Morgunblaðið - 27.06.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.06.1980, Blaðsíða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ1980 Fyrir Alþingishátíðina var efnt til samkeppni um ljóð og voru valin ljóð þriggja skálda til viðurkenningar. Sérstök dómnefnd var skipuð og hlutu þessi skáld viðurkenningu hennar: Davíð Stefánsson, Einar Benediktsson og Jóhannes úr Kötlum. II Hátíðarljóð Einars Benediktssonar: KVÆÐI Af Austhimni leiftraði stefnandi stjarna um strandhauðrið mikla, á Norðurveg. Og bjart varð af þyrpingum eldaðra gama er útver settust og knarranna leg. Svo fæddist vor saga á skildi og skál. Skeiðarnar mönnuðust vestur um ál. Og ljóðgöfgað Hávanna helgimál hrundi af vörum íslenzkra barna. Hafstorðin fagra, með tinda trafið, tók sínum lýði rík og stór. Órituð Landnáma geymir grafið, hve Garðari kenndist hér land og sjór. Frumvitni týndust. En fest voru ból um fomheitið land. Það var kennt við sól: þar jörðin var breidd undir jökulstól, og jafnaðist órasléttan við hafið. Sóley, hún átti ei boð til að brjóta. En búðir og fley smáðu Haralds rétt. Manngreinum trauðla var fallið til fóta. Fullvalda þjóð lét Alþing sett. Og rómuð var Lögbergs réttar sögn, þótt ríkti um siðina tómlát þögn, er hofgoðar játtu heilög rögn, hikandi milli skrifta og blóta. I Hátíðarljóð Davíðs Stefánssonar: i „Hljóðs biðk allar helgar kindir"! Ungir og aldnir orð mín heyri! Fortíð og framtíð fléttast saman. Aldir minna á eina örlagastund. Islendingar, þér, sem erfðuð landið, vinnið heilög heit takið höndum saman! Munið, að sá staður, sem þér standið á, er vafinn véböndum, vígður guði. Helgi lýsi eg í heyranda hljóði, lýsi þjóðhátíð á Þingvöllum, lýsi friði og fullum griðum, lýsi löghelgi yfir land allt! II Þú mikli, eilífi andi, sem í öllu og allsstaðar býrð, þinn er mátturinn, þitt er valdið, þín er öll heimsins dýrð. Þú ríktir frá upphafi alda, ert allra skapari og skjól, horfir um heima aHa hulinn af myrkri og sól. Frá því hin fyrsta móðir fæddi sinn fyrsta son, varst þú í meðvitund manna mannkynsins líf og von. Allt lifandi lofsyngur þig, hvert barn, hvert blóm, þó enginn skynji né skilji þinn skapandi leyndardóm. Við altari kristinnar kirkju, við blótstall hins heiðna hofs er elskað, óskað og sungið þér einum til lofs, því dýpst í djúpi sálar er hugsunin helguð þér. Þú gefur veikum vilja og vit til að óska sér. Hver bæn er bergmál af einni tilfinningu og trú. Allt lofsyngur lífið, og lífið ert þú, mikli, eilífi andi, sem í öllu og allsstaðar býrð. Þinn er mátturinn, þitt er ríkið, þín er öll heimsins dýrð. III Þér landnemar, hetjur af konungakyni, sem komuð með eldinn um brimhvít höf, sem stýrðuð eftir stjarnanna skini og stormana hlutuð í vöggugjöf — synir og farmenn hins frjálsborna anda, þér leituðuð landa. I særoki klufuð þér kólguna þungu, komuð og sáuð til stranda. í fjalldölum fossarnir sungu. Að björgunum brimskaflar sprungu. Þér blessuðuð Island á norræna tungu. Fossarnir sungu, og fjöllin bergmála enn: Heill yður, norrænu hetjur! Heill yður, íslenzku