Morgunblaðið - 27.06.1980, Side 4
36
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ1980
Sérstakt tjald
var reist við Val-
höll þar sem hald-
in voru boð Al-
þingis ok Kátu
um 400 manns
setið þar til horðs.
Var allt inni faK-
urleKa skreytt
myndum er túlk-
uðu ýmsa athurði
söKunnar.
I.josm. ÓI.MaKn.
Blandið ekki
gleðina óþarfa
beiskju
Ýmsar ráðleggingar og leið-
beiningar er að finna í blöðum
þegar nær dró hátíðinni. Eru
það bæði auglýsingar um hvern-
ig skuli hagað ferðum til Þing-
valla og greint er frá ýmsum
„umferðarreglum" á Þingvöll-
um. Þá er t.d. að finna í Mbl.
litla klausu fimmtudaginn 26.
júní, daginn sem hátíðin hefst,
þar sem brýnt er fyrir mönnum
að vera í hátíðarskapi. Segir þar
m.a.:
„En meira er þó undir hinu
komið, að hátíðargestir séu í
góðu skapi og kunni að taka öllu
vel, sem að höndum ber — sjeu
ekki að ergja sig og aðra með
aðfinslum að einu og öðru, sem
hvort eð er verður ekki hægt að
ráða neina bót á ... Hátíðar-
nefndin hefir eflaust gert alt
sitt besta og sömuleiðis fram-
kvæmdastjóri og aðstoðarfólk.
Þess má því vænta, að hátíðar-
gestir reyni að virða alt eftir
ástæðum, að þeir blandi ekki
hátíðagleðina óþarfa beiskju og
geymi rjettmætar aðfinslur
þangað til eftir á.“
blaðamanna og svipuð samvinna
var höfð við ýmis önnur félög
íslendinga og erlendra þjóða.
Allt á öðrum
endanum
Árni Óla lýsir því í bók sinni
„Erill og ferill blaðamanns á
Morgunblaðinu í hálfa öld“ hvern-
ig síðustu dagarnir fyrir hátíðina
voru og gefur það nokkuð góða
mynd af því sem í vændum var:
„Höfuðborgin var á öðrum end-
anum út af viðbúnaði allskonar.
Það var engu líkara en þúsund ára
hátíðin hefði byrjað hér viku á
undan áætlun. Gestir fóru að
streyma hingað og hver viðburð-
urinn rak annan. Nú þurftu
blaðamenn ekki að kvarta um
fréttaleysi. Hitt var miklu fremur,
að í svo mörgu væri að snúast að
við værum í standandi vandræð-
um. Árni Jónsson frá Múla hafði
ráðizt hjá blaðinu í ársbyrjun, en
samt vorum við allt of fáliðaðir."
Síðan telur hann upp fjölmargt
sem var að gerast í borginni,
leiksýningar og listsýningar og
mót og þing: „Og svo var Presta-
stefnan, Stórstúkuþingið, norrænt
stúdentamót og ársþing barna-
kennara. Slysavarnafélögin höfðu
ákveðið að helga sér 24. júní og
átti þá að fara fram kappróður í
höfninni. En það er til marks um
hvað bæjarmenn voru þá „of-
hlaðnir" alls konar mannfagnaði,
að félögin urðu að hætta við þetta
og fresta þessari árshátíð sinni...
Einnig kom til okkar (á Mbl.)
fjöldi Vestur-íslendinga og manna
utan af landi, svo að í annan tíma
hefir varla verið jafngestkvæmt
hjá blaðinu. Húsakynni voru þá
lítil, svo að stundum var tæplega
hægt að snúa hendi né fæti í
skrifstofunum. Þessi gestagangur,
dag eftir dag, varð hinn mesti
tímaþjófur fyrir menn, sem enga
stund máttu missa frá fréttaöflun.
Varð því að hafa skemmri skírn á
mörgu."
Hjá Morgunblaðinu var sá hátt-
ur hafður á, að útibú eða skrif-
stofa var sett upp á Þingvöllum og
skiptust þeir Valtýr Stefánsson
ritstjóri og Árni Óla blaðamaður á
Tjaldbúðin á Leirunum eftir
óveðursnóttina rétt fyrir há-
tiðina.
að vera eystra og fylgjast með
dagskrá, en hinn var þá í bænum
og sá um að koma blaðinu út. Voru
þau þrjú tölublöð Mbl., er út komu
hátíðisdagana, nefnd Þingvalla-
útgáfur. Það kom í hlut Valtýs að
vera á Þingvöllum fyrstu nóttina,
áður en sjálf hátíðin átti að
hefjast, en á miðvikudagskvöld
héldu allir boðsgestir austur,
blaðamenn og aðrir, og segir
Valtýr svo frá er hann lýsir fyrstu
nóttinni:
Nótt á
Þingvöllum
„Blaðamönnum var ætlaður far-
kostur til Þingvalla kl. 9 á mið-
vikudagskvöld í sömu lotunni og
sendir voru erlendir gestir, þing-
menn, erlendir og íslenzkir, og var
landstjórn í fararbroddi. Bílarun-
an náði frá Reykjavíkurapóteki
hinu nýja að Uppsölum. Blaða-
mannabílar voru við Skjaldbreið.
