Morgunblaðið - 02.08.1980, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. AGUST 1980
9
Jóhanna Kristjónsdóttir, blaðamaður:
Kæri Ragnar.
Eg hef veitt því eftirtekt, að
alþýðubandalagsfólk hefur sér-
staka unun af því að skrifast á í
Þjóðviljanum. Eg hef ekkert
bréf séð til þín lengi, svo að mér
datt í hug að senda þér línu og
vona þú forlátir að ég nota
Moggann.
Eg hef aldrei verið lagin að
fást við tölur, var afleit í
stærðfræði í menntaskóla, en ég
lærði þó einhvern tíma að
leggja saman og draga frá og í
Kvennó tókst að kenna mér
prósentureikning. Sömuleiðis
fór ég úr foreldrahúsum með
það veganesti, að maður ætti
alltaf að borga öllum sitt og
skulda sem allra minnst. Síðan
sem sé verið að ströggla við
Gjaldheimtuna varðandi þær
krónur, það skyldi enginn gera,
þá fær maður bara dráttarvexti
í kaupbæti). Nú, nú. Við drögum
661 þúsund frá 790.862 =
139.862. Síðan er tekið af mér 21
þús. í lífeyrissjóð og lækkar
upphæðin sem því nemur. Samt
— hefði þetta gerzt, sæti ég
eftir sæl og glöð með hvorki
meira né minna en 110 þús. til
ráðstöfunar.
En nú hefur gjaldkerinn sagt
mér að eftirvinnan mín í júlí
hafi verið svo lítil og ég fái sem
sagt útborgaðar krónur 36 þús-
und krónur, þegar þú hefur
fengið þitt, svo og lífeyrissjóð-
urinn.
bara ég og kötturinn — og
náttúrlega pétur & páll. Mér er
nú samt spurn, hvað við eigum
að gera.
Það verður semsé að gera ráð
fyrir að fyrstu ágústdagarnir
líði við afar takmarkaðar vell-
ystingar. En veiztu hvað. Þann
10. ágúst fæ ég hvorki meira né
minna en 150 þús. krónur send-
ar úr Tryggingunum. Það fæ ég
fyrir þann lúxus að vera ein-
stætt foreldri með 2 börn. Ég
rýk til, símsendi í snatri í
sveitina 110 þús. borga hinum
góða félaga skuldina af raf-
magnsreikningnum og þá á ég
vonandi eftir um 25 þúsund kr.
Með höfuðið undir hendinni
laumast ég inn í búðina til
Sigurjóns. Gerum ráð fyrir að
hann fallist á að taka þetta upp
Bréf til fjármálaráðherra (Matthías má glugga í það líka):
*
w
usaval
FLÓKAGÖTU1
SÍMI24647
2ja herbergja
Við Efstasund, Hverfisgötu,
Krummahóla (bílskýli), Ljós-
heima, Laugarnesveg, Leifs-
götu og Öldugötu.
Dalbraut
2ja herb. vönduö ibúö, svalir.
Bflskúr.
Jörö — Eignaskipti
Jörö til sölu á Vatnsleiöslu-
strönd. íbúöarhús 4ra herb.
Hesthús og hlaða. Góöar
sumarbústaöalóöir i landi jarö-
arinnar. Aöstaöa fyrir útræði.
Skipti á 3ja herb. íbúö æskileg.
Jöró — Hestamenn
Til sölu jörö í Stokkseyrar-
hreppi. Öll grasi vaxin, hentar
sérlega vel fyrir hestamenn.
Helgi Ólafsson,
löggiltur fasteignasali.
Kvöldsími 21155.
MÆTTI ÉG KOMA í
MAT MEÐ KÖTTINN?
hef ég verið þeirrar náttúru að
skulda aldrei neitt að ráði né til
lengdar, hleyp út um borg og bæ
að borga pétri & páli skuldir
mínar jafnótt og ég get. (Auð-
vitað veit ég að þetta er afkára-
legur hugsunarháttur í verð-
bólguþjóðfélagi, en uppeldisá-
hrifin láta ekki að sér hæða.)
Og nú syrtir heldur betur í
álinn, það er ekki nóg með að ég
sjái fram á að geta ekki staðið í
skilum við þá félaga, heldur og
fram á hungurtíð. Það má
auðvitað finna jákvætt atriði
við það — ég hefði vel efni á að
léttast um svona 4—5 kíló, en
það er ekki víst að þeir pétur &
páll láti sér það duga.
