Morgunblaðið - 27.06.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.06.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ1980 43 um skýrslum aðstoðarstúlkur, en þær, sem réðu sig í árdegisvist og gátu, ef þær vildu, stundað nám með, voru oft skrifaðar nemar. Eftir er að reisa þessari horfnu starfsstétt verðugt minnismerki. Það mun vera orðið fágætt nú, að hjú fái silfurskeið sem heiðurs- laun fyrir langa og dygga þjón- ustu. Árið 1930 voru enn víða vinnu- stúlkur, en gátu valið um vistir og lært heimilishald af myndarlegum húsmæðrum, og hjá fjðlskyldunni, sem þær þénuðu hjá, fágaða fram- komu, hefðu þær heppnina með sér, „dregur hver dám af sínum sessunaut". Rétt er að geta þess að stúlkurnar unnu með jákvæðara hugarfari, vegna þess, að þær væntu sér samskonar hjálpar, þegar þær væru sjálfar orðnar húsfreyjur. Vélvæðing er að vísu orkuspar- andi, en vönduð og velviljuð hjálp- arstúlka er betri. Lífið var mann- eskjulegra fyrrum, mannleg sam- skipti nánari, meira um að vera, gestakomur tíðari — boð kannski? En einkum var algengara að „detta innúr dyrunum" hjá vinum og kunningjum, samanber húsa- rand ungmeyjanna í Vorið hlær. Dætur Reykjavíkur 1930. Minnzt hefur verið á misklið hálfelskendanna, Svölu og Sveins, sem voru á stiginu á undan „tildragelsen" (gömul reykvíska). Hvað með samanburð á siðferði 1930 og nú? Er hann einhver — mikill? Hvort hann var! Það var ekki fyrr en ári síðar, sem Katrín Thoroddsen, læknir, flutti hið margumrædda, og af sumum talið hneykslanlega erindi: Frjálsar ástir, sem fjallaði um takmarkan- ir barneigna. Það mun hafa verið sjaldgæft þá, að ungar stúlkur fengju fræðslu um kynferðismál hjá for- eldrum sinum eða kennurum. En bæði opinskátt og lævíslega var þeim innrætt, að hinn dýrmæta meydóm skyldu þær varðveita til brúðkaupsnæturinnar. Ógiftar áttu þær ekki að þora Yrði stúlka barnshafandi varð hið bráðasta að pússa hana saman við barnsföður- inn, þó að þessir „siðleysingjar" hefðu ekki stefnt að hjúskap, heldur diggað saman rétt að gamni sínu. Oft hafði stúlka látið tilleiðast af ístöðuleysi, kannski í og með af forvitni um þetta, sem skáldin höfðu sveipað dýrðar- ljóma, og talið þess virði að gefa alla ævi sína „fyrir eina nótt í Paradís". Og strákaulinn, sem þóttist allt vita og geta, kunni ekki einu sinni biblíuaðferðina! ógiftar barnsmæður voru stundum kallaðar falleraðar, en voru ekki sumar þeirra betur komnar ógiftar, en vera „hrösuí- giftar lítilmenni" (St.G.St.). Niðurstaða: Gott siðferði 1930 samanstóð af innrætingu, með- fæddri hreinlífishneigð og ekki að þora. Ekki má gleyma rómantíkinni, sem skipaði þá æðri sess, en hún gerir nú hjá æskunni, sem stofnar hikstalaust trúlofunarfjölskyldu, þó að hún eigi ekki sex stykki af hverju, hvað þá tólf. Við fyrri tíma heitmeyjar sátum lon og don við merkingar á líni og bróderuð- um ást okkar og framtíðarvonir með hverju spori í litfagrar sessur og refla. Hvort er svo betra, fyrri tíma ástir og þín (þinn) að eilífu, eða fljótræðissambönd, lín- og sessu- leysi trúlofunarbrúðarinnar og — við skiljum, ef okkur semur ekki? Helzt átti trúlofunin að standa yfir ár eða lengur. Væri undinn bráður bugur að giftingu var óðara farið að pískra og hvískra. Guðmundur Kamban segir í Viki- vaka: „... Allar stöllur hver aðra spurðu, en engin stalla fékk svar.“ Svo tóku þær að telja: „Það allt var mánaðatal." Ransý í Vorið hlær gifti sig án þess að gera stöllum sínum viðvart, hún sagði, að þegar þessi háttur sé á hafður með giftingu, haldi fólk, „að eitt- hvað sé komið í bakarofninn". Ef þeir, sem ekki muna vorið 1930, halda, að allt hafi snúizt um Alþingishátíðina, þá er um það að segja, að það yrði of löng upptaln- ing, ef telja ætti allar þær bygg- ingar og framfarir, sem orðið höfðu á næstliðnum misserum og verið var að ljúka. Borgin ólgaði af fjöri og var miðstöð menningar og félagsmála landsins. Svo sannar- lega var Reykjavík höfuð landsins — enda byggð við Kollafjörð. í sögunni Vorið hlær er minnzt á norræna stúdentamótið. Það fór fram í Reykjavík dagana fyrir og eftir Alþingishátíðina, en meðan á henni stóð bjuggu stúdentarnir í tjaldborg í Hvannagjá, og þar var líf og þar var fjör, ástarblossarnir gengu á víxl. Stúdentarnir, frá Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Noregi og Svíþjóð, voru samtals 227, þar af 91 kvenstúdent, jöfn hlutföll frá Færeyjum. Þegar ís- lenzku stúdentarnir bættust við, komst talan upp í um það bil hálft þúsund. Há tala 1930. Það setti svip á bæinn, þegar stúdentarnir gengu fylktu liði