Morgunblaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ1980 „Sjómenn una því ekki að taka á sig allan vanda sjávarútvegsins“ „Almennt voru tekjur sjó- manna á síðasta ári ekki sem skyldi miðað við þann vinnu- stundafjölda. sem að baki þeim liggur. Vinnudagur sjómannsins er oftast mun lengri heldur en hjá fólki í landi, og við það bætist að í fæstum tilvikum eiga þeir þess kost að hvílast heima fyrir að loknum starfsdegi, heldur eru langtímum saman fjarri heimil- um sínum,“ sagði Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjó- mannafélags Reykavíkur, er Mbl. ræddi við hann í tilefni sjjó- mannadagsins. Sjómannafélag Reykjavíkur et fjölmennasta sjómannafélag\ landsins og eru félagar þess nú! rúmlega 1200. Félagsmenn eru bæði undirmenn á farskipum og fiskiskipum en samkvæmt lögum Alþýðusambandsins skulu sjó- menn, sem eiga lögheimili i Reykjavík vera félagar í Sjó- mannafélagi Reykjavíkur, hvort sem þeir eru á skipum gerðum út frá Reykjavík eða annars staðar á landinu. Meðal verkefna Sjó- mannafélags Reykjavíkur er að annast gerð kjarasamninga fyrir undirmenn á nær öllum kaup- skipum landsmanna en kaup- skipaflotinn telur nú nær 70 skip, og eru þau nánast undan- tekningarlaust gerð út frá Reykjavík. Við spurðum Guð- mund fyrst nánar um afkomu sjómanna á siðasta ári. Meginhluti tekna farmanna byggist á langri yfirvinnu „Á hinum smærri togurum, sem gerðir eru út frá Reykjavík voru árstekjur sjómanna þokkalegar og það sama má segja um stærri togarana, þó það sé ekki einhlítt, þar sem tekjur sjómanna á stærri togurunum byggjast á öðrum for- sendum en hreinum hlutaskiptum. Þar er um að ræða fast kaup og aflapremíu en hún hefur ekki komið þannig út að hún gefi sambærileg laun og hlutaskiptin miðað við þann vinnustunda- fjölda, sem að baki liggur. Hvað viðvíkur bátaflotanum má almennt segja að tekjur þar hafi ekki verið sem skyldi miðað við þann tíma, sem sjómenn þurfa að vinna. Á loðnuskipunum eru tekj- urnar þokkalegar meðan þau eru að, en með þeim löngu hléum, sem orðið hafa á milli veiðitímabila hjá loðnusjómönnum, hafa tekjur þeirra orðið þannig að, þegar á heildina er litið fara þeir ekki með feitan gölt frá borði. Varðandi farmennina er það að segja, að við stöndum enn á einum sjómannadegi frammi fyrir því að meginhluti teknajjeirra byggist á langri yfirvinnu. Eg vil líka minna á að farmenn fá ekkert í launa- umslaginu fyrir sínar löngu fjar- vistir, en ég tel að hver einasti sjómaður ætti að fá umbun í launum fyrir þessar fjarvistir. í þessu sambandi má minna á að í þeirri kjaradeilu, sem stóð yfir á siðasta ári var skipaður kjara- dómur, sem átti að meta þennan þátt sjómennskunnar, en hann treysti sér ekki til þess og lauk þar af leiðandi ekki störfum að okkar áliti. Við höfum því lagt fram kröfur í væntanlegri samnings- gerð farmanna, þar sem meðal annars er krafist sérstakra greiðslna fyrir fjarveruna að heiman. Dæmi um slíkar greiðslur höfum við þegar fyrir okkur, þar sem eru samningar allra þeirra, sem vinna við virkjanirnar fnn á hálendinu. Starfsmenn þar fá þessar greiðslur og við teljum því ekki óeðlilegt að sjómenn, sem eru langtímum saman fjarri heimilum sínum fái slíka umbun. Starfs- menn við virkjanirnar hafa þó fast land undir fótum og geta komist heim til sín ef þörf krefur, en sjómaðurinn hleypur ekki frá borði út í rúmsjó, þegar hans er þörf heimafyrir." Nýlega voru samþykktar á Al- þingi breytingar á sjómannalög- unum. Hvaða þýðingu hafa þessar lagabreytingar einkum fyrir sjó- menn?“ „Sjómenn fagna sérstaklega þeirri breytingu, sem gerð var á 18. grein sjómannalaganna en með henni var greiðslutímabil útgerð- Rætt við Guðmund Hallvarðsson, formann Sjó- mannafélags Reykjavíkur Guðmundur Hall- varðsson stendur hér við nýjan fána Sjómannafélags Reykjavíkur, sem það hefur látið gera í tilefni af 65 ára afmæli félagsins. Ljósm. Ól. K. Magn. arinnar í veikinda- og slysatilvik- um lengt. Má þar fyrst nefna að nú eiga sjómenn rétt á 2 mánaða staðgengilskaupi en áður höfðu fiskimenn aðeins einn mánuð og farmenn fast kaup. Við hljótum að fagna því að Alþingi hafi sett þessi lög með þeim hætti að allir standi jafnir fyrir þeim. Þessi breyting er vitanlega nokkurt lóð á vog hins svonefnda félagsmálapakka sjómanna en fleiri mál hafa einnig verið af- greidd á Alþingi að undanförnu, sem horfa til hagsbóta fyrir sjó- menn. Má þar nefna samþykkt frumvarps um lögskráningu sjó- manna og breytingar á lögum um sönnunina fyrir dauða horfins manns.