En nú skal ég ekki orðlengja
þetta frekar, heldur snúa mér
að efninu, svona eftir krókaleið-
um og hafðu reiknivélina til-
búna, ef þú heldur að gamal-
dagsreiknikúnst mín dugi ekki.
Þú hefur sem sagt ákveðið, að
ég eigi að greiða rúmlega 3,3
milljónir í skatta í ár. Vá, segja
auðvitað saumaklúbbarnir. Ein-
stæð móðir með tvö börn (og
kött) sem borgar þvílíka upp-
hæð hún hlýtur að vera æðis-
legur milli. Sannleikurinn er
dulítið öðruvísi. Á sl. ári voru
tekjur mínar 8,6 milljónir hjá
Árvakri, hvorki meira né minna
en 3,500 krónur frá Ríkisút-
varpinu og Rithöfundasjóður
Islands sendi mér 15 þúsund
fyrir jólin.
Svo að mér reiknast til, þegar
ég beiti prósentukunnáttunni,
að þú ætlir að taka af mér
38,37%. Ekki slæmt það. Ef við
förum út í að bæta við
vandræðabótum frá Trygg-
ingastofnuninni, sem heita
mæðralaun, koma 348 þsund ti!
viðbótar. Þessar bætur eru mér
greiddar, vegna þess að ég er að
hluta til öryrki, skv. túlkun
Almannatryggingalaganna. Ef
þú skilur þetta ekki, skal ég
fræða þig á því, að Adda Bára
sagði okkur hjá FEF, að
mæðralaun hefðu verið reiknuð
út á sínum tíma með hliðsjón af
örorkubótum — einstæð móðir
með tvö börn ætti það erfitt að
stunda vinnu utan heimilis, að
það jafngilti að hluta ororku.
Svo að þú sérð að af öryrkja að
vera er ég reglulega dugleg.
En eins og þú veizt náttúrlega
manna bezt — annars værirðu
ábyggilega ekki fjármálaráð-
herra — er hægt að leika sér
með tölur. Á framtalseyðublað-
inu er t.d. reitur sem heitir
tekjuskattsstofn skv. 62. og 63.
gr. og þá er gert ráð fyrir að
vextir hafi verið dregnir frá.
Eru þá í þessum dálki 7,8
milljónir, umreiknað í prósent-
ur, að af mér séu tekin 42,31%.
Þegar hér væri komið sögu,
væri ég orðin svo hrokafull yfir
því að vera viðlíka máttarstólpi,
að ég mundi bjóða Pálma og
Rolf í mat, ef ég uppgötvaði þá
ekki fleiri sannindi, sem gera
það óframkvæmanlegt að
minnsta kosti í næstu framtíð,
— j)rátt fyrir hátekjurnar.
I fyrra fékk ég upphaflega
1300 þús. í skatta. Þá voru
svokallaðar tekjur til skatts
5.676.992 milljónir, þ.e. skatt-
heimtan var 22,9%. Þetta þótti
mér sanngjarnt og sómi að geta
lagt örlítinn skerf fram til
uppbyggingar elsku verðbólgu-
þjóðfélagsins. Síðan sá skatt-
stofan ástæðu til að athuga
mitt grunsamlega framtal síðar
á árinu og bætti þá við hálfri
milljón. Eftir ekkasog og bréfa-
skriftir lækkaði upphæðin í 350
þús. svo að samtals greiddi ég
1650 þúsund eða 29,07% og þótti
það eiginlega alveg nóg. Hækk-
un á tekjum milli ára reiknast
mér til að jafngildi 50,88%
(dettur þér nokkuð í hug að ég
hafi þurft svo sem fyrir þessu
að hafa og það kynni að hafa
komið fram í vanrækslu gagn-
vart börnum og ketti?) en hins
vegar ferð þú létt með að hækka
skattana um 100%.
Látum svo vera þótt ég geti
ekki boðið Pálma og Rolf í mat,
en ég verð samt að biðja þig að
hjálpa mér að finna út úr
þessari hringavitleysu.
Athugum eftirfarandi: í föst
laun hef ég 642.000.- kr. Svo
kemur til álag sem var í sl.
mánuði 9.632.- = 651.632.- í sl.
mánuði vann ég litla nætur-
vinnu um það bil 22 tíma (það
þykir ekki mikið hér á bæ), og
fékk fyrir það 139.230- =
790.862.- kr. Snotur tala sem
gefur fyrirheit. En svo kemur
Gjaldheimtan til sögunnar. Þú
hefur skikkað hana til að taka
af mér 661 þús. í skatta (skal
tekið fram að þar er líka verið
að ljúka við að taka af mér
viðbótina frá fyrra ári. Ég hef
Svo einkennilega vill til að á
mínu heimili þarf að greiða hita
og rafmagn, og ég var að fá
reikning, sem þurfti að borga
fyrir mánaðamót. Hef ekki
greitt hann enn. Heldurðu ekki
að ég hafi nefnilega verið að
bíða þar til ég fengi útborgað!
