Morgunblaðið - 02.08.1980, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1980
HVflÐ MYNDIB ÞU GERA
— til að tryggja hag þinn og þinna ef...
— hafís legðist að landinu næsta vetur?
— styrjöld brytist út eftir þrjá daga?
— eldgos kæmi upp í nágrenninu á morgun?
— tilkynnt væri að allt drykkjarvatn hefði mengast?
— rafmagnslaust yrði allan næsta mánuð?
— mikill jarðskjálfti kæmi í nótt?
Ef þú veist ekki hvaö gera skal,
hvert myndir þú leita til aö fá
yfirveguö svör viö þessu öllu og hver
gæti svo veitt þér aðstoö? Væri ekki
fróölegt aö vita hvaö aörar þjóöir
gera og hvort viö erum á sama báti
hvaö þetta snertir?
Kjarni málsins er einmitt sá aö
flestar þjóöir, sem búa viö lík
skilyröi og við, kosta miklu til
uppbyggingar tvenns konar varn-
arkerfis sem byggist á her og
almannavörnum.
Þótt hér dvelji her, lýtur hann ekki
okkar stjórn og því er fráleitt aö
byggja öll okkar viöbrögö á aðstoð
hersins, enda raunverulegt hlutverk
hans einungis hernaöarlegs eölis.
Hinsvegar höfum viö fengiö og fáum
þar vonandi aðstoö ef þörf krefur og
aöstæöur leyfa.
Almannavarnir eru því þaö sem
við veröum aö leggja altt okkar
traust á hvort sem um hugsanlegt
samstarf viö herinn er að ræöa eöa
ekki. En hvaö leggjum við af mörk-
um til almannavarna sem eiga aö
tryggja allt þaö sem okkur er
dýrmætast?
Framlag til
almannavarna
Hlutur Almannavarna ríkisins í
síöustu fjárlögum var 0,01%. Hætt
er viö aö okkur fyndist ekki merkileg
líftrygging sem heföi í iögjald 0,01%
af meöalárstekjum þótt sú trygging
væri einungis fyrirbyggjandi. Þannig
trygging gæti þó án efa varöveitt
það sem engin önnur trygging
mundi varöveita en þaö eru manns-
líf. Eins er meö blýant arkitektsins
og áætlanir almannavarna, hvort
tveggja er harla lítils viröi ef því er
ekki beitt tímanlega og á réttan
hátt.
Læsta bókin
Eitt af fyrstu meiriháttar verkefn-
um almannavarna ríkisins, sem nú
telur 3 fasta starfsmenn, var aö
útbúa bækling sem í voru grundvall-
aratriöi um viöbrögö og varnir hér ef
til hernaöarátaka kæmi. Ríkisstjórn-
in á þeim tíma heimilaöi ekki
dreifingu bæklingsins til almennings
á þeim forsendum aö þaö gæti haft
óæskileg áhrif. Meö sömu rökum
mætti banna kennslu á blastursaö-
feröinni og stööva útgáfu bæklinga
um hjálp í viölögum.
En lítum nánar á þau dæmi sem í
upphafi voru nefnd meö tilliti til
réttra viöbragöa og tökum síöan eitt
til úrlausnar.
Hafís
Ef hafís legöist aö landinu mætti
búast viö miklum flutningsörðug-
leikum til ýmissa staöa. isbrjót þyrfti
til aö fylgja skipum þar sem ís væri
þéttastur en án ísbrjóts yröi aö flytja
á landl og í lofti nauösynlegustu
vörur til staöa sem verst stæöu.
Líklegast er aö ís væri viö land
snemma aö vori eöa síöla vetrar en
þá eru vegir hvaö erfiðastir yfirferö-
ar. Sumar tegundir eldsneytis
mundu fljótlega ganga til þurröar
þar eö birgöir eru aöeins nægar á
örfáum stööum á landinu og alls
ekki þar sem ísa er helst von. Sama
máli gegnir um fóöur(bæti) og áburö
(tilbúinn). Tímanleg og rétt dreifing
birgöa er því meginatriöi sem vert
er aö huga aö.