— Lagt var af stað kl. 10.
Þokusúld var í Reykjavík, þoku-
súld á Mosfellsheiði, þokusúld á
Þingvöllum og eins dimmt og
verið getur á þessum tíma árs.
Var stórrigning í aðsigi? Átti
1000 ára hátíðin að drukkna í
sunnlenzku regni? Var verið að
stefna öllu út í ófæru — með hina
erlendu gesti í broddi fylkingar?
Voru þeir hingað komnir til þess
að kynnast íslenzkum veðraham?
Þannig hugsaði hver íslenzkur
blaðamaður í þessari ferð.
Bílalestin rann viður Almanna-
gjá. Hinn mikli fáni drúpti á stöng
á Lögbergi. Þungt var yfir þing-
staðnum — og þó kvikt er kom
niður á „kastala", þar sem áður
var Valhöll. Þar var umferð mikil,
tjaldaþorp og söluturnar, síma-
stöð og banki, bílar á flugi og ferð
— og þá voru skiljanleg orð
útlendingsins á dögunum, að Þing-
vellir voru fallegri, þegar engin
væri þar Alþingishátíð.
Það fyrsta, sem sást af umönn-
un hátíðarnefndar, voru hvít-
klæddir lögreglumenn á Almanna-
gjárbarmi, þar sem er bílatorg.
Hvítklæddir, auðkennilegir, góð
og hugulsöm tilhögun. Og við
nánari viðkynningu kom það í ljós,
að lögregluliðið á Þingvöllum voru
menn prúðir og kurteisir og stóðu
vel í stöðu sinni.
Tjaldborgin
á Leirunum
Langt er að ganga upp á Leir-
urnar frá Þingvöllum. Er þangað
kom, nálægt miðnætti, voru menn
farnir að ganga til hvílu, glaðir og
ánægðir, með eftirvæntingu skraf-
andi um veðurhorfur og hátíðar-
útlit. Prúðmannlegt var þar allt
framferði manna. Sýslurnar hafa
þar hvert sitt hverfi. Götunúmer
og tjalda gerðu mönnum auðvelt
að finna híbýli sín í þessum
þriggja daga höfuðstað landsins.
Uppi í Hvannagjá er tjaldborg
stúdentanna, innilukt milli
hamraveggja, á grænum grasbala.
Af gjárbarminum var einkenni-
legt að líta yfir tjaldborgina á
Leirunum — 4000 tjöld, í tjald-
borgarhverfum — og samkomu-
tjöldin gnæfandi yfir hin lægri
svefntjöld.
Regnúðinn og þokan í suðrinu
þykknaði, útlitið dökknaði. En upp
í Hvannagjá var lítil kyrrð. Það
gengu stúdentar Norðurlanda-
þjóða fram og aftur.
Þar var uppi fótur og fit. —
Dönsku stúdentunum þótti lofts-
lagið kalt. Þar var fröken Mogen-
sen á allra vörum. Hún segir að
Fjórar
stórhátíð-
ir á
Þingvöllum
Fjórar meiriháttar hátíðir
hafa verið haldnar á Þing-
völlum, allar til að minnast
hinna ýmsu j)átta og tíma-
móta í sögu Islandsbyggðar.
Eiga þær allar sammerkt að
lifa í minningu þeirra er þær
sóttu sem mestu atburðir
lífs þeirra, hver hátíð á sinn
hátt stórkostlegur atburður.
Árið 1874 var þess minnst að
í þúsund ár hafði landið
verið byggt og tóku hátíða-
höld þrjá daga, 5.-7. ágúst.
Konungur kom þá í heim-
sókn og landinu voru færðar
gjafir og kveðjur. Aftur var
efnt til þriggja daga hátíðar
í júní 1930, þeirrar hátíðar
sem rifjuð er upp í blaðinu
nú og sóttu hana þúsundir.
Lýðveldishátíðin var haldin
1944, þegar lýðveldið ísland
var sett, þjóðveldið endur-
reist á Lögbergi. Múgur og
margmenni voru enn á Þing-
völlum þrátt fyrir misjöfn
veður, en hátíðin stóð einn
dag og annan í Reykjavík.
Loks er að minnast 1100 ára
afmælishátíðar íslands-
byggðar árið 1974, sem stóð
daglangt á Þingvöllum. Milli
60 og 70 þúsund manns
hlýddu þá á dagskrá í blíðu-
veðri og ýmis frekari hátíða-
höld voru um landið allt og
má þvi segja að á Þingvöll-
um hafi farið fram allar
helstu þjóðarhátíðir og mun
sjálfsagt verða vettvangur
þeirra enn um sinni.