Morgunblaðið - 02.08.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.08.1980, Blaðsíða 22
2 2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1980 Háskóli islands Sýningu á málverka- safni HÍ að ljúka SUNNUDAGINN 3. ágúst n.k. lýkur sýningu á málverkasafni Háskóla Islands á verkum, sem hjónin Ingibjörg Guðmundsdóttir og Sverrir Sigurðsson gáfu Háskólanum. Sýningin er í Hátíðarsal skólans og er opin í dag og á morgun frá kl. 14 til 18. Á sýningunni eru 95 málverk, þar af 70 eftir Þorvald Skúiason. Bústaöakirkja Sænskur kvennakór Dr. Edward Pálmi Pálmason. SÍÐDEGIS í dag, kl. 17.00, heldur sænski kvennakórinn, Swedish Women’s Chours, frá Seattle í Bandaríkjunum, hljómleika í Bústaðakirkju. Kórinn er á hijómleikaferð til Danmerkur og Svíþjóðar. Með í ferðinni sem gestur kórsins er Vestur-íslend- ingurinn dr. Edward Pálmi Pálmason, þekktur tenórsöngvari í Seattle og nágrenni, sem syngja mun einsöng á hljómleikunum með kórnum og mun hann að auki syngja nokkur einsöngslög. Dr. Edward er læknir að mennt, en hann hóf söngferil sinn við Há- skólann í Washington. Samhliða læknisstörfum hefur hann sungið á norrænum tónlistarhátíðum vestan hafs, svo og með Seattle Opera, og sinfóníuhljómsveit- unum í Spokane, Vancover og Oregon og auk þess sungið einsöng við fjölda annarra tækifæra. Klúbbur eff ess Jazz, pizzur o.fl. á boð- stólum um helgina KLÚBBUR eff ess í Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut verður opinn eins og venjulega um verzlunarmannahelgina. Á sunnudagskvöld leikur Guðmundur Steingrímsson og hljómsveit. Klúbbur eff ess er opinn frá kl. 20 til 01 og eru þar á boðstólum pizzur og sjávarréttir. Dagur í I DAG 2. ágúst opnar Dagur Sigurðsson sýningu í Gallerí Djúpinu, Hafnarstræti 15. Á sýn- ingunni eru 24 myndir, flestar unnar með akrýllitum á pappír. Þær eru frá siðustu þremur árum. Dagur sækir myndefni sitt aðal- lega í þjóðsögur, en einnig eru á Djúpinu sýningunni landslagsmyndir og „erotískar" myndir. Sýningin stendur dagana 2. til 13. ágúst að báðum dögunum meðtöldum og er opið frá kl. 11 til 23 daglega. Flestar myndanna eru til sölu. Dagur hefur sýnt nokkr- um sinnum áður í Reykavík. 3 listamenn opna sýningu að Kjarvalsstöðum samtímis Sveinn Björnsson SVEINN Björnsson opnar nú í dag ásamt Sigfúsi Haildórssyni og Nínu Gautadóttur málverka- sýningu að Kjarvalsstöðum. Sveinn hefur málað frá árinu 1964, og lærði við akademíuna í Kaupmannahöfn. Hann hefur verið mikið til sjós, en er nú rannsóknarlög- reglumaður. Sveinn á margar sýningar að baki sér, en sú síðasta var haldin í Kaupmanna- höfn árið 1978. Sýningin er opin frá 14. til 22. alla daga og stendur frá 2. ágúst til 24. ágúst. Nína Gautadóttir NÍNA Gautadóttir er meðal þeirra þriggja listamanna sem opna sýningu á verkum sínum að Kjarvalsstöðum í dag. Þetta er fyrsta sýning Nínu hérlendis, en hún sýnir veggskúlptúr. Á sýn- ingunni eru 13 verk sem eru gerð á árunum 1975 til 1980. Nína lærði í listaskóla í París, þar sem hún er einnig búsett nú. í myndir sínar notar Nína aðal- lega netagarn og hamp. Öll verkin eru til sölu. Sýningin er opin alla daga frá 14 — 22 og stendur frá 2. ágúst til 24. ágúst. Sigfús Halldórsson í DAG opnar Sigfús Halldórsson málverkasýningu að Kjarvals- stöðum. Sigfús er landslýð kunnur, ekki aðeins vegna málverkanna heldur einnig vegna tónlistarinnar. Hann mun gleðja gesti sýningar- innar með tonlist, og mun hann fá til sín góðkunna söngvara, s.s. Guðmund Guðjónsson. Sigfús byrjaði að læra að mála 16 ára gamall, og lærði þá hjá Birni Björnssyni (Bangsa) og Marteini Guðmundssyni. Árið 1944 fór hann til Englands og lærði leiktjalda- málningu, auk þess sem hann tók húsamálun sem aukafag. Þetta er þriðja sýning hans um Reykjavík og eru alls 84 málverk á sýningunni, þar af 52 til sölu. Á næstunni mun vera væntanleg á markaðinn bók um Sigfús, sem heitir „Sigfús Halldórsson opnar hug sinn“, og mun hann árita bókina fyrir þá sem skrifa sig á lista á sýningunni. Einnig mun vera hægt að fá sönglögin hans keypt. Sýningin er opin alla daga frá 14—22 og stendur frá 2. ágúst til 24. ágúst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.