Styrjöld
Ef styrjöld brytist út myndi þaö aö
öllum líkindum hafa nokkurn fyrir-
vara. Þó kjarnorkusprengja spryngi
á landinu þyrftu áhrifin ekki aö
veröa meiri en af völdum snarps
jaröskjálfta, en vindátt réöi þó miklu
um afleiöingar geislavirks úrfellis. í
versta tilfelli mætti búast viö mikilli
geislun í fjóra daga og á meöan
væri útivera hættuleg, en aö þeim
tíma liönum mundi geislun hafa
minnkaö u.þ.b. þúsundfalt. Meö
góöum aöbúnaöi mætti því bók-
staflega horfa á „nátttröir sprengj-
unnar daga uppi.
Einstæöur húsakostur okkar
kæmi aö litlum notum nema hann
væri nýttur á réttan hátt og búinn
vistum. Þá gætu einfaldar reglur um
fyrstu viöbrögö algjörlega ráöiö
úrslitum.
Áriö 1963 var gerð á vegum
Almannavarna ríkisins könnun á
húsakosti og skýlingu meö tilliti til
hernaöarvarna. Kom þá í Ijós aö
margar byggingar hafa skýlingu á
viö sérhönnuö kjarnorkubyrgi. SíÖ-
an hafa mörg hús risiö sem ekki
hafa veriö könnuö og almennings-
fræösla á þessu sviöi hefur ekki
fundið náö fyrir augum valdhafa á
þessum 17 árum.
í ófriði myndu aödrættir til lands-
ins trúlega stöövast aö mestu eöa
öllu. Eitt er þaö ööru fremur sem
myndi há okkur í sjálfsbjargarviö-
leitni en þaö er eldsneytisskortur. Ef
vel léti mundu eldsneytisbirgðir
landsins endast í u.þ.b. 75 daga
meö sömu notkun, nokkuö misjafn-
lega eftir tegundum, bensín þó
styst. Almannavarnir hafa lagt til aö
þessar birgöir yröu auknar til muna,
en án sjáanlegs árangurs. Varla er
þó teljandi hætta á vörurýrnun eöa
veröfalli á slíkum birgöum enda
raunin oftast önnur.
Eldgos
Ef eldgos brytist út í eða nálægt
mannmargri byggö mætti búast viö
umfangsmiklum brottflutningi sem
vafalaust mundi teppa götur og vegi
útfrá svæðinu. Umferöarþunginn
gæti oröið slíkur aö hætta væri á
meiri háttar töfum vegna óhappa.
Þar á ofan þyrfti hugsanlega aö
sinna sjúkraflutningum og flutningi
tækja til að verjast á sjálfu áfalls-
svæöinu. Öskufall gæti svo tafiö
mjög þegar liði á björgunarstarfiö.
Skipulag aðgerða gæti því aðeins
miöast viö ástand eins og þaö yröi á
hverjum tíma, aö góö fjarskipti væru
milli björgunaraöila, og einnig gætu
fjarskipti flýtt þannig fyrir aögeröum
að þaö riöi baggamuninn um hvern-
ig til tækist. Skipulag brottflutnings-
aögeröa hefur þegar sannað gildi
sitt svo ekki veröur um villst og
fjarskiptunum má líkja viö smurning
á skipulagsvélina; afköst og ending
vélarinnar fara eftir því hve vel hún
er smurö.
Dæmi eru um aö fjarskiptaáætl-
anir dragist úr hófi vegna seina-
gangs þeirrar ríkisstofnunar sem þó
ætti helst aö greiöa götu þeirra og
einnig er mikiö búiö aö tala fyrir
daufum eyrum um fjárþörf þeirra
einstaklinga, félagssamtaka og rík-
isstofnana sem af vanefnum vilja
byggja upp örugg fjarskipti. Enginn
vafi er á aö þarna er mál sem sitja á
í fyrirrúmi.
Mengun vatns
Mengun drykkjarvatns mundi
hafa í för meö sér mikla erfiöleika.