Ég er að hugsa um að nota
þessar 36 þús. í orkureikninginn
og slá einhvern velviljaðan að-
ila um það sem vantar á. Þar
með þurfum við kötturinn þó
ekki að sitja í kulda og trekki í
ágústmánuði, ofan á þær þreng-
ingar, sem við sjáum fram á
aðrar.
Því að sagan er ekki öll: Mér
tókst að koma 8 ára dóttur
minni á fyrirtaks sveitaheimili,
en ég þarf að greiða með henni
110 þús. krónur á mánuði.
Sömuleiðis hef ég veitt mér
þann munað að festa kaup á
matvörum annað kastið fyrir
mig, fjórtán ára gamlan son
minn og köttinn. Ég hef stund-
um látið skrifa þennan mat og
ég þori ekki fyrir mitt litla líf
að spyrja Sigurjón, hvað reikn-
ingurinn sé hár. Ég ætla hann
ekki undir 100 þús. og það er ég
viss um Hallveigu þætti ekki
mikið. Mínusinn er nú kominn í
210 þús. Svo er það afborgun af
vaxtaaukaláni hjá Útvegs-
bankanum, sem ég tók í febrú-
ar, m.a. til að standa straum af
eftirstöðvum kostnaðar við við-
gerð á húsinu mínu frá í fyrra
(ég bý í 100 ára gömlu húsi í
gamla skipstjórahverfinu,
svona húsi eins og ykkur vinstri
mönnum þykir svo sjarmerandi
og viljið vernda. Ég flottaði mig
á því að láta setja á það nýtt
bárujárn, gera við glugga, laga
loft og endurnýja tvo ofna.
Þetta kostaði 3 milljónir eða
þar um bil og nú er kostnaður
metinn til núllsins. Það er ég
viss um það mælist ekki vel
fyrir hjá okkur sem eigum
gömul hús að ekki er tekið ögn
tillit til þessa). Mínusinn hefur
nú tekið stökk í 460 þús. Síðan
skal ég gera þá játningu, að ég
festi kaup á litsjónvarpi
fyrr á árinu og borga af því 70
þús. á mánuði. Mínusinn 530
þús. Og mér er hætt að lítast á
blikuna. En í þessu er ljósglæta:
14 ára sonur minn verður í
brottu ágústmánuð, mér að
kostnaðarlausu, svo að það er
í skuldina og skrifa hjá mér
nokkra ugga og ýsubein til
mánaðamóta. Þá er eiginlega
ekkert eftir nema Útvegsbanki
og sjónvarpið. Og mér finnst
leitt að geta ekki borgað bank-
anum, því að mér hefur skilizt
að ástandið þar væri ekki sér-
lega beysið. Én hvað um það. Ég
tala við ljúflinginn Bjarna Guð-
björnsson og við Heimilistæki.
Svo einbeitum við kötturinn
okkur að því að níðast á ætt-
ingjum og vinum til mánaða-
móta.
Þá skyldi maður ætla að við
tæki sannkallað dýrðarlíf, því
að þá 4 mánuði, sem eftir lifa
ársins, ætlar Gjaldheimtan ekkj
að taka af mér nema 410 þús.
Segjum að ég hafi unnið eftir-
vinnu eins og vitlaus væri í
ágúst. Þá ætti ég að fá brúttó
842.000.- krónur. Já, það er von
þér blöskri. En þá er að greiða
Bjarna, og í lífeyrissjóðinn, og
ég borga Sigurjóni. Segja mætti
mér að fyrirmyndafyrirtækið
Póstur og sími teldi þá tíma til
kominn að senda mér kveðju.
Dóttir mín er komin úr sveit-
inni, fyrir skóladagheimilið
hálfan ágúst (til að halda pláss-
inu) og september reiði ég fram
alténd 60 þús. Þá á ég eftir 316
þús. Enn er eftir að borga af
sjónvarpinu og um þessar
mundir fellur á mig víxill í
Iðnaðarbanka, lokagreiðsla kr.
