Morgunblaðið - 02.08.1980, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1980
Landsvirkjun:
22% hækkun
Á FUNDI sínum í gær samþykkti
rikisstjórnin 22% hækkun á heild-
söluverði Landsvirkjunar. Það
ieiðir af sér 9% hækkun á útsölu-
verði Rafma«nsveitu Reykjavik-
ur ok annarra þeirra rafveitna.
sem kaupa orku af Landsvirkjun.
Þrátt fyrir þessa hækkun til
Landsvirkjunar er gert ráð fyrir
að rekstrarhalli þessa árs verði
1.300 milljónir og greiðsluhalli
verði 2.100 milljónir.
Fyrir ríkisstjórnarfundinum lá
ennfremur verðhækkunarbeiðni
Hitaveitu Reykjavíkur. Samþykkt
var að fresta þeirri afgreiðslu og
leita samráðs við borgarstjórn
Reykjavíkur um málið.
V erslunarmannahelgin:
Umferð minni en undanfarin ár
UMFERÐIN um þessa mestu
ferðahelgi ársins fór fremur
róiega af stað i gær, og eftir þvi
sem best er vitað gekk hún
stóráfallalítið, samkvæmt upp-
lýsingum sem Morgunblaðið
fékk hjá Ola H. Þórðarsyni
framkvæmdastjóra Umferðar-
ráðs i gærkvöidi.
Um kvöldmatarleytið í gær
var umferðin út úr höfuðborg-
inni meiri um Suðurlandsveg en
um Vesturlandsveg, sagði Óli,
hvernig svo sem framhaldið
verður. Þá óku 60 bílar á hverj-
um tíu mínútum um Vestur-
landsveg, og 90 bifreiðar austur
Suðurlandsveg. Miðað við fyrri
ár telst þetta ekki mikil umferð,
en venjan er sú að umferðin
þyngist eftir því sem líður á
föstudagskvöldið og kemur fram
á laugardag. í gærkvöldi mátti
sjá merki þessarar þróunar að
sögn Óla, en þó virðist umferðin
vera minni en undanfarin ár,
jafnvel minni en í fyrra, en þá
var óvenjulítil umferð um versl-
unarmannahelgina.
Ekki kvaðst Óli hafa neinar
algildar skýringar á því hvers
vegna umferðin virtist fara
minnkandi, en sagðist þó telja að
orkukreppan ætti þar hlut að
máli. Þá kvaðst hann einnig
telja að góða veðrið að undan-
förnu hefði gert það að verkum
að fólk hefði lagt fyrr af stað út
á land úr þéttbýlinu en oft áður.
10% lækk-
un á kjarn-
fóðurskatti
FRAMLEIÐSLURÁÐ land-
búnaðarins ákvað á fundi
sínum í gær, að lækka kjarn-
fóðurskatt á fóður til svína og
alifugla, um 10%, eða í 40%
úr 50%, að því er Agnar
Guðnason, ráðunautur hjá
Búnaðarfélagi íslands, tjáði
Morgunblaðinu í gærkvöldi.
Ákvörðun þessi er tekin í
framhaldi af lækkandi niður-
greiðslum á fóðri í Efnahags-
bandalagslöndunum, að sögn
Agnars.
Þjóðhátið stendur nú yfir í Vestmannaeyjum, og verður væntanlega mikið um dýrðir í Eyjum næstu
sólarhringana. Þessa mynd tók Sigurgeir í Herjólfsdal í gær síðdegis, og þá þegar hafði mikill mannfjöldi
komið sér fyrir í Dalnum í ágætu veðri.
Áframhaldandi viðræð-
ur um nýtt flugfélag
— segir Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða
„ÞESSAR viðræður okkar nú við
Luxemborgara eru í beinu fram-
haldi af þeim viðræðum. sem áttu
sér stað 8.1. vetur um hugsanlega
stofnun nýs flugfélags, sem yrði
sameiginleg eign Flugleiða og
Luxair,“ sagði Sigurður Helga-
son, forstjóri Flugíeiða, er hann
var inntur frétta af viðræðum,
sem hann og örn O. Johnson,
stjórnarformaður Flugleiða áttu
við ráðamenn Luxair 1 vikunni.
„Á þessum fundum okkar í vik-
unni fengust engar endanlegar
niðurstöður í málinu, en viðræðum
mun verða haldið áfram síðar,
enda um mjög viðamikið mál að
ræða,“ sagði Sigurður ennfremur.