Torvelt yröi aö afla ómengaös vatns
í þeim mæli aö dygöi til aö fullnægja
brýnustu þörfum og því hætt viö aö
margur yröi aö bjarga sér á eigin
spýtur. Þá kæmi í góöar þarfir aö
eiga tiltækar leiöbeiningar um
helstu úrræöi.
Eiturmengaö vatn þýddi trúlega
Irtiö aö sjóöa en e.t.v. mætti eima
þaö eöa sigta (sigtun á geislavirku
úrfelli). Nota mætti brunna og jafn-
vel rigningarvatn en trúlega yröi þó
aö flytja vatn til þéttbýlli svæöa, sér
í lagi ef þar væri ekki hitaveita.
Hitaveitan hefur þannig fleira til síns
ágætis en þaö sem lesiö er af
mælum og metiö til fjár.
Rafmagnsleysi
Rafmagnsleysi lamar á skömmum
tíma mikinn hluta þeirra orkugjafa
sem viö erum hvaö háðastir og oft
kemur engin önnur orka þar aö
gagni. Flestir atvinnuvegir stöövast
beint og síöan aörir óbeint, en mikiö
er undir veöurfari komið hversu
alvarlegt ástand skapaöist. Ef aöal
dreifistöövar og línur þaðan væru
nothæfar, mætti skammta það raf-
magn sem fyrir hendi væri en
skemmdir á dreifikerfi myndu hins-
vegar orsaka algjört rafmagnsleysi,
svæöisbundiö. Hið síöara er þeim
mun alvarlegra sem rafmagnsleysiö
varir lengur og gæti gert hús
óbyggileg aö vetri og valdiö á þeim
miklum skemmdum ef ekki væri aö
gert. Aö sumri til kæmi upp vanda-
mál viö framleiöslu og geymslu
matvæla, sem leysa yröi fljótt til aö
afstýra vandræöum síðar.
Með færanlegum rafstöövum má
bæta úr brýnustu þörfum, þ.e. ef
slik tæki eru fyrir hendi. Litlar
rafstöövar geta þannig veriö ómet-
anleg tæki til aö yfirstíga öröugleika
sem upp koma á óvæntum stööum.
Jarðskjálfti__________________
í staö þess aö lýsa eingöngu
hugsanlegum erfiöleikum sem skap-
ast myndu í jaröskjálfta, skulum viö
nú fylgja áætlun Almannavarna sem
byggö er á skýrslu vinnuhóps Al-
mannavarnaráös frá 1978 um
landskjálfta og varnir gegn þeim á
Suöurlandi.
Þar er byggt á athugun og
heimildum um tjón af völdum slíkra
skjálfta allt frá því áriö 1164, greint
frá markmiöum og niöurstööum en
aö lokum aögeröum.
Heimildir sýna aö stórir skjálftar
hafa veriö á hverri öld síöan landiö
byggöist og jaröfræöilegar aöstæö-
ur benda til aö svo veröi enn um
langa hríö. Meöaltími milli skjálfta
hefur veriö um 20 ár, en því lengra
sem líöur er hætta á aö meiri
spenna safnist upp. Nú eru liöin 82
ár síöan landskjálftar gengu yfir
Suöurland (1896) en 66 ár frá
síðasta stóra skjálftanum á svæöinu
(1912). Upptök skjálftanna þræöa
um 5—10 km breitt bletti frá Þurá
og Hjalla í Ölfusi austurundir Sel-
sund á Landi.
Lýsing á jaröskjálfta, sem er 10
stig á Mercalli-kvaröa, og gæti talist
meðalharöur á þessu svæöi sem er
20 km breitt, mundi veröa eftirfar-
andi:
skjólleysis og vosbúöar. Skemmdir
á brothættum mjaltavélakerfum og
dreifikerfum rafmagns mundu hugs-
anlega valda stórvandræöum.
Flutningar mundu lengjast vegna
brúarskemmda þannig aö frá
Reykjavík til Selfoss gæti leiöin
lengst um 88—167 km og leiðin til
Hellu og Hvolsvallar um 210 km.
Gera má ráö fyrir aö báöar Búrfells-
línur geti skemmst á löngum köflum,
aöallega Búrfellslína II. Óvíst er um
sjálfa Búrfellsvirkjun.
