Morgunblaðið - 02.08.1980, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.08.1980, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1980 Gísli G. Auðunsson læknir, Húsavík: Álfakóngurinn í Ásbyrgi og aðrar verndarvættir Eftir tæplega 14 ára búsetu á Húsavík fannst mér ég kominn í fulla sátt við allar vættir Ásbyrgis og annarra kletta- borga meðfram Jökulsá í Öxar- firði. Þar hafði ég fundið marga furðureiti fegurðar og þokka, sem eiga sér fáa líka, þar sem unun er að dvelja. Samverustundirnar meðal þessara náttúruvætta hafa þó bæði orðið of fár og of stuttar, enda tími tómstundanna oftast naumur. Þessar samverustund- ir hafa þó alltaf verið jafn kærkomnar — og ég hafði á tilfinningunni að það væri gagnkvæmt. En nú hafa skipast veður í lofti. Varnarlið hefur verið sent á vettvang og fornar vættir flúnar. Nýr álfakóngur er kominn í Ásbyrgi, holdi klæddur og að því er virðist með heitu blóði. En með köldu blóði framkvæmir hann fyrir- skipanir varnarmálaráðuneyt- is sem hreiðrað hefur um sig í miðju menntamálaráðuneyti íslands og kaliast Náttúru- verndarráð. Þar situr hers- höfðingi eða æðstiklerkur. Hann ígrundar hernaðarað- gerðir í baráttunni við bænda- þý og tómthúsamenn í Þingeyjarþingi. Hann brá sér nýverið á vígvöllinn í Ásbyrgi til að kanna stöðuna. Og viti menn. Hann sá að hvorki voru grundir þar jafn grænar sem á Arnarhóli, né sá flokkur manna jafn fríður, sem þar bældi grasið, eins og sá flokkur mannna sem helst bælir grasið á Arnarhóli. Hér var því brugðið við hart og skjótt. Ný víglína ákveðin í hvelli og nú mátti enginn fara lengra en að bílastæðinu við „völlinn”, nema þá gangandi, en þó helst skríð- andi. Allra náðarsamlegast var þó leyft að bera tjöld til næturskjóls inn á völlinn. Þeim, sem voru svo ósvífnir að draga á eftir sér atómsprengju í líki hjólhýsis, var plantað á mitt bílastæðið og þar skyldu þeir dvelja. Vessgúohólkjeft. Athafnir náttúruverndar- ráðs meðfram Jökulsá í Öxar- firði hafa vakið furðu heima- fólks og valdið því miklum vonbrigðum. Heimamenn hafa mikið dálæti á þessari völund- arsmíð náttúrunnar. Þeirra fróma ósk var sú að fleiri fengju að njóta þessara náttúruundra en þeir einir. Þeir töldu að með þjóðgarðs- stofnun yrði vakin verðskulduð athygli á þessu svæði og jafn- framt yrði sem flestum gert kleift að njóta þess og að því mundi náttúruverndarráð stuðla. En engu er líkara en náttúruverndarráð sé saman- safn einsýnna sérvitringa sem í anda hreintrúarstefnu telur það sjtt hlutverk fyrst og síðast að gera fólki sem erfið- ast að nálgast þessi náttúru- undur. Vegir og bílar eru algert eitur í þeirra beinum. Enginn skal fá að nálgast náttúru- undrin nema með þeirra hætti — þ.e. fótgangandi fleiri kíló- metra. Þetta er í sjálfu sér meinlaust þeim sem fullfrískir eru og hafa nægan tíma. En fyrir allan þann stóra hóp, sem ekki eru fullfrískir, fyrir þá sem eru teknir að eldast og lýjast, fyrir börn, sem fljót eru að þreytast, öllu þessu fólki er meira og minna bægt frá þessu svæði með skipulagsáformum Gisli G. Auðunsson náttúruverndarráðs. Svo ég nefni nú ekki þá sem eru hreinlega fatlaðir. Ásbyrgi er einn af þessum unaðsreitum. Ekki einungis hrikaleg furðusmíð heldur einnig sérstaklega skjólsæll staður, skýlt af allt upp undir 100 metra háum hamra- veggjum með vöxtulegum birki skógi. Gisting í Ásbyrgi gleym- ist engum. Fram að þessu hefur það