Morgunblaðið - 02.08.1980, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1980
Niels P. Sigurðsson sendiherra skrifar um öryggismál Evrópu
Aðdragandi og eftirleikur
ráðstefnunnar í Helsinki
Innrásin í Tékkóslóvakíu
kom mönnum í opna
skjöldu, kommúnistaflokk-
ar Vestur-Evrópu höföu á
fundi í Vínarborg í ársbyrjun
1967 lýst yfir stuöningi viö
Búkarest-yfirlýsinguna frá ár-
inu áöur og í april 1967 lagði
fundur flestra kommúnista-
flokka frá Vestur- og Austur-
Evrópu í Karlovy Vary blessun
sína yfir yfirlýsinguna. Á fund-
inum í Karlovy Vary var einnig
samþykkt áskorun um, að
geröur yröi Evrópusamningur
um bann við valdbeitingu og
aö friðarsinnar allra Evrópu-
landa ættu aö sameinast í því
efni. í Karlovy Vary sagöi
Brexhnev m.a.: .Þegar dregur
úr spennu í alþjoðamálum
leitar nálin á pólitisku loftvog-
inni til vinstri." Þessu slökun-
artímabili lauk svo meö inn-
rásinni í Tékkóslólvakíu í
ágúst 1968.
Innrásin í Tékkóslóvakíu
var réttlætt meö svonefndri
„Breshnev-kenningu" um tak-
markaö sjálfsforræöi sósíal-
ískra ríkja í Austur-Evrópu.
Breshnev sagöi í nóvember
1968 í ræðu á fimmtu ráö-
stefnu kommúnistaflokks Pól-
lands eitthvaö á þessa leiö:
„Þegar innlend og erlend öfl,
sem óvinveitt eru sósíalisma,
reyna aö snúa þróun sósíal-
ísks ríkis í áttina aö endur-
vakningu hins kapítalíska
kerfis og þegar sosíalískri
stefnu þess lands er ógnaö er
um ógnun viö allt hiö sósíal-
íska samveldi aö ræöa og
vandamáliö veröur þá ekki
w.igöngu vandamál þeirrar
þjóöar einnar, heldur varöar
þaö öll sósíalísk ríki."
Af hálfu NATO var innrás-
inni í Tékkóslóvakíu mótmælt
sem ólögmætum afskiptum af
innanríkismálum annars ríkis.
Vekti hún einnig ótta um
valdbeitingu í öörum tilfellum.
Eftir innrásina breyttist tónn-
inn í yfirlýsingum Sovétmanna
og Varsjárbandalagsins um
hugsanlega ráöstefnu um ör-
yggi og samvinnu í Evrópu.
Foröast var nú aö endurtaka
fyrri árásir á stefnu Bandaríkj-
anna og Sambandslýöveldis-
ins Þýskalands. Fundur
æöstu manna Varsjár-
bandalagsins í Budapest í
mars 1969 lagði til, aö ráö-
stefnan um öryggismál yröi
NIELS P. Sigurðsson, sendi-
herra, hefur tekift saman yfirlit
yfir þróun öryggismála Evrópu
fró stríöslokum fram til þess,
aó lokasamþykkt Öryggis-
ráöstefnu Evrópu var undirrit-
uó í Helsinki fyrir réttum 5
árum, jafnframt fjallar hann
um framvindu mála innan
ramma ráóstefnunnar síóan
1975 og fyrirhugaöan fram-
haldsfund hennar í Madrid í
haust. Niels fer nú meó mál
Evrópuráösins í utanríkis-
ráóuneytínu og annast undir-
búning á þess vegum undir
Madrid-fundinn.
Morgunblaðió birtir yfirlit
hans í þremur hlutum.
3. grein
haldin sem fyrst og undirbún-
ingsfundur yröi ákveðinn.
Segja má, aö þarna hafi
slökunarstefnan hafið innreiö
sína á ný. í mörgum ylirlýsing-
um Nato og Varsjárbanda-
lagsins á næstu árum kom
greinilega fram vilji til þess aö
stuöla aö því, aö ráöstefna
um öryggi og samvinnu í
Evrópu yröi haldin. Einnig
hófust á árinu 1969 viöræöur
milji Bandaríkjanna og Sov-
étríkjanna um takmörkun ger-
eyöingarvopna. Viöræöur
þessar, sem haldnar voru til
skiptis í Vín og Helsinki,
leiddu til þess, aö svonefndur
SALT I samningur var undir-
ritaður í Moskvu í maí 1972 af
Nixon og Breshnev í sam-
bandi viö heimsókn Nixons
forseta til Sovétríkjanna.