landnámsmenn! IV Eld og orðþunga á íslenzk tunga, fagra fjársjóði falda í ljóði. Of ísavetur ornar fátt betur allri ætt vorri en Egill og Snorri Því lifir þjóðin, að þraut ei ljóðin átti fjöll fögur og fornar sögur, mælti á máli, sem er máttugra stáli, geymdi goðhreysti og guði treysti. V Sjá liðnar aldir líða hjá og ljóma slá á vellina við Öxará, á hamraþil, á gjár og gil. Hér hefur steinninn mannamál og moldin sál. Hér hafa árin rúnir rist og spekingar og spámenn gist. Hér háði þjóðin þing sitt fyrst. Hylla skal um eilífð alla andann forna og konungborna. Minning þeirra, er afrek unnu, yljar þeim, sem verkin skilja. Þefr, sem fyrstir lögum lýstu, lyftu okkar þjóðargiftu. Þeirra tign skal fólkið fagna, festa tryggð við þeirra byggðir. Þessum völlum unna allar ættir lands og hollu vættir. Hérna bundust feður fornir fyrr á dögum ríkislögum. Þessi berg og heiðnu hörgar heyrðu goðann kristni boða. Þennan völl og hamrahallir hefur þjóðin vígt með blóði. Liðinna alda líf og veldi Ijóma af þingum Islendinga. Horfnar stundir hugann binda heiðnum seið og kristnum eiðum. Þúsund ára lögmál lýsa landið frjálst til yztu stranda Lýðir falla, en Lögberg gyllir landsins saga um alla daga. Sjá liðnar aldir líða hjá og lýði taka nýjan sið. Þeir krjúpa og biðja um kristinn frið, um kristinn frið, við Öxará. Heyr, klukkur hringja. Heyr, klerkar syngja: Boðorð guðs skulu á bergið rist! Þór er fallinn! Þór er fallinn! Þjóðin tilbiður Krist. VI Sjá, dagar koma, ár og aldir líða og enginn stöðvar tímans þunga nið. í djúpi andans duldir kraftar bíða. Hin dýpsta speki boðar-líf og frið. í þúsund ár bjó þjóð við nyrztu voga. Mót þrautum sínum gekk hún djörf og sterk. í hennar kirkju helgar stjörnur loga, og hennar líf er eilíft kraftaverk. VII Fyrr var landið fjötrað hlekkjum, fátt um vopn og hrausta drengi. Þjóðhetjur af þingsins bekkjum þurftu að berjast heitt og lengi. Dirfsku þurfti að koma og krefja konunga um lausn og bætur. Frelsismerkið fyrstir hefja fullhugar, sem þjóðin grætur. Liðið óx, en lítið raknar lengi úr okkar þungu fjötrum, það er fyrst, er þjóðin vaknar þjáð og smáð og vafin tötrum. Frelsið hertók hugi unga. Hörmum sínum gleymir enginn. Eftir mikla þraut og þunga, þá var loksins sigur fenginn. Alla þá, sem voru að verki. virðir þjóðin alla daga. Undir þeirra mikla merki mótast okkar lif og saga. Þeir, sem réttu horfi halda, hljóta sömu þakkargjöldin, varpa Ijóma um aldir alda yfir heilög sagnaspjöldin VIII Við erum þjóð, sem hlaut ísland í arf og útsæ í vöggugjöf. Við horfðum lengi yfir sólbjört sund og signdum feðranna gröf. en loksins heyrðum við lífið hrópa og lögðum á brimhvít höf. I hugum okkar er vaxandi vor þó vetri og blási kalt. Við sáðum fræjum í íslenzka auðn og uppskárum hundraðfalt. Við erum þjóð, sem er vöknuð til starfa og veit, að hún sigrar allt. Á síðustu árum vann hún verk, sem vitna um nýjan þrótt. Aldrei var meira af gáfum glætt né gulli í djúpin sótt. Framtíðin er eins og fagur dagur en fortíðin draumanótt. IX Vakið! Vakið! Tímans kröfur