Áætlun um
björgun og
hjálparstarf
Áætluninni er skipt í 14 höfuö-
þætti þ. á m. stjórnun, fjarskipti,
löggæslu, brunavarnir, sjúkraflutn-
inga, samgöngur, vatnsmiölun, raf-
væöingu og björgun verömæta.
JFylgiskjal er meö skýrslunni frá
Islenska Álfélaginu).
í skýrslunni er greint mjög ná-
kvæmlega frá fyrirbyggjandi ráö-
stöfunum, hegðun í og á eftir
skjálfta og síöast en ekki síst
tillögum um jaröskjálftaspár.
Hér á eftir leyfi ég mér aö birta
nokkuö af þessum niöurstööum
sem ég tel aö eigi erindi til okkar
allra.
10 stig á
Mercalli
Um % allra hlaöinna steinhúsa
eyöileggjast, flest þeirra hrynja til
grunna. Vel byggö timburhús og
brýr stórskemmast og einstaka
eyöileggjast. Stíflur og flóögaröar
veröa fyrir miklum skemmdum.
Leiöslur í jöröu rifna í sundur og
slitna. Sprungur koma í malbikaöar
götur. Mikil skriöuföll og grjóthrun
úr fjöllum. Yfirborö á lausum sandi
breytist allmikiö. í ám og vötnum
myndast öldur sem ganga á land.
Á umræddu svæði eru mikil
verömæti í húfi, þó ekki sé minnst á
rúmlega 4500 manns sem á svæö-
inu búa. Fyrst er aö nefna fjórö-
ungssjúkrahúsiö á Selfossi,
mjólkurvinnslustöðina þar, þá einu á
Suöurlandsundirlendi, og síöan aö-
altengistöö símans á Suöurlandi.
Þar næst kemur þjóövegur I (39
km), Ölfusárbrú, Sogsbrú og Þjór-
sárbrú auk annarra mikilvægra
samgönguæöa. Síöast koma svo 80
háspennumöstur í Búrfellslínu I (32
km) og 170 háspennumöstur í
Búrfellslínu II (67 km) auk fjölmargra
dreifilína.
Áhrif á landbúnaö, þ.e. kúabú-
skap, yröu geigvænleg. Líkur eru til
þess aö bústofninn yröi í húsi þegar
skjálfti gengi yfir. Þótt hann slyppi
lítiö skaddaöur úr skemmdum úti-
húsum, gætu oröiö afföll sökum
Síðan getur hver og einn spurt
sjálfan sig hvaö áunnist hafi síöan
skýrsla þessi var birt áriö 1978.
Enginn vafi er þó á aö skýrslan
var unnin af okkar færustu mönnum
og eins vel og kostur var á. Mig
grunar að fátt eitt hafi síöan gerst
annaö en þaö aö blöðin hafa lítiö
eitt gulnaö á hornum og kjölurinn
safnaö ryki í 2 ár. Þó hef ég fregnað
aö næsta háspennulína sé ráögerö
utan áöurnefnds svæöis meöal ann-
ars vegna jaröskjálftahættu.
Mér er efst í huga hvort viö, ég og
þú, lesandi góöur, gerum ekki þá
kröfu til almannavarna, fjölmiðla og
stjórnvalda ríkis og sveitarfélaga aö
rykiö verði dustaö af öllum slíkum
skýrslum, sett veröi í framkvæmd-
agír og lagt af stað í átt til
uppbyggingar. Mætti ekki hluti viö-
lagagjalds renna til fyrirbyggjandi
aðgerða eins og til stóö þegar því
gjaldi var á komiö? Þannig mætti
strax tífalda framlög til almanna-
varna svo viö veröum ekki lengur
hundraöfaldir eftirbátar Svía, sem
viö svo oft miðum okkur viö.
(Herútgjöld hafa Svíar svo margföld
þar í ofanálag sem viö erum svo
heppnir aö sleppa viö.)
Góöa ferö!
Stefán Sæmundsson.
TMkMnir
The Effects of Nuctear Weapons 1977
Skýrsla vfnnuhóps Almannavarnaráös 1978.