staðið opið hverjum sem er, enda undir verndar- væng skógræktarmanna. Þeir buðu alla velkomna með orðun- um: Hér er griðastaður. hér er öllum frjálst að dvelja. Og siðan voru gestir beðnir um að gerast eigi griðníðingar með óvarlegri umgengi. Manni hlýnaði um hjartarætur við þetta ávarp. En nú eru komnir nýir húsbændur. í þeirra aug- um er engin þörf að ávarpa almúgann hrífandi orðum, enda búið að fjarlægja spjaldið með ávarpi skógræktarmanna. Þess í stað koma boð og bönn. Allir virðast fyrirfram dæmdir griðníðingar. Ásbyrgi er engin smá kletta- kvos, heldur um 3 'Æ km á dýpt, eða öllu heldur lengd. Það opnast á móti norðri á móti sandinum. Þar byrja kletta- veggirnir nánast úr engu og hækka síðan í látlausri stíg- andi uns þeir ná tæplega 100 metra hæð innst. Sannleikur- inn er líka sá að sem dvalar- staður hefur Ásbyrgi mjög takmarkaðan „sjarma" fyrr en komið er djúpt inn í byrgið. Því vekur það ugg og furðu að náttúruverndarráð hefur uppi áætlanir um að banna tjaldstæði inni í byrginu. Á þess vegum er verið að byggja þjónustumiðstöð um 500 metra frá mynninu og þar eiga fram- tíðartjaldstæðin að vera. Stað- urinn hefur ekkert við sig, er á bersvæði gengt norðri út undir Sandinum. „Miklu er logið til um fegurð Mývatns", sögðu Bretarnir, sem leigðu sér hesta á Húsavík á öldinni sem leið og riðu að Másvatni og sneru þar við. Hugðu sig hafa skoðað Mývatn — leiðsögnin var ekki betri. Eitthvað þvílíkt verður ein- kunnagjöf aimennings um Ás- byrgi eftir að hafa notið gisti- vináttu náttúruverndarráðs út undir Sandi. Það er ekki að furða að gamlir Keldhverfingar tárist fyrir slíkum heraga í þeirra helga reit. í sama anda eru fram- kvæmdir náttúruverndarráðs á svæðinu Hljóðaklettar — Vest- urdalur — Svínadalur — Hólmatungur. Leyft er að aka á bílum niður í Vesturdal og aðeins áleiðis niður að Hljóða- klettum. Bannað er að aka úr Vesturdal til suðurs, þ.e.a.s. búið að loka gamla veginum í Svínadal og Hólmatungur. Gefið er nú í skyn að veginn í Svínadal eigi að opna, en ekki lengra. í stað þess að lagfæra gamla veginn, sem engu spillir, er fjármunum náttúruvernd- arráðs sóað í 13. km. langan veg á heiðum uppi hálfhring í kringum svæðið. Hann á þó aldrei að koma niður í Hólma- tungur, heldur að enda við Þórunnarfjall ytra, um kíló- meter ofan við syðsta hluta Hólmatungna, en þær ná yfir um 3ja km langt svæði með- fram Jökulsá. Gamli vegurinn úr Vesturdal í Hólmatungur er nálægt helmingi styttri en nýji vegurinn — og liggur í gegnum svæðið. Af honum er víða steinsnar til að heilsa upp á fjölmörg náttúruvætti. Ótti náttúruverndarráðs við stórfelld sþjöll af umferð í gegnum svæðið á við engin rök að styðjast og virðist helst sóttur í umsagnir grænfrið- unga um umferðarþunga í milljónasamfélögum Engil- saxa. Þar að auki mundi það varla vefjast fyrir náttúru- verndarráði að loka veginum ef spár þeirra um umferðarþunga reyndust réttar þegar fram í sækir. Margt á ég eftir ósagt um reynslu mína af athafnasemi starfsmanna náttúruverndar- ráðs meðfram Jökulsá í Öxar- firði, en læt þó staðar numið að sinni. Eg vildi aðeins vekja landsmenn til umhugsunar um hvort þjóðgarðarnir eigi að vera sem aðgengilegastir okkur öllum til að njóta, undir lipurri leiðsögn þeirra sem trúað er fyrir að gæta þeirra. Eða hvort þar á að ráða ríkjum einskonar hysteria eða hreintrúarstefna með því ofstæki sem æfinlega er