Morgunblaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR 121. tbl. 67. árg. SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Tíbetbúum lof að sjálfsforræði Pekinjí, 31. maí. AP. KÍNVERJAR viðurkenndu í dag, að steína þeirra í Tíbet heíði mistekizt og fyrirskipuðu breyt- ingar til að bæta afkomu íbúanna og auka sjálfstjórn þeirra. Flokksmálgagnið Dagblað al- þýðunnar sagði, að engin veruleg breyting til batnaðar hefði orðið á högum Tíbetbúa síðan í menning- arbyltingunni 1966—1976. Tveir háttsettir fulltrúar flokksins hafa verið sendir til Tíbets til að reyna að bæta ástandið, Hu Yao Bang og Wan Li. Blaðið segir, að kínverskir emb- ættismenn í Tíbet verði að læra tungu íbúanna og virða siði þeirra. Sagt er að nokkrir embættismenn hafi fylgt rangri stefnu, sóað fjármunum og sótzt eftir sérrétt- indum. Jafnframt er komin til Tíbets fimm manna nefnd Dalai Lama, trúarleiðtoga landsmanna, sem flúði land 1959. Kínverjar segja að Dalai Lama sé velkomið að snúa aftur. Afgönum veitt vestræn aðstoð Washington, 31. maí. AP. HÁTTSETTUR starfsmaður bandaríska utanríkisráðuneytis- ins hefur gefið í skyn að Banda- rikjamenn veiti uppreisnar- mönnum í Afganistan aðstoð. „Við reynum að hjálpa þeim á aila lund,“ sagði hann. Hann sagði að sovézki herinn gæti ekki friðað landsbyggðina og ráðið borgunum vegna mótstöðu uppreisnarmanna. Ummæli tals- mannsins eru það næsta sem Bandaríkjastjórn hefur komizt því að staðfesta að hún veiti uppreisnarmönnum aðstoð. Jafnframt ræddi Edmund Muskie utanríkisráðherra ástand- ið í Afganistan við Jean Franc- ois-Poncet, utanríkisráðherra Frakka, og á eftir var sagt að skoðanir þeirra færu saman. 37 fórust Bombay — 31. mai — AP. 26 lík hafa fundizt og óttazt er að tíu manns séu grafnir í rústum fjölbýlishúss sem hrundi í Mumbra skammt frá Bombay. Innfæddir taka Kyrrahafseyju London, 31. maí. AP. BREZKA utanríkisráðuneytið tilkynnti í dag að kyrrt væri á Kyrrahafseynni Esperitu Santo i Nýju-Suðureyjaklasanum þar sem 800 innfæddir uppreisnarmenn vopnaðir spjótum hafa náð mik- Innrás í smábæ San Salvador, E1 Salvador, 31. maí. AP. FIMMTÍU óþekktir menn vopnað- ir vélbyssum gerðu innrás í smá- bæ í suðausturhluta E1 Salvador í nótt, héldu honum í tvo tíma, skutu þrjá skólakennara til bana og flýðu þegar stjórnarhermenn komu á vettvang að sögn sjónar- votta. ilvægum stöðum á sitt vald með stuðningi hægrisinnaðrar stofn- unar Bandarikjamanna sem vilja gera eyna að skattaparadís. Uppreisnarmenn hafa læst inni 40 lögreglumenn á eynni undir forystu plantekrueigandans Jimmy Tonou Stephens, afkom- anda skozks sæfara og melenískr- ar konu og tekið vopn þeirra herfangi. Brezki stjórnarfull- trúinn á eynni og aðstoðarmaður hans hafa einnig verið teknir til fanga. Landstjórinn, sem er á annarri eyju, hefur beðið um liðsauka. Eyjarnar eiga að fá sjálfstæði 30. júlí eftir 74 ára nýlendustjórn, en uppreisnarmenn vilja aðskiln- að. Espiritu Santo er stærsta eyjan í eyjakiasanum sem ér 850 mílur austur af Ástralíu. Um 1200 rúmmetrar af móbergi hrundu um siðustu helgi úr stærsta svartfugla- bæli landsins. en það er í Súlnaskcri f