Morgunblaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ1980 35 landi fái 11,7% hækkun launa um þessi mánaðamót. Því er það skýlaus krafa sjómanna að þessi 11,7% komi til skipta, en sjómenn eiga raunar rétt á 5% hækkun að auki, því að þeir hafa ekki fengið sín laun hækkuð til jafns við fólkið í landi. Ég veit að það mun verða sagt að hækkun til sjó- manna þýði gengisfellingu íslensku krónunnar. Það er ljóst að sjómenn eru síðastir í keðju þeirra sem hækkanir fá og ég vil mótmæla því að hækkun á fisk- verði, eða hækkun til sjómanna til jafns við aðra, leiði af sér gengis- fellingu. Sjómenn leggja mikla áherslu á að um þessi mánaðamót hækki fiskverð að minnsta kosti til jafns við almennar kauphækkanir í landinu, eða 11,7%, og ekki minna. Að vísu hefur komið fram að erfiðleikar frystiiðnaðarins eru miklir en það er minna talað um stöðu saltfisks- og skreiðarverk- unar, sem er með allra besta móti nú. Við viljum mótmæla því að raunhæf hækkun á fiskverði leiði til gengisfellingar, en á því hamra stjórnvöld sífellt. Þegar olíukreppan skall á var staða útverðarinnar mun verri en hún er í dag. Þá var með samþykki sjómannasamtakanna farið inn á þá braut að taka sérstakt olíu- gjald framhjá skiptaverði. Þetta olíugjald hefur verið að lækka og er í dag 2,5%, en miðað við hve staða útgerðarinnar er góð í dag, tel ég að það megi fyllilega réttlæta að fella niður olíugjaldið algerlega. Mikið hefur verið rætt um svokallaðan „Félagsmálapakka" sem sjómönnum var lofað árið 1978. Það má segja að frá stærstu hlutum þeirra loforða hafi verið gengið á Alþingi fyrir skömmu, þ.e.a.s. lögskráningarmálum og breytingum á 18. grein Sjómanna- laganna, og tel ég það vera til bóta. Sjómönnum var lofað ýmsu fleiru í hinum svonefnda „Félags- málapakka“, sem ennþá hefur ekki verið efnt. Sem dæmi má nefna rétt sjómanna til ellilífeyris, en ég tel að hann eigi að hefjast fyrr en nú tíðkast, að sjómenn fái ellilíf- eyri eftir 25 ára starf á sjó. Eitt af því sem sjómannasamtökin munu gera kröfu til á næstunni er þreyting á lífeyrismálum almennt. Vona að sjómenn eflist til virkari samstöðu Að því er varðar kröfugerð farmanna þá er verið að vinna að því nú að leita heimildar til að efna til vinnustöðvunar. Niður- stöður þessara umleitana munu ekki liggja fyrir fyrr en eftir a.m.k. tvær vikur, en um þetta er lítið hægt að segja að svo komnu máli. Hvað bátamenn snertir þá hafa ekki enn verið lagðar fram neinar kröfur af þeirra hendi. En ég tel að í þeim kröfum verði farið fram á það að skiptaprósentan breytist verulega, eða til samræm- is við það sem gildir á Vestfjörð- um. Það kom fram hjá Kristjáni Ragnarssyni formanni LÍÚ þegar deilurnar voru á Vestfjörðum í vetur, að hann teldi að ekki væri hægt að verða við neinum óskum Vestfirðinga um breytingar, held- ur ætti að samræma kjörin alls- staðar á landinu og við trúum því ekki, fyrr en á reynir, að Kristján Ragnarsson standi ekki við það sem hann lét hafa eftir sér þá. í þessu sambandi má nefna ýmis- legt fleira, svo sem hækkun á örorku- og slysabótum, en þær eru langt frá því að vera nægjanlegar, en þetta mun allt skýrast þegar við leggjum kröfurnar fram. Ég vil að síðustu óska sjómönn- um til hamingju með daginn og um leið lýsa þeirri von minni að sjómenn eflist til virkari sam- stöðu í framtíðinni, þeim og öðr- um til hagsbóta," sagði Ingólfur Falsson. „Svo sjáum við til hvernig mann- lífið spjallar sig“ — rabbað við óla Guðjóns í Eyjum í Eyjum hittum við óla Guðjóns- son skipstjóra að máli, en hann réri á 