SALT II samningurinn, sem
geröur var 1979, hefur ekki
veriö staöfestur.
Viöræður um gagnkvæma
fækkun í herliöi NATO og
Varsjárbandalagsins, svo-
nefndar MBFR-viöræöur, þ.e.
viöræöur um jafnan og gagn-
kvæman samdrátt herafla í
Miö-Evrópu, hófust þó ekki
um leiö og SALT-viöræöurn-
ar. Höfnuöu Rússar tilboöi
NATO-ríkja áriö 1971 um, aö
Brosio, sem þá haföi látiö af
störfum sem framkvæmda-
stjóri NATO, færi til Moskvu
til þess aö kanna grundvöll
fyrir slíkar viðræöur. Þaö var
ekki fyrr en dr. Kissinger fór
til Moskvu í september 1972,
aö Sovétmenn féllust á
MBFR-viöræöur og um leiö
var gengiö frá því, aö undir-
búningsviöræöur aö ráö-
stefnu um örygai og samvinnu
í Evrópu —CSCE— skyldu
byrja. Þær hófust svo í Hels-
inki 22. nóvember 1972 og
enduöu hinn 8. júní 1973 meö
samkomulagi um aö halda
ráöstefnu um öryggi og sam-
vinnu í Evrópu. Var þar meö
lagöur grundvöllurinn aö viö-
ræöum milli austurs og vest-
urs um þessi mál og lauk
þeim áfanga meö undirritun
lokasamþykktarinnar í Hels-
inki sumariö 1975.
Undirbúningsfundir aö viö-
ræöunum um gagnkvæman
niöurskurö herafla, MBFR,
hófust í Vínarborg í lok janúar
1973 og lauk í juní sama ár.
Raunverulegar samningaviö-
ræöur hófust síöan í október
1973 og standa þær viðræður
enn. Samningar um MBFR
eru mjög flóknir og erfiöir,
m.a. þar sem Varsjarbanda-
lagiö hefur fjölmennara herliö
en NATO í Evrópu og er auk
þess landfræðilega betur sett,
því Sovétríkin þurfa einungis
aö flytja liösauka stutta vega-
lengd til þess að staðsetja
slíkt lið í hjarta Evrópu, en
Bandaríkjamenn þurfa aö
flytja liösauka um 5 þúsund
kilometra yfir opiö haf til
Evrópu. Auk þess hefur
Varsjárbandalagiö yfir aö
ráöa miklu fleiri skriðdrekum
en NATO. Vilja NATO-ríkin
því, aö Varsjárbandaiagiö
fækki um fleiri hermenn og
skriðdreka en NATO og vröi
miðað viö aö hvort banda-
lagið hafi um 700 þúsund
manns undir vopnum í Evr-
ópu. Ekkert samkomulag hef-
Islande
ur enn náöst um þessi mál í
Vínarborg. í bígerö eru nú
viöræður milli risaveldanna
um takmörkun á meðaldræg-
um eldflaugum í Evrópu. Tak-
ist samkomulag um þaö efni
—SALT III— mun þaö mjög
geta stuðlaö aö bættri sam-
búö milli austurs og vesturs.
Þegar litiö er til baka verö-
ur ekki hjá því komist aö meta
aö verðleikum þann árangur,
sem náöist í Helsinki hinn 1.
ágúst 1975 meö undirritun
lokasamþykktarinnar. Þar
voru einnig geröar ákveðnar
ráöstafanir til þess, aö þátt-
tökuríkin gætu fylgst meö
framkvæmd lokasamþykktar-
innar í hinum ýmsu aöildar-
ríkjum. Ákveðið var aö skipu-
leggja og haldaT þessu skyni
fundi til umræöna um fram-
kvæmd ákvæöa lokasam-
þykktarinnar og lausn þeirra
verkefna, sem skilgreind voru
í Helsinki-samþykktinni.
Fyrsti fundurinn um fram-
kvæmd Helsinki-samþykktar-
innar var haldinn í Belgrad frá
4. október 1977 til 9. mars
1978. Aöalatriöiö var, aö
þátttökuríkin frá Helsingfors
komu saman og ræddu um
framkvæmd lokasamþykktar-
innar og nýr framhaldsfundur
var ákveöinn, og veröur
haldinn í Madrid í nóvember
1980. Litill raunhæfur árangur
varö í Belgrad, en fundurinn
var þó langt frá því aö vera
gagnslaus. Er þaö von þátt-
tökuríkja, aö þróunin muni
þokast í rétta átt og aö smám
saman komist öll ákvæöi
Gcir Ilallgrímsson
undirritar lokasam-
þykktina á ráðstefn-
unni í Hclsinki
1975.