Vestmannaeyj- um. Hrunið varð þar sem menn hafa ávallt hfft og -slákað farangri í Skerið. A bælinu eru nær 2000 svart- óg hafa þeir fært sig jnnar á eyna. Þegar bjarg- ; veiðimenw fóru til eggja í _ Skerlð s.l. iaugardag vár allt með felldu, én s.I. mánu- dag hafði hrunið átt sér staðf^f%«mst á mýndinni sést sárið um 15 metra ^íSKhfea djúpt og 7 metrabreitt. Ljósmynd Mbf. Ámi ' ' ;«221 Yöld herforingja í Suður-Kóreu aukin Seoul, 31. mai. AP. HERFORINGJAR í Suður-Kóreu hrundu í framkvæmd í dag fyrir- ætlunum sinum um að taka þvi sem næst öll völd i landinu í sínar hendur með skipun sérstakrar Eldflaugar sigra í atk væðagreiðsl u I.ondrtn 31 muí AP London, 31. maí. AP. ÍBÚAR smábæjarins Brandon hafa ekkert á móti því að svokölluðum stýriseldflaugum verði komið fyrir í nágrenninu samkvæmt niðurstöðum at- kvæðagreiðslu sem fór fram í bænum í vikunni. En innanríkisráðuneytið segir engu máli skipta hvað íbúunum finnist. Ef stýriseldflaugum verði komið fyrir í Bretlandi muni ríkisstjórnin ákveða hvar þær verði staðsettar. Urslit atkvæðagreiðslunnar urðu þau að 604 greiddu atkvæði með eldflaugunum en 241 á móti. „Við viljum miklu heldur vera dauðir en fá Rússana hingað," sagði forseti bæjarstjórnarinn- ar, Harvey Ádam, sem er grafari að starfi. Brandon er sex þúsund manna bær 120 km norðaustur af Lond- on. Rétt hjá bænum er banda- ríska herstöðin í Lakenheath þar sem til mála kemur að koma fyrir nokkrum þeirra 160 stýris- eldflauga sem brezka stjórnin hefur samþykkt að staðsettar verði í Bretlandi. ráðgjafanefndar sem mun stjórna samkvæmt herlögum. Fjórtán af 24 mönnum sem eiga sæti í nefndinni eru herforingjar. Formaður hennar er Choi Kyu- Hah forseti, sem er óbreyttur borgari, en valdamesti maðurinn í nefndinni er talinn vera Chun Doo-Hwan hershöfðingi. Hann er talinn hafa átt hugmyndina að því að nefndin var sett á laggirnar. Skipun nefndarinnar er síðasta ráðstöfunin af nokkrum sem her- foringjar hafa gert til þess að treysta völd sín eftir óeirðirnar að undanförnu. Jafnframt er risinn upp mesti klofningur sem um getur í sam- skiptum Suður-Kóreu og Banda- ríkjanna í næstum því áratug að sögn diplómata. Bandaríska sendiráðið segir í yfirlýsingu að Chun hershöfðingi hafi gerzt sekur um rangfærslur þegar hann hélt því fram að Bandaríkjastjórn hefði lagt bless- un sína yfir herlögin í landinu. Sendiráðið segir að Bandaríkja- menn hafi ekki frétt um herlögin fyrr en hálftíma áður en þau voru sett. Vestrænn embættismaður sagði í dag að þótt Bandaríkjastjórn væri óánægð með aðgerðir herfor- ingjanna gæti hún lítið gert í málinu. Því er vísað á bug að bandarískt herlið verði kvatt burtu eða hernaðaraðstoð skorin niður vegna hættu á að Norður- Kóreumenn láti til skarar skríða. Ohira veikur Tokyo. 31. mal. AP. MASAYOSHI Ohira forsætis- ráðherra hefur verið fluttur í sjúkrahús vegna ofþreytu og þarf fimm til sex daga hvild að sögn talsmanns japönsku stjórn- arinnar i dag. Talsmaðurinn sagði að forsæt- isráðherrann hefði fundið til vanlíðunar þegar hann kom úr kosningaferðalagi en kosninga- baráttan hófst í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.