70 þús. Síðan þarf ég að
grynnka á skuld sem ég stofnaði
mér í vegna enn eins afkvæmis
míns, sem er komið af meðlags-
aldri og ég er viss um að þú
skilur það. Að þessu búnu
reiknast mér til að eftir standi
74 þúsund. Og nú er fjöldi
heimilismanna aftur orðinn
eins og áður, skólar að hefjast
og vísast ég þurfi að kaupa
einhverjar flíkur og kannski
skólabækur, og nokkurn veginn
get ég gengið út frá því sem
vísu, að krakkarnir vilji fá
eitthvað að borða.
Svo tekur við annar mánuður,
sá þriðji, og loks jóla-
mánuðurinn. Heldurðu ekki, að
það sé ástæðá fyrir mig að fara
bara strax að hlakka til jól-
anna? Finnst þér þetta vera
lúxuslif hátekjukvendis? Þú
sérð kannski í þessu smugu, af
því að þú ert ráðherra og ég bið
þig lengstra orða að benda mér
á hana.
29555
Opid um helgina og á kvöldin alla
vikuna.
Einstaklingaíbúö — Engjasel
35 ferm. Verö 18 millj.
Kjartansgata
40 ferm. kjallari. 37 ferm. bílskúr Verö
21 millj. Útb. 15 millj.
2ja htrb. íbúöir
Asparfell
60 ferm. Verö 26 millj. Skipti á
einbýlishúsi eöa hæö í Grindavík eöa
Keflavík koma til greina.
Laufésvegur
60 ferm. Verö 26 millj.
Laugavegur
75 ferm. jaröhæö. Verö tilboö.
/Esufsll
60 ferm. verö 25 millj.
Hverfisgata
55—60 ferm verzlunarhúsnæöi, má
breyta í fbúö. Jaröhæö.
3ja herb.
Kérastígur
75 ferm. jaröhæö. Sér inngangur Allt
endurnýjaö Verö tilboö.
Miövangur
97 ferm. Verö tilboö
Sörlaskjól
90 ferm. kjallari. Verö 31 millj. Útb.
tllboö.
Laskjarkinn Hafnarfiröi
78 ferm. sérhæö á 2. haaö. Verö tilboö.
Graanakinn Hafnarfiröi
80 ferm. sérhæö Verö tilboö.
Viöimelur
75 ferm. Verö 35 millj.
Vesturberg
80 ferm. Verö 32 millj.
4ra harb.
Baröavogur
100 ferm. risíbúö. Verö tilboö.
Dunhagi
Endaíbúö á 4. hæö. Verö tilboö.
Eyjabakki
115 ferm. brúttó. verö tilboö.
Fellsmúli
90 ferm. sér-jaröhæö Verö tilboö.
Hrafnhólar
117 ferm. Verö 40 millj.
Krummahólar
100 ferm. Verö 47 millj.
Kríuhólar
125 ferm Verö 38 millj.
Suóurhólar
115 ferm brúttó. Verö 40 millj. Skipti
koma til greina á góöri 2ja herb. íbúö.
Skeljanes
100 ferm. rishæö. Lítiö undir súö. Stór
eignarlóö. Verö 26 millj.
5—6 harb.
Gunnarsbraut
117 ferm. hæö. 4ra herb. rish. 37 ferm.
bílskúr. Verö tilboö.
Sérhæö í Mosfellssveit
5—6 herb. 140 ferm. hæö og ris í
tvíbýlishúsi Verö 47 millj.
Mévahléö
4ra herb. 140 ferm. og 20 ferm. í
kjallara. Ðílskúrsréttur. Verö 60 millj.
Útb. 42 millj.
HNöar
5 herb. 110 ferm. Bílskúrsréttur Verö
tilboö.
Stekkjarkinn
4ra—5 herb. hæö og ris. 170 ferm.
BAskúrsréttur. Verö 55 millj. Útb. 35
millj.
Einbýlishús
Reykjabyggó Mosfellssveit
5 herb. 195 fem einbýli — tvíbýli.
BAskúr. Möguleikar á tveimur fbúöum.
Verö 60 millj.
Hús á byggingarstigi
Bugóutangi Mosfellssveit
300 ferm tæplega fokhelt einbýli á
tveimur hæöum.
Stekkjarsel
200 ferm. hæö í tvíbýli. tilboö.
Eignir úti á landi
Bolungarvík — Dalvík, Djúpavogi,
Hverageröi, Höfn í Hornafiröi, Selfossi.
Stokkseyri, Vogum, Þorlákshöfn.
Sumarbústaöalóöir
í Grtmsnesi. Uppl. á skrifstofunni.
Eignanaust, Laugavegi
96, við Stjörnubíó
Sölustjóri: Lárus Helgason, Svanur Þór
Vilhjámsson hdl.