“ Brýnt að koma á sérstakri líftryggingu sjómanna Eru einhver sérstök hagsmuna- mál sjómannastéttarinnar, sem þú telur öðru fremur brýnt að tekið sé á fyrir utan hin beinu kjaramál? „Eg er þeirrar skoðunar að tryggingarmál sjómanna almennt sé mál, sem við hljótum að horfa á í framtíðinni. Að sjálfsögðu þarf að endurskoða allar tryggingar- upphæðir reglulega, svo sem til samræmis við upphæðir trygginga ökumanna og farþega en miðað við þær tölur hafa hafa trygg- ingarupphæðir sjómanna stórlega dregist aftur úr. Þá er brýn nauðsyn á að athuga, hvort ekki megi koma við sérstakri líftrygg- ingu sjómanna, þannig að breyt- ing verði á þvi ástaiidi sem er í dag, ef sjómaður andast við störf sín til dæmis af hjartaáfalli, fær eftirlifandi maki engar bætur utan dánarbætur almannatrygg- inga. Ég vil í þessu sambandi benda á að það er allt önnur aðstaða til að koma manni, sem til dæmis fær hjartaáfall undir læknishendur í landi heldur en úti á sjó. Þessi mismundur getur jafnvel ráðið úrslitum um afleið- ingarnar.“ Óneitanlega vandi þegar litið er til verðs fyrir sjávarafurðir á erlendum mörkuðum Guðmundur var næst spurður um stöðuna í kjaramálum sjó- manna. „Nú hafa fulltrúar sjómanna í verðlagsráði farið fram á 16% fiskverðshækkun og úrslit þess máls koma til með að hafa veruleg áhrif á kjarabaráttu og væntan- lega kjarasamninga sjómanna. Við viðurkennum að óneitanlega er þarna á ferðinni vandi þegar litið er til þess verðs, sem við fáum fyrir sjávarafurðir okkar á erlend- um mörkuðum. Ég tel hins vegar að þetta sé ekki vandi sjómanna einna. Það hefur æ ofaní æ gerst að þessum vanda hefur verið velt yfir á sjómenn eina og þeir einir stétta orðið að axla þessar byrðar. Og það hafa þeir gert, en þessi stétt mun ekki una við að hún eigi ein að taka á sig þetta vandamál lengur. Það hlýtur að vera þjóðfé- lagsins í heild og því er augljost að náist ekki einhver áfangi í fisk- verðshækkuninni nú, mun það verða til að flýta fyrir kröfugerð og herða á fylgni sjómanna við þau mál. Samningar sjómanna hafa verið lausir frá áramofum og að því er fiskimennina varðar er kröfugerð okkar enn í mótun en kröfur vegna farmanna hafa þegar verið settar fram og við höfum setið einn samningafund með vinnuveitend- um. Sjómannafélag Reykjavíkur hefur hingað til alltaf samið sjálfstætt fyrir farmenn en sam- eiginlega með Sjómannasamband- inu fyrir fiskimenn og þá oftast í tengslum við samninga Alþýðu- sambandsins. Það er óráðið hvern- ig staðið verður að þessum samn- Skólaslit Stýri- mannaskólans í Vestmannaeyjum SKÓLASLIT Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum voru 24. maí sl. 20 nemendur gengu undir próf 1. stigs. Náðu allir tilskyldum lág- markseinkunnum. Einn þeirra Björgvin Ólafsson vélstjóri og útgerðarmaður á Bylgju VE tók próf utan skóla. Stóðst hann það með prýði. Hæstur varð Elías V. Jensson frá Gjábakka í Vestmannaeyjum með meðaleink. 9,03. Annar Þor- steinn Jónsson frá Patreksfirði með meðaleink. 9,00. Þriðji Eyjólf- ur Guðjónsson Vestmannaeyjum með meðaleink. 8,53. Undir próf II. stigs gengu 14 nemendur, sem allir stóðust lág- markseinkunnir. Hæstur varð Guðjón Guðjóns- son frá Vopnafirði með meðaleink. 9,79. Annar Birgir Þ. Sverrisson Vestmannaeyjum með meðaleink. 8,07. Þriðji Axel Jónsson Horna- firði með meðaleink. 8,07. í II. stigi er 1 nemandi með ágætiseinkunn, 5 með I. einkunn og 8 eru með II. einkunn. Meðal- einkunn er 7.47. Prófdómendur eru Angantýr Elíasson, Sævaldur Elíasson, Ein- ar Guðmundsson, Kjartan Örn Frá skólaslitum Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum. Ljósmynd Mbi. SiKurKeir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.