fylgifiskur slíkra viðhorfa. Verður þjóðgarðurinn með- fram Jökulsá í Öxarfirði fólk- vangur eða einskonar frímúr- aragarður? Mennirnir frá CATERPILLAR við 375 h.a. alhliða dieselvél við Sundahöfn á ísafirði. Caterpillarmenn í heimsókn ixafirAi. FYRIR nokkru voru hér á ferðinni menn frá Heklu h.f. í Reykjavík að kynna díselvélar í báta og landvél- ar. Þegar fréttaritari Morgunblaðs- ins á Isafirði hitti þá að máli, létu þeir vel af ferð sinni. Þeir voru búnir að fara um Vestfirði sunnan ísafjarðar, þar sem þeir kynntu Caterpillar vélar þær sem þeir eru með á boðstólum auk þess sem þeir a.huguðu eldri vélar, sem í notl ’o t’'i, í vestfirska bátaflot- anuri. *.•*• í ff.ðinni er banda- rísktr » ■!. ^ðing-. i f.á Caterpill- arverksmiöjur.u’.'., ’-m farið hefur yfir vélarnar og gefið góð ráð um viðhald. Caterpillarvélarnar eru vel þekktar hér vestra, af margra ára strangri notkun og láta sjó- menn mjög vel af þeim. Auk sjómanna voru margir vörubíl- stjórar og þungavinnuvélstjórar, sem skoðuðu þessa 375 h.a. vél sem var til sýnis, enda er hún notuð jafnhliða til sjós og lands. Héðan fóru þjónustumenn Heklu h.f. norður í land þar sem vélin var sýnd víða. Úlfar Sun.arferð Félags óháðra borgara HIN árlega sumarferð Félags óháðra borgara í Hafnarfirði verður farin laugardaginn 16. ágúst og lagt af stað kl. 8 frá Ráðhúsinu. Ekið verður um Þing- völl, Uxahryggi og skoðuð kirkjan að Lundi í Lundarreykjadal. Það- an verður haldið um Bæjarsveit að Varmalandi. Síðan liggur leiðin um Borgarfjarðarbrúna að Grundartanga og járnblendiverk- smiðjan skoðuð. Þá verður byggðasafnið að Görðum heim- sótt. Sameiginlegur kvöldverður að Hótel Akranesi. Allir Hafnfirðingar og gestir þeirra eru velkomnir í ferðina, en þátttöku þarf að tilkynna eigi síðar en 11. ágúst til skrifstofunn- ar að Austurgötu 10, sími 50764. Fólki er ráðlagt að tryggja sér far sem fyrst, þar sem stundum hafa komist færri með en vildu í þessar sumárferðir Félags óháðra borg- ara. Fararstjóri verður Snorri Jónsson, yfirkennari. (Fréttatilkynning). Símtæknimenn á Bretlandi: Hleranir úr böndum Lundúnum. 31. júli. AP. SAMTÖK simtæknimanna í Bretlandi halda þvi fram, að brezkar öryggisþjónustur og lögregla standi fyrir viðtækum simhlerunum og að umfang þeirra hafi gjörsamlega farið úr böndunum, svo viðtækt sé það nú. Þá halda samtök sím- tæknimanna (POEU) þvi fram, að sterkar likur séu á þvi, að bandariska öryggisþjónustan, NSA, stundi hleranir og hafi William Whitelaw innanrikis- ráðherra ekkert vald yfir þess- ari iðju NSA. „Hleranir ná langt yfir þau mörk, sem stjórnvöld hafa sagt til um, — það er að hlerunum sé beint gegn undirróðurssamtök- um, grunuöum njosnurum, glæpa- samtökum og fíkniefnasmyglur- um,“ segir í tilkynningu samtak- anna. Símtæknimenn segjast hafa öruggar sannanir fyrir ólöglegum hlerunum og samtök þeirra hafa hvatt stjórnvöld til að láta fara fram víðtæka rann- sókn þessara mála þar sem frelsi brezkra þegna sé stefnt í voða. Framkvæmdastjóri samtak- anna, Bryan Stanley, vildi ekki gefa upp nánari upplýsingar um starfsemi NSA þar sem það bryti í bága við 'öryggismála- löggjöf. Því hefur verið haldið fram, að hægt sé að hlera 5 þúsund simtöl samtímis. Þá hef- ur því verið haldið fram, að NSA geti hlerað 75 milljón samtöl á ári en stofnunin hefur leynilega bækistöð í Bretlandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.