Helsingfors-samþykktarinnar
í framkvæmd i reynd. Aö-
stæöur til samvinnu og sam-
komulags um framkvæmd
samþykktarinnar frá Helsing-
fors þurfa aö reynast hag-
stæöari í Madrid en í Belgrad.
Til þess þarf stórt átak og
fjölda undirbúningsviöræöna
milli austurs og vesturs.
Margar tvíhliöa viöræöur eiga
sér staö og haldnir hafa veriö
sérfræöingafundir í Bonn um
vísindamálefni, í Montreux
um friösamlega lausn deilu-
mála og í Valetta um málefni
Miöjaröarhafslandanna. A
vísindaráðstefnunni í Ham-
borg í síðari hluta febrúar
þessa árs báru vísindamenn
frá vestri og austri saman
bækur sínar um fjölda mál-
efna.
Þróun málefna um öryggi-
og samvinnu í Evrópu er á
ýmsan hátt í samræmi viö
lokasamþykktina, en margt
fer þó enn úrskeiðis. Viö
íslendingar reynum aö leggja
af mörkum eins og viö getum
og aöstæöur leyfa. Náin sam-
vinna er milli Noröurlandanna
um þessi mál. Einnig tökum
viö þátt í fundum í Evrópuráö-
inu og NATO, sem miöa aö
því að samræma stefnu
aöildarríkja í CSCE-málefn-
um. Ástand ogþróun alþjóöa-
mála næstu manuöi mun hafa
úrslitaáhrif á þaö, hvort
vænta megi raunhæfs árang-
urs í Madrid.
Þegar þetta er ritað stend-
ur ^yfir hernaöaraögerö Sov-
étrikjanna í Afganistan. Ekki
er enn vitaö til fulls, hvers
konar áhrif slík hernaöaríhlut-
un getur haft á gang öryggis-
mála í Evrópu og andrúmsloft
Madrid-fundarins. Ljóst er
hins vepar, aö mikil spenna er
nú á ny ríkjandi milli Moskvu
og Washington. Má jafna
þessari spennu aö nokkru
leyti viö ástand mála meðan á
Kubu-deilunni sfoö. Menn
velta því fyrir ser, hvaö
endanlega vaki fyrir Sovét-
mönnum í Afganistan, en von-
andi veröur ihlutun þeirra þar
ekki langvarandi, þar sem
slíkt mundi tvímælalaust hafa
mjög óheppileg áhrif á fram-
tíðarþróun öryggismálanna.
Auk þess hefur Allsherjarþing
Sameinuöu þjóöanna meö
miklum meirihluta atkvæöa
skoraö á Sovétríkin aö draga
her sinn án tafar skilyröislaust
frá Afganistan.
Viö Persaflóa og í
Mið-Austurlöndum eru miklir
hagsmunir Vesturlanda yfir-
leitt í veöi. Getur svo fariö, aö
hernaöaríhlutun Sovétmanna
í Afganistan veröi afdrifaríkari
en innrás þeirra í Tékkósló-
vakíu á sínum tíma, aö því er
varöar öryggi og samvinnu í
Evrópu. Þó er ekki ástæöa til
svartsýni heldur ber aö vona
að úr rætist og ríki, sem stóöu
aö lokasamþykktinni í Hels-
inki, vilji öll stuöla aö því, aö
þeim markmiöum, sem þar
voru sett, veröi smám saman
náö. Varanlegur friöur og
öryggi er ekki einungis
þatttökuríkjunum mikils viröi,
heldur hefur þróun viöskipta-
og alþjóöamala ásamt gangi
heimsviöburöa gert friðinn
eftirsóknarveröari fyrir allar
þjóðir heims. Á Madrid-fund-
inum mun koma í Ijós hvort
og á hvern hátt verður á
næstu árum haldiö áfram
viðleitninni til aö draga úr
spennu, bæta öryggi og þróa
samvinnu milli austurs og
vesturs. í Madrid er því mikið
í húfi.
Reykjavík, 1. ágúst
1980.
Níels P. Sigurðsson.