Morgunblaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ1980 5 ÚTVARP KL. 16.20 Tilveran Blaðamennirnir Ólafur Geirs- son og Árni Johnsen hrinda úr vör nýjum þætti á Sjómannadag- inn, þættinum Tilveran, og verð- ur hann framvegis á sunnudögum í sumar kl. 16.20—17.20. Tilveran verður að mestu leiti í beinni útsendingu og er sitthvað á könn- unni hjá þeim félögum. Verður þar fléttað saman léttara efni og öðru sem er þyngra undir fæti, en að sjálfsögðu verður þátturinn Tilveran ekki lagður á borðið fremur en tilveran sjálf. í fyrsta þætti Tilverunnar fá þeir Árni og Ólafur til liðs við sig Jóhönnu Kristjónsdóttur blaða- mann til þess að kynna og spjalla um atriðin, þá verður fjallað á snaggaralegan hátt um gamla miðbæinn í Reykjavík, söng- kennsla fer fram á vegum Garð- ars Cortes, rætt verður við fiski- fræðing um vísnagerð á hafi úti, vísa vikunnar verður flutt, símað út á land, leikin tónlist og sitthvað fleira. Árni Johnsen ölafur Geirsson ÚTVARP KL. 19.25 Innanborðs og utan Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, er með þátt i út- varpinu í kvöld, sem hann nefnir „Innanborðs og utan“. I þættin- um er rætt við nemendur Vél- skólans og Stýrimannaskólans um námið og viðhorf þeirra til sjómennsku. Farið verður með hljóðnemann á kvöldvöku á Hrafnistu. Róbert Arnfinnsson les ljóð og Gylfi Ægisson er tekinn tali. Rætt verður við formann Sjómannadagsráðs, Pétur Sigurðsson og rifjað upp gamalt viðtal við Felix Jónsson um sjóferðarbænina. Inn á milli atriða verða leikin létt lög. SJONVARP KL. 20.35 Verk eftir íslensk tónskáld Hljómsveit Tónmenntaskóla Reykjavíkur og skólakór Garðabæjar flytja tvö verk eftir íslensk tónskáld á sunnudagskvöldið. Fyrra verkið er Ljóti andarunginn eftir Þorkel Sigurbjörnsson og hið síðara Orðagaman eftir Jón Ásgeirsson. Stjórnandi er Gígja Jóhannsdóttir, en kórstjóri Guðfinna Dóra Ólafsdóttir. SJÓNVARP KL. 21.05 Héðan til eilífðar Á sunnudagskvöld sýnir sjónvarpið fyrsta hluta bandarískrar sjón- varpskvikmyndar, sem byggð er á metsölubók eftir James Jones, Héðan til eilífðar (From Here to Eternity). Myndin er í þremur hlutum og er leikstjóri Buzz Kulik. Aðalhlutverkin eru í höndum Natalie Wood, William Devane, Roy Thinnes, Stever Railsback, Joe Pantoliano og Peter Boyle. Sagan gerist í bandarískri herstöð í Honolulu árið 1941 og hefst skömmu áður en Japanir gera árás á Pearl Harbour. Herdeildinni bætist liðsáuki, ungur maður að nafni Prewitt. Hann hefur getið sér nokkra frægð sem hnefaleikari og menn gera sér vonir um að hann keppi á vegum deildar sinnar. Athugasemd f rá formanni f jár- veitinganefndar Sjómannadagsbladid EIÐUR Guðnason, formaður fjárveit- inganefndar, hafði í gær samband við Morgunblaðið vegna þeirra ummæla Sverris Hermannssonar alþing- ismanns í greininni „Á gagnvegum" í Morgunblaðinu í gær, þar sem hann segir, að fjárveitinganefnd „velkist enn í vafa“ um það hvort heimila skuli fjármálaráðherra að breyta söluskattsskuld Olíumalar h.f. við ríkissjóð í hlutafé. Eiður vill taka. eftirfarandi fram: „í umræðum á Alþingi, þegar málefni Olíumalar bar á góma, upp- lýsti Ragnar Arnalds fjármálaráð- herra, að hann hefði óskað eftir því við Seðlabanka íslands, að bankinn framkvæmdi sérstaka athugun á viðskiptum Olíumalar h.f. við banka- kerfið í heild. Það gefur auga leið, að meðan þeirri athugun er ekki lokið, getur fjárvéitinganefnd ekki tekið ákvörðun í þessu máli. Þetta er Sverri Hermannssyni mæta vel kunnugt og fjárveitinganefnd ritaði fjármálaráð- herra bréf þessa efnis og lýsti jafn- framt þeirri skoðun sinni, að æski- legast væri að þessari athugun yrði hraðað sem allra mest.“ Sjómannadags- aðið 1980 í SJÓMANNADAGSBLAÐINU 1980 kennir margra grasa og er víða komið við í sjósókn landsmanna á undanförnum árum og áratugum. Meðal efnis má nefna ávarp Steingríms Hermannssonar sjávar- útvegsráðherra, grein eftir Pétur Sigurðsson formann Sjómanna- dagsráðs, Jónas Þorsteinsson skrif- ar um sjómannadaginn á Akureyri, Ásgeir Jakobsson fjallar um fræki- lega björgun b/v Elliða, Ingólfur Ingólfsson um Verðlagsráð sjávar- útvegsins og margt fleira efni er í blaðinu, sem of langt mál er að telja upp; greinar, viðtöl og mikið af myndum. Blaðið er 98 blaðsíður að stærð, ritstjórn skipa þeir Guð- mundur H. Öddsson og Jónas Guð- mundsson. KANADA Enn eru örfá sæti laus í leiguflugsferðir á íslendingaslóðir í Kanada. Winnipcg 30. júlí - 20. ágúst Vcincouver 1. júlí - 22. júli Kalifomia 1.-22. júlf Rútuferð frá Vancouver suður með vesturströndinni. Ein- staklega glæsileg ferð með viðkomu í fjölda stórborga s.s. Las Vegas, Los Angeles, Holly- wood ofl. ofl. Einnig komið í hið víðfræga Disney-land, en ferðinni lýkur með flugi til Vancouver og þaðan heim. Sætaframboð takmarkað. Hawaii 1.-22. júli Ævintýraeyjan Hawaii býðst íslendingum nú í fyrsta sinn í skipulagðri hópferð. Tveggja vikna gisting á Hawaii og 1 vika í Vancouver. Konfekt- molinn í sumardagskrá Sam- vinnuferða-Landsýnar. Takmarkaður fjöldi farþega og því um að gera að panta strax. Alltaf eitthvað nýtt og spennandi Samvinnuferdir-Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 lli / V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.