kalla, knýja dyr og hrópa á alla. Þjóð, sem bæði Þór og Kristi unni, þjóð, sem hefur bergt af Mímisbrunni, þjóð, sem hefur þyngstu raunir lifað, þjóð, sem hefur dýpstu speki skrifað — hún er kjörin til að vera að verki, vinna undir lífsins merki. Synir íslands, synir elds og klaka, sofa ekki, heldur vaka. Allir vilja að einu marki vinna. Allir vilja neyta krafta sinna, björgum lyfta, biðjast aldrei vægðar, brjóta leið til vegs og nýrrar frægðar, fylgjast að og frjálsir stríðið heyja, fyrir Island lifa og deyja. X Þó að margt hafi breytzt síðan byggð var reist, geta börnin þó treyst sinni íslenzku móður. hennar auðmjúka dyggð, hennar eilífa tryggð eru íslenzku byggðanna helgasti gróður. Hennar fórn, hennar ást, hennar afl til að þjást skal í annálum sjást, verða kynstofnsins hróður. Oft mælir hún fátt, talar friðandi og lágt. Hinn fórnandi máttur er hljóður. XI Brennið þið, vitar! Hetjur styrkar standa við stýrisvöl, en nótt til beggja handa Brennið þið, vitar! Út við svarta sanda særótið þylur dauðra manna nöfn. Brennið þið, vitar! Lýsið hverjum landa, sem leitar heim — og þráir höfn. XII Við börn þín, ísland, blessum þig í dag. Með bæn og söngvum hjörtun eiða vinna. Hver minning andar lífi í okkar lag. Við Lögberg mætast hugir barna þinna. Frá brjóstum þínum leggur ylinn enn, sem aldrei brást, þó vetur réði lögum, og enn á þjóðin vitra og vaska menn, sem verður lýst í nýjum hetjusögum. Við tignum þann, sem tryggar vörður hlóð. Við tignum þann, sem ryður nýja vegi. Þó fámenn sé hin frjálsa og unga þjóð, þá finnur hún sinn mátt á þessum degi. Við börn þín, ísland, biðjum fyrir þér. Við blessum þig í nafni alls, sem lifir. Við erum þjóð, sem eld í brjósti ber, og börn, sem drottinn sjálfur vakir yfir. XIII Rís, íslandsfáni! Aldir fylgja öldum og ættir landsins flytja þakkargjörð, því sjálfstæð þjóð skal sitja hér að völdum unz Surtarlogi brennir vora jörð. Leitum og finnum. Lífið til vor kallar. Land var oss gefið, útsær draumablár. Vér biðjum þess, að byggðir vorar allar blómgist og vaxi — næstu þúsund ár. Kross reis hér fyrir. Um berghöggin býli, boðendur trúar þar hafa gist. Ramger og mikil, hin rökkvuðu skýli, raunvitna enn um klerkanna vist. í litverpi dögun sjást landnám tvenn. Leynt fer þó margt handan sögu enn um bókfellin horfnu og helga menn, sem hafleiðir sóttu, norður um Tíli. Framtíð er skyggn. Nú falla hér slæður. Farandi blys lýsa óminnis húm. Andi blæs nýr á aldnar glæður, sem urpu skímu á Papans rúm. Af hörfandi skuggum er hjúpi svipt. Hátt og rétt talar veggjanna skrift. Aldafyrndum skal endurlyft í albjartan dag. Hér er saga, sem ræður. — Lífsvæðin nýju norrænum anda námust, við árblik af göfgari sið. Á foldirnar vestur, til Furðustranda, feðurnir sóttu kveldáttar mið. Og skipun íslands tók Eiríks láð, yzt udir stjörnu, goðum háð. Aldrei var fregnuð dýrri dáð af djörfung og þreki íslenzkra handa. Sólaröld stóð vort stjórnvana ríki, og stálin töluðu dómanna mál. Aleitt það varaði, einkis líki. Óbrotlegt þor merkti dáð og sál. En háfjalladýrðin hóf