Hugmyndirnar varðandi þetta
sameiginlega flugfélag íslendinga
og Luxemborgara, eru m.a. þannig
að gert er ráð fyrir því, að
Flugleiðir og Luxair ættu sitt hvor
50% og félagið myndi í framtíðinni
annast Norður-Atlantshafsflugið,
sem verið hefur mikill dragbítur á
rekstri Flugleiða undanfarin miss-
Mannsins
enn leitað
LEITIN að Eliasi Kristjánssyni,
sem týndur hefur verið síðan á
sunnudag, hefur enn engan ár-
angur borið, að sögn aðalvarð-
stjóra Reykjavíkurlögreglunnar
í gærkvöldi.
Þá hefur farþegi sem talið var
að hefði sést í bifreið Elíasar á
sunnudag, heldur ekki gefið sig
fram.
Allir þeir sem kynnu að vita um
ferðir Elíasar síðan á sunnudag
eru beðnir að hafa samband við
lögregluna.
Guðbjörg
og Sindri
seldu ytra
TVÖ isienzk fiskiskip seldu afla
sinn eriendis í gær, en það voru
Guðbjörg og Sindri.
Guðbjörg seldi 156,7 tonn í
Bremenhaven í Þýzkalandi fyrir
69,6 milljónir króna, eða um 433
krónur að meðaltali fyrir hvert
kíló.
Sindri seldi síðan 133,3 tonn í
Hull í Bretlandi og fékk fyrir það
67 milljónir, eða um 503 krónur
fyrir hvert kíló að meðaltali.
Settur skattstjóri
FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur sett
Jón Guðmundsson, viðskiptafræð-
ing, skattstjóra Norðurlandskjör-
dæmis vestra frá 1. ágúst til og með
15. september n.k.
Fjöldi fóiks lagði leið sína út úr þéttbýlinu í gær, við upphaf vcrslunarmannahelgarinnar. þó
umferðin virðist ætla að verða minni en oft áður. Þessa mynd tók Emilía á Artúnshöfða. i útjaðri
Reykjavíkur í gærkvöldi. þar sem ferðalangar báru saman bækur sinar við hlaðin farartæki sín.
„Yfirbygging-
in minnkar eins
og aðrir þættir“
„ÞEGAR svo mikill samdráttur á
sér stað á starfsemi fyrirtækisins
eins og raun ber vitni, þ.e,
starfsfólki hefur verið fækkað
um 4—500 manns, fer ekki hjá
því, að nauðsyniegt er, að
minnka yfirbygginguna í sam-
ræmi, og það er einmitt með það
að leiðarljósi, sem við ákváðum
að fara út i þessar skipulags-
breytingar,“ sagði Sigurður
Helgason, forstjóri Flugleiða. i
samtali við Mbl., er hann var
inntur eftir ástæðum þess, að
tveir af framkvæmdastjórum
fyrirtækisins hafa hætt störfum
ug sameining hefur átt sér stað á
starfssviðum.
Brauð
og kaffi
hækka
um 9%
ÝMSAR verðhækkunarbeiðn-
ir voru afgreiddar á fundi
ríksstjórnarinnar í gær s.s.
brauð, kaffi, smjörlíki, að-
göngumiðar Þjóðleikhúss, að-
gangseyrir sundstaða og taxt-
ar vörubílstjóra. Samþykkt
var 9% hækkun á þessum
liðum. Vegna niðurgreiðsln-
anna sem gildi tóku í gær
munu unnar kjötvörur lækka
um 3,3—10%.
„í kjölfar þess, að ákveðið var að
fella niður ákveðin sérstarfssvið
og fella þau undir önnur svið, þ.e.
stjórnunarsvið, markaðsmálin og
innanlandsflugið eru felld undir
önnur svið í starfi félagsins,
ákváðu framkvæmdastjórar
stjórnunarsviðs og markaðsmála
að segja störfum sínum lausum,
þ.e. Jón Júlíusson og Martin Pet-
ersen. Einar Helgason, sem verið
hefur framkvæmdastjóri innan-
landsflugs félagsins, mun eftir
sem áður veita því forstöðu, þótt
það sé ekki sérsvið lengur," sagði
Sigurður ennfremur.
Sigurður sagði, að eftirleiðis
myndu markaðsmálin heyra beint
undir hann sjálfan, en stjórnun-
arsviðið myndi skiptast í þrennt,
þ.e. falla undir fjármálasviðið,
sem Björn Theódórsson veitir for-
stöðu, flugrekstrarsviðið, sem
Leifur Magnússon veitir forstöðu,
og svo hótel- og bílaleigurekstur-
inn, sem Erling Aspelund veitir
forstöðu.
Togari til
Þórshafnar og
Raufarhafnar
RÍKISSTJÓRNIN veitti á
fundi sínum í gær heimild til
að keyptur verði togari til
Þórshafnar og Raufarhafnar
til að tryggja atvinnuástand
á þcssum stöðum.