undir fánum og lúðrablæstri frá Alþingishúsinu að fundarstað sínum, Gamla bíói. — Það var sem öll hugsanleg félagasamtök færu af stað með fundahöld þessa júnídaga: Stór- stúka Islands, Bandalag íslenzkra kvenna, Landssamband islenzkra karlakóra og íþróttasamband ís- lands. Hér mun vantalið en ekki oftalið. í tilefni af ári trésins vil ég geta þess, að Skógræktarfélag íslands var stofnað á Þingvöllum og á því merkisafmæli á þessu ári, og annað, sem stofnað var nokkru fyrr, Skógræktarfélag Eyfirðinga. Ég minntist á tjaldborg nor- rænna stúdenta í Hvannagjá. Á Leirunum var tjaldborg Reykvík- inga og annarra landsmanna. Á átta dagsláttu fleti lét þjóðhátíð- arnefnd reisa 4000 fimm-manna- tjöld. Um einkatjöld er ég ófróð. Tjöldin á Leirunum voru í beinum röðum við skipulagðar götur og vatnsleiðsla í hverri götu. Þar tókst stöllunum fimm, sem frá segir í Vorið hlær, að taka sér albað, en á meðan hver um sig var í baði undir vatnshana slógu hinar Skjaldborg utan um hana, með því að breiða úr kápum sínum og sloppum. Göturnar báru bókstafs- heiti og hvert tjald númerað. Tjaldborgin var hin skipulegasta, er horft var á hana niður úr lofti, en frá hraunjaðrinum var hún til að sjá líkust hreinþveginni, hvítri ullarbreiðu. Þær fimm dætur Reykjavíkur, sem deildu tjaldi á Leirunum, voru hinar sjálegustu stúlkur enda „heimsfrægar" í Reykjavík. Fjórar þeirra, Svala, Jonna, Stella, og Dídí, voru frá velmegandi heimil- um, en sú fimmta, Tolla, „sem seldi trúlofun sína“, var dæmigerð yfirstéttarstúlka með bíladellu, enda nýbúin að taka bílpróf. Um trúlofun Tollu sagði Dídí: „Þetta er að verða brein tekjulind fyrir hana. Hún hefur gróðavit sitt úr kallinum." í frásögninni um stöllurnar fimm, herra þeirra og annað fólk, er vikið að flestu því helzta, sem fram fór á Þingvöllum, að við- bættu hinu frjálsa tjaldbúðalífi og einkaævintýrum. Að vísa til Vorið hlær er engin goðgá, þar sem sú bók er tiltæk hverjum sem vill. Öðru máli gegnir með síldarsögu Egils Djöfuls, sem H. Laxness vitnar svo oft í í Guðsgjafaþulu, sú síldarsaga er aðeins til í þykist- unni. Margvísleg þjónustutjöld voru reist á Þingvöllum. Svo að einhver séu tilgreind, nefni ég bækistöð Pósts og síma, Rauða krossins og skáta. Stórt tjald var í senn læknavarðstöð og spítali. Þrátt fyrir þann fjölda fólks, sem dvaldi á Þingvöllum og kom í heimsókn, en náttaði sig heima, urðu sjúkl- ingar flestir sextán. Búið var um eitt fótbrot og nokkur minni háttar meiðsli. Hin þétta mann- þröng orsakaði yfirlið sakir loft- þrýstings og hitasvækju, fólk komst hvorki „hérnamegin" eða „hinumegin" út úr þjöppunni til þess að fá sér frískt loft og firrast aðsvif. Þegar kólnaði í veðri og þörf var fyrir teppi, til að skýla sér með, var hrópað: „Hvar er Sigurjón!" „Hvar er Álafoss!" Sigurjón var einn hinna snjöll- ustu auglýsenda síns tíma. Vorið hlær. „Ef þú kaupir góðan hlut þá mundu hvar þú fékkst hann.“ „Verið íslendingar og skemmtið ykkur á Álafossi!“ Og þar fram eftir götunum. Sigurjón bauð til Vestur-íslendingadags þetta vor. Og á hverju sumri hélt hann upp á fánadaginn á Álafossi, og oftar var þar komið saman á gleðimót. Hann hafði látið gera sundlaug, danspall og fleira, sem tilheyrði íþróttum og úti-skemmtistað. Ég nefni aftur fánadag. Eftir því, sem ég bezt man, var það Einar, bróðir Sigurjóns, sem var- tekinn fastur fyrir að sigla um sundin blá undir ólöglegum ís- lenzkum fána. Handtakan olli miklu uppnámi meðal Reykvík- inga, sem voru í miklum sjálf- stæðishug, enda „vormenn Is- lands", flestir hverjir. Fáninn var hvítbláinn, en litum hans lýsir Einar Benediktsson í kvæði sínu til fánans: “... djúp, sem blámi himinhæða hrein, sem fjallatindsins brún.“ Veitingatjöld og sölubyrgi voru eins mörg og framkvæmdastjóri þjóðhátíðarnefndar, Magnús Kjaran, stórkaupmaður, hafði áætlað að þyrfti til að fullnægja þörfum hátíðargesta, sem þessar- ar þjónustu þurftu með. Reyndin varð sú, að hið lystuga viðlegufólk át allt, sem tönn á festi og drakk ókjörin öll af Egilsöli, límonaði, maltestrakt og hverju einu, sem hægt var að væta með kverkarnar. Vistirnar voru að mestu þrotnar, þegar hátiðinni lauk, og eftirlegu- kindur höfðu sig á brott. Munu þó langflestir tjaldbúar hafa farið vel nestaðir til Þingvalla. Stúlkur, sem voru við fram- reiðslu í veitingatjöldunum, voru klæddar svörtum kjólum með hvítar svuntur og ennisgjarðir, en þær, sem gengu um beina í veizlum voru í upphlutum, hvítum skyrtum (boltreyjur) og með hvít- ar svuntur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.