Morgunblaðið - 27.06.1980, Side 9

Morgunblaðið - 27.06.1980, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ1980 41 Danska fánann vantaði Fulltrúar erlendra ríkja fluttu kveðjur heimalanda sinna kl. 15 fyrsta hátíðardaginn. í hvert sinn er maður kom í ræðustól var fáni þjóðar hans dreginn að húni. Þegar kom að danska fulltrúan- um, Hanson forseta þjóðþingsins vildi svo illa til að enginn fáni var dreginn að húni. Árni Óla lýsir atburðinum svo í einni bóka sinna: „Eitthvert fát kemur á umsjón- armenn fánanna, þeir stinga sam- an nefjum og eru vandræðalegir. Manngrúinn starir á þá í ofvæni, en þeir gera sig ekki líklega til þess að draga fánann að húni ... Seinna vitnaðist hvernig á þessu stóð. í fánaherberginu í Valhöll hafði fáni Austurríkis legið meðal annarra fána, vegna þess að fram á síðustu stund var þess vænst að Austurríki sendi hingað fulltrúa. En það varð ekki og gleymdist að taka fánann úr herberginu. Nú er fáni Austurríkis rauður og hvítur eins og danski fáninn og má vart sjá mun þeirra þegar þeir eru saman brotnir." En atburður þessi var afsakaður og litlu síðar fannst danski fáninn og var þá fulltrúi dana leiddur að ræðupalli og þingheimur beðinn að hrópa ferfalt húrra fyrir danska fánanum. Flibbar, tvinni og kölnarvatn Haraldarbúð auglýsir í Mbl. miðvikudag 25. júní að hun verði á Þingvöllum milli bankans og símastöðvarinnar og að þar verði selt ýmislegt, sem búast megi við að fólk gleymi að taka með sér og telur upp m.a.: Sokkar og sokkabönd, flibbar og hnappar, ermabönd, vasaklútar, tvinni og saumnálar, tannkrem og tannburstar, rakvjelar, blöð og sápur, handsápur, púður, ilmvötn, Kölnarvatn, hálsbindi, slaufur, ljósar skyrtur með kraga fyrir börn og fullorðna, þunn nærföt (í hitanum), greiður Brilliantine, slæmri, skátahnífar, vasaklútar. „Þjer skuluð ekíd líða neinn skort...“ Til þess að fólki mætti líða sem best á Þingvöllum hátíðardagana var reynt að sjá til þess að ekki þyrfti neinn að líða skort hvorki hvað varðaði fæði né klæði. í Morgunblaðinu nokkrum dögum fyrir hátíðina greina Silli og Valdi frá í auglýsingu að þeir hyggist setja upp 4 versianir meðan á hátiðinni stendur og segja m.a.: „Fjórar verslanir á Þingvöllum sem verða opnar meðan á hátíða- höldunum stendur og þar skal nú ekki verða dregið af að þóknast okkar mörgu viðskiptavium, nýjum og gömlum, þjer getið vel komið allslausir, þjer skuluð ekki líða neinn skort fyrir það, því nægilegt verður af alskonar matvælum hjá okkur, ávöxtum, sælgæti og tóbaki." Nóg hey í koddaverin Leiðbeiningar til héraðsnefnda fyrir alþingishátíðina birtust í Mbl. þriðjudaginn 17. júní. Einn liður þeirra hljóðaði þannig: Koddaver væri gott að hafa með sjer, því töluvert hey er á staðn- um. Myndir sem Haraldur Matthíasson tók á alþingishátíöinni. Á myndinni lengst til vinstri er Benedikt Sveinsson forseti neðri deildar Alþingis í ræðustóli, í miðið kveður Jón Lárusson rímur og lengst til hægri má sjá hvar Færeyingur nokkur gengur framhjá tjaldi Morgunblaðsins, en þar höfðu blaðamenn, sem skrifuðu fréttir af Alþingishátiðínni, aðstöðu. Við kjósum forseta við kjósum Guðlaug! Ásgeir Bjarnason, form. Búnaðarfélags ísl. Gunnar Guðbjartsson, form Stéttarsamb. bænda. Sigfinnur Karlsson, form Alþýðusamb. Austurlands. Sævar Bjarnason, form. Verkalýðsfél. Skagastr. Þórir Daníelsson, fr.kv.stj. Verkamann-asamb. ísl. Þórunn Valdimarsdóttir, form. Verkakvennafél. Framsókn Jón Helgason, form. Verkalýðsfél. Einingar. Guðríður Elíasdóttir, form. Verkakvennafél. Framtíðar, Hf. Hallgrímur Pétursson, form. Verkamannafél. Hlífar Gylfi Kristinsson, form Æskulýðssamb. ísl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.