þennan lýð að hærri sjón, yfir kynslóða stríð. Nú biður vor æska þess, bjartsýn og fríð, að bölalda svipurinn framliðni víki. — Lífvörður þessa lands er vor saga. Látum ei kulna þá heilögu glóð. Ritfest og bundin í ræðu Braga hún reisir frá dauðanum manna og þjóð. Og skiptist leiksviðin þúsundþætt, þrýtur ei minnið Snorra ætt. Sinn varða má hljóta, hvað Fróni er fætt. Sú frægð vor skal uppi um málsins daga. KÓR Guð, sem ræður geisla veldi, geym vorn svip við ljóssins stól. Yfir tíu alda kveldi árlog brenna af hærri sól. Hauðrin vor með ís og eldi eiga þúsund storma skjól. Reisi sá, er himna hvelfdi, há og fríð vor óðalsból. Heill og sæll síns ríkis ráður rækir ættjörð sonur lands. Arfi garðsins frjáls og fjáður fregnar engan lofs né banns. Einum lífsins herra háður, hneig ei valdi jafningjans. Né skal hann af þjóðu þjáður. Þjónn er bóndinn einkis manns. Yfir sjó og svæðum jarðar sækir landinn fangagjarn. Dreifir búar bjartra hjarða beita fjöllin upp í hjarn. Trauðla mun af flotum fjarða framar þreytt með vað og garn. Hefðu ríka rausnar garða, Reykjavík! þú hafsins barn. Heimsmenn, hví skal horft til skýja héðan eftir Paradís? Hví mun sál ei hurðir knýja, hvar sem Norðurs Eden rís? Dyggð skal aldrei freisting flýja. Frjáls, í hættu, syndar vís, skal hún nýja vegi vígja. Vilji manns sinn himin kýs. Jörðin bjartra jökulsveiga jötni eldsins getur beitt. Allt, sem hvel og hæðir eiga, hennar djúpa skauti er veitt. Loftsins dreki, fleyið fleyga firðum jarðar hefur eytt. Öræfum í aldinteiga íslands máttur lætur breytt. Alþing, valdið orra laga eflir jafnt vorn knör og hjörð. Látum helgast lífs vors daga landi Njáls, um strönd og fjörð. Eilífðin er andans saga, ísland hélt þar tryggan vörð. Látum andans orku draga æðra líf til vor á jörð. DRÁPA Hátignir Fróns, vér fögnum fundi ára þúshundrað. Heiður sé bandahauðri. Heill gestur, landi að vestan. Hátíð vor helgist yður, heimur, sem oss ei gleymið. Menningar skal nú minnast móðurlands vors hjá þjóðum. Jörðu vér námum norður Njarðbrautir, út að skauti. Vínlandið Sögu synir sjónhelgast létu Fróni. Lýð Eiríks lögvöld háðu, lík og söm móðurríki. Liðfærri réði láði landnemi engra stranda. Þrátt yfir þrætum réttar þjóðvöld óskipuð stóðu. Dómar fullnaðs þá féllu fyrir allsherjar dyrum. Rödd hjartans hljóðs sér kvaddi; heyrðust rök óvins sökum. Sókn háðist jafnt til sýknu, sál lýðsins fylgdi málum. Eins dæmi alls, í heimi, óvaldað ríki að halda, gnæfir hér álfu yfir. Andi frjáls réði landi. Lögeining lýðs bauð goðinn Ljósvetninga, á þingi. Heiðni og guða hæðni hné feig á Þorgeirs degi. Rís hér sið ofvald yfir almanna viti og sanni. Bergmál Alþingis borgar boða enn frelsis kenning. Standi æ staðir báðir, strandbær og dómvé landsins. Víkki tún voga og hækki. Vaxi garðar og hjarðir. Storðirnar auðs í eyði, arðbærar dróttum jarðar, starfsmáttur útheims erfir. Öld þagnar hefst til sagna. öræfa óðul sváfu. Eldhvel á tímans kveldi leiftra um loft og veggi. Lyftist þar hönd til skriftar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.