Morgunblaðið - 04.05.1980, Síða 32
Síminn
á afgreiöslunni er
83033
Hreinlætiatseki
Blöndunartæki
Stálvaakar
ARABIA H«~
E)aðstofaN[
Nýborgarhúainu, Ármúla 23, aími 31810.
SUNNUDAGUR 4. MAÍ 1980
Eskifirði, 3. maí. — Ilér á staðnum rekur Sigurjfeir HeÍKason xa'sahú. Það hefur jafnan verið einn af fyrstu vorboðunum þejíar
Kæsirnar hans Geira hafa farið á stjá með ungana sína. Aldrei hafa þeir verið jafn margir ok hjá þessari gæs, sem gekk stolt um
með ungana sína 12. Ilér hcfur verið einstakt blíðuveður undanfarna daga, 13—18 stiga hiti hvern dag og hafa menn notað
tímann óspart til útivcrka og útiveru og jafnvel sólbaða. — Ævar.
íbúðirnar, sem Breiðholt byggði við Krummahóla:
Mikil ölvun
í borginni
í fyrrinótt
LÖGREGLAN í Reykjavík átti
mjög annríkt i fyrrinótt vegna
mikillar ölvunar i borginni.
Einkum var ölvun mikil í mið-
borginni og þar voru brotnar
rúður í húsum og lögreglubíl.
Fangageymslur voru yfirfullar og
voru mest 28 manns í geymslu í
einu.
Framsókn
vill ekki að
frumvarp-
ið nái til
búreksturs
ALLMÖGNUÐ deila hefur komið
upp milli framsóknarmanna og
alþýðubandalagsmanna í Alþingi
um frumvarp til laga um aðbúnað,
hollustuhætti og öryggi á vinnu-
stöðum, en frumvarp þetta er hluti
félagsmálapakka, sem verkalýðs-
hreyfingunni hefur verið lofað um
allmörg ár. Snýst deilan um það,
að framsóknarmenn eru óánægðir
með að lögin ná til búreksturs og
vinnu í sveitum og munu það
einkum vera skorður, sem settar
eru á vinnu barna og unglinga.
sem eru þeim þyrnir í augum. I
gildandi lögum um öryggisráðstaf-
anlr á vinnustöðum er búrekstur
undanþeginn, en þau lög voru
samþykkt á árinu 1952.
Ríkissjóður leysti veð-
böndin af íbúðunum
Skuldajafnaði við Sementsverksmiðjuna rúmlega 40 milljónum króna
RÍKISSJÓÐUR hefur leyst
veðbönd af íbúðum í
Krummahólum, sem Breið-
holt reisti á sínum tíma og
seldi fólki með loforði um að
veðbönd, sem Sementsverk-
smiðja ríkisins átti i íbúðun-
um yrði aflétt. Við þetta
loforð stóð Breiðholt ekki,
sem nú er til skiptameðferð-
ar vegna gjaldþrots. Fólkið,
sem á íbúðirnar átti á hættu
að missa þær, hefði Sements-
verksmiðja ríkisins ákveðið
að ganga eftir greiðslu
skuldanna, sem voru vegna
vangreiddra sementsreikn-
inga Breiðholts h.f.
í janúarmánuði fór ríkisstjórn
Alþýðuflokksins fram á það við
Sementsverksmiðjuna, að hún
gæfi eftir þessar veðskuldir. sem
námu rúmlega 40 milljónum
króna. Stjórn Sementsverksmiðj-
unnar neitaði á þeim forsendum,
að slíkt ætti sér ekki stoð í lögum
og sér væri ekki heimilt að gefa
eftir þessar veðskuldir. Ríkissjóð-
ur átti þá kröfu á Sementsverk-
smiðjuna og fyrir tilverknað Sig-
hvats Björgvinssonar fjármála-
ráðherra var skuldajafnað á milli
verksmiðjunnar og ríkissjóðs.
Ríkissjóður gaf eftir kröfur á
Sementsverksmiðjuna, sem af-
henti ríkissjóði veðbönd í áður-
nefndum blokkaríbúðum.
