rica, þeir krupu á kné, kysstu malbikið og veinuðu „frelsi, frelsi“.
En ekki voru allir flóttamennirnir
jafn hólpnir, því er um 700 haföi
veriö flogið til Costa Rica lét Castró
stööva flutningana. Um þaö bil 8.000
flóttamannanna hafa nú snúiö til fyrri
heimila sinna í Havana. Hafa þeir í
höndunum vegabréf og brottfarar-
leyfi í höndunum og bíöa brottferöar.
En tæplega 2.000 treystu ekki lof-
oröum hefnigjarnra yfirvalda og
kusu aö vera um kyrrt á sendiráðs-
lóöinni. Þeir þrauka áfram, matarlitl-
ir og viö slæman aðbúnaö. Sagöi
embættismaöur í Perú nýveriö aö
hvaö yfirvöld á Kúbu snerti, þá væri
þeim sama þótt þeir sem eftir væru í
sendiráöinu dæju þar drottni sínum
og rotnuöu.
Af 10.386 flóttamönnum í sendi-
ráöinu haföi Bandaríkjastjórn fallist
á aö veita 3.500 hæli, Perú ætlaöi aö
taka við 4.500 og Costa Rica,
Spánn, Ecuador, Argentína, Kanada
og Belgía ætluöu tii samans aö taka
viö 1.750. Stjórn Vestur-Þýzkalands
lýsti einnig yfir því að þar í landi yröi
tekiö viö landlausum Kúbumönnum.
Castró sá sig tilneyddan aö leyfa
fólklnu aö fara úr landi, en brott-
flutningarnir voru vart hafnir þegar
hann stöövaöi þá.
Er um 700 flóttamannanna höföu
yfirgefið Kúbu, sá Castró sér leik á
boröi til aö hrella þá sem eftir voru
og draga úr löngun þeirra til aö
yfirgefa landiö. Hann leyföi ekki
frekara framhald loftbrúarinnar,
nema flóttamönnunum yröi flogið
rakleitt til þeirra landa sem þeir
heföu fengiö hæli í, en hingaö til
haföi þeim veriö flogiö til Costa Rica.
Og jafnframt skipaöi hann um einni
milljón Kúbumanna út á strætin og
aö sendiráöinu, til aö lýsa yfir
stuöningi viö stjórn sína og gera gys
aö flóttamönnunum. Meöal slagoröa
sem þá voru hrópuö var: „Fariö,
farið burtu maökarnir ykkar. Þiö,
sem hafiö selt ykkur fyrir gallabux-
ur.“
Snæddu hunda og ketti
Sendiráð Perú er á lóö sem er á
stærö viö knattspyrnuvöll og þótti
hún snotur þar til Kúbanirnir lögöu
þangaö leið sína eftir aö Castró, í
refsiskyni aö því er sagt var, felldi
niöur öryggisgæzlu viö sendiráöiö.
En í síöustu viku var þar um aö litast
eins og í „helvíti", sagði blaöamaöur
sem kom þangaö í heimsókn 6
dögunum. Lóöin var sem kviksyndi.
Fólkinu var nánast ókleift aö sofa,
þar sem menn lágu aö nokkru leyti
hver ofan á öörum. Og þar sem
matur var af skornum skammti urðu
margir að gera sér hýöi af ávöxtum
aö góöu og aörir söddu sárasta
hungrið meö því aö steikja hund og
kött á teini yfir viöareldi. Flótta-
mennirnir voru óttaslegnir og úr-
vinda og þjáöust af alls kyns kveis-
um. Aginn var engu aö síöur mjög
góöur. „Fólkiö var undir þaö búiö aö
deyja ef það kæmist ekki úr landi,"
sagöi læknir sem var í átta daga í
sendiráöinu. „Konur kusu frekar að
vera um kyrrt í sendiráöinu en að
fara með veik börn sín til lækna utan
sendiráösins."
Flóttamennirnir settu í upphafi á
laggirnar 21 manns ráö til aö fara
meö mál sín. Ráöiö sá m.a. um
matarskömmtun, en helzta viöfangs-
efniö var aö halda uppl góöum anda
á sendiráöslóöinni. Meöal annars aö
Svipmynd af sendiréöalóöinni. Mannþröngin er mikil og þegar
örtrööin var sem mest tóku sumir sér bólfestu í trjám og é húsþökum.
Fré fundi í New York, þar sem þesa var krafist af Sameinuöu þjóðunum aö þær legóu flóttamönnunum í
sendiréói Perú liö.
Nckkrir hinna hólpnu. Þessir karlmenn voru í hópi þeirra sem fyrstir fengu aö fara frá
Kúbu. Þeir steyta hnefann fegnir frelsinu og aö vera lausir úr „verkamannaparadísinni".
Margir þeirra skildu eftir konur sfnar og börn í þeirri von aö fá þau til sín eftir aö þeir hafa
komiö sór fyrir utan Kúbu.
Greinilega mé sjé að konan sem hér er leidd frá sendiráöinu er mædd. Stuöningsmenn
Castrós veítast aö henni þar sem hún er í fylgd lögreglu.