12 tonna báti, Sæbjörgu SU, í vetur frá Vestmannaeyjum við þriðja mann. Þeir fengu nær 130 tonn og þar með liðlega fjórar milljónir króna í hlut. Skipverjarnir, óli Guðjóns, Kristinn Kristinsson í Brekku- húsi og Pétur Árnason útvegs- bóndi eru miklir mannlifsspjall- arar og það var rífandi stemmn- ing í lúkarnum þegar Sigurgeir smellti mynd af þeim. Sæbjörgin var lang minnsti netabáturinn í Eyjum og spjallið við Óla hófst á því að ræða netafiskiriið. „Við vorum með fjórar 6 neta trossur í vetur og fengum á rúmum mánuði um 80 tonn, en á línuna fengum við tæp 50 tonn. Þetta var góð vertíð hjá okkur, allt þorskur í netin en blandað á línuna.“ „Þið voruð á heimaslóðum?" „Já, við rérum aðallega út að Elliðaey og suður á Klakka, alltaf hálftíma stím, farið út kl. 7 og heim kl. 2.“ „Hvernig lízt þér á netaveiðar á smærri bátum en tíðkast hefur?" „Mér lízt vel á það, það á að geta gengið ef menn leggja sig niður við það, en veðrið hefur mikið að segja. Það var ekki sérlega mikill fiskur heima við í vetur, en hann náðist vel í net þótt það gengi ekki í önnur veiðarfæri og skakið brást algjörlega. Það er vandkvæðum bundið við að vera á netum á þessum litlu bátum, þeir eru yfirleitt ekki með þann góða útbúnað sem þarf, en það má breyta þeim ef menn ráða við það. Það þarf líka mikla ballest í þá og ekki má nota of sterk veiðarfæri þar sem hraun eru. Við vorum með 12 og 14 mm blýteina og við slitum þá við borðstokkinn svo það á ekki að vera hættulegt í þessu hrauna- fargi. Annars eru þessi bátar of litlir á þessu opna hafi og það þarf mikla aðgát á hörðum botninum. Aðalatriðið er að vertíðin gekk hjá okkur, gekk að vísu upp og ofan en oftast ágætlega, enda gott veður á seinni hlutanum." Þeir Óli, Kiddi í Brekkuhúsi, Leifur Skúlason og Sigurvin Þorsteinsson hafa nú keypt Eyja- bátinn Skuld, 15 tonna bát, og við spurðum Óla hvað lægi fyrir? „Eftir sjómannadaginn förum við á lúðu og skak, eitthvað fram eftir sumri og svo sjáum við til hvernig mannlífið spjallar sig úr því.“ í Knimmflnnihöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI Við undirritaðir ísienskir sjómenn styðjum Albert Guðmundsson í komandi forseta- kosningum: Þorgrímur Benjamínsson m/b Skálavík Ólafsvík, Eggert Þorfinnsson, skipstjóri Óla Óskars, Einar Thoroddsen, yfirhafnsögumaöur, Sveinn H. Valdimarsson skipstjóri M/S Laxá, Kári Þórisson Grýti, Haraldur Ágústsson, skipstjóri Sigurði RE, Þórarinn Björnsson, bryti, Pétur H. Ólafsson, Patreksfiröi, Jónatan Stefánsson, vélstjóri Garöari, Halldór Hermannsson, m/b Engilráö ÍS, Salomon Sigurösson m/b FarsæljS, Jón Rafn Oddsson m/b Farsæll ÍS, Guðmundur Óli Lingmó, skutt. Páli Pálssyni, Pétur Ragnarsson m/b Víkingi III. ÍS, Björn Elías Ingimarsson m/b Finnbirni ÍS, Siguröur Kristinsson, skipstj. B/V Framtíðin, Örn Erlingsson, skipstj. M/S Erni KE, Hafsteinn Guðnason, skipstj. M/S Gýgju, Snorri Sveinsson sjóm. Þorlákshöfn, Ragnar Kjærnested, M/S Tungufossi, Guöjón Bergþórsson, skipstj. Sigurfara AK, Kristófer Bjarnason, skipstj. Haraldi AK, Sigurgeir Ólafsson M/S Herjólfi, Stefán Þór Ingason, skuttogaranum Páli Pálssyni. Einu sinni var ... þessi aðferð notuð við þvotta. En tímar liðu og tímar breyttust. PHILCO kom til sögunnar og þreyta og erfiði þvottakonunnar heyrðu fortíðinni til. PHILCO þvottavél er í dag ekki forréttindi, heldur nauðsyn hverju nútímaheimili, því PHILCO skilar á stuttum tíma heilu dags- verki, eins og það var unnið. PHILCO þjónustu getur þú treyst. heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.