Þegar ríkissjóður var orðinn
handhafi verðbandanna aflýsti
hann þeim og á nú almenna
óveðtryggða kröfu í þrotabú
Breiðholts, sem er eins og áður
segir í gjaldþrotameðferð.
Frumvarpið var samið af sér-
stakri nefnd, sem í voru fulltrúar
vinnumarkaðarins, Alþýðusam-
bands íslands, Vinnuveitendasam-
bands íslands, Vinnumálasam-
bands samvinnufélaganna og full-
trúar Öryggiseftirlits ríkisins og
Heilbrigðiseftirlits ríkisins. Aðilar
vinnumarkaðarins urðu sammála
um frumvarpið og bjuggust menn
því við því að það myndi fara
nokkurn veginn snurðulaust í gegn-
um þingið. Frumvarpið er nú í efri
deild Alþingis, sem er fyrri deildin,
sem fjallar um málið. Hefur það nú
strandað í félagsmálanefnd vegna
ákvæða um vinnu barna og ungl-
inga og hvernig þau snerta bændur.
í lögunum segir m.a. að börn, undir
14 ára aldri, megi ekki ráða, nema
til léttra, hættulítilla starfa.
Lánsfjáráætl-
un lögð fram:
Erlendar lántök-
ur 85,5 milljarðar kr.
Lánsfjáröflun innanlands 53 milljarðar
RÍKISSTJÓRNIN lagði Fjárfest-
ingar- og lánsfjáráætlun fyrir árið
1980 fyrir Alþingi síðdegis í gær,
laugardag. Samhliða áætluninni
hefur Þjóðhagsstofnun lagt drög
að nýrri þjóðhagsspá fyrir árið
1980. Spáð er Vh% aukningu þjóð-
arframleiðslu en að þjóðartekjur
standi i stað. Samkvæmt spánni
verður hlutfall fjárfestingar af
þjóðarframleiðslu 26VWL Talið er
liklegt, að um 16 milljarða króna
halli verði á viðskiptajöfnuði i
heild eða l — af þjóðarfram-
leiðslu. Segir i spánni, að ágerist
þessi halli umfram það, sem spáð
er, kynni siðar á árinu að reynast
nauðsynlegt að draga úr fram-
kvæmdum. Erlendar lántökur
verða í heild 85.5 milljarðar króna,
og greiðslubyrði af erlendum
skuldum á þessu ári rúm 16% af
útflutningstekjum.
Því er spáð, að þjóðarframleiðslan
í heild á árinu 1980 verði 1230
milljarðar króna og fjárfesting 327
milljarðar. Framkvæmdir við raf-
virkjanir og -veitur aukast um 46%
og ber þar hæst Hrauneyjafoss-
virkjun. Framkvæmdir við hitaveit-
ur aukast um 17%. Talið er að
þorskafli verði 380—400 þúsund
tonn, miðað við 360 þúsund tonn í
fyrra.
Ráðgert er að afla 73,833 milljóna
króna að láni til að fjármagna
opinberar framkvæmdir á árinu. Af
rúmlega 35 milljarða fjárþörf til
ríkisframkvæmda er áætlað að um
23 milljarða verði aflað innanlands.
Er þessi fjáröflun fyrirhuguð í
fernu lagi, meðal annars gert ráð
fyrir að fé frá lífeyrissjóðum til
fjármögnunar á ríkisframkvæmd-
um nemi 6 milljörðum króna. Er
gert ráð fyrir því, að lífeyrissjóðirn-
ir geti lánað allt að 21,5 milljarða
króna innan ramma lánsfjáráætlun-
arinnar, af 50 milljarða áætluðu
ráðstöfunarfé sínu. I heild er láns-
fjáröflun innanlands samkvæmt
áætluninni tæpir 53 milljarðar.
1976 var greiðslubyrði af löngum
erlendum lánum 13,8% af útflutn-
ingstekjum, 13,7% 1977,13,3% 1978
og 14,2% 1979, en í ár er hlutfallið
áætlað 16—17%. Löng erlend lán
námu 335 milljörðum króna í árslok
1979 en fært til meðalger' ' '
35% af vergri þjóð?
ársins.